Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Innflutningur búvara
Drepur ekki
landbúnaðinn
Við munum inna ríkisstjórn-
ina eftir nánari skýringum
á því hvað felst í tilboðinu til
GATT, segir Haukur J. Hall-
dórsson, formaður Stéttarsam-
bands bænda, um þær tiilögur
stjórnvaida að draga úr styrkj-
um til landbúnaðar næstu árin
og leyfa innflutning ákveðinna
unninna búvara.
- Það er ekki verið að ganga af
íslenskum landbúnaði dauðum
með þessu, segir Haukur, en hins
vegar geta misvitrir stjómmála-
menn með svona opinn texta
fengið í hendumar vopn til þess
að gera það og skaða um leið
þjóðfélagið allt. Vel upplýst
stjómvöld gætu hins vegar haldið
þannig á málum að það mætti búa
við þetta og jafnvel flýta ffam-
leiðniaukandi aðgerðum og hag-
ræðingu.
Hákon Sigurgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda, ítrekar að allt byggist á út-
færslunni af hálfú ráðamanna.
Þótt rætt sé um beitingu jöfnunar-
gjalda sé reyndin sú, að frá 1972
hafi þeim aðeins verið beitt á kök-
ur, en t.d. ekki pizzur og annað
sem keppi við innlenda matvæla-
framleiðslu. Hákon segir að stað-
ið verði fast á þeirri kröfú síðasta
aðalfundar Stéttarsambandsins að
sömu kröfúr verði gerðar til gæða
og framleiðsluskilyrða innfluttra
búvara og íslenskra. íslendingar
geti auðveldlega keppt á grand-
velli gæða. Eftir 10 ára samdrátt-
arskeið framleiðslunnar sé hins
vegar gífúrlegt verk eftir í hag-
ræðingu til að geta mætt sam-
drætti í stuðningi ríkisins.
Eitt af því sem valdið hefúr
erfiðleikum í GATT-viðræðunum
er að mikils tvískinnungs gætir
hjá Bandaríkjamönnum í kröfúm
þeirra um meiri samdrátt land-
búnaðaraútgjalda í Evrópu, þar eð
þeir feli í raun sínar útflutnings-
bætur og stuðning undir ólíkum
heitum og með öðram aðgerðum.
Óskar J. Gunnarsson, forstjóri
Osta- og smjörsölunnar og for-
maður Samtaka afúrðastöðva í
mjólkuriðnaði bendir á, að í
gæðamálum standi íslenskur
mjólkuriðnaður mjög sterkt og
geti með tímabundnum jöfnunar-
gjöldum vel keppt við innflutning
á þeim grandvelli, jafnvel flutt út
með hagnaði ef svo fari að þær
niðurgreiðslur, innflutningstak-
markanir og gjöld sem við höfúm
glímt við falla niður erlendis.
Ostaneysla hérlendis muni að
sínu mati aukast allt fram til alda-
móta og innflutningur geri kann-
ski lítið annað en auka fjölbreytn-
ina. Hins vegar gæti þurft að
skerða mjólkurkvótann, ef vera-
lega gengur á markaðshlutdeild
okkar.
Mikilvægt sé að auka inn-
byrðis samstöðu í mjólkuriðnað-
inum, stækka einingamar og auka
hagræðingu. Innflutningur gæti
flýtt sameiningu mjólkurbúa.
Þórður Ásgeirsson hjá Baulu
sagðist fagna innflutningi og auk-
inni samkeppni. Jógúrt væri eina
mjólkurafúrðin á samkeppnis-
markaði hérlendis og samkeppnin
á jógúrtmarkaðnum undanfarin 3
ár hefði valdið stórbættri vöra-
þróun og haldið verði í skefjum.
Hins vegar væri miklu líklegra að
menn mundu flytja hingað smjör
og osta, sem hefðu lengra
geymsluþol, auk þess sem meira
munaði á verði þeirra hér og ytra
en á jógúrtinni. Hins vegar sé for-
sendan fyrir aukinni hagræðingu í
mjólkurframleiðslu landsins að
bændur fengju að versla fijálst
með kvótann.
ÓHT
Happdrætti Þjóðvilians
Síðustu forvöð að gera skil
|L| ú fer hver að verða síðastur
™ að gera skil í happdrætti
Þjóðviljans, en sem kunnungt er
voru vinningsnúmerin sem dreg-
in voru þann 7. nóvember innsigl-
uð. Stefnt er að því að birta þau
númer sem vinningar komu á
ekki seinna en 30. nóvember.
Þeir sem enn eiga ógreidda
heimsenda gíróseðla vegna happ-
drættisins og aðrir sem vilja freista
gæfúnnar, era hvattir til að greiða
miða sína hið fyrsta. Auk banka og
pósthúsa er hægt að snúa sér til um-
boðsaðila happdrættisins, en listi
yfir þá fylgir hér á eftir.
