Þjóðviljinn - 15.11.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Bretland Heseltine gegn Thatcher Vill verða leiðtogi Ihaldsflokksins og forsætisráðherra í hennar stað Michael Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í gær að hann hefði ákveðið að keppa við Margaret Thatcher um for- ustu fyrir Ihaldsflokknum og embætti forsætisráðherra. Því hefur Margaret nú gegnt í 11 ár samfleytt. Undanfarið hefur gætt vax- andi ólgu og sundrungar í Ihalds- flokknum, þar sem menn eru ugg- andi út af hraðminnkandi fylgi flokksins og kenna Thatcher um. Steininn virðist hafa tekið úr er Sir GeoíTrey Howe, aðstoðarfor- sætisráðherra, sagði af sér 1. þ.m. og fór síðan á þriðjudag svo hörð- um orðum um stjómarstefnu Thatcher á þingi að þingheimur varð steinhissa. Howe var sá síð- asti af upphaflegum ráðherrum Howe - með afsögn hans tók steininn úr. Thatcher sem eftir var í stjóm hennar. Ágreiningminn er mestur út af afstöðunni til Evrópubanda- lagsins, en Thatcher er tregari til að aðlaga Bretland því en þeir Howe og Heseltine em. Deila þessi innan íhaldsflokks og stjómar á sér langan aðdraganda. Heseltine sagði sig úr stjóm 1986 út af þessu og af sömu ástæðu sagði Nigel Lawson af sér emb- ætti íjármálaráðherra fyrir ári. Heseltine tekur skýrt fram að hann sé „betri Evrópumaður“ en Thatcher og lofar að taka til gagn- gerrar endurskoðunar mjög óvin- sælan nefskatt, sem Thatcher lagði á, verði hann forsætisráð- herra. Skattur þessi er lagður á án tillits til tekna og á að fjármagna borgar- og sveitarstjómir. Hann er talinn vera ein helsta ástæðan til þess, hve mjög hefur hallað und- an fæti fyrir Ihaldsflokknum und- anfarið gagnvart Verkamanna- flokknum. Talsmenn Thatcher, sem nú er hálfsjötug, segja hana óhrædda við áskomn Heseltine og staðráðna í að „beijast og sigra“. Það em þingmenn Ihalds- flokksins í neðri deild er kjósa á milli þeirra Heseltine, sem er 57 ára að aldri. Fyrsta umferð kosn- ingarinnar fer ffam þann 20. þ.m. Reuter/-dþ. Pólsk-þvsku landamærin Verður hernum beitt? Sergej Akhromejev, marskálk- ur í sovéska hemum og ráðunautur Gorbatsjovs forseta, sagði í gær að svo gæti farið að hemum yrði beitt til vemdar sósíalisma og til að koma í veg fyrir að Sovétríkin leystust upp, eins og hershöfðing- inn orðaði það. Hann sagði jafn- framt að þetta yrði ekki gert nema samkvæmt fyrirmælum forseta. Gamsakhurdia forseti Zviad Gamsakhurdia, leiðtogi Hringborðsbandalagsins sem vann kosningar í sovétlýðveldinu Ge- orgíu nýverið, var kosinn forseti landsins á þingi þess í gær. Er hann sá fyrsti í því embætti þarlendis í næstum 70 ár sem ekki er komm- únisti. Staðfest með sáttmála Samtök fólks úr Jyrrverandi austurhéruðum Þýskalands mótmœla harðlega Utanríkisráðherrar Þýska- lands og Póllands, þeir Hans-Dietrich Genscher og Krzysztof Skubiszewskl, undir- rituðu í gær í Varsjá sáttmála milli ríkja sinna, þess efnis að þau virði til frambúðar núver- andi landamæri sín á milli. Má telja þennan samning söguleg- an, því að allt frá því að landa- mæri þessi voru ákveðin í lok heimsstyrjaldarinnar síðari hafa Pólverjar óttast að Þjóð- verjar myndu krefjast héraða þeirra, sem þá voru af þeim tek- in. Landshlutar þessir, Slésía, Austur-Pommem, Danzig og meirihluti Austur-Prússlands voru þá Iagðir undir Pólland og íbúamir þar, sem langflestir vom þýskir, reknir slyppir og snauðir vestur á bóginn en Pólveijar flutt- ir inn í staðinn. Skipta síðan fljót- Albanía Fleirframbjóðenda- kosningar f febrúar Helmut