Þjóðviljinn - 05.12.1990, Side 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Ótti við sósíal-
isma í útgerð
Um helgina birti Moregunblaðið leiðara sem
blaðið kallar „Upplausn á hafinu". Þar er fjallað um
það undarlega ástand sem kaup og sala á fiskveiði-
kvóta hefur skapað. Minnt á það, að í landinu eiga
að heita lög sem taka það skýrt fram að fiskimiðin
séu sameign þjóðarinnar en, eins og blaðið segir:
„þrátt fyrir það eru útgerðarmenn og handhafar
kvóta að selja sín í milli veiðiréttindi að tilteknu afla-
magni, sem þeir skv. landslögum eiga ekki og eiga
því ekki að geta selt eða keypt“.
Það er svosem ekki í fyrsta skipti að menn kvarta
yfir þessari undarlegu „þjóðargjöf til þeirra, sem af
tilviljun stunduðu útgerð hér á landi þegar takmarka
þurfti aðgang að fiskimiðum. Meðal annars hefur
oftar en ekki verið vakið máls á þessum fáránleika
hér í blaðinu. Hitt er svo skrýtið að Morgunblaðið
kallar kvótakerfið, sem Sjálfstæðismenn bera
ábyrgð á ekki síður en aðrir, „afkvæmi sósíalisma“!
Þeim mun furðulegra sem opinber sagnaritari Sjálf-
stæðisflokksins telur ekkert eðlilegra en útgerðar-
menn eigi fiskinn í sjónum.
Annar er sá sósíalismi sem Morgunblaðið hefur
áhyggjur af. En hann er sá, að bæjarfélög leggja fé
í útgerð til að koma í veg fyrir að kvóti verði seldur
úr byggðarlagi. Með öðrum orðum: bæjarútgerðir
séu aftur að verða til. Morgunblaðið kallar slíka út-
gerð „gamlan draug sem var kannski nauðsynlegur
á sínum tíma en er nú algjör tímaskekkja". Varar
hann bæjarútgerðarmenn við að þeir verði kenndir
við sósíalisma og segir þá vera komna „úr tísku“ í
Tékkóslóvakíu og öðrum gömlum kommúnistaríkj-
um.
Nú er ekki langt síðan borgarstjórnaríhaldið í
Reykjavík lagði niður sína bæjarútgerð: hafði það
verið að stunda sósíalisma allan þann tíma sem
það fyrirtæki var og hét? En í alvöru talað: rétt er að
festa hugann við þau orð Morgunblaðsins að bæj-
arútgerðir hafi verið nauðsynlegar á sínum tíma.
Hvers vegna? Vegna þess að einkaframtakið réð
ekki við það verkefni að tryggja fólki atvinnu, svo
einfalt er það. Þess vegna myndaðist furðubreið
samstaða í einstökum bæjarfélögum um átak á
borð við bæjarútgerðir. Og þessi saga er að endur-
taka sig núna þótt með öðrum hætti sé.
Þegar útgerðarmenn geta ráðskast með sinn
kvóta (hvort sem þeir hafa nú fengið hann gefins
eða borga eitthvað fyrir hann, sem er skárra) þá er
eftir að svara einfaldri og brýnni spurningu: Hvað
verður um fólkið í fiskiplássunum sem hefur treyst á
útgerð og fiskvinnsiu sér til framfæris eins og fyrri
kynslóðir? Ekki er það því að kenna ef t.d. mis-
heppnaðir erfingjar kvóta fara með allt í sukk eða
gefast upp, vilja hætta. Fólkið í fiskibæjunum getur
að sjálfsögðu ekki sætt sig við það þegjandi og
hljóðalaust, að sjálf forsenda mannlífs á staðnum
sé sett á uppboð og seld - til stærri byggða kannski,
eða ef til vill alla leið til Evrópu. Og þá bregða menn
á það ráð að beita þeim sjóði sem stærstur er, bæj-
arsjóði, til að koma í veg fyrir svo dapurleg málalok.