REYKJAVÍK: Skrifstofa Þjóð-
viljans, Síðumúla 37, s: 681333
KOPAVOGUR: Sigurður
Flosason, Kársnesbraut 54, s:
40163
HAFNARFJÖRÐUR: Jóhanna
Eyfjörð, Hjallabraut 33, s: 651462
MOSFELLSBÆR: Hrefna
Magnúsdóttir, Reykjavegi 52,
s:666182
AKRANES: Jóna K. Ólafsdótt-
ir, Jörandarholti 170, s: 11894
BORGARNES: Sigurður Guð
brandsson, Borgarbraut 43, s:
71122
STYKKISHÓLMUR: Kristín
Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, s:
81327
GRUNDARFJÖRÐUR: Matt-
hildur Guðmundsd., Fagiuhólstúni
10, s:86715
SUÐUREYRI: Þóra Þórðar-
dóttir, Aðalgötu 51, s: 6167
ÍSAFJÖRÐUR: Biyndís Frið-
geirsdóttir, Fjarðarstræti 9, s: 4186
BOLUNGARVÍK: Kristinn
Gunnarsson, Hjallastræti 24, s:
7437
SAUÐÁRKRÓKUR: Hulda
Sigurbjömsd., Skagfirðingabraut
37 35289
’ SIGLUFJÖRÐUR: Einar Al-
bertsson, Hólavegi 15, s: 71614
ÓLAFSFJÖRÐUR: Bjöm V.
Gíslason, Bylgjubyggð 1, s. 62501
AKUREYRI: AB Lárasarhúsi.
Kári Eðvaldsson, Munkaþverár-
stræti 17. s: 21783
HÚSAVÍK: Aðalsteinn Bald-
ursson, Baughóli 31 B, s: 41937
NESKAUPSTAÐUR: Þórður
M. Þórðarson, Vatnsmýri 5, s:
71237
ESKIFJÖRÐUR: Hjalti Sig-
urðsson, Svinaskálahlíð 19,61367
HORNAFJÖRÐUR: Benedikt
Þorsteinsson, Ránarslóð 6, 81243
VESTMANNAEYJAR: Jó-
hanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28,
s: 11177
HVERAGERÐI: Ingibjörg Sig-
mundsdóttir, Heiðmörk 31, s:
34259
SELFOSS: Sigurður R. Sig-
urðsson, Lambhaga 19, s: 21714
ÞORLÁKSHOFN: Elín B.
Jónsdóttir, Haukabergi 6, s: 33770
KEFLAVÍK/NJARÐVÍK: Eyj-
ólfur Eysteinsson, Suðurgötu 5, s:
11064
Atvinnuleysi meðal kvenna er mun meira en hjá körlum. Þannig eru 115 konur atvinnulausar á Akranesi, eink-
um vegna gjaldþrota fyrirtækja í fataiðnaði.
Verst hja konum a
landsbyggðinni
Atvinnuleysið í október jafn-
gilti þvi að 1500 manns hafi ver-
ið á atvinnuleysisskrá. Þetta er
nokkru minna atvinnuleysi en á
sama tima i fyrra, en mun
meira en verið hefur í október
að meðaltali síðast liðin fimm
ár. Nokkrir staðir skera sig úr
og hafa mátt búa við talsvert at-
vinnuleysi um langt skeið. Auk
þess er atvinnuleysi meðal
kvenna mun meira en á meðal
karla. Þannig mælist 4,8 pró-
sent atvinnuleys’ meðal kvenna
á Vesturlandi.
- Það er heldur að rofa til hjá
okkur nú og ég held við séum á
leið með að ná okkur upp úr þess-
um öldudal, segir Hervar Gunn-
arsson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, í samtali við Þjóðvilj-
ann. Hervar er jafnframt bæjar-
fulltrúi og formaður fram-
kvæmdanefndar atvinnumála.
115konur
Akumesingar hafa þurft að
búa við talsvert atvinnuleysi í nær
tvö ár samfleytt. í október vora
133 Akumesingar á skrá yfir at-
vinnulausa, en þar af vora 115
konur.
Atvinnuleysi kvenna á Akra-
nesi stafar fýrst og fremst af
gjaldþrotum fyrirtækja í fataiðn-
aði. Nýlega vora tvö fyrirtæki
tekin þar til gjaldþrotaskipta,
Tex-Still og Akrapijón.
Bjartsýni Akumesinga þessa
dagana beinist einkum að tvennu.
Annars vegar hefúr starfsemi ver-
ið hafin að nýju þar sem Fiskiðjan
Arctic var áður, en hins vegar
hafa fyrirtæki lýst yfir áhuga á að
hefja rekstur í húsi atvinnuþróun-
arsjóðs, þar sem Tex- Stíll var
síðast til húsa en Hennes áður.
