Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 7
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ á beininu Skipstjórar ættu ekki að vera í stéttarfélagi Útvegsmenn hafa veriö heldur betur í sviösljósinu aö undanförnu vegna kjaradeilna viö yfirmenn á fiskiskipum og þeirrar rimmu sem þar fór fram. Þá hefur hagur útgerðarinnar veriö mjög góöur í ár þó blikur séu á lofti ef olíuverð heldur áfram aö hækka. Bæöi útvegsmenn og sjómenn hafa notiö góös af hækkuöu fiskverði á sama tíma og laun landverksfólks eru bundin þjóöarsáttinni. Um þetta og fleira svarar Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna á beininu Við undirritun kjarasamn- ings við yfirmenn lést þú svo um mælt að þeir hefðu gengið fram með fullmikilli hörku. Hvað áttirðu við með því? Það sem ég átti við með því var það að mér fannst tilefnið til verkfalls ekki vera til staðar hjá yfirmönnum á fiskiskipum. Launakerfi þeirra er þannig að skipstjórar hafa tvo hásetahluti, fyrsti vélstjóri og fyrsti stýrimað- ur einn og hálfan og aðrir yfir- menn einn og einn fjórða hlut. Hér áttu því í hlut launahæstu mennimir á flotanum. Mér fínnst í sjálfu sér fráleitt að vera að semja við skipstjóra í deilu sem þessari. Þeir em nánast fram- kvæmdastjórar fyrirtækjanna um borð í skipunum og ættu ekki að vera í stéttarfélagi, eins og tíðkast víða erlendis. Þeir ættu miklu frekar að gera einstaklingsbundna samninga, vegna þess að veiðin byggist að miklu leyti á þeitn og hæfni þeirra. Hvernig var að eiga við Adda Kitta Gau sem formann FFSÍ í samningagerðinni? Mér fínnst hann oft hafa verið betri en hann var núna. Mér fannst þeir vera óákveðnari og við fengum ekki niðurstöðu í mörgum málum fyrr en eftir langa bið sem tók oft nokkra klukku- tíma. Þannig em málin ekki af- greidd hjá okkur. Við vomm að vísu færri og kannski fljótari að taka afstöðu og því þurftu þeir ekki að bíða lengi eftir okkur. Þú hefur jafnframt sagt að samningur ykkar manna fyrir vestan við Bylgjuna hafi verið mistök hvað varðar útfærslu tímakaupsins og brot á þjóðar- sátt. Nú fylgdist þú með gerð þessa samnings, og eru mistök- in þá ekki þín eins og þeirra fyrir vestan? Mér var ekki kunnugt um það fyrr en eftir á, að þeir hefðu tekið hlutfall af kauphyggingu sem tímakaup. Hinsvegar höfðu þeir náið samráð við okkur um breyt- inguna á olíuverðsviðmiðuninni. Að öðm leyti tel ég enga ástæðu til að gera of mikið úr þessu máli. Fyrir vestan hafa skipstjórar og vélstjórar haft sama tímakaup sem er þó ekki héma hjá okkur. Vélstjórar hafa haft hærra tíma- kaup en skipstjórar og stýrimenn sem mér finnst eðlilegra. í samkomulagsviðbót við sjálfan kjarasamninginn iýsa báðir aðilar þvi yfir að næst skuli gerður aðeins einn samn- ingur við yfirmenn. Mun það tilheyra fortíðinni að gerðir séu tveir samningar, einn fyrir vest- an og annar fyrir sunnan? Það vitum við ekki. Við höf- um alla tíð verið fúsir til þess að hafa einn samning. Hér er um yf- irlýsingu að ræða af okkar hálfú og þeirra um vilja til þess. Við vit- um ekki um vilja Bylgjunnar, Vélstjórafélags Isafjarðar, Al- þýðusambands Vestfjarða, vegna þess að þessir samningar fyrir vestan draga allir dám af hver öðmm. Okkur er því alveg óljóst um það á þessari stundu hvort við munum koma næst að einu borði. Það hefur