Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 7
ÞINGMAL Viðskiptahættir Auglýsingar verði skyrt afmarkaðar Jón Sigurðsson: Lögfest að auglýsingar í sjónvarpi og hljóðvarpi skuli fluttar í sérstökum auglýsingatímum \ Bandarlkjunum tlðkast það að sllta sundur dagskrárefni með auglýsingum - llka bamaefni. (einum hálflíma- þætti eru ef til vill þrlr auglýsingatímar sem jafnvel tengjast sjónvarpsefninu þvl barnaefnið eroft.ogitlðumum ákveðnar vörutegundir og má nefna He-Man sem Islenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við ( þvl sambandi. Viðskiptaráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi til laga um auglýsingar þar sem kveðið er á um að gæta skuli sérstakrar varúðar þegar auglýsingar eiga að höfða til barna. Auglýsingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skuiu þær skýrt að- greindar frá öðru efni fjöl- miðla. Auglýsingar í sjónvarpi og hijóðvarpi skulu fluttar í sérstökum auglýsingatímum." Svona hljóðar d-Iiður frum- varps tii iaga um breytingu á lögum um verðlag, samkeppn- ishömlur og óréttmæta við- skiptahætti, sem viðskiptaráð- herra Jón Sigurðsson mælti fyrir í neðri deild Alþingis á þriðjudag. Það kom fram í máli Jóns að ekki þótti rétt að breyta frumvarp- inu einsog Neytendasamtökin gerðu tillögu um, en þau vildu bæta við d-liðinn þessu: „Ekki má rjúfa útsendingu kvikmynda eða einstakra þátta í sjónvarpi til flutnings auglýsinga. Þetta á þó ekki við um beinar útsendingar þegar eðlileg rof verða á útsend- ingu.“ Jón sagði að núverandi reglugerð um þetta segi að aug- lýsingatímum skuli jafnan hagað þannig að ekki leiði til afbökunar á dagskrárefni eða verulegrar röskunar á samfelldum flutningi. „Það virðist ekki útilokað sam- kvæmt gildandi reglum að aug- lýsingar geti tengst dagskrá að einhverju leyti,“ sagði Jón. En þetta hefúr einmitt verið gert á Stöð 2, þar sem eitthvað er um að dagskrárliðir séu rofnir með auglýsingum, sérstaklega Oryrkjar tala um hina níu dýru daga, sagð Margrét Frímannsdóttir þegar hún mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um al- mannatryggingar í efri deild Alþingis í gær. Samkvæmt nú- verandi lögum fá tryggingaþeg- ar greiðslur inntar af hendi 10. hvers mánaðar, en frumvarpið felur í sér að þessu verði breytt þannig að tryggingabætur verði greiddar út 1. hvers mánaðar. Mikill hluti fastra útgjalda fólks lendir á 1. hvers mánaðar og hafa öryrkjar lengi óskað eftir því að njóta sama réttar og aðrir laun- þegar ríkisins sem flestir fá greidd laun 1. hvers mánaðar. Nefndi Margrét að talað væri um hina níu dýru daga þar sem fólk þyrfti gjaman að taka lán eða á annan hátt brúa bilið frá 1. til 10. hvers mánaðar. í greinargerð frum- varpsins segir að lengi hafi verið áformað að leggja fram frumvarp um breytingar á almannatrygg- ingum en það sé hinsvegar ekki komið fram og að óvissa sé um bæði innihald og afgreiðslu.“ Á meðan búa tryggingaþegar áfram við þessa níu dýru daga,“ segir í bjóða bandarískir sjónvarpsþættir uppá þetta því þeir eru framleidd- ir með sérstökum hléum fyrir auglýsingar. Jón telur eðlilegra að útfærsla á d-liðnum verði i reglu- gerð þannig að auðveldara yrði þá greinargerðinni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur boðað að frumvarp um almnanna- tryggingar verði lagt fram á þessu þingi. -gpm Lagt hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um embætti umboðsmanns