Þjóðviljinn - 15.11.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Það er eitt af megineinkenn- um tegundarinnar homo sapiens, eða hins vitiboma manns, að end- urskoða viðhorf sín með tilliti til breyttra aðstæðna og hegða lífi sinu í samræmi við það sem reynslan hefur leitt í ljós. Næstkomandi laugardag munu herstöðvaandstæðingar halda árlega ráðsteíhu sína, þar sem þeir munu meta atburði lið- ins árs og huga að því hvort þeir gefi tilefni til að breyta áherslum í baráttunni íyrir hlutlausu og her- lausu landi eða hvort hún sé jafn- vel óþörf. Ýmsir samheijar hafa viðrað þær hugmyndir að her- stöðvamálið muni leysast af sjálfu sér. Bandaríkin muni draga sjálfkrafa úr umsvifúm sínum og herinn fara, sumir segja á næstu 5 ámm og aðrir gefa þeirri þróun 10 til 15 ár. Jafhffamt er þeirri skoð- un haldið ffam að baráttan fyrir úrsögn úr NATO skipti ekki máli. Bandalagið muni breytast af sjálfu sér og taka upp annað hlut- verk en því var áður ætlað, þe. að standa vörð um lýðræðið gegn sovéskri ógnun. í leit að hlutverki NATO er nú í svipaðri stöðu og persónumar sex í leikriti Pir- andello sem voru að leita að höf- undi. Það þreytir dauðaleit að hlutverki eftir að þróun undanfar- inna mánaða hefur svipt það þvi hlutverki sem okkur var tjáð að það ætti að gegna. Það ætti að vera öllum óbrjáluðum mönnum ljóst að engin ógn stafar lengur af sovéskri útþenslustefnu og staf- aði sennilega aldrei ef mark er takandi á virtum bandarískum fréttaskýrendum. Það er því dap- urlegt að utanrikisráðherra vor skuli ekkert hafa lært og virðist samkvæmt skýrslu, er hann flutti alþingi nýverið, ekki sjá ástæðu til að endurskoða afstöðuna til að- ildar að NATO. Enn dapurlegra er að heyra formenn stærstu flokk- anna, þá Steingrím Hermannsson og Þorstein Pálsson taka undir þennan skilning. Hafa menn ekki áttað sig á því að Varsjárbanda- lagið er tekið að liðast í sundur og er nánast nafnið tómt og sovéska stórveldinu bíða vísast sömu ör- lög? Hvaða hlutverk ætla forystu- menn þriggja stærstu stjómmála- flokka landsins NATO? Að beija á þjóðum þriðja heimsins eins og einn af aðstoðarframkvæmda- stjómm NATO tæpti á í viðtali við útvarpsmann á liðnu sumri? Telja þeir og aðrir fylgjendur NATO ekki ástæðu til að staldra við og hugsa? Ottast menn ekkert að dragast inní átök sem forystu- ríki NATO, Bandaríkin, kunna að eiga við óþjálar þjóðir þriðja heimsins? Énda þótt réttsýnum mönnum þyki rétt og sjálfsagt að bregðast við innrás Iraka í Kuwe- it, þá liggur sá möguleiki nærri að önnur átök geti komið upp þar sem forsendur meðábyrgðar em hreint ekki eins ljósar og í átökun- um um Kuweit. Raunar er það dapurleg staðreynd að viðbrögð bæði Austur- og Vesturvelda í því máli helgast fyrst og frernst af efhahagslegum hagsmunum, eða hver hafa verið viðbrögð við þjóðarmorði íraka á Kúrdum? Ætla forystumenn þessara flokka að gera þá forvera sína að ómerk- ingum, sem á sínum tíma gengu ófusir til samstarfs við NATO og töldu síðar hersetu Bandaríkja- manna hérlendis illa nauðsyn? Þessir menn tóku ákvarðanir við allt aðrar aðstæður, þ.e. þegar kalda stríðið stóð sem hæst og urðu að byggja afstöðu sína á mjög einhæfum upplýsingum, sennilega fyrst og fremst banda- Um illa nauðsyn Guðmundur Georgsson skrifar