Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 6
í tveimur
flokkum f einu
Glistrup stofnar Vellíðanarflokk og leitar samstarfs við
annan „ óvenjulegan “ stjórnmálamann, sem gagnstœtt honum
er vinstra megin
Mogens Glistrup, stofnandi
hins danska Framfara-
flokkss og kunnastur forustu-
manna hans, er ekki af baki
dottinn í því að valda óvæntum
uppákomum í stjórnmálum
lands síns. Nú hefur hann stofn-
að nýjan stjórnmálaflokk og er
þó áfram í Framfaraflokknum
og meira að segja í forustu
hans.
Ókyrrð heíúr lengi verið í
Framfaraflokknum vegna ágrein-
ings milli þeirra, sem vilja að
flokkurinn tileinki sér að nokkru
hefðbundinn stíl gömlu flokkanna
og hinna sem telja rétt að hann
haldi fast við þann svip sem
Glistrup gaf honum í upphafi,
þ.e.a.s. að vera „öðruvísi“, kjaft-
for og ósvífmn í málflutningi. Hér
er fyrst og ffemst deilt um ytri
svip og stíl, en lítt um málefni.
Danskur húmor
Fyrir þeim „hófsömu“ í Fram-
faraflokknum er Pia Kjærsgaard,
núverandi formaður flokksins.
Fyrir hinum arminum er sem
vænta mátti Glistrup sjálfur og
hafa deilumar stundum snúist upp
í persónuleg einvígi þeirra Piu.
Glistrup sakar andstæðinga
sína í flokknum um að hafa
brugðist hugsjónum hans og beitt
óbilgimi þá flokksmenn, sem
ekki vilji dansa eftir þeirra línu.
Honum finnst líka að Pia og
hennar fylgismenn, sem nú ráða
mestu i fíokksforustunni, séu allt-
of samvinnuþýð við núverandi
rikisstjóm hægri- og miðflokka.
Glistmp er Dani í húð og hár
og hefur í deilu þessari sem fyrr
sýnt að hann hefúr i vöggugjöf
fengið sinn deilda verð af ekta
dönskum húmor. Nýi flokkurinn
hans, sem hann stofnaði í mót-
mælaskyni við stefnu Piu og
hennar manna, kallar hann Triv-
selsparti. A íslensku myndi það
vera Vellíðanarflokkurinn.
Hærri eftirlaun, músl-
fma burt
Stefnuskrá flokksins nýja er
sumpart í glistrupsstíl, en öðmm
þræði er á henni velferðarsvipur.
Þar stendur að flokkurinn muni
beita sér fyrir skattalækkun,
hækkun eftirlauna og að innflytj-
endum frá þriðja heiminum, sér-
staklega múslímum, verði vísað
úr landi.
Velferðarþátturinn (hækkun
eftirlauna) í stefnuskránni er
kannski öðrum þræði tilkominn af
því, að Glistmp stefnir að sam-
starfi við annan nokkuð sérstakan
mann í dönskum stjómmálum,
sem gagnstætt Glistmp er vinstra
megin í þeim. En áður hefúr kom-
ið fram að þeir tveir eiga nokkuð
gott með að skilja hvor annan.
Vinstriforingi þessi er Preben
Möller Hansen, lengi leiðtogi
samtaka sjómanna og áður í
danska kommúnistaflokknum.
Hann er nú leiðtogi flokks, sem
hann stofnaði og nefnist Fælles
Kurs. Sá flokkur hefúr ásamt með
öðm haldið því firam að stjóm-
völd séu alltof eftirlát við útlend-
inga frá þriðja heiminum sem
setjast vilja að í Danmörku.
Báðir frelsisflokkar
„Hófsami“ armur Framfara-
flokksins brást við tilkomu Vel-
líðanarflokksins með því að reka
Glistrap úr þingflokknum. En sú
samþykkt fékkst með naumum
meirihluta og þrír þingmenn
gengu úr þingflokknum Glistmp
til samlætis. Og hann er eftir sem
áður í miðstjóm Framfaraflokks-
ins og úr henni er ekki hægt að
víkja honum nema á flokksþingi,
kvöddu saman sérstaklega til að
taka samþykktir flokksins til end-
urskoðunar.
