Þjóðviljinn - 05.12.1990, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.12.1990, Síða 12
þJÓÐVILllNN Miðvikudagur 5. desember 1990 230. tölublað 55. árgangur ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 ■ SPURNINGIN ■ Stundarðu vetraríþróttir? (Spurt við vígslu skauta- svellsins) Ólafur Jónsson upplýsingafulltrúi: Já, það geri ég. Skíði og hand- bolta og nú síðast skauta. Iðkun vetraríþrótta hefur aukist hjá mér, enda kjörin aðstaða til þess í borgarlandinu. Anna Jack fóstra: Nei, það hef ég ekki gert. En eftir að skautasvellið er komið er viðbúið að ég stundi skauta- fþróttina af kappi. Brandur Gunnarsson nemi: Nei, en ég að byrja trúlega að skauta með tilkomu skauta- svellsins. Hafdís Magnúsdóttir fótasérfræðingur: Ekki mikið að undanförnu, en ég er staðráðinn að bæta úr því í vetur og fara þá bæði á skíði og skauta. (Einar Oddur er bjargvætturinn Rannsóknir Samstarf við Evrópu Svavar Gestsson mennta- málaráðherra greindi frá því á ársfundi Vísindaráðs og Rann- sóknaráðs ríkisins fyrir helg- ina, að Island hefði víðtækt kerfisbundið samstarf við önn- ur Evrópuríki á sviði vísinda og rannsókna. Þannig hefði í byrj- un þessa árs verið gengið frá rammasamningi við EB; sem væri forsenda þess að Isiand fengi aðgang að rannsóknar- áætlunum EB samkvæmt nán- ara samkomulagi. A grundvelli þessa samnings er nú unnið að aðild íslands að svokallaðri SCIENCE-áætlun EB, sem miðar að því að útbreiða nýja þekkingu yfir landamæri og á milli stofnana með kerfisbundn- um hætti. Þá hefur menntamála- ráðuneytið sótt um aðild Islands að umhverfisrannsóknaáætlun EB (STEP) og sérstakri rann- sóknaáætlun á sviði veðurfars og náttúruhamfara (EPOCH). Einnig er til meðferðar umsókn Islands um aðild að rannsókna- og þróun- arverkefninu COST, sem öll EB- og EFTA-ríkin nema Island eiga nú sameiginlega aðild að. Menntamálaráðuneytið hefur jafnffamt styrkt einstakar stofn- anir og fyrirtæki til þátttöku i evr- ópskum rannsóknarverkefnum á sviði iðn- og efnatækni og á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi og fiskvinnslu. -ólg. Rafgevmar Mikill verðmunur I könnun Verðlagsstofnunar á verði nokkurra algengra raf- geyma, sýrugeymum í fólksbfla, kom fram verulegur verðmun- ur eða allt að 44% á hæsta og lægsta verði. Helstu niðurstöður verðkönn- unarinnar eru þær að Pólar-raf- geymar voru oftast með lægsta verð, eða sex af átta rafgeymum sem verð var kannað á. Hinsvegar var Bílanaust oftast með hæsta verð, eða fimm af átta. Mesti verðmunur í krónum var 2.318 krónur á 70 ampera geymi. Dýrastur er hann hjá Jöfri í Kópavogi á 7.918 krónur en ódýrastur hjá Pólar-rafgeymum þar sem hann kostar 5.600 krónur. Mesti verðmunur í prósentum var '■" . : '■ ■: ■ á 55 ampera rafgeymi sem kostar DACDl'lKI LJ r~ 4.990 krónur hjá Bifteiðum & KArKUN H.r. Landbúnaðarvélum en 7.172 Smiðjuvegi 11 E krónur hjá Bílaumboðinu og munar því þama 44% á hæsta og Alhliða lægsta verði. rafverktakaþjónusta O.'^vxí -grh „ \skw ÞESSA MANAÐAR er gjaiaaagi viröisaukaskatts Breytt uppgjörstímabil Athygli gjaldenda skal vakin á því að uppgjörstímabil virðisaukaskatts, með gjalddaga 5. desember, var frá 1. september til og með 15. nóv- ember. Lenging tímabilsins tók til þeirrasem hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e. tveggja mánaða skil. Uppgjörstímabil endurgreiðslna samkvæmt sérákvæðum reglugerða eru óbreytt. Skil á skýrslum Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar út- skattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram árit- aðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til innheimtu- manns ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar inn- skattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.