Þjóðviljinn - 24.11.1990, Blaðsíða 9
Vigfús Geirdal: Timi til kominn að stjórnvöld fari að huga að uppsögn varnarsamningsins.
huga að því að taka vamarsamn-
inginn til endurskoðunar. Her-
stöðin er tákn um það að við erum
á yfirráðasyæði Bandaríkjanna.
- Við íslendingar eigum að
vera talsmenn þess innan NATO
sem utan að það verði lagt nið-
urstöðu sinni innan NATO til að
halda aftur af sameinuðu og tví-
eíldu Þýskalandi.
Þá má minna á að óvissan í
Sovétríkjunum viðheldur enn að
nokkm rússagrýlunni. Vamar-
málaráðherrar NATO áréttuðu á
dögunum að Sovétríkin og Aust-
ur- Evrópa væri enn höfuðand-
stæðingurinn. Þessu til viðbótar
má nefna að það er allt eins líklegt
að NATO verði ætlað það hlut-
verk að tryggja áhrif Vesturveld-
anna í þriðja heiminum eins og
framganga NATO í Persaflóadeil-
unni bendir eindregið til.
Það er vert fyrir íslendinga að
athuga vel sinn gang gagnvart
þeim breytingum sem orðið hafa í
Evrópu að undanfömu, ekki síst
ef menn em á því, að nauðsyn sé
að tengjast Evrópu nánar.
Herstöðin hér er ekki nema
að litlu leyti hluti af vömum
NATO. Herstöðin erbandarísk og
heyrir á friðartímum alfarið undir
stjóm bandaríkjahers. I því sam-
bandi má minna á að vamarsamn-
ingurinn er frá árinu 1956 alfarið
tvíhliða samningur milli Banda-
ríkjanna og íslands og uppsögn
hans þarf því ekki að neinu leyti
að bera undir NATO.
Vilji menn nánari tengsl við
Evrópu er eðlilegt að menn fari að
huga að því að taka vamarsamn-
inginn til endurskoðunar. Her-
stöðin er tákn um það að við emm
á yfírráðasvæði Bandaríkjanna.
- Við íslendingar eigum að
vera talsmenn þess innan NATO
sem utan að það verði lagt niður
og við eigum að taka höndum
saman við aðrar þjóðir eins og
Tékka og Pólveija sem hafa verið
að kalla eflir nýjum valkosti varð-
andi öryggi í Evrópu. Havel, for-
seti Tékkóslóvakíu, og fleiri hafa
lagt á það áherslu að Ráðstefnan
um öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE) þróist í að verða nýtt ör-
yggis- og ffiðarbandalag Evrópu.
Þær hugmyndir sem Havel hefur
sett fram em byggðar á grunni
þeirra hugmynda sem Mannrétt-
indasamtökin Charta 77 og óháðu
friðarhreyfingamar í Vestur- Evr-
ópu hafa sett mjög á oddinn á
undangengnum árum, segir Vig-
fús.
-rk
Varað
við
stórstyrjöld
Auk stjórnmálaályktunar
landsráðstefnu Samtaka her-
stöðvaandstæðinga sem þegar
hefur verið greint frá í Þjóðvilj-
anum, var samþykkt ályktun um
stríðsundirbúninginn við Persa-
flóa.
„Landsráðstefna Samtaka her-
stöðvaandstæðinga bendir á að
stórstrið er í uppsiglingu í Austur-
löndum nær. Um 30 ríki undir for-
ystu sterkasta herveldis heims,
Bandaríkjanna, hafa sent hersveitir
og stríðsbúnað til Saudi-Arabíu í
slíkum mæli að ekki hefúr þekkst
siðan í Víetnamstríðinu. Um
300.000 hermenn em komnir og
fleiri em á leiðinni.
Landsráðstefnan lýsir áhyggj-
um vegna þessarar þróunar og
hvetur ríkisstjóm íslands til að
leggja á alþjóðavettvangi áherslu á
samningaviðræður og að dregið
verði úr stríðsundirbúningnum.“
Laugardagur 24. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9