Glistmp hefur ekki formlega
tilkynnt sig sem félaga í Vellíðan-
arflokknum, sennilega til að gera
sig ekki alltof beran að pólitískri
tvöfeldni. En jafnframt segir
hann, eins og honum er líkt, að
ekkert ætti að þurfa vera því til
fyrirstöðu að menn væm í bæði
Framfaraflokki og Vellíðanar-
flokki samtímis. Þessir flokkar
séu ekki óvinir, „þeir em báðir
ffelsisflokkar og svo sannarlega
ætti maður að mega vera í tveim-
Glistrup - hversvegna skyldi maður ekki mega vera (tveimur flokkum
samtlmis ef báðir em góðir?
ur ffelsisflokkum samtímis“.
Fellir þetta Schlíiter?
Eijumar í Framfaraflokknum
era síður en svo einkamál hans,
því að þeim hefur fylgt að stjóm
íhaldsmannsins Pouls Schltiter
getur ekki lengur reitt sig á stuðn-
ing Framfaraflokksins í vissum
málum. Sá stuðningur er mikil-
vægur fyrir stjómina, sem aðeins
hefúr ömgglega á bakvið sig 67
þingmenn af 179. I staðinn varð
Schliiter að leita til jafnaðar-
manna, stærsta stjómarandstöðu-
flokksins, um stuðning við að
koma fjárlögum næsta árs og ráð-
stöftmum til aðlögunar Evrópu-
bandalaginu í heild sinni i gegn-
um þingið. En viðræður um það
fóm út um þúfúr er stjómin hafn-
aði kröfúm jafnaðarmanna um
kjarabætur handa lægstlaunuðum
og hærri skatta á efnafólki. Búast
nú sumir við nýjum þingkosning-
um í desember, þótt ólíklegt sé
talið að þær breyttu miklu um
Umhverfiseyðing
í fomöld
Aþeningar hjuggu upp skóga sína í her-
skip og með skemmtanalífi sínu útrýmdu
Rómverjar heilum villidýrastofnum í
mörgum löndum
Umhverfið og meðferð mann-
kynsins á því em sem alkunna er
eitt af málum málanna nú á dög-
um og yflrleitt er á þetta litið sem
vandamál síðustu tíma fyrst og
ffernst. En svo er ekki; þegar í
fomöld höfðu vitrir menn sárar
áhyggjur af jarðvegs- og skógar-
eyðingu, loftmengun, útrýmingu
vissra dýrategunda o.s.frv. Og
ekki að ástæðulausu.
Um þetta fjallar þýskur sagn-
fræðingur að nafni Karl- Wilhelm
Weber í nýútkominni bók, sem á
frummálinu heitir Smog iiber
Attika. Hann tekur þar m.a.
AÐUTAN
Grikki hina fomu fyrir og ber
þeim sérstaklega á brýn gegndar-
lausa rányrkju á skógum lands
síns. Aþeningar, sem vom menn-
ingarmenn mestir með Fom-
Grikkjum, voru einnig afkasta:
mestir þeirra í náttúraspjöllum. I
skip Aþeninga, sem á blómatíð
sinni vom flotaveldi mest við
Miðjarðarhaf, bæði til hemaðar
og verslunar, þurfti fim af timbri
og að því skapi gekk á skógana. í
Pelopsskagastríðið, sem stóð í 27
ár, þurfti gífur-
Iegan fjölda her-
skipa, enda var
Attíka, uppland
Dagur
Þorleifsson
Sjóorrusta Grikkja og Persa við Salamis 480 f.Kr. - sjóhemaðurinn var frekur á skógana.
Aþenuborgar, því sem næst skóg-
laus orðin er því loksins lauk.
Rómverjar hinir fomu vom þó
enn verri í þessum efnum.
Skemmtanimar á hringleiksvið-
um þeirra, þar sem villidýmm var
att saman og á skylmingamenn,
gengu stórlega á vissa dýrastofna
og útrýmdu sumum alveg.
Pompejus þrístjóri, samtímamað-
ur og keppinautur Sesars, lét á
einum leikum aðeins drepa 20
fíla, 600 ljón og 410 hlébarða. Á
einni af sigurhátíðum Trajanusar
keisara vom 11.000 villidýr drep-
in.
Með þessu vom Rómveijar
um aldamótin 300 búnir að út-
rýma vatnahestum í Neðra-Eg-
yptalandi, Ijónum í Þessalíu og
fílum í Líbýu. Og lýsingar á loft-
mengun í Róm á fyrstu öld okkar
tímatals em þannig að ekki er
laust við að minni á Mexíkóborg
nútímans.
Platon heimspekingur og ljöl-
fræðingurinn Pliníus eldri vom
meðal þeirra, sem hörmuðu
mengun og lunhverfisskemmdir
og vömðu við afleiðingum þessa
fyrir mannkynið. En fáir hlustuðu
áþá.
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. nóvember 1990