Kohl, sambandskanslari Þýskalands - svo getur farið að sáttmálinn kosti hann atkvæði sumra útlaganna frá landshlutun- um austan Oder og Neisse. in Oder og Neisse löndum með Pólveijum og Þjóðveijum. Áhyggjur Pólveija út af ör- yggi landamæra þessara fóm vax- andi er Þýskaland tók að samein- ast og óttuðust þeir að komast jafhffamt því á ný í gamalkunna klemmu milli Þýskalands og Rússlands/Sovétríkjanna. Hefúr pólska stjómin í marga mánuði lagt fast að þeirri þýsku að ríkin tryggðu landamærin endanlega með samningi. Talið er að sátt- málinn muni efla Tadeusz Mazo- wiecki, forsætisráðherra Pól- lands, allnokkuð í keppni hans við Lech Walesa um pólska forseta- stólinn. Fomstumenn samtaka Þjóð- verja þeirra, sem reknir vom úr þýsku landshlutunum austan Od- er og Neisse og Austur-Evrópu- löndum í striðslokin hafa þegar mótmælt sáttmálanum harðlega og lýst því yfir að þeir telji hann vafasaman Íagalega séð, ef ekki ólöglegan með öllu. í samtökum þessum, sem til þessa hafa stutt kristilega demókrata, núverandi fomstuflokk í stjóm Þýskalands, em um tvær miljónir manna. Samtökin telja að í stríðslokin hafi yfir 12 miljónir Þjóðveija verið reknar ffá landshlutunum austan Oder og Neisse og Austur- Evrópu. Reuter/-dþ. Rithandarfrœðin um Saddam Jafnvægis- laus, óút- reiknanlegur „Maðurinn er tortrygginn, að- gangsharður og án jafnvægis í hug- arfari ... Erfitt er að sjá út fýrirffam hvað hann tekur til bragðs. Hann svífst einskis til að fá sitt ffam ... Þijóskur er hann og metur ekki af hlutlægni erfiðleika í vegi sínum. Hann er einstaklingshyggjumaður, getur ekki tekið þátt í hópvinnu og á mjög erfitt með að taka til greina ráðleggingar annarra..." Sá sem hér um ræðir er Sadd- am Hussein, einræðisherra íraks, og sá sem skilgreinir hann þannig er ísraelskur rithandarsérffæðing- ur, sem fékk í hendur sýnishom af rithönd Saddams. Skilgreining þessi á persónuleika hans var gerð áður en hann réðst á Kúvæt. Mossad, ísraelska leyniþjón- ustan, sem sögð er meðal fæmstu stofnana heims af þvi tagi, leggur mikið upp úr rithandarffæði. Er haft fyrir satt að sú ffæðigrein hafi orðið Israelum að gagni er þeir námu á brott nasíska fjöldamorð- ingjann Adolf Eichmann ffá Arg- entínu 1960 og er þeir réðu af dög- um palestínska skæmliðaforingj- ann Ábu Jihad í Túnis 1988. Myrti 11 David Gray, 33 ára einbúi í Ar- amoana, smáþorpi á suðurey Nýja Sjálands, skaut til bana í fyrra- kvöld og gær með riffli 11 þorps- búa, þar á meðal böm, áður en lög- regla felldi hann. Stóðu manndráp- in yfir í nærri sólarhring. Lög- reglumálaráðherra landsins sagði af þessu tilefni að mikið væri þar af hálfsjálfvirkum skotvopnum í einkaeign og ef þau kæmust í hendur bijálæðinga mætti alltaf búast við atburðum eins og þess- um. Tékkar og Sló- vakar sáttir Sambandsstjóm Tékkóslóvak- íu og stjómir fylkja landsins náðu í fyrradag samkomulagi um skipt- ingu valda sín á milli. Standa vonir til þess að þar með sé lokið deilu, sem sumir töldu að kljúfa myndi landið í tvö ríki Tékka og Slóvaka. Þing Albaníu samþykkti á þriðjudag I einu hljóði frumvarp til laga, þar sem mælt er svo fyrir að kosningar skuli framvegis vera leynilegar þar- lendis og fleiri en einn fram- bjóðandi í hverju kjördæmi. Ennfremur samþykkti þingið að skipa nefnd til að endur- Eistir og Litháar mótmæla Forsætisráðherrar Eistlands og Litháens, þau Edgar Savissar og Kazimiera Pmnskiene, vísuðu í fyrradag eindregið á bug þeirri kröfú sovésku stjómarinnar að ríki þessi tvö hættu við að koma sér upp eigin fjármálastofnunum. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna þriggja segja að Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hafi hótað þeim viðskiptaþvingun- um ef þau leystu ekki upp banka- kerfi sín og slitu fjármálatengsl sín við önnur ríki, þar á meðal önnur sovétlýðveldi. skoða stjórnarskrána, sem er frá tíð Envers Hoxha, fyrrver- andi valdhafa. Ekki þýða hin nýju lög að stjómarandstöðuflokkar verði leyfðir, en í þeim er ákveðið að tveir frambjóðendur a.m.k. skuli vera í hveiju kjördæmi. Þeir eiga að vera i kommúnistaflokknum, sem frá lokum heimsstyrjaldar- innar síðari hefur verið alráður í landinu, og ýmsum samtökum tengdum honum, en óháðir fram- bjóðendur mega einnig gefa kost á sér að því tilskildu að „skoðanir þeirra séu ekki andstæðar hags- munum alþjóðar“. Kosningar samkvæmt lögunum nýju verða í febrúar. Ramiz forseti Alia leggur til að í endurskoðaðri stjómarskrá verði gert ráð fýrir skiptingu hlut- verka milli ríkis og ríkisflokks, erlendum íjárfestingum og um- bótum í mannréttindamálum. Albanía leitast nú við að ijúfa einangrun sína á alþjóðavettvangi með því að fá aðild að Ráðstefn- unni um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) og munu um- ræddar ráðstafanir öðrum þræði gerðar í þeim tilgangi. Malcolm Muzzeridge látinn Var einn umdeildustu blaðamanna aldarinnar Vísaði kapítalisma og kommúnisma á bug og leit á kristnina sem von mannkynsins vonir um Sovétríkin. Kunningi hans, sagnffæðingurinn A. J. P. Taylor sem látinn er fýrir skömmu, sagði við hann áður en hann fór: „Þú verður fýrir von- brigðum, Malcolm, en láttu það ekki koma niður á Rússum.“ „En það hefúr hann einmitt gert alla tíð síðan,“ sagði Taylor síðar frá. Muggeridge komst síðan að þeirri niðurstöðu að kapítalismi og kommúnismi væru báðir jafn óhæfir þjóðfélögum til uppbygg- ingar. Hann gerðist trúaður, hætti að drekka og reykja og gagnrýndi fijálsar ástir harðlega. Aðdáendur hans fóru þá að kalla hann Saint Mugg, en þeir sem ekki voru hon- um eins hlynntir sögðu að hann væri úr sér genginn munaðarsegg- ur, sem sjálfúr hefði á yngri árum óspart notið þess er hann nú for- dæmdi. 1982, þegar Muggeridge var 79 ára, gerðist hann kaþólsk- ur, en þangað til hafði hann verið í anglikönsku kirkjunni. Reuter/-dþ. Malcolm Muggeridge, einn sá þekktasti og umdeild- asti af breskum blaðamönnum þessarar aldar, lést í gær á hjúkrunarheimili í Suður-Eng- landi, 87 ára að aldri. Meðal fjölmiðla sem hann starfaði við má nefna blöðin Manchester Guardian, Evening Standard, Daily Telegraph, grínblaðið Punch og breska sjónvarpið. Hann vakti stöðugt athygli og olli jafnffamt ergelsi með athuga- semdum, sem mörgum þóttu eitr- aðar, í garð bæði breslora og er- lendra stjómmála- og virðingar- manna, sem hann mat flesta lítils. Mest hneyksluðust landar hans er hann 1957 sagði að snobb Breta kæmi ffá drottningunni, þar eð hún væri efst á samfélagspýram- ídanum. Frá henni sigi snobbið niður í efri lög pýramídans og þaðan niður í þau lægri. Þótti sumum þetta vera persónuleg árás á Elísabetu drottningu aðra. Faðir Muggeridge var þing- Muggeridge - var sakaöur um nlð f garð drottningar. maður fýrir Verkamannaflokkinn og bjó í Lundúnaútborginni Croydon. Sjálfur var Malcolm vinstrisinnaður ffaman af ævi og fór til Moskvu 1932 sem ffétta- maður Manchester Guardian. Eins og margir aðrir vinstrisinn- aðir breskir menntamenn á þeim árum gerði hann sér talsverðar 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.