Ennfremur virðast menn
bjartsýnir á að takist að halda
starfsemi skipasmíðastöðvar Þor-
geirs og Ellerts gangandi, en hún
hefúr framlengda greiðslustöðvun
til loka þessa mánaðar. Þar var
starfsmönnum nýlega fækkað til
muna.
Meiri kvóta
- Það er alltaf verið að vinna
að því að fjölga atvinnutækifær-
um, en mín persónulega skoðun
er sú að fljótvirkasta leiðin til
þess sé að fá meiri kvóta til bæjar-
ins. Það vantar ekki atvinnutækin
í fiskvinnslu á staðnum, en þau
era ekki fúllnýtt, segir Hervar
Gunnarsson við Þjóðviljann. Það
í BRENNIDEPLI
- Það er heldur
að rofa til hjá okkur
nú og ég held
við séum á leið með
að ná okkur upp úr
þessum öldudal,
segir
Hervar Gunnarsson,
formaður
Verkalýðsfélags
Akraness
ogformaður
framkvæmdanefndar
atvinnumála
er þó ekki annað fyrirsjáanlegt en
að á Akranesi verði þó nokkurt at-
vinnuleysi enn um sinn.
Nokkuð er um að konur hafi
verið svo lengi á atvinnuleysis-
skrá að þær hafi misst rétt sinn til
bóta.
Hið sama er uppi á teningnum
á Akureyri. Þar bendir ekkert til
annars en að veralegt atvinnu-
leysi verði áfram landlægt, að
sögn Sævars Frímannssonar, for-
manns Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar.
í síðasta mánuði vora 174 á
atvinnuleysisskrá á Akureyri og
skiptist nokkuð jafnt milli karla
og kvenna. Atvinnuleysi á Akur-
eyri var heldur meira í október en
í september.
Til samanburðar má geta þess
að 116 vora á atvinnuleysisskrá í
Kópavogi í október, 61 í Hafnar-
firði og 371 í Reykjavík.
Bjart á Seyðisfirði
- Maður má ekki vera of
svartsýnn, en ég á ekki von á að
þessu ástandi hér linni. Þó verður
maður auðvitað að vona að fari að
leysast úr þessu. Það er mikilvægt
að sveitaifélögin, iðnþróunarfé-
lög og verkalýðsfélög fari að
vinna saman að lausn þessara
mála, segir Sævar Frímannsson
við Þjóðviljann.
Það er mun bjartara yfir Seyð-
firðingum um þessar mundir, en
þeir hafa mátt þola veralegt at-
vinnuleysi undanfarið ár. Að sögn
Hallsteins Friðþjófssonar, for-
manns Verkamannafélagsins
Fram, er atvinnuleysi ekki til
staðar þar í bæ nú, en í síðasta
mánuði vora 40 manns á skrá.
Sem kunnugt er fóra fisk-
vinnslufyrirtæki á Seyðisfirði á
hausinn siðast liðið haust, en nú
hefúr Fiskiðjan Dvergasteinn tek-
ið þar við rekstri fiskvinnslunnar.
Um tíma vora um 100 manns
atvinnulausir á Seyðisfirði.
Óvissa
Atvinnuleysi mælist vart á
Vestfjörðum og á höfúðborgar-
svæðinu nemur það aðeins 0,8 af
hundraði. í öðrum landshlutum er
atvinnuleysið ábilinu 1,3 prósent
(Suðurland) til 2,3 prósent. Hærri
talan gildir um bæði Vesturland
og Norðurland eystra.
Atvinnuleysi á Norðurlandi
vestra mældist 1,6 af hundraði i
október, en um helming þess at-
vinnuleysis má rekja til Sauðár-
króks og Siglufjarðar.
Á Austurlandi var 1,8 prósent
atvinnuleysi í október, en at-
vinnuleysi meðal kvenna í fjórð-
ungnum nam 3,2 af hundraði.
Sem fyrr segir var 1,3 prósent at-
vinnuleysi á Suðurlandi í október,
sem þýðir að 97 vora án atvinnu.
Þar af vora 19 manns í Vest-
mannaeyjum, 20 á Selfossi og 15
á Hvolsvelli.
Atvinnuleysi á Suðumesjum
nam 1,9 af hundraði, en helming
þess má rekja til Keflavíkur. Þar
vora 76 á skrá, þar af 46 konur.
Mikil óvissa ríkir um atvinnu-
ástand á landsbyggðinni á næstu
mánuðum. Uppsagnir hafa til að
mynda þegar komið fram vegna
boðaðs verkfalls yfirmanna á
fiskiskipum og horfúr um síldar-
söltun era dökkar.
-gg
Fimmtudagur 15. nóvember ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3