barna. Embættinu er ætlað að tryggja réttindi barna í samfélaginu og að tillit sé tekið til hagsmuna þeirra við löggjöf og aðrar sjórnvaldsaðgerðir einsog segir í 1. gr. frumvarpsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta frumvarp er lagt fram, það var gert áður veturinn 1986-87 og einnig næsta vetur á eftir. Hug- myndin er þó enn eldri því þing- menn Alþýðuflokksins fluttu frumvarp árið 1978 þar sem lagt að breyta með tilliti til tíðarand- ans. Hann tók því ekki undir til- lögu stjómar Neytendasamtak- anna. Jón vildi ekki í samtali við Þjóðviljann tjá sig um hvað kæmi til með að standa í reglugerðinni um þetta efni, þ.e. hvort bannað yrði algerlega að ijúfa dagskráliði með auglýsingum. Hann sagði að fyrst væri að fá frumvarpið sam- þykkt. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakur kafli verði um aug- lýsingar í ofannefndum lögum og skuli þau ná til hverskyns auglýs- inga, líka auglýsinga í kapalkerf- um, í tölvum og á myndböndum, á flugritum, miðum og umbúðum, á skiltum og í útstillingum svo eitthvað sé nefht. Einnig er kveðið á um að aug- lýsingar í hljóð- og sjónvarpi skuli vera á lýtalausri íslensku, utan að erlendur söngtexti má vera hluti auglýsingar. Allar aðrar auglýsingar eiga einnig að vera á lýtalausri íslensku. Óheimilt verður að veita rangar, ótúllnægj- var til að svona embætti væri stofnað. Nú hefúr embætti um- boðsmanns Alþingis verið stofn- að og telur umboðsmaðurinn rétt að sinna málefnum bama með sérstökum umboðsmanni. Frumvarpið hlaut ítarlega um- íjöllun á sínum tíma og er flutt nú með talsverðum breytingum. í greinargerð með frumvarp- inu segir að aðbúnaður bama og uppvaxtarskilyrði séu á ábyrgð hinna fullorðnu. „Það er því ekki úr vegi að löggjafarsamkoma þjóðarinnar hugi af alvöru að því andi eða villandi upplýsingar í auglýsingum. Og auglýsingar mega ekki vera ósanngjamar gagnvart keppinautum eða neytr- endum. Viðskiptaráðherra lagði áherslu á að markmið þessara nýju ákvæða ættu að stuðla enn frekar en nú er gert að heilbrigðri samkeppni á auglýsingarmarkaði og vemda betur hagsmuni neyt- enda, fyrst og fremst bama. Hann benti á í ræðu sinni að það væri ekki vanþörf á að gefa hagsmun- um bama sérstakan gaum á okkar tímum þegar áhrif íjölmiðlanna em jafhmikil og raun ber vitni. Því er í frumvarpinu liður sem kveður á um að auglýsingar skuli miðast við að böm sjái þær og sérstakrar varúðar skal gætt þegar auglýsingar höfða til bama. Frumvarpið á rætur sínar að rekja til þingsályktunar um aug- lýsingalöggjöf frá því í mars 1987, en fyrsti flutningsmaður þeirrar tillögu var Steingrimur J. Sigfússon. -gpm hvemig henni hefúr farist það úr hendi að tryggja bömum landsins þau skilyrði til vaxtar og þroska, sem ýmis lög mæla fyrir um og talin em homsteinn framtíðar- þjóðfélagsins,“ segir 1 greinar- gerðinni, en eitt hlutverk umboðs- manns bama yrði að fylgjast með því að lögum er snerta böm sé í raun og vem framfylgt. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Guðrún Helgadóttir, Abl., og meðflutningsmenn henn- ar em úr öllum flokkum utan Sjálfstæðisflokksins. Vaxta- og húsnæðisbætur Kristín Einarsdóttir, Kvl., spyr fjánnálaráðherra Ólaf Ragnar Grímsson um heildarfjárhæð vaxtabóta á árinu 1990 og um fjár- hæð húsnæðisbóta ársins 1989 og hve margir fengu þær bætur. Hún biður um sundurliðun á vaxtabótunum miðað við tekjur fólks og miðað við hjúskaparstöðu. Hún biður einnig fjármálaráðherra að reikna fyrir sig dæmi um hús- næðisbætur hjá einstæðum og ein- hleypum með 2,5 milljón kr. skuld- lausa eign og hjón með 4,15 miljón kr. eign. Hún biður um að dæmið verði reiknað miðað við 3,5 pró- sent vexti og miðað við 5,0 prósent vexti. Of litlir klefar Af 55 klefúm á Litla-Hrauni standast einungis 10 ákvæði heil- brigðisreglugerðar, en um fanga- klefa gildir að þeir teljast ekki íbúðarherbergi séu þeir minni en 7 fermetrar eða mjórri en 2,2 metrar. Um fangaklefa gildir það sama og um íbúðarhúsnæði og þurfa þeir því að teljast íbúðarherbergi. Þetta kemur fram í svari dóms- málaráðherra Óla Þ. Guðbjartsson- ar við fyrispum Inga Bjöms Al- bertssonar, Sjfl., um aðbúnað fanga á Litla-Hrauni. Af þessum 55 klef- um em 24 minni en 7 fermetrar og em þrír klefar minnstir eða 3,26 fermetrar, en 11 klefar em á milli fimm og sex fermetrar að flatar- máli. En af 31 klefa sem em stærri en 7 fermetrar em 21 sem er mjórri en 2,2 metrar á breidd. Það munar hinsvegar ekki miklu því þeir em 2,14-2,16 metrar á breidd. Þak á vextina Stefán Valgeirsson, SJF, hefúr lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á vaxtalögum þannig að óheimilt verði fram til 1. janúar 1992 að taka hærri vexti af peningakröfúm en 5 prósent árs- vexti af verðtryggðum kjömm og skulu vextir af óverðtryggðum kröfúm taka mið af þessu og ákveðnir af Seðlabanka íslands. í greinargerð frumvaipsins segir að Samtök jaínréttis og fé- lagshyggju hafi sett það skilyrði fyrir stuðningi við ríkisstjómina að raunvextir yrðu ekki hærri en 5 prósent. Sæst var síðan á 6 prósent til bráðabirgða. Bent er á að eftir tveggja ára valdasetu ríkisstjómar- innar séu raunvextir fyrir venjulegt fólk 7,75-8,75 prósent og fyrir þá sem em verst settir fari vextimir uppi 10 prósent. „Með flutningi þessa frumvarps er látið reyna á hvort ríkisstjómin stendur undir nafni sem ríkisstjóm jafnréttis og félagshyggju," segir í greinargerð- inni. Vetnisframleiðsla Þingmenn Kvennalistans hafa lagt fram þingsályktunartillögu í Sameinuðu þingi þar sem ályktað yrði að fela ríkisstjóminni að hefja skipulagðar rannsóknir og undir- búning að framleiðslu vetnis til notkunar sem eldsneyti til innan- landsnota og til útflutnings. Og eins að athugað yrði hvaða breyt- ingar þyrfti að gera á vélakosti landsins svo hægt væri að nota vetni sem eldsneyti. Bent er á í greinargerð tillög- unnar að hér á landi sé vetnisfram- leiðsla vel þekktur iðnaður og að hér séu miklir möguleikar varðandi framleiðslu raforku sem þarf við vetnisframleiðsluna. Tannlæknakostnaður Geir H. Haarde, Sjfl., spyr heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra Guðmund Bjamason um spamað vegna breyttra reglna um endur- greiðslu tannlæknakostnaðar. Hann spyr hver sé heildar- kostnaður opinberra aðila vegna tannlækninga á árunum 1988 og 1989 og hver hlutur tannréttinga hafi verið. Og hann spyr hve mikið hafi sparast í kjölfar laga frá síð- asta ári um tannlækningakostnað almannatrygginga. -gpm -gpm Miðvikudagur 15. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Almannatrvggingar Borgi bætur 1. hvers mánaðar Margrét Frímannsdóttir: Erfitt að skilja hvers vegna þessi breyting hefur ekki verið gerð jýrir löngu Alþingi Umboðsmaður barna Til að tryggja réttindi barna í samfélaginu og að tillit sé tekið til hagsmuna þeirra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.