Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 16
þjómnuiNN Laugardagur 24. nóvember 1990 223. tölublað 55. árgangur I tilefni af sextfu ára afmæli Landspítalans þykir við hæfi að hafa opið hús á morgun, sunnudag. Þar gefst al- menningi tækifæri til að koma, skoða og fræðast um hina víðtæku starfsemi sem fram fer á vegum spftalans. Mynd: Jim Smart. Landspítalinn Hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Um helgina er þess minnst að sextíu ár eru liðin frá því fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á spítalann Um heigina verður þess minnst að um það bil 60 ár eru liðin frá því að fyrsti sjúk- iingurinn var lagður inn á Landspítalann. Af því tilefni verður ársfundur Ríkisspítal- anna haldinn í anddyri K-bygg- ingar í dag og á morgun, sunnu- dag, verður opið hús þar sem starfsemi spítalans verður kynnt almenningi. Landspítalinn tók formlega til starfa þann 20. desember 1930 en ... alla daga "^^ARNARFLUG w INNANLANDS hf. '^l'^- Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 RAFRÚN H.F. Smíðjuvegt 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Síml641012 þar á undan hafði farið fram ströng og hörð barátta fyrir bygg- ingu hans. Nærtveggja alda barátta Segja má að liðið hafi nær tvær aldir frá því fyrst kom fram hugmynd um almennt sjúkrahús í landinu. Það var Jón Sveinsson, landlæknir frá 1780- 1803, sem fyrstur vakti máls á nauðsyn þess. Tilgangur hans með hugmyndinni var ekki sist að tryggja viðgang læknakennslu innanlands og árið 1791 lagði hann fram rækilega og vel grundaða áætlun um stofnun og rekstur slíks sjúkrahúss. Málinu var síðan fylgt eftir af Baranfleth stiftamtmanni, Jóni Hjaltalín landlækni og mörgum öðrum, en það var ekki fyrr en með stofnun íslenskra kvenna- samtaka og tilkomu Landspítala- sjóðsins sem málið komst á ein- hveija hreyfingu. Að lokum var það fjársöfnun sem íslenskar kon- ur gengust fyrir sem varð til þess að bygging Landspítalans hófst haustið 1925. Alþingi veitti svo fé á fjárlögum ársins 1926 til fram- kvæmdanna, en Alexandrína, drottning íslands og Danmerkur, hafði lagt homstein að bygging- unni þann 15. júní 1926. Beturmáef dugaskal Á þeim sextíu árum sem liðin eru síðan starfsemi hófst á spital- anum hafa miklar breytingar orðið á meðferð, hjúkmn og Iífsviðhorf- um sjúklinga. Sjálfur hefur spítal- inn einnig tekið miklum stakka- skiptum og íjöldi starfsmanna sem við hann starfa, hefúr vaxið geysilega. Hlutverk Landspítalans er þó enn sem fyrr þriþætt: Hann er stærsta sjúkrahús landsins, þar hljóta flestar heilbrigðisstéttir hluta sinnar menntunar og þar fer fram margþætt rannsóknarvinna. Eins og svo oft áður i sögu Landspitalans hefúr gengið á ýmsu við að útvega fé til starfsemi hans og uppbyggingar. Að mati Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Rikisspítalanna, hafa aðeins tveir ráðherrar frá árinu 1970 beitt sér af alefli fyrir byggingarfram- kvæmdum við spítalann. Það vom þeir Magnús Kjartansson, sem beitti sér fyrir byggingu geðdeild- ar, og Matthías Bjamason, sem tryggði framgang fyrsta áfanga K- byggingar. Á afmælisárinu standa bygg- ingarframkvæmdir við spítalann þannig að K-byggingin, sem á að hýsa skurðstofur, röntgendeild, gjörgæsludeild og nokkrar rann- sóknastofur, er aðeins byggð að einum þriðja. Samkvæmt loforð- um og áætlunum margra rikis- stjóma ætti hún nú þegar að standa tilbúin en hún var á sínum tíma í raun ein af forsendum þess að talið var fært að taka upp hjartaskurðlækningar hérlendis. Á ársfundinum í dag mun for- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, afhjúpa skjöld sem Kvenfé- lagasamband íslands, Bandalag kvenna í Reykjavik og Kvenrétt- indafélag íslands gefa til minning- ar um stuðning islenskra kvenna við Landspítalann í upphafi og löngum síðan. -grh Kazuo Ishiguro DREGGJAR DAGSINS Eitt eftirtektarverðasta bókmenntaverk síðari tíma. Metsölubók víða um heim. I KAWO ISHIGIÍRO d a g s i n s Maxine Hong Kinstone: -Dásamleg bók í alla staði -sagan, tungumálið og efnistökin.Ég er enn að hlæja að henni og ég les aftur og aftur suma kaflana. John Le Carré: -Þessi bók er de- mantur, fullkomlega slípaður með ótelj- andi flötum. Ann Beattie: -Fullkomin skáldsaga. Ég gat ekki lagt hana frá mér. Robert Stone: -Hnökralaus skrif um sérkennilega andlega innilokun. Þessi saga er í senn fyndin og hrollvekjandi. Alison Lurie: -Snilldarlega vel skrifuö saga. Ólgandi af krafti undir silkikenndu yfirborði. Richard Ford: -Ishiguro skrifar gersamlega ómót- stæðilega. Dreggjar dagsins er ástríðufull, tær, fyndin, sorgleg, alvarleg -sagan hefur alla eiginleika heimsbókmennta. Doris Lessing: -Ishiguro er frumlegur og það er bókin líka. Hún er bráðfyndin en samt ein sorglegasta bók sem ég hef lesið. Þessi bók er í miklu uppáhaldi hjá mér. Salman Rushdie: -Snilldarlega vel skrifu skáldsaga. Saga sem er í senn unaðslega falleg og hrottalega grimm. The Sunday Times: -Dreggjar dagsins er stór sigur fyrir hinn unga Ishiguro. Trúverðug mynd hans af lífi mann- anna er sett fram á frumlegan, fyndin, furðulegan, grípandi, en umfram allt, hrífandi máta. Sigurður A. Magnússon íslenskaði. BJARTUR -bjartari, bjartastur?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.