Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 9
Almennt nám þarf aó miöa aó því aó gena nemendur læsa
í víötækum skilningi þannig aö þeir geti tileinkaó sér upp-
lýsingar og unnið með þær. Sérhæft nám miöar aftur aö því
aö búa nemendur undir ákveöna starfsgrein eöa frekara
nám í háskóla eöa sérskóia.
Árið 1988 samþykkti Alþingi ný lög
um framhaldsskóla og síðastliðið vor voru
gefnar út reglugerðir við þessi lög. Segja
má að þeir sem starfa við framhaldsskól-
ann hafi beðið eftir lögunum og reglugerð-
um við þau með nokkurri óþreyju.
Meðal nýjunga i lögunum er að nú
heyrir rekstur framhaldsskólans alfarið
undir ríkið, þ.e. menntamálaráðuneytið ber
ábyrgð á rekstri hans. Verkefni ráðuneytis-
ins og skólanna á næstu árum verður að
framfylgja þessum lögum og koma á þeim
breytingum sem þau gera ráð fyrir.
I 2. grein laganna segir að hlutverk
framhaldsskólans sé „að búa nemendur
undir líf og starf í lýðræðissamfélagi með
því að skapa skilyrði til náms og þroska við
í framhaldsskólanum. Staða listgreina hef-
ur hingað til verið ffernur bágborin í skól-
unum. Leggja þarf áherslu á að nemendur
eigi kost á annars vegar að leggja stund á
listiðkun í skólanum og hins vegar að þar
fari fram umfjöllun um listir. Nemendum
gefist tækifæri til að upplifa og njóta lista.
4. Leggja þarf mikla vinnu í námskrár-
gerð. Námskrá framhaldsskóla verður að
vera í stöðugri endurskoðun. I henni skal
skýrt kveðið á um hlutverk ffamhaldsskól-
ans, markmið einstakra brauta skilgreind,
svo og áfangamarkmið námsgreina. Nám-
skráin er unnin í samstarfi við skólastjóm-
endur, kennara og fagfélög þeirra og þáttur
starfsmenntunar í náinni samvinnu við að-
ila atvinnulífsins.
á tilteknum sviðum skólastarfsins. Búast
má við að aukin ábyrgð á faglegu starfi
innan þess ramma sem markaður er í nám-
skrá skili sér í betri árangri í skólastarfi.
Skólar þurfa því að hafa sjálfstæði til að
skipuleggja starf sitt í samræmi við að-
stæður á hveijum stað og hveijum tíma.
Breytingar á ffamhaldsskólakerfinu
taka langan tíma vegna þess að það er
þungt í vöfum og flókið. Þróunarstarf í
skólum þarf því að skipuleggja vel. Það
þarf að vera vel afmarkað og skilgreint í
upphafi bæði hvað varðar viðfangsefni og
þátttakendur. Jafnffamt er nauðsynlegt að
niðurstöður þróunarstarfs í einum skóla
skili sér til annarra skóla svo eðileg heild-
arþróun eigi sér stað.
haldsskólanna nýtist fólki á öllum aldri og
þeir breytist í alhliða menntastofhanir sem
fólk á greiðan aðgang að. Með því móti
verða skólamir tengdari umhverfi sínu og
öðrum sviðum þjóðfélagsins.
I lögum um ffamhaldsskóla ffá 1988
segir svo í 36. grein: „Heimilt er ffam-
haldsskólum að ...efha til endurmenntunar-
náms, m.a. i samráði við faggreinafélög,
stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra
hagsmuna- eða áhugahópa“. I samræmi við
þessa lagagrein hafa nokkrir ffamhalds-
skólar, aðallega úti á landsbyggðinni,
stofnað til svo nefndra farskóla. Hér er um
að ræða skipulegt námskeiðahald fyrir full-
orðna af ýmsum toga þar sem leitast er við
að svara þörfum á viðkomandi svæði. Þessi
allra hæfi...“ og „að búa nemendur undir
störf í atvinnulífinu..." og einnig „...að búa
nemendur undir nám í sérskólum og á há-
skólastigi".
