Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. nóvember 1990 — 216. tölublað 55. árgangur jy Álversskattur Agreiningur um skiptingu Ráðherrana Jón Sigurðsson og Júlíus Sólnes greinir á um hvernig skipta eigi álversskatti milli sveitar- félaga. Tekjur Vatnsleysustrandarhrepps munu rúmlega tvöfaldast vegna álvers á Keilisnesi Gert er ráð fyrir að tekjur Vatnsleysustrandarhrepps muni meira en tvöfaldast verði álver byggt á Keilisnesi. Tekjur hreppsins vegna álvers felast fyrst og fremst í fasteignaskött- um, en jafnframt fá hreppurinn og önnur sveitarfélög á Suður- nesjum hlut í veltuskatti. Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra og þingmaður Reyknesinga, telur hins vegar að allir skattar af ál- verinu eigi að renna í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra segist munu leggja til í heimildarlagafrumvarpi vegna ál- vers að fyrirtækið greiði veltu- skatt og hefur í því sambandi ver- ið rætt um 0,77 prósent af veltu. Miðað við þetta er reiknað Silfur hafsins. Þeir á Sigurði Ólafssyni SF 44 lönduðu f gær um 70 tonnum af ágætis síld á Höfn í Horna- firði. Aðeins hálftíma sigling er fyrir Hornafjarðarbáta á miðin við Hvanney en þar hefur aflast vel undanfarna daga. Ólafur Björn Þorbjörnsson skipstjóri segir að menn séu aðeins farnir að pæla í boðuðu verkfalli yfir- manna á fiskiskipum og sumir reyni hvað þeir geta til að veiða sem mest ef til verkfalls skyldi koma. Sáttafund- ur hefur verið boðaður í deilunni í dag og hefst hann klukkan 13.30 hjá ríkissáttasemjara. Mynd: Salómon. með að álverið muni greiða um 100 miljónir króna í veltuskatt á ári. Iðnaðarráðherra mun leggja til að þrír fjórðu hlutar þess, eða 75 miljónir króna, fari til eflingar atvinnu i öðrum landshlutum en þeim sem álverið verður staðsett í. Hann segist búast við að nánar verði kveðið á um ráðstöfun þeirra ljármuna í sérstökum lög- um. Fjórðungur veltuskattsins á hins vegar að renna til sveitarfé- laga á Suðumesjum. Að sögn Jóns Gunnarssonar, oddvita Vatnsleysustrandar- hrepps, standa nú yfir viðræður sveitarfélaga á Suðumesjum um skiptingu þeirra 25 miljóna króna sem ráðgert er að komi í þeirra hlut af veltuskattinum. Jón segir þessar viðræður ganga vel og telur að þeim muni ljúka fyrir áramót. Hann vill hins vegar ekkert láta uppi um þær hugmyndir sem verið er að ræða. Hann segist búast við að ál- verið muni greiða 65-70 miljónir króna í fasteignaskatt til hrepps- ins á ári hveiju, en það jafhgildir heildarárstekjum hreppsins nú. Skattgreiðslur ÍSAL til sveit- arfélaga era með talsvert öðram hætti en áformað er um nýja ál- verið. ISAL greiðir svokallað framleiðslugjald, en af því koma um 33 miljónir króna í hlut Hafn- arfjarðarkaupstaðar í ár. Húsbréf Til höfuðs gjaldþrotum Halldór Blöndal: Jóhanna hefur ekki tryggt fjárhagslegan grunn sjóðanna Afleiðingar greiðsluerfið- leika íbúðareigenda eru oft á tíðum hjónaskilnaðir, upp- lausn fjölskyldna, veikindi og vinnutap, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir í gær þegar hún mæiti fyrir frumvarpi tii laga um breytingu á lögunum um Húsnæðisstofnun í efri deild AI- þingis. I framvarpinu er ákvæði til bráðabirgða sem gerir ráð fyrir að fólk geti á næstu tólf mánuðum fengið húsbréf til greiðslu á skuldum eigi fólk í greiðsluerfið- leikum vegna íbúðakaupa síðustu ára. Jóhanna sagði þetta nauðsyn- Iegt þar sem gjaldþrot blasti við fjölda fólks og það gæti ekki fengið hærra greiðsluerfiðleika- lán úr 86- kerfinu en sem nemur 600 þúsundum kr. Hún benti á að fólk hefði í því kerfi iðulega þurft að taka skammtímalán allt að 1,5 miljón kr. og því dygði 600.000 kr. lán ekki. Húsbréf bera nú 6 prósent vexti og era til 25 ára. Haraldur Blöndal benti á í umræðunni að lán Byggingar- sjóðs ríkisins sem og greiðsluerf- iðleikalánin væra mun hagstæðari en húsbréf þar sem þau bæra 3,5 prósent vexti til 40 ára. Jóhanna sagði að niðurstöður starfshóps sem kannaði greiðslubyrði kerf- anna væra að greiðslubyrði fyrstu áranna af húsbréfakerflnu væri minni en 86- kerfinu, að fengnum vissum forsendum, nema þegar hátekjufólk keypti ódýrar íbúðir. Þessu mótmælti Halldór sem vildi meina að ekki væri hægt að ganga framhjá því að 7 prósent raunvextir húsbréfakerfísins væra helmingi hærri en 3,5 prósent vextir 86-kerfisins. Hann sagði að Jóhanna hefði ekki tryggt Hús- næðisstofhun það fé sem þyrfti til að veita greiðsluerfiðleikalán til allra sem þyrftu. -gpm Samtök herstöðvaandstœðinga lögð niður? Landsráðstefna á laugardag „Meðal þess sem rætt verður á landsráðstefnunni er hvort tímabært sé að leggja Samtök herstöðvaandstæðinga niður í núverandi mynd og breyta bar- áttuaðferðunum í ljósi breyttra aðstæðna í austri og vestri," seg- ir Guðrún Bóasdóttir, starfs- maður Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Samtökin gangast fyrir lands- ráðstefhu næstkomandi laugardag í sal Dagsbránar og hefst hún klukkan 10. Á ráðstefnunni verða lagðar línur fyrir starfið á næsta ári og kosin ný miðnefnd. Þá era uppi áætlanir um að efha til Kefla- vikurgöngu næsta sumar og á ráð- stefnunni verður eimiig rætt hvemig herstöðvaandstæðingar geti best beitt sér í komandi kosn- ingabaráttu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.