Þjóðviljinn - 05.12.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.12.1990, Qupperneq 7
MENNING Fyllir eyrun eftirsjá Kristján Karlsson: Kvæði 90 Almenna bókafélagið 1990 Kristján Karlsson líður kann- ski íyrir það sem skáld að vera þekktari sem bókmenntafræðing- ur. Mönnum finnst skáldskapur- inn vera aukageta hjá honum, tómstundagaman. I rauninni tekur Kristján ljóðagerð sina alvarlega og er alveg eins afkastamikill og skáldin í meginstraumnum; Kvæði 90 er sjötta ljóðabókin hans á fjórtán árum. En Kristján reynir ekki að þóknast neinum í Ijóðum sínum. Hann er siglt skáld og lært, og ljóðin eru mörg svo einkaleg að þau eru ófijó öllum venjulegum lesendum; maður sér ekki bak við myndir þeirra hvemig sem maður teygir hálsinn. Ég tek ljóðið Und- ir regn á vori sem dæmi um þetta og hætti á að verða opinber asni (37): Tilhugsun um milljarð í líki mann- fjölgunar dropóttir hestar sem koma hvergi við ský ég hef rétt í þessu séð 2 hvít hófspor þeirra á Elliðavoginum; snöggir roðablettir sumars á stærð við 2 dropótta hesta í næsta nesi 3 kunna að vera leiðrétting á of skýru landslagi eða einmana eins og undir- spili án söngs bil milli opinna dyra 4 er kulið undir regn sem hverfur millj- arðar hófa, söngur án undirleiks austur heiði: smá böm lyfta þungum blöðum til himins. Það einfaldar ekki málið hvemig Kristján skiptir milli er- inda í þessari bók og númerar allt- af öll erindi nema það fyrsta. Þetta er tilgerðarlegt og truflandi og mér algerlega óskiljanlegt hvers vegna hann gerir það. Að formi og uppsetningu er ljóðið hér fyrir ofan dæmigert fyrir bókina, en að öðm leyti má það heita undantekning. Þó að sum ljóðin séu vissulga erfið bæta þau manni það upp með mögnuð- um myndum (t.d. „Garðsauki"), og yfirleitt gætir mun meiri við- leitni en oft áður til að hleypa les- anda að merkingu ljóðanna. Það Syrflur, nýr bókaflokkur Út em komnar hjá Máli og menningu fjórar bækur í nýjum bókaflokki sem hlotið hefúr nafn- ið Syrtlur. Hér er um að ræða þýdd skáldverk í mjög vandaðri kiljuútgáfú og er markmið for- lagsins að koma með þessum hætti á framfæri athyglisverðum erlendum bókmenntum undanfar- inna ára og áratuga, ekki síst eftir höfúnda sem hingað til hafa alltof lítið verið kynntir á íslensku. Bækumar fjórar em: Heimur feigrar stéttar,. skáld- saga eftir suður-afrisku skáldkon- una Nadine Gordimer sem oft hefúr verið orðuð við Nóbels- verðlaun. Sögusviðið er Suður- Afríka í ólgu sjötta og sjöunda áratugarins. Söguna segir hvít millistéttarkona. Fyrmrn eigin- maður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefúr fyrirfarið sér. Konunni verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn aðskilnaðarstefn- unni. Ólöf Eldjám þýddi bókina. Blekspegillinn er smásagna- safn eftir argentínska rithöfúnd- inn og íslandsvininn Jorge Luis Borges. Þessi mikli brellumeistari tuttugustu aldarinnar leikur sér að mörkum draums og vemleika og skáldskapar og fræða. Gmnn- tónninn í sögum hans er seið- magnaður og suðuramerískur; hangir eflaust saman við megin- efnisþræði þeirra. I kvæði 90 er einn ljóðabálkur sem heitir Engey í þröngum glugga og hefst á samnefúdu