ekki verið þannig að Vestfirðingar vildu setjast að borði með okkur. Bæði útgerðarmenn og sjó- menn hafa notið góðs af hækk- uðu fiskverði, en hafið þið ekki jafnframt verið að taka æ stærri hluta af kökunni á kostn- að fiskverkafólks? Aðstæðumar í ár hafa verið okkur hagstæðar. Fiskverð hefúr hækkað mun meira en annað verðlag sem stafar af eftirspum eftir fiski. Það er mjög rík til- hneiging hér og líka alls staðar annars staðar, að það em allir að keppa að því að hámarka það sem þeir geta greitt fyrir hráefnið, vegna þess að það er undirstaða þeirra framleiðslu. A meðan samkeppni er um hráefnið þá mun myndast ákveðið markaðsverð. Þannig að þessi op- inbera verðákvörðun okkar hefiir haft minna og minna gildi og að mínu mati nánast ekkert núna. Ég spurði að því í fyrravetur í Aber- deen í Skotlandi hvað þeir verðu miklu til hráefniskaupa af því sem þeir fá fyrir fullunna vöm, og þá nam það um 80%. Þetta hlut- fall hér hefúr verið 50%-55%, en er ömgglega orðið mun hærra vegna samkeppninnar um fiskinn. En hefur fiskvinnslan ekki minna umleikis tii að greiða fiskverkafólki hærra kaup þeg- ar hún þarf að greiða ykkur sí- fellt meira fyrir hráefnið? Það er augljóst mál. Eftir því sem meiri hluti af andvirði vör- unnar fer í hráefniskaup, eftir því verður minna til að greiða í vinnulaun. Þessvegna m.a. fannst mér þessi deila við yfirmenn ósanngjöm af hendi skipstjómar- manna og annarra yfirmanna þeg- ar litið er til þess hvað umhverfið hefúr verið þeim hagstætt. Þegar ég striddi þeim hvað mest þá sagði ég við þá að ég vildi sjá þá skýra það út fyrir fiskverkunar- fólkinu á bryggjunni þegar þeir væm að binda skipin, afhverju þeir væm að fara í verkfall þegar litið væri til hagsmuna þess. Hvað finnst þér um þá hug- mynd að komið verði á fót kvótaleigu? Mér finnst það ffáleitt. Við höfúm mótað stefhu sem byggist á fijálsu framsali veiðiheimilda í þeim tilgangi að auka arðsemi veiðanna, fækka skipum, minnka kostnaðinn og gefa þjóðfélaginu meiri arð af þessari starfsemi. Það að setja eitthvert leigugjald í rík- issjóð sem nýjan skattstofn mun ekki hafa nein áhrif á það sem við emm að gera og stefnum að, sem þegar er farið að hafa mikil áhrif. Það að einhveijir eldri útgerðar- menn yfirgefi þessa atvinnugrein með einhveija aura í vasanum, sem aðrir útgerðarmenn hafa þá þurft að borga þeim, finnst mér ánægjuefni. Mér finnst gaman að vita til þess að eldri útgerðarmenn sem engan lífeyri eiga né lífeyris- sjóð, geti nú yfirgefið þessa starf- semi með reisn og átt eitthvað til elliáranna. Ertu fylgjandi því að allur fiskur verði seldur á innlendum fiskmörkuðum? Ég er fylgjandi markaðskerfi og tel að það væri mjög æskilegt að við reyndum að útfæra betur fiskimarkaði hér innanlands. Til þess er þó enn takmarkaður vilji. Það er þó merkilegur vísir kom- inn að þessu á suðvesturhominu þar sem markaðimir þar hafa selt um 60 þúsund tonn fyrstu tíu mánuði ársins sem er 6 þúsund tonnum meira en við seldum á Humbersvæðinu. Ef allur fiskur yrði seldur á innlendum fisk- mörkuðum hér á suðvesturhom- inu, mundi það draga allan mátt úr landsbyggðinni. Ef af yrði mundi þetta verða mesta bylting í þjóðflutningum innanlands sem nokkum tíma hefði átt sér stað í Kristján Ragnarsson formaður Landssambands fslenskra