Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Siómenn Fylgjandi frjálsu fiskverði Óskar Vigfússon: Andstaða útvegsmanna gegn frjálsu fiskverði sýnir að fiskvinnslan á útgerðina Isetningarræðu sinni við upphaf Sjómannasam- bandsþings lýsti Oskar Vigfús- son formaður Sjómannasam- bands íslands yfir undrun sinni á þeirri afstððu útvegsmanna að hafna frjálsu flskverði á ný- afstöðnum aðalfundi sínum. Óskar sagði að nauðsynlegt væri fyrir sjómenn að fá skýr svör ffá útvegsmönnum hvort þeir séu Sölumiðstöðin Stofnar fyrir- tæki íTókíó Mun vera fyrsta ís- lenska fyrirtækið sem sett er á fót í Japan Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur stofnað dótturfyrirtæki í Japan, með aðsetur í Tókíó, til að auka enn sölu- og markaðs- starfsemi í Asíu. Það mun vera fyrsta íslenska fyrirtækið sem þar er stofnað og tekur það formlega til starfa í dag, fimmtu- dag. Þetfa nýja fyrirtæki mun taka yfir gerð sölusamninga við jap- anska fiskkaupendur sem áður hafa verið gerðir í Reykjavík. Að mati SH þykir orðið nauðsynlegt að færa sölu- og markaðsmálin nær kaupendum, bæði til að tryggja betri viðskipti og um leið veita kaupendum enn betri þjónustu. Viðskipti Sölumiðstöðvarinnar við Asíu og þá sérstaklega Japan hafa aukist umtalsvert á undan- fomum árum, enda borða þeir meira af sjávarafurðum en nokkur önnur þjóð í heiminum. Af þeim sökum em miklar vonir bundnar við framtíðarþróun sölumála ís- lenskra afurða í þessum heims- hluta, en á síðasta ári fóm um 17% af útflutningi SH í verðmætum tal- ið til Asíulanda, að andvirði 2,3 miljarðar íslenskra króna. Framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis er Helgi Þórhallsson viðskiptafræðingur sem hefur veitt markaðsskrifstofu SH í Tókíó for- stöðu. -grh fiskseljendur eða fiskkaupendur. Hingað til hefðu sjómenn staðið í þeirri trú að útvegsmenn hefðu sömu hagsmuni og þeir þegar fiskverð em annars vegar. Svo virtist ekki vera sem sæist best á því hver ætti útgerðina og hann harmaði að fiskvinnslan skuli ráða þessu helsta hagsmunamáli útgerðarinnar. Þá gagnrýndi Óskar formann Vinnuveitendasambands Islands fyrir það að hafa skorað opinber- lega á stjóm LÍÚ að semja ekki við yfirmenn á fiskiskipum á sömu nótum og gert var fyrir vestan, vegna þess að það væri brot á þjóðarsátt. „Hann lætur sig hafa það að upp- lýsa þjóðina um að hann hafi ekki skilið hvað hann var að gera fyrir vestan og því séu atriði í samn- ingnum á misskilningi byggð. Maður gæti haldið að þjóðarsáttin nái ekki til Vestfjarða, eftir að hafa heyrt slíkar yfirlýsingar frá mönnum sem jafnframt em for- svarsmenn þjóðarsáttarinnar," sagði Óskar Vigfússon. -grh Sautjánda Sjómannasambandsþing var sett ( gær og er að þessu sinni haldið við nokkuð sérstakar aðstæð- ur. Yfirvofandi er verkfall hjá yfirmönnum á fiskiskipum, og þrátt fýrir (trekaðar tilraunir hafa samningar ekki tek- ist við undirmenn, sem hafa haft lausa samninga frá áramótum. Mynd: Jim Smart. Lífevrissióður siómanna Grfpa verður til ráðstafana Vantar um 44% á að sjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum Miðað við þriggja prósenta raunávöxtun vantar um fjörutiu og fjögur prósent á að Lífeyrissjóður sjómanna eigi fyrir skuldbindingum sín- um. Jafnframt er engin von til þess að tíu prósenta iðgjald nægi til að standa undir þeim réttindum sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn veiti. Þetta kemur fram í skýrslu stjómar Sjómannasambandsins sem lögð var fram við upphaf Sjó- mannasambandsþings. I skýrsl- unni kemur fram að það eru eink- um tvær ástæður fyrir þessari slæmu stöðu sjóðsins. Annars vegar rýmun eigna á undanföm- um áratugum og hins vegar mis- vægi á milli bótaákvæða og bóta- grundvallar. Því er ljóst að grípa verður hið fyrsta til raunhæfra ráðstafana til að finna lausn á þessum vanda sjóðsins. í árslok 1989 var hrein eign Lífeyrissjóðs sjómanna til greiðslu lífeyris 8.035 miljónir króna. Iðgjöld ársins námu 1.014 miljónum og sjóðurinn greiddi lífeyri að fjárhæð 214 miljónir króna. -grh Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins ( skólum landsins er að mestu leyti kostað af happdrættisfé. Hér eru fræðslufulltrúar félagsins, Erna Har- aldsdóttir hjúkrunarsérfræðingur og Oddur Albertsson kennari að ræða við nemendur I Foldasl.óla. Framsókn þingar Flokksþing Framsóknar- flokksins verður haldið á Hótel Sögu dagana 16. til 18. nóvember og er ætlað að 500 til 700 manns sæki þingið. Þingið ber yfirskrift- ina Oflug þjóð í eigin landi. A þinginu verða lagðar fram álykt- anir um EB og EFTA, byggða- mál, umhverfismál, velferðarmál o.fl. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur yfirlits- ræðu kl. 13.15 á föstudag, en sér- stakur gestur flokksþingsins verður Sigmundur Guðbjamason háskólarektor og flytur hann ávarp kl. 14.15 á laugardag þar sem hann ræðir stöðu íslands gagnvart sameinaðri Evrópu með tilliti til menntunar. Ríkistollstjóra skrifað Suður-Affíkusamtökin gegn apartheid hafa skrifað ríkistoll- stjóra bréf þar sem bent er á að um þessar mundir dvelji hópur Is- lendinga í Suður-Afríku á vegum ferðaskrifstofúnnar Veraldar. I bréfinu er minnt á að samkvæmt lögum ríki bann á viðskipti við Suður-Afríku og Namibíu og að innflutningur á vömm frá þessum löndum sé óheimill. Þá segir að hópurinn geti valið um nokkra heimkomudaga, 17., 21. og 23. nóvember og em yfirv Jld tolla- mála hvött til þess að fylgjast með því, að lög um bant við við- skiptum við Suður- Afríku verði ekki brotin, en líklegt hljóti að mega telja að ferðalangamir hafi keypt einhvem vaming í Suður- Afríku. Síðasta spilakvöldið Þriðja og síðasta spilakvöld í yfirstandandi þriggja kvölda keppni Félags eldri borgara í Kópavogi verður haldið föstu- daginn 16. nóvember kl. 20.30 að Hákoti, efri sal í Félagsheimilinu. Dans á eftir að venju við dillandi harmónikumúsik Jóns Inga og fé- laga. Allir velkomnir. Helgamámskeið íyoga og hugleiðslu Sri Chinmoy setrið heldur námskeið í yoga og hugleiðslu um helgina. A námskeiðinu verða kenndar margskonar slökunar- og einbeitingaræfingar jafnframt því sem hugleiðsla er kynnt sem áhrifamikil aðferð til meiri og betri árangurs í starfi og aukinnar fullnægju í daglegu lífi. Nám- skeiðið verður haldið í Ámagarði, það er ókeypis og öllum opið. Það er í sex hlutum og byijar fyrsti hlutinn föstudagskvöld kl. 20. Frekari upplýsingar í síma 25676. Hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins Hefðbundið happdrætti Krabbameinsfélagsins féll niður sl. vor vegna þjóðarátaks gegn krabbameini sem þá fór fram. Nú Gunnlaugur Pálmason Lögreglan Lýst eftir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnlaugi Pálmasyni, sem er 38 ára, meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, skeggjaður og með há kollvik. 3. nóvember var lögreglunni í Reykjavfk tilkynnt að Gunnlaugur heföi farið að heiman frá sér á þriðjudeginum 30. október og ætlað að koma heim síðar sama dag,en ekkert heföi til hans spurst. Hafin var leit að Gunnlaugi, m.a. lýst eftir honum í fjölmiðlum. Mánudaginn 5. nóvember haföi Gunnlaugur símasamband heim til sín og sagðist þá vera úti á landi og koma heim daginn eftir. Ekkert hefúr heyrst eða spurst til Gunnlaugs eftir það og biður lög- reglan alla þá sem gefið geta upp- lýsingar um málið að hafa samband. -Sáf Almannatrvssinzar Sóknarstarfsmenn mótmæla „Fundur Sóknarstarfsmanna á sjúkra- og umönnunarstofnun- um mótmælir þeirri ætlan ráða- manna að lífeyrissparnaður launafólks verði tekjutengdur öðrum bótum úr almannatrygg- ingakerfinu," segir i áskorun Sóknarstarfsmanna til þing- manna og ráðherra þar sem þeir eru hvattir til að íhuga vel afstöðu sína varðandi frumvarp um al- manntryggingar sem til stendur að leggja fram á þingi í vetur. „Fundurinn áréttar að tekjuteng- ing grunnlífeyris stangist á við grundvallarsjónarmið um samspil almannatrygginga og starfsemi lif- eyrissjóða," segir í áskoruninni og er tekið undir með miðstjóm ASI þar sem því er lýst að með frum- varpinu gerbreytist allar forsendur fyrir starfsemi lífeyrissjóðanna. gpm. hefúr þráðurinn verið tekinn upp með hausthappdrættinu 1990 og ættu miðar að vera komnir til allra þeirra einstaklinga sem fá þá senda. Verðmætustu vinningamir eru 6 bifreiðar. Samtals em vinn- ingamir 106 að tölu að verðmæti 15,6 miljónir króna. Dregið verð- ur í happdrættinu 24. desember. Að eldast um 10 ár Öldmnarfræðafélag íslands verður með námstefnu um þjálf- un 70 ára og eldri á Hótel Holiday Inn á morgun föstudag kl. 13 til 16. Pálmi Jónsson læknir mun ræða um vöðvastyrk og vaxandi aldur. Erla Erlingsdóttir hjúkmn- arfræðingur ræðir um þjálfun aldraðra á sjúkradeild og hlutverk hjúkmnar. Svanhildur Elentínus- dóttir sjúkraþjálfari mun ræða um sjúkraþjálfún 70 ára og eldri. El- ísabet Hannesdóttir íþróttakenn- ari og Guðrún Nielsen formaður Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra munu fræða um þjálfun 70 ára og eldri, fþróttir og félaga- samtök. Fyrirlestramir em öllum opnir. Aðgangseyrir kr. 600, kaffi og meðlæti innifalið. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.