Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 10
Traveling Wilburys Hlýtt popprokk Eg verð að viðurkenna að þegar ég heyrði fyrst utan- að mér ómana af nýju Tra- veling Wilburys plötunni, Trave- ling Wilburys vol. 3, varð ég ekk- ert sérlega hrifin og hugsaði með mér að þeir félagar hefðu átt að láta sína fyrstu plötu frá í fyrra (Traveling Wilburys vol. 1) verða þá einu, þar sem Roy Orbison var horfinn af jörðu hér með sína óviðjafnanlegu rödd. Ég hafði einhvemveginn á tilfinningunni að þeir væru að blóðmjólka góða hugmynd og rembast við að end- urtaka skemmtilega tilfinningu sem ekki væri mögulegt að upp- lifa nema einu sinni. En viti menn - við nána hlustun, þótt upphaf- lega væri með ffemur neikvæðu hugarfari, komst undirrituð á allt aðra skoðun. Traveling Wilburys merkja nýju plötuna sína sem 3. hefti, þótt hún sé þeirra önnur í röðinni. Það var nefhilega ákveðið, áður en Roy Orbison dó, að gera a.m.k. eina aðra plötu með Traveling Wilburys, en félögunum fjórum i upphaflega kvintettinum hefur kannske fundist rétt að heiðra minningu Roys heitins með því að taka töluna 2 undir minning- una um þá fyrirætlun. A.m.k. gæti maður hugsað sér að það væri heppileg hreinsun að afgreiða Traveling Wilburys vol. 2 á þann hátt, til að geta hafið störf á ný undir frísklegum formerkjum, eins og upp á nýtt... Þetta eru nú bara mínar eigin vangaveltur, sem eru reyndar sprottnar út ffá þeirri staðreynd, að þessi nýja plata virðist mér hafa orðið til sem heild i náinni samvinnu Wilbury- fjórmenninganna, öfugt við fyrri plötuna, þar sem maður getur feðrað einstök lög með vissu... eins og hver Wilbury hafi þá komið með sín lög inn í hljóðver- ið, þar sem þau hafi síðan verið fúllunnin, en hvert þó með svip- móti síns höfúndar. A Traveling Wilburys vol. 3 er hins vegar eins og fjórmenn- ingamir hafi samið lögin og text- ana saman við eldhúsborðið og síðan farið í hljóðverið - og skemmt sér konunglega við spil og söng. Textamir eru til dæmis miklu glaðlegri en á fyrri plötunni - inn í venjulega ástartexta er blandað Iéttu tippatali og kunnug- legum bítla- og Dylan-fimmaura- textaorðaleikjum... ekkert merki- legt kannske, en gefur til kynna að mennimir hafa skemmt sér innilega við að semja lögin og textana á þessa plötu og síðan að leika og syngja saman í stúdíóinu ...og þá voru eftir fjórir: Spike, Muddy, Clayton og Boo Wil- buiy æfa sig við eldhúsborðið... fyrir þá sem eru ekki með fésin á hreinu: George Harrison, Tom Petty, Jeff Lynne og Bob Dylan. - eru ekki (bara) að þessu til að græða á því. Ferða-Villamir fjórir syngja allir, saman og/eða til skiptis og spila á kassagítara, sem em alltaf jafn hlýleg hljóðfæri... að auki blæs Dylan í sína munnhörpu, Goggi Harrison er lfka með raf- magnaðan gítar, mandólín og gamla sítarinn (!), og Jeff Lynn sér líka um bassa- og hljómborðs- leik. Þeir tveir síðamefhdu höfðu auk þess yfirumsjón með upptöku og endanlegri útkomu plötunnar. Aukahljóðfæraleikarar em: bandaríski trommarinn Jim Keltner, sem hefúr leikið með skæmstu stjömum rokksins inn á plötur og á hljómleikum síðustu 20 árin, t.d. Dylan, B. B. King, Jack Bmce, Steve Miller... og öll- um Bítlunum, nema kannske Paul; ásláttarleikarinn breski Ray Cooper, sem hefur líka langan gæðalista rokktónlistarmanna sem hann hefur spilað með til að hrósa sér af - og þeir eins af honum. Ég man til dæmis eftir óborganlegri frammistöðu Rays með Elton John í hljómleikaferðalagi í Rússlandi... þeir vom bara tveir í að framreiða tónlist El- tons fyrir Rússana og gerðu það með þeim ágætum og krafti að manni fannst nákvæmlega ekkert vanta (til á myndbandi); Jim Hom sér um saxófónleikinn og er ekki al- deilis óvanur því - hefur auk sóló- ferils spilað inn á plötur með ógrynni þekktra tónlistarmanna; loks kemur Gary Moore fram sem gestur í einu lagi, spilar aðalgít- armlluna í fyrsta lagi plötunnar, She's my baby. Það er skemmst frá því að segja að undirleikurinn á Trave- ling Wilburys vol. 3 er snilld - einfaldleikinn uppmálaður með skrautblómum þar sem við á, og spilagleðin drýpur af hveiju strái. Miðað við Traveling Wil- burys 1 em hér kannski ekki eins mörg hitt-lög, en hins vegar finnst mér númer 3 vera skemmtilegri sem heild, og því kannske betur heppnuð tónlistarlega séð. Annars leiðir tíminn eimi endingargildi í Ijós, en þessi plata er að minnsta kosti vel lífvænleg í núinu. A. Hliómplötur Skagfirska söngsveitin með plötu Skagfirska söngsveitin í Reykjavík hefúr sent frá sér hljómplötuna „Ljómar heimur“. Hljómplatan hefúr að geyma 16 lög með söng sveitarinnar undir stjóm Björgvins Þórs Valdimars- sonar við píanóundirleik Violettu Smid. Skagfirska söngsveitin hefúr nú starfað í 20 ár samfieytt og er „Ljómar heimur" fimmta platan sem kemur út með söng hennar. Enn er ort í sveitum Hörpuútgáfan hefúr sent frá sér nýja ljóðabók, Um fjöll og dali, eftir Sigríði Beinteinsdóttur frá Hávarsstöðum, en hún er í hópi skáldasystkinanna ffá Graf- ardal. Ævistarf Sigríðar var hið eril- sama starf húsffeyju í sveit. Sjaldan gafst tóm til ritstarfa og ljóðagerðar. Lítill blaðsnepill í svuntuvasa geymdi oft ljóð eða vísupart, sem komið hafði í hug- ann við fjósverkin eða matar- gerðina. Ferðalög hafa löngum orðið henni að ljúfú yrkisefni. í þessari nýju bók kemur Sigríður víða við og lætur gamminn geisa í ferða- ljóðum og gamankvæðum. Mynda- þraut2 Hér birtist annar hluti Galdraspils Stundarinnar okkar. Krakkar, nú eigið þið að raða saman bútunum og þá kemur í ljós þekkt íslenskt málverk. Galdurinn felst svo í því að þekkja höf- und málverksins og hvað málverkið heitir. Svörin skal senda til Stundar- innar okkar, Sjón- varpinu, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. Svörin þurfa að hafa borist fyrir 3. des- ember. 10.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.