útvegs- manna. Mynd: Jim Smart. sögu landsins. Umsvif slíkrar fisksölu yrði á við mörg álver og mundi draga til sín það fáa fólk sem enn vill vinna við þetta úti á landi. Þannig að mér finnst að menn úr öllum stjómmálaflokk- um, hafi kastað þessari hugmynd fram_, að mjög vanhugsuðu máli. Utgerðarmenn loðnuskipa hafa krafist þess að fá aukna hlutdeild í botnfiskkvóta vegna óvissu með framhaid loðnu- veiða. Er það mál leysanlegt innan LÍÚ? Okkar styrkur hefur verið fólginn í því að við höfúm getað komið fram við stjómvöld í um- boði allra útgerðarmanna. Hjá okkur em hópar með ólíka hags- muni, og auðvitað togast allt þetta á. Þegar jtetta var rætt innan stjómar LIÚ spurðu togaramenn hvar ætti að taka þennan kvóta handa loðnuskipunum, og ég svaraði og sagði að það yrði tekið af þeim þar sem þetta væri rétt- lætismál. Það viðurkenndu menn og sögðu já. Þannig gátum við farið með erindið upp í ráðuneyti og kynnt það þar sem málefni samtakanna sem heildar og feng- um góðar undirtektir. A þennan hátt emm við sterkari heldur en ef við kæmum ffarn sem mismun- andi kröfúgerðarhópar. Sjómenn hafa varpað fram þeirri spurningu hvort fisk- vinnslan ráði mestu innan LÍÚ í ljósi þess að aðalfundur ykkar hafnaði frjálsu fiskverði. Er það svo? Nei. Þegar ég tók við for- mennsku í þessum samtökum sagði ég að ég væri fyrir þá á þessum vettvangi sem seldu fisk. Ég harma það að aðalfundurinn skyldi ekki samþykkja fijálst fiskverð vegna þess að það er orð- ið svo í raun. Én mönnum finnst að þessi verðgrunnur, lágmarks- verðið, þurfi að vera til staðar. Hinsvegar hafa fiskkaupendur innan LÍÚ ekki áhrif á afstöðu mína um kröfúna um fijálst fisk- verðog hafa aldrei hafi. Á sama tíma og þú hefur gagnrýnt fjölgun smábáta hafa félagsmenn LÍÚ einatt fengið mun afkastameiri skip í stað þeirra sem hafa farið úr flotan- um. Væri ekki nær að líta í eig- in barm? Þetta er mjög verðug gagn- rýni og við eigum að hluta til sök á henni með því að hafa gengið fram í því við stjómvöld, sem svona sáttaleið í upphafi kvóta- kerfisins að búa til sóknarmarkið. Það hefur ekkert skip vikið úr flotanum nema að það hafi komið miklu afkastameira skip í staðinn. Þetta hefúr afhir leitt til þess að sóknardögunum í sóknarmarki hefði þurft að fækka umtalsvert. Við viðurkennum að við vorum á rangri leið sem fólst i því að við vomm að láta smíða fyrir okkur skip til þess eins að binda þau við bryggju. Frá þessu höfum við vik- ið og mælt með framseljanlegu aflamarkskerfi sem mun stuðla að hagkvæmni. En það þýðir ekki að við munum hætta að smiða skip því við þurfúm alltaf á endumýj- un að halda. Það þýðir nefnilega ekki lengur að búa sér til ein- hveijar reiknisforsendur fyrir að ætla sér að fiska þetta og fiska hitt. Núna er þetta allt á borðinu hvaða veiðiheimildir menn hafa og þýðir ekki að búa til neima draumóra um það sem mér hefúr fúndist menn hafa alltof mikla til- hneigingu til. Frá þessu er horfið og við berum ábyrgð á því. Það hefúr verið voðalega sárt og við- kvæmt innan okkar samtaka, því það verða margir fyrir miklum erfiðleikum vegna þessarar af- stöðu okkar. En hér er aldrei hægt að gera öllum til hæfis og hér væri vonlaust að sitja ef maður ætlaði að reyna það. -grh Laugardagur 24. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.