rísku leyniþjónustunnar og kunna að hafa gert þetta í góðri trú. Þið eftirmenn þeirra hafið enga slíka afsökun. Hvað með ykkur óbreytta flokksmenn? Við vitum að herstöðvaandstæðinga er að finna innan allra þessara flokka. Ætlið þið að þegja þunnu hljóði við viðbrögðum forystumanna ykkar? Hvað með ykkur unga setu. En þeir létu amk. í veðri vaka að þau skref væru ekki stig- in til að hafa tekjur af hemum, heldur væri það framlag Islend- inga til vama vestrænna þjóða. Ætlið þið núverandi forystumenn stærstu flokka landsins að gera þá forvera ykkar sem vildu varast að hersetan yrði tekjulind að ómerk- ingum? Þess em dæmi að þjóðir á Suðumesjum. Það er ljóst að flugvöllurinn myndi nýtast betur fyrir alþjóðlegt farþega- og vöru- flutningaflug eftir brottfor hers- ins. Við vitum amk. um eitt flug- félag sem falast hefúr eflir lend- ingarleyfi, Aeroflot. Aukin nýt- ing flugvallarins sem alþjóða- flugvallar myndi skapa störf og kannski færi jafnvel flugstöðvar- Að lokum skora ég á hina fjölmörgu friðarsinna, sem haslað hafa sér völl í ýmsum samtökum að koma og taka þátt íþeirri stefnu- mótun sem mótuð verður á landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga næsta laugardag jafnaðarmenn sem æ oní æ sam- þykkið harðorðar ályktanir um brottfor hersins og úrsögn úr NATO, síðast á þessu ári? Hvar emð þið þegar flokkurinn ykkar heldur flokksfund? Ætlið þið virkilega að beygja ykkur undir þann skilning formanns ykkar að sjálfsagt sé að halda áffam að vera í NATO og að þróun undan- farinna mánaða geri herstöðvar Bandarikjamanna hérlendis enn veigameiri. Hvað með ykkur Al- þýðubandalagsmenn, sem teljið baráttuna gegn aðild að NATO ekki svo mikilvæga nú um stund- ir? Viljið þið að íslendingar verði meðábyrgir í hveiju því hlutverki sem NATO kann hugsanlega að taka upp í ffamtíðinni? Um skynvillur Enda þótt færa megi rök að því að þróunin í alþjóðamálum geti leitt til þess að aðild að NATO verði enn hæpnari en áður, hefi ég og margir félagar minir meiri áhyggjur af þeim boðskap sem erlendir forystumenn NATO flytja og utanríkisráðherra vor og Þorsteinn Pálsson bergmáluðu á alþingi að þróunin í alþjóðamál- um hafi gert herstöðvar Banda- ríkjanna hérlendis enn þýðingar- meiri. Því fylgir að sjálfsögðu enginn rökstuðningur, enda æði torvelt að koma okkur einfoldum kjósendum í skilning um það þeg- ar ógnin sem átti að veijast, þ.e. útþensla sovéska stórveldisins er horfin og Varsjárbandalagið að liðast í sundur. Éigum við að láta skynvillur bandariskra ráða- manna ráða því hversu lengi bandarískt herlið verður hérlend- is? Brehment fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hérlendis virtist enn haldinn ofskynjunum þegar hann kom til landsins síðari hluta sumars og gat þess að NATO yrði til og herstöðin hér yrði með þeim síðustu sem Bandaríkjamenn yf- irgæfú á meðan þeir skynjuðu veru Sovétmanna í Evrópu sem ógn. Heimang og sjálfstæði Því miður læðist að manni sá grunur að það sé hermangið sem á að verja, enda eru menn að verða sífellt ófeimnari við að beita þeim klyfjaða asna fyrir hersetuvagn- inn, sbr. varaflugvallarmálið. Við herstöðvaandstæðingar höfum lengi varað við þeirri hættu sem það gæti orðið sjálfstæði þjóðar- innar að gera hana háða her- stöðvagróðanum og