Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ GATT-áhrifin Á mánudaginn tók að djarfa fyrir allmerkum vatnaskil- um í hagkerfi íslendinga og gætu þau þegar til lengdar lætur ekki síst haft veruleg áhrif á bændur, vinnslustöðv- ar og neytendur, en ekki síður ýmsa innflytjendur og kaupmenn. Stjórnvöld lögðu fram vegna GATT-við- ræðnanna um alþjóðaviðskipti viljayfirlýsingu um inn- flutning ákveðinna búvara til íslands, lækkandi ríkis- stuðning við landbúnaðinn og afnám útflutningsbóta. Verði unnið samkvæmt þessum áætlunum þýðir það að ákveðnum kafla er lokið í hagsögu þjóðarinnar. Land- búnaðinum verður smám saman ætlað að spjara sig á eigin forsendum og keppa eins og hverri annarri at- vinnugrein, en dregið verður úr hefðbundinni verndar- stefnu. Það getur hins vegar farið eftir pólitískum vilja stjórnvalda hversu afdrifaríkar breytingarnar verða fyrir byggð og atvinnuhætti í landinu. Og það er mikilvægt að átta sig á því, að jafnvel þótt GATT-viðræðurnar, sem eru beint tilefni þessara tíðinda, leysist upp ( tilgangs- leysi, hafa hér loks verið sett fram drög að breytingum, sem flestir telja að einhverju leyti nauðsynlegar og óhjá- kvæmilegar hvort eð er. GATT- samkomulag mundi í besta lagi flýta framkvæmd þeirra. Ýmis atriði í drögum að nýjum búvörusamningi boðuðu einmitt að stefnu- mörkun af þessu tagi lægi í loftinu, að frumkvæði íslend- inga sjálfra, í takt við kröfur og þarfir tímans. Flestir vissu því að þessi vatnaskil voru í nánd. í sam- þykktum sínum á aðalfundi Stéttarsambands bænda í haust gerðu bændur til dæmis í fyrsta sinn ráð fyrir því á síðari árum, að til innflutnings búvara kynni að koma og mótuðu í ályktun afstöðu sína gagnvart þeim ráðstöfun- um og reglum sem slíkri breytingu þyrftu að fylgja. Mið- að við þá ströngu verndarstefnu sem hér hefur verið fylgt hefði slík ályktun fyrir fáeinum árum þótt fráleit uppástunga á bændaþingi. En þótt mjög hafi verið mæðst yfir feiknarlegri framleiðslugetu íslenska land- búnaðarins núna, er það athyglisvert að enn voru ís- lendingar sjálfum sér ekki fyllilega nógir um mjólkuraf- urðir á sjötta áratugnum og neyddust þá til að flytja inn smjör. Nú standa 25% bása í íslenskum fjósum auð og sama hlutfall fjárhúsanna erónotað. Mikið hagræðingar- starf er óunnið til þess að nýta betur alla fjárfestingu og vinnu innan landbúnaðargeirans, bæði í frumfram- leiðslu, úrvinnslu og dreifingu. Það er því eðlilegt að samhliða umræðum um opnun hagkerfisins og nánari tengsl við önnur Evrópulönd hafi kastljósið einatt beinst að íslenskum landbúnaði og oft hefur verið fullyrt að verulega mætti draga úr kostnaði neytenda með innflutningi búvara, ekki síst vegna þess þrýstings sem hann mundi valda á hagræðingu í inn- lendri framleiðslu. Það vill þó oft gleymast í þeim sam- anburði, að fá lönd flytja jafn mikið inn af landbúnaðar- vörum og einmitt íslendingar. Lætur nærri að þjóðin full- nægi um 50% af hitaeiningaþörf sinni með innfluttum matvælum úr landbúnaðarframleiðslu annarra landa. Aðeins 2-3% allrar búvöruframleiðslu í heiminum er annars seld á milli ríkja að jafnaði. Mikill efi sækir að mörgum um að haldbærar niður- stöður fáist í lokahrinu svonefndra Úrúgvæ- viðræðna innan GATT í desember, einkum vegna ósamkomulags Evrópubandalagsins annars vegar og Bandaríkjanna og Cairns-hópsins hins vegar. Evrópuríkin