ljóði þar sem eyjan ummyndast í fisk í augum þess sem horfir á hana út um glugga: „Hvítur gluggakarm- ur til vinstri / sker eyna í tvennt aftan við ugga / og sporður henn- ar mjókkar ört“ (9). Þetta er út- sýni skáldsins frá degi til dags, heimilislegt og fallegt en varla nógu spennandi. Það segir hann okkur í síðasta ljóðinu sem sýnir sama útsýni en tjáirþrá eftir öðra. Ljósin á Skaga em dýrleg, en „Oftar vildi ég sjá hrikaleg fjöll, / sagarbjörg, hrokafúll opinmynnt fljót / og ljósin í Napolí eða San Francisco...“ Hversdagslegt útsýni er ramminn um bálkinn; milli þess- ara tveggja ljóða er mestmegnis farið aftur í tímann, og í öðm ljóði bókarinnar, „Brimi“, beint norður í land, til upphafsins. Það endar á þessum markvissu hendingum: ...smám saman eða allt í einu muntu verða til: tvö augu sem birtast inn í sjónlausan glundroða fegurðarinnar. Endurminningar sækja á - „grár andblær fyrri daga / læðist þegar í stað um háls / mér og úlnlið eins og feigð“ segir í „Landnámi". Dagamir „þegar kýrin slef- aði ofan í hálsmál þitt og þú harkaðir af þér / eins og reyndar gagnvart fleiri ást- arhótum /... þessir dagar em teknir að kveðja dyra / hjá þér eins og þeir hefðu verið til / og þú værir við- látinn hvenær sem er“ segir í „Gestkomum" (22- 23) undir hollum áhrifúm ffá Gunnari Gunnarssyni. Milli bemskuljóða er ort um elli og dauða. „Ellin kemur ekki, hún er komin“ segir í „Það var einhvem tíma“. Dauðinn er einkum nálægur í erfiljóðum sem em nokkur í bókinni, og „Afmælis- kveðju í janúar“, en hann er líka í „3/4“ og „í Hveradölum", og eitt heitir beinlínis „Vitaskuld er ég að tala um dauðann“. Mörg eftirminnileg erindi má finna bæði í bemsku- og elliljóð- um, en í besta ljóði bókarinnar tvinnast þættimir saman. Það heitir „Réttir“ (14): Austan, ffam á blárauðar varir morgunsins streyma hvítar kindur, jarmurinn blágrænn og einróma en siðar fjöllitur miskliður 2 eins og haustlitimir á botni októbers: fyllir eym þín eftirsjá sem þú greinir ekki ffá fognuði; né síðar ffá harmi. Og heimsmaðurinn Kristján Karlsson er alkominn heim. Með opna bók undir höfðinu þær em í senn fyndnar og spenn- andi. Sigfús Bjartmarsson valdi og íslenskaði sögumar og ritar einnig eftirmála. Undirleikarinn er skáldsaga eftir rússnesku skáldkonuna Ninu Berberovu, en verk hennar hafa verið þýdd víða um heim undan- farin ár. Aðalpersónan, Sonja, flytur til Pétursborgar með móður sinni á ámm rússnesku byltingar- innar. Hún fetar í fótspor móður- innar og gerist píanóleikari, og hlutskipti hennar verður að leika undir hjá frægri söngkonu. Sonja lifir sig ínn í einkalíf stjömunnar og þráir að leika stærra hlutverk í lífinu en hún gerir - en allt kemur fyrir ekki. Ámi Bergmann þýddi bókina. Utz er skáldsaga eftir enska rithöfúndinn Bmce Chatwin sem dó fyrir aldur fram árið 1989. Söguhetjan Kaspar Utz á óvið- jafnanlegt safn af Meissenpostu- líni, sem honum hefúr tekist að varðveita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulínssafni sínu og þjónustu- stúlku í tveggja herbergja íbúð í Prag. Sögumaður kemur á fúnd hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrotatímum. Unnur Jökulsdóttir