höfúm að því leyti átt samleið með þeim sem upphaflega tóku þátt í samning- um um aðild að NATO og her- sem ljáð hafa land undir her- stöðvar erlends ríkis hafa algjör- lega glutrað niður eigin atvinnu- vegum. Við sjáum teikn þess þó að í smærri stíl sé. Þannig hafa at- vinnuvegir á Suðumesjum m.a. sjávarútvegur liðið mjög fyrir nærveru hersins. Eitt það fyrsta, sem þarf að huga að þegar herinn fer, er einmitt atvinnuuppbygging byggingin að hætta að vera baggi á þjóðinni. Þótt fleiri álver séu að mínu mati slæmur kostur í at- vinnumálum, kann þó sá ljósi punktur að vera við byggingu ál- vers á Keilisnesi að þar skapist störf fyrir þá sem missa atvinnu þegar herinn fer. Það væri þarft mál ef ríkisstjómin bæri gæfú til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem Ólafur Ragnar Grimsson kveðst hafa hreyft í stjóm, að setja upp áætlun um brottför hers- ins. Eitt af mikilvægum málum, sem taka verður á er að skapa ný störf á Suðumesjum. Baráttu er þörf Það er ljóst að baráttu er þörf. Herinn fer ekki af sjálfú sér vegna þróunar í alþjóðamálum, því bera orð bæði erlendra og hérlendra forsvarsmanna hersetu og NATO vitni. Aðild að NATO kann að fela í sér meðábyrgð á ýmsum átökum sem jafnvel þið sem á sín- um tíma tölduð rétt að tengjast því bandalagi kynnuð að hafa ím- ugust á. Það er ljóst að þingstyrk- ur andstæðinga hersetu og NATO er hvergi nærri fúllnægjandi til að brottför hans verði að veruleika. Þið friðarsinnar sem fylgið stærstu flokkimum að málum lát- ið ekki forystumennina, sem virð- ast ekki vilja teljast til tegundar- innar homo sapiens í þessum efn- um, ráða ferðinni án þess að í ykkur heyrist. Sjálfstæðismenn látið ekki rödd Þorvaldar Garðars vera þá einu sem minnir á það skilyrði fyrir inngöngu íslands í NATO að hér sé ekki her á ffiðar- tímum. Ungir Alþýðuflokks- menn, fylgið eftir samþykktum ykkar og haldið æskuþorinu þeg- Framhald á 11. siðu Að drnga þingmann jr i hlé Eins og lesendur væntanlega muna tilkynnti Þrándur i vikunni sem leið að hann væri á leið í framboð á vegum flokksins sem hann hefúr mestan áhuga á, hann væri eins og sagt er þegar mikið liggur við, mættur til leiks. Síðan þessi yfirlýsing var gefin hefúr ótrúlega mikið vatn til sjávar runnið og sumt af þvi nokkuð gruggugt, að ekki sé meira sagt. Sjálfstæðismenn eru búnir að ganga frá sínum málum á Reykja- nesi og fóru líkt að og Japanir að krýna erfðaprinsinn eins og vera ber. Svo er búið að handraða hingað og þangað um landið. Yf- irleitt hefúr skapast af þessu bæði lukka og velstand hjá þeim íhaldsmönnum nema kannski á Vestfjörðum þar sem Þorvaldi Garðari Kristjánssyni var fómað fyrir léttan mann, opnari færi og ívið betri stöðu svo gripið sé til líkinga úr málfari skákmanna. Framboð er alltaf ákveðið að bestu manna yfirsýn eins og allir vita, stundum af fáum i lokuðum samkvæmum, og eru engin dæmi um að stjómmálaflokkur hafi beðið ósigur af þeim sökum. Aft- ur á móti fer oft allt í upplausn þegar fleiri koma saman í próf- kjömm eða könnunum, og gefast ráð þeirra því verr sem þeir em fleiri. Þorvaldur Garðar var nátt- úrlega stúrinn sem vonlegt er, en ekki er vitað til að hann ætli í ann- að framboð nema á forsíðu Tím- ans, en það er annar handleggur. Af því að Þrándur er sjálfúr