eru þó ekki einvörðungu að verja óarð- bæra offramleiðslu og hagsmuni bænda, með því að vilja ekki skera landbúnaðartengd útgjöld eins hressi- lega og t.d. Bandaríkjamenn krefjast. Fyrir því er djúp til- finning í menningarríkjum Evrópu, að fráleitt sé að líta á landbúnað og byggðamál af viðskiptalegum sjónarhóli eingöngu. í deilunum um innflutningsvernd og byggða- styrki er líka tekist á um þjóðlega og svæðabundna menningu og umhverfisvernd. Japanir banna hrís- grjónainnflutning með tilvísan til þjóðaröryggis og hag- varna. Eyþjóðir hafa ekki efni á því að verða öðrum verulega háðar um matvæli, þrátt fyrir góðar samgöngur og aðgang að eitthvað hagstæðari mörkuðum. ÓHT Kommasam- særið mikla Á dögunum flutti Viðar Eggertsson leik- ari þátt í útvarpi þar sem rakið var sérstaett mál frá sjötta áratugn- um. Deilur um Heims- bókmenntasögu sem Kristmann Guðmunds- son hafði sett saman og Menningarsjóður gaf út. Þessi upprifjun verður Garra Tímans, Indriða G.Þorsteins- syni, tilefni til að ítreka alþekktar hugmyndir sínar um hið sænsk- kommúníska samsæri menningunni sem of- sæki hvem þann sem ekki vilji hlýða rauðum páfum. Og vilji þetta pakk ofsækja Krist- mann lifandi sem dauðan. Það er svo sem ekki f frásögur færandi þótt Garri taki slíkar dýfur, sem upp á síð- kastið snúast aðallega um það að bæði Þjóð- leikhús og Borgarleik- hús séu á valdi skelfi- legra „öreigaskálda" sem vilji alla sanna leikhúsmenningu feiga. Það verður hver maður að hafa sitt rór- íll. En hitt er svo skrýtnara þegar Morg- unbfaðið tekur Garrapistilinn upp í heilu Iagi í Staksteinum sem ein- hvem englavísdóm og fer þarmeð ansi nærri því að gera einkaskilning Tímamanns á menningarsögunni að einhverskonar staðreynd f tilver- unni. Alltáhvolfi Hvað er átt við með „einka- skilningi"? Til dæmis þetta hér úr Garrapistilinum: „Á meðan Kristmann Guð- mundsson rithöfundur var á dögum gekk margur vinstri páfinn á hólm við hann, reifst út í hann í Þjóðvilj- anum og stefndi honum heldur en ekkert. Kristmann skrifaði bók- menntasögu sem sumpart var þýð- ing og sumpart frumsamin. Þessi bókmenntasaga var, eins og þá var i pottinn búið, einskonar andsvar við skoðanalegum yfirráðum kommún- ista, sem sneru öllum faðirvorum upp á marx-Ieninisma.“ Héreralltrangt Enginn rauður páfi úr Þjóðvilj- anum stefndi Kristmanni - hinsveg- ar stefhdi Kristmann Guðmundsson Thor Vilhjálmssyni rithöfundi fyrir rétt, vegna meintra meiðyrða í grein sem kom í tímaritinu Birtingi. Bókmenntasagan var ekki „sumpart þýdd“. Að minnsta kost skrifaði Kristmann sig sjálfan fyrir öllum textanum og lét þess hvergi getið að hann hefði stuðst við önnur rit. Hvellurinn út af bókmenntasög- unni hófst svo á því að ágætur bók- menntamaður, Bjami frá Hofteigi, kom auga á að í henni voru langir kaflar úr norskri bókmenntasögu og fannst að vonum að Kristmann hefði átt að geta þess. Sleggjudómasafn Heimsbókmenntasagan var að því leyti sem hún var frumsamin Vinstri páfar íbókmenntum „Á meöan Kristmann Guðmundsson, rit- höfundur, var á dögum gekk margur i vinstri páfinn á hólm við hann, reifst út í | hann í Þjóðviljanum og stefndi honum ' heldur en ekkert,'* segir Garri Timans — og staðhæfir, að enn lifi í gömlum rógs- glæðum. Staksteinar staldra við þetta ekki barátturit gegn marxisma. Kristmann hamaðist að visu út í suma rauðliða í rithöfundahópi, en