og Þorbjöm Magnússon þýddu bókina. Óskar Árni Óskarsson Tindátar háaloftanna Norðan niður, 1990; með styrk ffá Myrkfælnisjóði. Kápa: Nökkvi Elíasson. Þetta er þriðja ljóðabók Ósk- ars og skiptist hún í þijá kapítul'a sem bera nöfnin Tindátar háaloft- anna, 22 og Ferðaskyssur úr Skagafirði sem tileinkaðar em skáldunum Sigurlaugi, Gyrði og Geirlaugi. Lengsti kaflinn er helgaður tindátunum, alls 49 erindi ef litið orð á s. 16 er talið sérstaklega. Háttur ljóðanna er sóttur í jap- önsku hækuna sem ekki er algeng hér á landi. En það breytir engu um ágæti þeirra ljóða sem Óskar birtir í þessari bók. Freistandi er að bera þennan bálk Óskars saman við kvæði Steins Steinarr, Tindátamir. í kvæði Steins er vísað beint til síð- ari heimsstyrjaldarinnar og ytri reynsluheims á meðan Oskar beinir sjónum sínum meira inn á við, en vísar þó í ártöl, staði og borgir og fleiri atburði. Ég nefni 3., 4., 5. og 9. erindi sem gætu átt við Napóleonsstyijaldimar og sprengjuárásir Breta á Kaup- mannahöfn, uppreisnir gegn vald- höfúm um alla Evrópu og fyrri heimsstyijöldina. Tindátar háaloffanna er dijúgt kvæði og skiptist í inngang, (1,- 2.), staði og atburði (3.-9. + 27.), aftur á háaloftið (10.-27.), afföku liðhlaupans (28.-34.), millikafla (35.), háaloffið (36- 49.). Hér birt- ast nokkrir smárar, einn úr hveij- um hluta bálksins: tíminn þurrkar ekkert út: minningamar þjóta gegnum rispaða kollana Minningum dátanna verður haldið til haga. búðargluggi i Búdapest 1914: sólin glampar á nýmáluðum hjálmum Hér er hugsanlega vísað til fyrri heimsstyijaldarinnar. sá húfulausi er svo einstakur að enginn tekur eftir honum Andstæðum teflt saman. glittir i tintár tromman hljóð kjuðamir í kross Trommarinn grætur. Var lið- hlaupinn vinur hans? þungt fótatak í stiganum: nú kemur sér vel að geta staðið kyrr! Það er engu líkara en fólkið í húsinu verði vart við e-a atburði á háaloftinu, en um leið og dátamir verða varir við fótatak þess standa þeir kyrrir. Líftaug þessa ljóðs er mótsögn sem ljáir því líf og hreyfingu. í síðasta hlutanum er líkt og mennimir ræði um spor í rykinu uppi á lofti á meðan þeir drekka morgunkaffið. En þeir em engu nær. Þetta kvæði vísar langt útfyrir háaloftið. Ég get ekki stillt mig um að birta þessa litlu „vísu“ sem er ótrúlega falleg: tin tin... slá tinhjörtun taktviss i myrkrinu Ég hefi á tilfinningunni að eðlilegt hefði verið að sleppa 46. hæku. Annar kapítuli er safn af 22 hækum, lítum á þá fjórðu. skautar lengra og lengra frá skónum sínum einn i myrkrinu Myrkur og ógn á veglausri ís- breiðu. Skómir tákna öryggi. Sautjánda hækan býr yfir ótrú- legri fegurð. Ég veit ekki hvers- vegna David Lynch kemur í huga mér við lestur hennar: tóm rólan sveiflast fram og aftur i rúðu gamla mannsins Þriðji og síðasti kaflinn er aff- ur á móti heill bálkur, vandaður og vel unninn, ortur í rútu s.l. sumar. Lítum á 11. hækuna þar í sveit: kvöldsólin skin út um hálfopnar dyr hesthússins Mér dettur helst í hug: „Skín við sólu Skagafjörður“. í stuttu máli: Þetta er góð bók og til sóma öllum þeim sem að henni standa. Miðvikudagur 5. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.