Morgunblaðið á engin svör við spurningum um
rétt þeirra sem veiða fisk og vinna hann. Það vill að
útgerðarmenn borgi fyrir kvótann, en síðan mega
þeir dansa sem þeir vilja með hann á markaðinum
frjálsa. En fólkið í sjávarplássunum veit að slíkur
dans leysir ekki vanda þess og getur reynst því
mjög háskalegur. Því getur Morgunblaðið átt von á
æ meiri „sósíalisma“ sameiginlegs átaks fólks í
fiskiplássum sem vill og þarf að tryggja sína af-
komumöguleika
ÁB.
Voðaskot í lærið
Morgunblaðið tekur sig stund-
um til og segir þingmönnum og
forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins til um það hvemig þeir
eigi að haga sér. Þegar svo bregð-
ur við er blaðið jafnan ögn skyn-
samara en flokksforystan í því að
gæta hagsmuna flokksins.
í leiðara DV er haft eftir
„greindum stjómarsinna“ að
Sjálfstæðisflokkurinn skjóti sig
alltaf í fótinn í byrjun kosninga-
baráttu. Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hélt uppteknum hætti og
skaut sig í lærið á dögunum með
því að „samþykkja einróma“ að
greiða atkvæði gegn bráðabirgða-
lögum ríkisstjómarinnar um
BHMR- deiluna. Þetta skot verður
lengi í minnum haft enda varla til
þess vitað að stjómmálaflokkur
hafi haft lag á að ganga svo ræki-
lega gegn stuðningsmönnum sín-
um og máttarstólpum í háa herr-
ans tíð, og það fáum mánuðum
fýrir kosningar.
Hinn mildi fræðari
Höfundur Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins var greinilega al-
veg í öngum sínum á sunnudaginn
var og sá sig knúinn til að gefa
foringjum Sjálfstæðisflokksins
ráð við fótarskoti ef það mætti
verða til að bjarga andliti flokks-
ins. Fyrst rakti greinarhöfúndur í
löngu máli hvemig Morgunblaðið
hefði alla tíð stutt þjóðarsáttina
frægu. Síðan klappar blaðið for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokksins
á kollinn:
„Með tilvísun til þessa mála-
lilbúnaðar Morgunblaðsins frá því
snemma í sumar er það skoðun
blaðsins, að málflutningur for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins
um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar
í sambandi við BHMR-deiluna sé
réttur.“
Hér er Morgunblaðið í hlut-
verki hins góða fræðara, sem af
mildi sinni reynir að laða það
besta fram í hverjum sínum nem-
anda, en veit sem er að nemandinn
er ekki jafn námfús eða hæfileika-
ríkur og æskilegt væri. Því heldur
höfimdur Reykjavíkurbréfs áffam
og segir:
„en flokkurinn geti samt með
engu móti tekið þá áhættu að
stefna þjóðarsáttinni í voða. Ef
hann treystir sér ekki til að styðja
bráðabirgðalögin ber honum
skylda til að finna leið út úr vand-
anum, sem tryggir áframhaldandi
þjóðarsátt og batnandi hag. Hann
verður sem sagt að finna leið til að
aðskilja þessi tvö mál, bráða-
birgðalögin og þjóðarsáttina. Þar
er honum mikill vandi á höndum.
En trúnaður hans og ábyrgð eru
undir því komin, að honum takist
að tryggja áframhaldandi þjóðar-
sátt. Nú dugir flokknum ekkert
minna en Kólumbusaregg. Ef
hann yrði til að eyðileggja þjóðar-
sáttina með andstöðu við bráða-
birgðalögin, yrði honum seint fyr-
irgefið og þá yrði honum nánast
ólíft í nýrri ríkisstjóm.