með prófkjörsskrekk er ekki nema von að hann hafi samúð með þeim sem hafa orðið illa úti. Það er auðvitað ekki að vita nema hann eigi sjálfúr eftir að fara illa út úr ráðum heimskra manna þó það sé auðvitað ólíklegt, því „Þrándur er framsýnn og traustur, hann er fyllilega verðugur fúlltrúi og honum er treystandi til að tak- ast á við verkefni framtíðarinnar,“ en þessi traustvekjandi einkunn er nú viðurkennd sannindi um alla þá sem gefa kost á sér í prófkjör. Ekki er Þrándur i nokkrum vafa um að Guðmundur G. Þórarins- son, þingmaður ffamsóknar- manna í höfúðstaðnum ber þessa einkunn með jafn mikilli rentu og við hinir prófkjörsffambjóðend- umir. Það er því meira en lítið einkennilegur hópur í Framsókn- arfélögunum í Reykjavík sem kemst að annarri niðurstöðu og dregur manninn í hlé eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. Það er auðvit- að ekki nema von að ffambjóð- andanum bregði í brún, ekki síst vegna þess að það er næstum óþekkt fyrirbrigði að ffamsóknar- menn hafni ffambjóðanda sem er til í að vera áffam, því hvers virði er Fram sóknarflokkur sem er veikur fyrir nýjungum? Á farsælli vegferð Framsókn- arflokksins um heim hinnar kyrr- látu endurkosningar hafa flokks- menn í Reykjavík skyndilega tek- ið upp á þeirri ósæmilegu hegðun að endurkjósa ekki þann sem var í sama sæti síðast. Þannig segir maður sem vel þekkir til innan- búðar að ffamsóknarmenn í Reykjavík hafi hagað sér eins og Síkagóglæponar og gabbað ffam- bjóðendur upp úr traustum þing- sætum. Þetta nær engri átt. Sam- kvæmt sömu heimild hefúr nýjum framsóknarmönnum verið smalað inn í flokkinn á röngum forsend- um, þannig að grónir ffamsóknar- menn í höfúðborginni þekkja hvorki haus né sporð á kjósend- unum, og þegar hringt er í fólkið og það spurt samviskuspuminga svarar það út i hött. Það hefúr aldrei komið á fúndi í flokknum svo vitað sé, og guð má vita hvort það á einusinni lögheimili í Reykjavík, og sennilega er engin vissa fyrir því að það hafi nokk- um tíma hugsað sér að kjósa Framsóknarflokkinn. Svona nokkuð á ekki að geta gerst og gerist næstum aldrei hjá traustum ffamsóknarmönnum. Þó rámar Þránd í að eitthvað þessu líkt hafi komið fyrir í þessu sama kjördæmi fyrir fáeinum árum eða svo. Getur verið að þá hafi Þórar- inn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, viljað vera áffam á þingi en ekki fengið vegna þess að maður að nafni Guðmundur G. Þórarinsson safnaði liði gegn honum? Og hvað sagði ekki forsætisráðherr- ann okkar í gær í DV: „Ég heyri það til að mynda hjá stuðnings- mönnum Haraldar Ólafssonar að hann er ekki búinn að gleyma því sem gerðist fyrir síðustu kosning- ar.“ Og hvað skyldi vera svona ógleymanlegt við síðustu kosn- ingar nema þeir mörgu sem völdu ffemur Guðmund G. en Harald og áttu lögheimili í Reykjavík, kusu Framsókn og voru væntanlega ekki í neinum tengslum við gangstera ffá sjálffi Síkagó. Það getur auðvitað farið fyrir Þrándi eins og Guðmundi G. að gefast upp fyrir ofúrefli, en von- andi er ekkert Sikagó-lið í flokkn- um sem Þrándi líkar best við. En ef illa fer ætlar Þrándur að fara að dæmi Hreggviðs Jónssonar og Þorvaldar Garðars og láta sér duga að verða undrandi. - Þrándur Fimmtudagur 15. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.