Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 17
TOPP- mobile Fagmennska, sköpunargáfa, listrænn stíll, leikgleði og -kraftur, auk skemmtilegheita; ...það er ekki oft sem manni koma þessi orð öll í einu í hug á hljómleikum með íslenskum sveitum, af hvaða tagi sem þeir eru. Stuðmenn ná reyndar þessum einkunnum þegar þeir (þau) troða upp, Sykurmolamir yfirleitt, líka Risaeðlan - og nú Todmobile, sem hefur auk þess yfir sér mesta nýjabrumið, eftir glæsilega kynningu á nýju plötunni sinni á Púlsinum í fyrrakvöld. Tónlist Todmobile er flóknari en gerist og gengur í poppinu, og því kom það manni gleðilega á óvart, hversu vel þeim tekst að flytja hana á hljómleikum. Todmobile er sem sagt ekki eingöngu stúdíóband, eins og margur hefði ffeistast til að halda vegna þess hversu metnaðarfúll tónlist þeirra á plötum er- eða rétt- ara sagt, maður trúir því ekki fyrr en á reynir að þau séu fær um að standa undir lögunum sínum „læf‘. Það gera þau sem sagt svo sannarlega. Þorvaldur er virkilega góður og fjölhæfúr gitarleik- ari, bæði sem sólóisti og meðleikari, og líka ágætur söngvari og raddari. Eyþór Amalds setur mjög sérstakan svip bæði hljóð- rænt og sjónrænt á hljómsveitina með sitt selló, sem hann hefúr mjög gott vald á - maður undrast hvemig hann heldur út að halda á þessu stóra hljóðfæri við spila- mennskuna. Eyþór hefúr líka ágæta söngrödd og hefúr auk þess þroskað hana heilmikið ffá síðustu plötu. Andrea Gylfadóttir er mikil söngkona, og fór létt með sitt hlutverk, hvort sem var í klikkuðu lagi eins og Gúggúlú eða í erfiðri klassískri Sálumessu, þar sem hún fór bókstaflega á bestu kostum. Hún hefúr mjög breitt raddsvið, og nýtir það miklu meira nú en þegar hún var að byija að syngja popp með sinni klassískt lærðu rödd. Þá var hún mest á háu nótunum, en hefúr nú bætt við lægri tónum sem eykur fjölbreytnina - kannski einfald- ara að segja að röddin hafí lagast meira að dægurlaga- söng. Og það er einmitt aðal Todmobile, hversu vel þeim tekst að blanda saman ýmsum músikstefnum og - hefðum; semja góðar laglínur, með klassískum stíl og bæta þar í misjafnlega rokkaðum, poppuðum eða fönk- uðum töktum. En þrátt fýrir að þau séu öll lærð hvert á sínu sviði í klassískri tónlist,þá gleyma þau því aldrei að sú tónlist sem þau eru að fást við á rætur í rokki. Og öll þrjú eru þau verulega skemmtileg á sviði í hita leiksins. Það eina sem var svolitið klaufalegt hjá þeim á Púlsinum voru sumar kynningamar á milli laga... voru reyndar ekkert verri en gerist og gengur hérlendis, en meira áber- andi vegna þess hversu „prófessjónal“ hljómsveitin er að öðm Ieyti. Og ekki er annað við hæfí en geta hinna góðu aðstoðarmanna sem Todmobile hafa sér við hlið á hljómleikum um þessar mundir. Mikið mæddi á hinum unga hljómborðsleikara Atla Örvarssyni úr Stuðkompaniinu sáluga, enda lak svitinn af honum í taumum þegar hann var að leika ekki auð- velda hljómborðstakta þeirra Þorvaldar og Eyþórs eins og þeir em á plötunum. Hann stóð sig eins og hetja. Bændur í áslættinum vom hinn heimsffægi og glaðlegi Gunnlaugur Briem í Mezzoforte, sem sat af öryggi við settið, og Jóhann Hjörleifsson við ýmis önnur takttól. Eiður úr Stjóminni lék á bassa og Einar Bragi úr Sálinni blés í sinn saxófón og fleira. Þessir aðstoðarsveinar sam- lagast trióinu Todmobile mjög vel og vona ég að þeir hafi tíma til nokkurs ffekara samstarfs við það þrátt fyr- ir annir á heimavígstöðvum. Því það verður að segjast eins og er að akkúrat nú um þessar mundir er Todmobile sú dægurlagasveit, sem mest hefúr ffam að færa tónlist- arlega séð hér á landi á. A Taktar í Púlsinum í Púlsinum á Vitastíg 3 í Reykjavik verður í kvöld og annað kvöld hljómsveitin Hunangstungl- ið, á sunnudagskvöldið kl. 20:30 verða tónleikar með Friðrik Karls- syni og hljómsveit, að Ellen Krist- jánsdóttur meðtalinni, þar sem kynnt verða lög af nýrri plölu Frið- riks, Point Blank. Mánudagskvöld 19. nóv. kynnir síðan hljómsveitin Islandica m.a. efni af plötu sinni Rammislensk. Föstudagur 16. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.