Samkvæmt framansögðu hlýtur það að
vera hlutverk ffamhaldsskólans að bjóða
fram nám sem hæfir þeim stóra og marg-
breytilega hópi nemenda sem mun sækja
þangað nám á næstu árum. Hér er um að
ræða almennt nám og sérhæft. Almennt
nám þarf að miða að því að gera nemendur
læsa i víðtækum skilningi þannig að þeir
geti tileinkað sér upplýsingar og unnið með
þær. Sérhæft nám miðar aftur að því að búa
nemendur undir ákveðna starfsgrein eða
frekara nám í háskóla eða sérskóla.
Breytingar til bóta
Til þess að koma á þeim breytingum
sem lögin gera ráð fyrir þurfa menntamála-
ráðuneytið og skólamir að leggja áherslu á
eftirtalin atriði:
1. Fjölbreytni í námi aukin til þess að
ná því markmiði að ffamhaldsskólinn verði
í raun fyrir alla. Allir nemendur eigi völ á
ljölbreyttu bóklegu og verklegu námi við
hæfi. Leggja þarf áherslu á að þær náms-
brautir sem í boði eru séu eftirsóknarverðar
að mati nemenda sjálfra. Námsbrautir
verði mislangar og tengist helstu sviðum
atvinnu- og menningarlífs á hveijum tíma.
Allir nemendur skulu eiga kost á náms- og
starfsráðgjöf.
2. Samstarf skóla og atvinnulífs eflt.
Leggja þarf áherslu á að verklegt nám og
starfsþjálfun verði eðlilegur hluti náms á
sem flestum starfsmiðuðum brautum.
Þannig verður námið raunhæfara fyrir
nemendur og í takt við þá þróun sem á sér
stað í atvinnulífinu og sú mikla kennslu-
geta sem atvinnulífið býr yfir nýtist. A
þennan hátt berast nýjungar í atvinnulífinu
einnig betur inn í skólana.
3. Efla listiðkun og umfjöllun um listir
5. Efla verður framboð á náms- og
kennslugögnum. Skortur er á námsefhi í
ýmsum greinum er mikið vandamál i fram-
haldsskólanum. Kortleggja þarf þörfina
fyrir námsefni og raða útgáfumálum í for-
gangsröð. Koma þarf á kennslufræðilegri
og faglegri ráðgjöf til námsefhishöfunda.
Æskilegt væri að stofha námsefhissjóð fyr-
ir framhaldsskólann er veitti styrk til náms-
efnishöfunda.
Brýnt er að koma á fót þjónustumið-
stöð fyrir framhaldsskólann. Verkefni
hennar yrði að kynna allt námsefni sem á
boðstólum er handa framhaldsskólum,
standa fyrir þróunarstarfi og nýjungum,
veita ráðgjöf um námsefnisgerð o.fl.
6. Halda áfram uppbyggingu á húsnæði
fJamhaldsskólanna. Skólamir em í dag
mjög misvel settir hvað varðar húsnæði. 1
sumum skólum er aðstaða vel viðunandi,
vinnuaðstaða kennara þokkaleg, mötuneyti
bæði fyrir nemendur og kennara og aðstaða
til félagsstarfa nemenda fyrir hendi. I öðr-
um skólum er aðstöðunni hins vegar mjög
ábótavant. Þeir em ýmist ekki fullbyggðir
eða húsnæðið er gamalt og úr sér gengið.
Viðhaldi er ábótavant í flestum skólum.
Gera þarf heildaráætlun um byggingu
skólahúsnæðis fyrir framhaldsskólann í
samræmi við þá námskipan sem ákveðin
verður á hveijum stað og koma henni í
framkvæmd svo skjótt og unnt er.
