Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Tómstundagaman Þjóðhagsstofnunar Birtar hafa verið fregnir af all sérstæðri skýrslu sem unnin hefur verið á vegum Þjóðhagsstofnunar. Þar kem- ur fram að þjóðin myndi hafa talsvert mörgum miljörðum meira í aðra hönd ef allur fiskur væri seldur óunninn á erlendum fiskmörkuðum. Aðspurður hefur forstjóri stofn- unarinnar sagt að ekki hafi verið reiknað með öðru en því að fyrir fiskinn fengist það verð sem að jafnaði er fá- anlegt á hinum erlendu mörkuðum. Þetta eru skrýtin vinnubrögð hjá stofnun sem á að vera bæði vönd að virðingu sinni og svo ábyggileg að flestir geti treyst niðurstöðum hennar og vinnubrögðum. Því miður hefur Þjóðhagsstofnun legið undir ámæli fyrir þjóðhagsspár sem oft hafa verið furðu fjarri veruleikan- um. Fyrir skömmu sendi stofnunin frá sér eina slíka en varð að leiðrétta hana að fáum dögum liðnum, vegna þess að ekki höfðu verið notaðar réttar margföldunartöl- ur. Umrædd skýrsla bætist nú við önnur umdeilanleg efni sem stofnunin hefur sent frá sér og gefur um leið til- efni til spurninga og hugleiðinga. Ekki verður séð að það þjóni nokkrum tilgangi að hafa sérfróða menn í vinnu við að reikna út dæmi þar sem mikilvægum stærðum er beinlínis sleppt og fengin útkoma sem ekki gengur upp í raunveruleikanum. Menn geta útaf fyrir sig haft gaman af því að taka hæsta verð sem fengist hefur á mörkuðum erlendis og reikna út hver gróðinn yrði ef allur afli flotans væri seld- ur á því verði, eða þá að miða við lægsta verðið til að finna það skelfilega tap sem af því hlytist, rétt eins og að taka meðalverðið. Þetta geta menn haft eins og hvert annað tómstundagaman en slíkur reikningurfærir okkur ekki fetinu nær raunverulegum skilningi á þjóðhagslegri hagkvæmni eða óhagkvæmni útgerðar og fiskvinnslu í landinu. Til að fá vitlega útkomu úr því dæmi sem sérfræðing- ar Þjóðhagsstofnunar hafa dundað við að reikna að undanförnu þarf að taka tillit til fjölmargra þátta. Jafnvel þótt farið væri eins að og Þjóðhagsstofnunarmenn virð- ast gera, að gera ekki ráð fyrir lækkandi verði né taka til- littil þeirra áhrifa á tilveru heilla byggðarlaga sem myndu fylgja því að flytja allan aflann út óunninn, verður þó að taka með í reikninginn þann beina kostnað sem af þessu hlytist, greiðslu atvinnuleysisbóta til þeirra sem vinna í fiskvinnslu, að ekki sé nú talað um þann kostnað sem hlýst af því að borga fyrir fjárfestingu sem enginn hefur not af. Þjóðhagsstofnun, eða einstakir embættismenn henn- ar, hafa að sjálfsögðu leyfi til þess að láta reikna, eða embættismennirnir að dunda við það í frítíma sínum, dæmi af öllu mögulegu tagi, ekki síst ef það mætti verða til að auka þeim skilning á þeim vandasömu viðfangs- efnum sem stofnunin fæst við. Hins vegar verður um leið að gera þá kröfu að stofnunin láti ekki frá sér fara út- reikninga sem sýnilega eru út í hött og þjóna ekki öðrum tilgangi en að vera reiknimeisturunum til skemmtunar. Því er hér fram sett ósk um að sérfræðingar Þjóðhags- stofnunar reikni það dæmi til enda sem þeir hafa vakið máls á; reikni út frá þekktu meðalfiskverði erlendis, taki tillit til áhrifa þess á verðið að allur fiskur (slendinga væri seldur á erlendum markaði á því verði sem þá fengist, og reikni síðan út kostnaðinn af fjárfestingum, atvinnu- leysisbótum og endurmenntun starfsfólks í fiskvinnslu, að ógleymdum öllum öðrum kostnaði sem fylgja kann. Að fenginni niðurstöðu úr þessu dæmi er kominn grund- völlur til að ræða skynsamlega um þjóðhagslega hag- kvæmni sjávarútvegsins í Ijósi tveggja mismunandi leiða; að selja aflann óunninn erlendis eða vinna hann hér heima. hágé. Myndir: Kristinn Vio hefðum kannski átt að senda Jón Baldvin til hennar. var Magga Thatcher að vorkenna þér að þurfa að vera með öðrum flokkum í ríkis- stjórn, Steingrímur? ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson. Aörir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.t, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gislason, Sævar Guðbjörsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlöur Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir: Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siöumúla 37, Rvík. Sfml: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.