Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 12
■ SPURNINGIN ■ Er jólaundirbúningurinn hafinn? Olga Magnúsdóttir húsmóðir Hann fer nú alveg að hefjast hjá mér. Margrét Bjarnadóttir starfsstúlka Nei, hann er ekki hafinn. Sigríður Kristjánsdóttir húsmóðir Nei, en ég er búin að kaupa nokkrar jólagjafir. Gréta Birgisdóttir húsmóðir Nei, ekki get ég sagt það. En hann fer brátt að hefjast. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverkta kaþjónu sta Sími641012 Kerti og spil eru ekki lengur sett í jólapakka, en þau eru samt enn ómissandi á jólum. Eins og í prentsmiðjum er nú mikið að gera hjá kertafram- leiðendum. Þjóðviijinn brá sér upp á Hyrjarhöfða þar sem verksmiðjan Hreinn hf er til húsa. Hjá Hreini hf hafa verið framleidd kerti síðan árið 1922. Atli Hafsteinsson verk- smiðjustjóri segir að það séu til þijár aðferðir til að búa til kerti. Hægt er að steypa þau i mót eins og gert er hjá Hreini. Einnig er hægt að pressa duftvax í kerti og þriðja aðferðin felst í því að þræði er dýft í vax, sem smám saman safnast á þráðinn. Við síðast- nefndu aðferðina verða kertin alltaf breiðari neðst og mjókka upp og ffemur óslétt. Kertavaxið er borið í mótin ( stórum könnum og fötum. Kertaframleiðsla Draumur kertasníkis í heimsókn hjá Hreini hf sem steypt hefur gæðakerti síðan árið 1922 Leifur Bjömsson ræður rlkjum ( vélasalnum. Myndir Jim Smart Atli segir verksmiðjuna ffam- leiða um 25 tonn af kertum á ári, en langmesta salan fari ffam skömmu fyrir jól, en einnig selt dijúgt af kertum fyrir páskana. I salnum þar sem vélamar eru ræður Leifúr Bjömsson ríkjum. Hann segir það mikla þolinmæð- is- og nákvæmnisvinnu að steypa kerti. Sérstaklega er vandasamt að þræða kertaþráðinn í vélamar. Vélamar em komnar til ára sinna, og vom upphaflega í verksmiðju Hreins hf við Barónsstíg. Fyrst í stað eftir að verk- smiðjan opnaði vom kertin dýfð, en nú em þau einungis steypt. Leifur steypir rauð, blá, hvít og gul kerti, jólakertin em líka snúin. Vaxið er hitað í stómm pottum, og síðan borið í mótin í stómm könnum og fötum. Með sérstök- um spaða sker hann á þræðina þegar vaxið er storknað, um hálfri klukkustund effir að því var hellt í mótin. Þegar kertin mis- heppnast era þau brædd á ný, svo hér fer ekkert til spillis. Eftir að Leifúr hefúr tekið kertin úr mót- unum raðar hann þeim í trékassa, sem sendir em inn til kvennanna sem pakka þeim í papp- írsöskjur. Atli segir vaxið vera flutt inn frá Þýskalandi, og kveður það gæða- vax, en til em margar tegundir af kertavaxi. Kertaverksmiðjan er hvorki mann- né rúmfrek. Hinum megin við þilið em konumar sem pakka kertunum. Þær pakka líka sápu sem verksmiðjan ffamleiðir. En mestu er um vert að pakka nógu af rauðum kertum, því að nú er skammt í aðventu. BE Þræðirnir settir (mótin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.