Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 24. nóvember 1990 — 223. tölublað 55. árgangur Gling-gló kallast nýútkomin djössuð plata með Björk Guðmundsdóttur og tríói Guðmundar Ingólfssonar. Smekkleysa kynnti plötuna á Púlsinum fyrir skemmstu, og við það tækifæri tók Jim Smart þessa mynd af tónlistarmönnunum: Björk, Guðmundi Steingrímssyni, Þórði Högnasyni og Guðmundi Ingólfssyni. Keflavík Skólabúningar gegn ofbeldi Jafnréttisráð sammála um að skólabúningar séu þarfir. Hjálmey Einarsdóttir: Mikið um andlegt ofbeldi vegna klœðnaðar Við erum nú rétt að byrja að velta þessu fyrir okkur, en viljum vekja upp umræðu um hvort það sé ekki rétt að koma upp skólabúningum. Ég hugsa að margir foreldrar yrðu ánægðir með það, segir Hjálm- ey Einarsdóttir, formaður jafn- réttisráðs Keflavíkur, í samtali við Þjóðviljann. Jaftiréttisráð Keflavíkur hefur orðið sammála um að skólabún- ingar séu þarfir i skólum til þess að koma í veg fyrir aðkast og of- beldi sem böm verða fyrir vegna klæðnaðar síns. I fundargerð ráðsins er bent á að dýrt sé að kaupa fot á böm og íjölskyldur séu misjafnlega vel stæðar. Hjálmey segir ráðið ætla að fylgja hugmyndinni um skóla- búninga eftir, meðal annars í sam- ráði við foreldra. - Ég á sex ára gamla dóttur og gæti vel hugsað mér að hún gengi í skólabúningi. Böm em dæmd útffá klæðnaðinum og það er mikið um andlegt ofbeldi vegna klæðnaðar, segir Hjálmey. Vilhjálmur Ketilsson, skóla- stjóri Myllubakkaskóla í Kefla- vík, segir striðni vegna klæðnaðar ekki svo alvarlegt vandamál að brýn þörf sé á skólabúningum. - En því er ekki að neita að það koma alltaf upp tilvik þar sem böm verða fyrir aðkasti vegna þess hvemig þau em klædd. Ég vil alls ekki kæfa þessa umræðu, enda getur vel verið að fólk sé hlynnt hugmyndinni. Það er ekki óhugsandi að þessi umræða eigi eftir að eflast. En ég hygg það verði erfitt að koma þessu á í þessu þjóðfélagi okkar. Það þarf mikla og góða samstöðu til, segir Vilhjálmur. Málið hefúr lítillega verið rætt í bæjarstjóm Keflavíkur vegna fundargerðar jafnréttisráðs. -gg Fasteignamat Hækkar umfram verðbólgu Fasteignamat hækkar um 12 prósent frá ífyrra. Verðbólga var 9,1 prósent á sama tíma. Verð fasteigna vanmetið í fyrra p asteignamat hækkar um 12 af hundraði milli ár- anna 1989 og 1990, sem er nokkuð umfram verðbólgu. Þetta er þó óvenjulega lítil hækkun fasteignamats milli ára og veldur rýrnun kaup- máttar mestu þar um. En hækkunin hefði orðið enn minni hefði hækkun milli ár- anna 1988 og 1989 ekki verið vanmetin. Fasteignamat er reiknað út frá markaðsverði húsnæðis á tíma- bilinu nóvember til nóvember ár hvert og er gefið út 1. desember. A þessu tímabili milli áranna 1989 til 1990 varverðbólga9,l af hundraði, en byggingarvísitala hækkaði um 11,4 prósent á sama tíma. Að sögn Magnúsar Olafsson- ar, forstjóra Fasteignamats rikis- ins, hefði mátt áætla að hækkun fasteignamats nú yrði sjö til átta af hundraði ef ekki hefði komið til vanmat á hækkun í fyrra. Fasteignamat er lagt til grundvallar í útreikningi á fast- eignagjöldum, svo þau hækka um 12 af hundraði að öllu óbreyttu. Þess ber þó að geta að sveitarfé- lög geta ráðið álagningu fast- eignaskatts innan ákveðinna marka. Með því að lækka álagn- ingarhlutfallið geta þau þannig jafhað út mismuninn á hækkun fasteignamats og verðbólgu. Þess má geta að með nýjum lögum um tekjustofna sveitarfé- laga hefúr verið tekinn upp sá háttur að nota sama álagningar- stofn hvar sem er á landinu. Þannig er stofninn sá sami fyrir sambærilegt húsnæði, hvort sem það er í Reykjavík eða á Raufar- höfn. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.