Frumkvæði skóla,
sérhæfing
og verkaskipting
Eitt af því sem huga verður sérstaklega
að á næstu árum er aukin verkaskipting á
milli skóla og sérhæfmg. Sjálfstæði skóla
verður að auka, bæði faglegt og fjárhags-
legt. Skapa verður þeim aðstæður til að
sýna meira frumkvæði hvað varðar þróun í
einstökum greinum og greinaflokkum eða
Stefna ber að því að flestir framhalds-
skólanna bjóði fram bæði bóklegt og verk-
legt nám, en námsframboð einstakra skóla
hlýtur þó alltaf að ráðast af aðstæðum og
nemendafjölda. Því verður ekki hjá því
komist að auka verulega verkaskiptingu á
milli skóla frá því sem nú er, einkum á fá-
mennum námsbrautum og i mjög sérhæfðu
námi. Þetta verður að gera til þess að
tryggja gæði námsins og stuðla að hagræð-
ingu í rekstri. Áfangakerfið sem flestir
framhaldsskólar starfa eftir ætti að gefa
mikla möguleika til að ná þessu marki.
Til þess að framhaldsskólar hafi mögu-
leika til þess að sýna frumkvæði í verki
þurfa þeir að hafa töluvert svigrúm innan
ramma námskrár. Slíkt svigrúm nýtist þó
ekki nema skólamir hafi frumkvæði til
þess að víkja frá hefðbundnum kennslu-
háttum og frelsi til að ráðstafa fjármunum í
samræmi við þarfir.
1 framhaldsskólanum em mjög margar
brautir og sumar þeirra em það fámennar
að ekki er unnt að starfrækja þær til loka
nema á fáum stöðum. Hins vegar býður
áfangakerfið upp á þann möguleika að
margir fámennir skólar geta séð um
kennslu í töluverðum hluta þeirra náms-
greina sem kenndar em á þessum brautum.
Á þennan hátt geta nemendur stundað
lengur nám á heimaslóðum. Mikilvægt er
að þessum nemendum verði síðan tiyggð
skólavist í stærri skólum til að ljúka námi.
Hlutur framhalds-
skóla til
fulloröinsfræöslu
Framhaldsskólamir hafa til margra ára
gegnt mikilvægu hlutverki í fullorðins-
fræðslu. Hér er aðallega um að ræða rekst-
ur svonefndra öldungadeilda þar sem hefð-
bundið nám skólans er boðið fram í kvöld-
skóla. Mikilvægt er að námsframboð fram-
námskeið býður skólinn fram að eigin
frumkvæði eða í samráði og samvinnu við
fyrirtæki eða félagasamtök. Námskeiðin
geta farið fram á mismunandi stöðum eftir
því sem tilefni gefst til.
Mjög margir aðilar bjóða nú þegar fram
fullorðinsfræðslu og endurmenntun og er
það af hinu góða. Skólinn verður því að
gæta þess að hafa nána samvinnu við aðra
fræðsluaðila um þessa starfsemi.
I framtíðinni ætti eftirmenntun á veg-
um framhaldsskólans að miðast að veru-
legu leyti við óskir atvinnulífsins. Skólinn
þarf því að hafa góða samvinnu við aðila
vinnumarkaðarins um almenna fullorðins-
fræðslu og eftirmenntun, hvað varðar
námsframboð, kostnaðarskiptingu o.fl.
Lokaorö
Ef vel tekst til um framkvæmd þeirra
atriða sem minnst er á hér að framan era
miklar líkur til þess að lögin um firamhalds-
skólann frá 1988 komist f raun i fram-
kvæmd. Flestir nemendur ættu þá að finna
nám við sitt hæfi og koma út úr framhalds-
skólanum sáttir við skólann og veru sína
þar, hvort sem þeir fara út á vinnumarkað-
inn eða í framhaldsnám. Eins og málum er
háttað í dag hverfa of margir nemendur ftá
námi í framhaldsskólum og halda út í lífið
með litið veganesti.
Kari
Kristjánsson
deildarsérfræðingur
framhaldsskóladeild
menntamála-
ráðuneytisins
Föstudagur 16. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9