aðra ekki (rétt eins og Garri hamast gegn öllum rithöfundakommum nema Tryggva Emilssyni). Það sem læsum mönnum fannst að bókinni var blátt áffam það að hún var að verulegu leyti safh sleggjudóma Kristmanns um rithöfunda sem honum var í nöp við: Suma húð- skammaði hann fyrir heiðni og efh- ishyggju, aðra fyrir bersögli í ásta- málum og svo mætti áffarn telja. Og þótt hver eigi rétt á sínum fordóm- um, þá fannst mönnum ekkert fynd- ið að eina Heimsbókmenntasagan sem til var á íslensku væri uppfull með einkamálahnúta af þessu tagi. Aðdróttanir um útvarpið Nú dettur okkur sist i hug að Staksteinar Morgunblaðsins hafi sérstakan áhuga á því að taka upp hanskann fyrir þessa gömlu bók. Garrapistillinn hefði ekki verið endurprentaður í Staksteinum nema vegna þess, að þar er mjög hamast á því, að helvískir menntakommar séu enn að við sína rógsiðju og hafi þeir nú skriðið í skjól hjá ríkisút- varpinu „sem er einskonar síðasta vígi þeirra" eins og þar stendur. Það er nefnilega þessi sama kenning sem er í heiðri höfð hjá þeim nafn- leysingjum á Morgunblaðinu sjálfu, sem kalla mætti ffekjudeild eða fólskudeild. Fólskudeildin vill rítskoða Fólskudeildin Iítur svo á, að henni nægi ekki að ráða yfir Morg- unblaðinu, heldur skuli hún skipa ljósvakamiðlum fyrir einnig. Til dæmis vilja Moggastrákar ráða því við hvem er talað um hin og þessi mál: Einn Velvakandinn byrstir sig meira að segja við þá saklausu einkastöð Stöð 2 og hundskammar hana fyrir að spyija Áma Berg- mann um Andrej Sakharov. Eitt- hvað svipað var uppi í sama nafn- leyndapistli Morgunblaðsins nú á dögunum. Þar segist Velvakandi hafa séð skrá yfir dagskrárgerðar- menn á rás eitt og líst ekkert á blik- una. Segir Velvakandi stórhneyksl- aður að þar hafi þrír fyrrum ritstjór- ar Þjóðviljans fengið verkefni við leiklistarrýni, kvikmyndaþátt og umræðuþátt (Silja Aðalsteinsdóttir, Þráinn Bertelsson og Einar Karl Haraldsson) og ekki bæti það úr skák að Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir er líka með, „fyrrum borgarfull- trúi Kvennalistans, sem hefur skip- að sér til vinstri við Þjóðviljann“. Og spyr fólskudeildin með þjósti hvort „ráðamenn Rásar 1 telji það henni til framdráttar að fá þann blæ á hana sem þetta mannval gef- ur“. Hér er skoðanalögreglan á fullu. Og því er svo til orða tekið, að hér er ekki spurt að því, hvort þetta fólk sem nefnt er er vel eða illa fært til að vinna sín verk í út- varpi, þaðan af síður er það skoðað hvemig þau standa sig. Þess er bara getið hvar fólkið hefur áður starfað: á Þjóðviljanum (eða „til vinstri við hann“ hjá Kvennalistanum!). Það á að vera nóg til að byrsta sig við dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins með hálfgildings hótunum um að illa kunni að fara fyrir þeim sem ekki makka rétt. Og stundum em þær Morgunblaðshótanir reyndar ekki undir rós sagðar, enda ekki festar á blað. Morgunblaðsmenn em alltaf öðm hvom að hrósa sér fyrir víð- sýni og skyldar dyggðir. Þeir standa illa undir því sjálfshóli. ÁB. ÞJOÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdis Eilertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.j, Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgrelðsla, rítstjóm, auglýslngar: Slöumúla 37, Rvlk. Simi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr: Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.