Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 3
Bassaleikari brýtur ísinn Á síðasta ári hrundi Berlín- armúrinn og á þessum hlýju nóv- emberdögum sem nú eru að líða berast fregnir af því að skjaldborg norrænnar hámenningar hafi ver- ið tekin með áhlaupi; danska bassaleikaranum Niels- Henning Örsted Pedersen voru veitt tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs. Þetta eru mikil tíðindi og góð og ekki aðeins íyrir djassþjóð, held- ur hefur fordómaleysi og óbrenglaður listskilningur hér unnið mikilsverðan sigur. Nú er ekki lengur spurt að því hvers konar tónlist menn spili eða semji, heldur hversu langt þeir hafi komist á grýttum veginum fram til ljóssins, hvert þeirra framlag hafi verið til tónlistar samtímans, — með öðrum orð- um, aðskilnaðarstefnan hefur ver- ið lögð fyrir róða. Einhver kynni að segja sem svo að nú væri djassinn orðinn stofuhæfur í ranni borgaraskaparins; eigum við ekki frekar að þakka þennan viðburð þeirri jafnréttishugsun sem hvað sem öðru líður er sterkari á Norð- urlöndum en víða annars staðar. Hver er þessi bassaleikari sem fyrstur manna úr heimi ryþmískrar tónlistar hlýtur tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs? Niels-Henning Örsted Pedersen fæddist 27. maí 1946 í Osted á Sjálandi. Hann byijaði imgur að læra á píanó, en 12 ára gamall fór hann að spila á kontrabassa í hljómsveit með vinum sínum. Ári síðar fréttu píanistinn Bent Axen og trompetleikarinn Allan Bot- schinsky af ungum og efhilegum bassaleikara. „Við fundum þenn- an þrettán ára gamla strák sem spilaði á hljóðfærið eins og hann hefði haft það í höndunum í heil- an mannsaldur,“ sagði Bent Axen síðar. Og það leið ekki vika uns hann var orðinn fastamaður í hópi þeirra sem mest bar á í dönsku djasslífi þessara ára. Fimmtán ára hljóðritaði hann með píanókon- ungi bíboppsins, Bud Powell, og ári síðar með villtasta saxófón- leikaranum úr heimi fijálsdjass- ins, Albert Ayler. Hann hlaut dýr- mæta þjálfun með þeim Dexter Gordon og Ben Webster, sem þá bjuggu báðir í Kaupmannahöfn, og nítján ára spilaði hann víða um Evrópu með þeim Sonny Rollins og Bill Evans. Á sjöunda og áttimda ára- tugnum var Niels-Henning oft- lega talinn meðal hefðbundnustu bassaleikara af sinni kynslóð og þá vísað til þeirra áhrifa sem hann varð fyrir af Paul Chambers, en frá honum þáði hann rótarfast svíngið. í dag myndi hann trúlega vera flokkaður meðal módemista, því þeir æskumenn sem em að hefja kontrabassann til vegs á ný í djassheiminum leita nefnilega aftur fyrir þá kynslóð sem sagt var að frelsað hefði þetta þunga og stirða hljóðfæri undan sinni dúmp-dúmpandi kvöð. Frægðin kemur ekki að utan Niels-Henning fluttist ekki til ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - simi 29577 HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup Skeifunni -Kringiunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi Brauðberg Lóuhólar 2-6 sími 71539 Hraunberg 4 sími 77272 Bandaríkjanna, en frægðin sótti hann heim engu að síður; hann var kosinn efnilegasti bassaleik- ari djassheimsins í bandaríska djassblaðinu Down-Beat 1969 og 12 ámm síðar var hann valinn besti bassaleikari í heimi í gagn- rýnendakosningum sama blaðs. Það má orða það svo að hann hafi verið fyrsti Evrópumaðurinn sem hafi unnið slíkan titil í alvöm, þeir Stephane Grapelli með fiðl- una og Toots Thielemans með munnhöipuna, sem báðir hafa lent þar í verðlaunasæti, hafa ekki haft við neinn að keppa, það hef- ur verið skyldara heimsmeistara- tign í íslenskri glímu. Niels-Henning hefur lengst af verið í hlutverki hins óaðfinn- anlega undirleikara, oftast reynd- ar meðspilara. Hann hefur samið mörg þekkileg lög, en aldrei gengið með Mingusarkomplex og viljað stjóma öllu sjálfur. Plötur undir hans nafni em ekki nema örlítið brot af þeim íjölda sem hann hefur hljóðritað, en era þó margar svo góðar að menn hljóta að sakna þess að hann skyldi ekki hafa verið eigingjamari á tíma sinn. Meðal þeirra sem hæst ber em dúóplötumar með Kenny Drew ftá 1973-74, Jaywalking (1975), Double Bass með Sam Jones (1976) Trio 1 með Philip Catherine (1977) og Etemal Tra- veller (1984). Og er þá margt ótalið, unggæðingslegur kraftur og feitur tónninn á Dexter- og Websterplötunum ftá æskuárun- um, öryggið og urrandi sveiflan á áttunda áratugnum og allt að því skelfileg og yfirþyrmandi ná- kvæmni í tónmyndun og ryþma á síðari árum. Landfræðilegar ástæður, að viðbættu því prúðmannlega danska skapferli sem hneigist fremur að þróun en byltingu, hömluðu því að Niels-Henning yrði áhrifavaldur í djassbassaleik á borð við Ron Carter, eða bylt- ingarmaður eins og Scott La Faro. En hann varð jafnoki þessara manna og þeim fremri um sumt. Og nú ætti landlæg minnimáttar- kennd djassmanna gagnvart klassíska batteriinu loksins að fara að réna og sjálfVirkum hné- beygjum þeirra fyrir „æðri“ tón- list að ljúka, bassaleikarinn á molskinnsbuxunum er búinn að sanna fyrir okkur að kjólklæddir músíkantar klassískir em ekki einir um að taka tónlist alvarlega, það hefur marga grunað lengi, en það er gaman að þeir sem ráða fyrir löndum skuli nú hafa upp- götvað það líka. Tómas R. Einarsson NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3 verðlælclcun ÁLAMRA- IMMINMIM MÁNAÐA- ....... Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. H u. < u Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.