Svo mikið er í húfi, að hvort
sem um stjóm eða stjómarand-
stöðu er að ræða verða menn að
standa saman um þann árangur
sem náðst hefur. Það skiptir máli
fyrir atvinnulífið í landinu, sem
nú fær í fyrsta sinn í mörg ár,
tækifæri til að bæta sinn hag og
borga niður skuldir. Það skiptir
máli fyrir launþega, sem tugþús-
undum saman hafa tekið á sig
mikla kjaraskerðingu á undan-
fomum mánuðum og missemm
og sætt sig við hana f von um, að
þjóðarsáttin færi þeim betri tíð.
Það er mikill ábyrgðarhluti að
stefna þessum vonum í hættu og
þessum árangri í voða.
En þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins hefur tekið sína afstöðu
og stendur að sjálfsögðu ábyrgur
fyrir henni gagnvart kjósendum.
Bráðabirgðalögin njóta ekki
stuðnings meirihluta þings og
hætta er á að þau falli með þeim
ósköpum, sem í kjölfarið mundu
fylgja. Almenningur í landinu á
þá kröfu á hendur stjómmála-
mönnum í öllum flokkum, að þeir
taki höndum saman um að leysa
þetta mál. Ein leið til þess er sú,
að ríkisstjómin og forystumenn
Sjálfstæðisflokksins semji um
það, að Sjálfstæðisflokkurinn
veiti bráðabirgðalögunum braut-
argengi með einhverjum hætti en
jafnframt verði þing rofið og efnt
til kosninga þegar i stað. Verkefni
stjómmálamanna í lýðræðisríki er
að höggva á Gordionshnúta.“
Að vita ekki sitt
rjúkandi ráð
Trúr kenningu sinn reynir
hinn mildi fræðari að höfða til
mannúðar auk heilbrigðrar skyn-
semi. Hann biður um að ríkis-
stjómin sýni Sjálfstæðisflokknum
fyllstu mannúð: hún verður að
koma flokknum til hjálpar, skera á
þann Gordionshnút sem flokks-
forystan hefur hnýtt, annars er vá
fyrir dyrum allrar þjóðarinnar.
Eins og málum var komið var
eðlilegt að Morgunblaðið leitaði
til ríkisstjómarinnar í von um
heilbrigða skynsemi, þar sem
hegðun þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins undanfama daga vitnar
um að hennar sé ekki að leita þar.
Aftur á móti er blaðið heldur sein-
heppið í tillögugerð sinni. Hvers
vegna í ósköpunum hefði ríkis-
stjómin átt að kaupa stuðning
Sjálfstæðisflokksins við bráða-
birgðalögin því verði að ijúfa þing
með einhverskonar blessun hans?
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi
hnýta sér slíkan Gordionshnút
sem hann gerði, þá var auðvitað
ekki nema sjálfsagt að leyfa hon-
um að gera það f friði. Rétt eins og
stjómarandstaðan tekur ekki
ábyrgð á ríkisstjóminni er engin
ástæða til að ríkisstjómin taki
ábyrgð á stjómarandstöðunni.
Höfundi Reykjavíkurbréfs er
nokkur vorkunn og von að hann
reyndi að finna leiðir til að bjarga
andliti flokks síns. Það var hins
vegar Hjörleifúr Guttormsson
sem tók af skarið með því að lýsa
yfir að hann myndi sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu um lögin. Ekki
virðist sú breyting á afstöðu hans
hafa leyst mikinn vanda fyrir
Sjálfstæðisflokkinn því síðan hef-
ur varla verið fúndarfært í þing-
flokki Sjálfstæðismanna. Ástand-
inu sem rikir í þeim herbúðum er
stundum lýst með því að segja:
þeir vita ekki sitt ijúkandi ráð.
hágé.
ÞJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthlasson,
Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.) Jim
Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur
Glslason, Ragnar Karisson, Sævar Guðbjómsson.
Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjórl: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Afgreiðslustlórl: Hrefna Magnúsdóttir.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir.
Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, rítstjóm, auglýsingar:
Slðumúla 37, Rvlk.
Simi: 681333.
SÍmfax: 681935.
Auglýslngar: 681310, 681331.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. desember 1990