Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 5
Að gefnu tilefni „ Upphaflega samningin var ekki miouð við að fara í fjölmiðla. Það var einskonar kunningjabragur á máljarinu. “ Og svo heldur hann áfram að rekja raunir sinar. bankastjórain miklu meiri hættur framund- an en álit hagfræðideildar Seðlabankans virðist gefa í skyn. Er bankastjómin ein- dregið þeirrar skoðunar að umtalsverð al- menn kauphækkun nú mundi hafa í for með sér alvarlega röskun á verðlagsþróun á næstu mánuðum, sem mundi stefna lang- tímamarkmiðum um lækkun verðbólgu hér á landi í verulega hættu.“ Hverjum var hún ætluð? Fyrsti liður yfirlýsingarinnar er dálítið skritinn. Alitsgerðin var send efnahags- ráðunaut forsætisráðherra segir þar en ekki í nafni bankastjómarinnar, „enda ekki ætl- ast til að hún færi lengra“. Lengra en hvert? Til efnahagsráðunautarins? eða banka- stjómar?, já eða hagffæðideildarinnar sjálffar? „Því miður bámst upplýsingar um þetta efni út úr bankanum." Ja héma. Var þá aldrei ætlunin að láta forsætisráðherra fá þá álitsgerð sem hann hafði beðið um? Til hvers var þá verið að skrifa álitsgerðina? Það er auðvitað von að bankastjóminni sámi þegar svona er farið aftan að henni, álitið var jú sent án „fyrirffam vitundar bankastjóra“ eins og þar stendur. Engar óraunhæfar kröfur hér Svo sem von er þótti Bjama Braga Jónssyni, forstöðumanni hagfræðideildar- innar, súrt í broti hvemig farið var með ál- titsgerð ffá deildinni sem hann veitir for- stöðu. Hann sagði við Morgunblaðið 8. desember sl.: „Upphaflega samningin var ekki miðuð við að fara í fjölmiðla. Það var einskonar kunningjabragur á málfarinu.“ Og svo heldur hann áfram að rekja raunir sinar: „Það skemmdi mikið fyrir okkur þegar ég neyddist til að láta þetta álit í hendur þingmannsins, sem krafðist þess“. Það gat nú verið að þingmaður legði sig eftir því að skemma fýrir hagfræðideild Seðlabankans og það með því að koma af- urðum deildarinnar á ffamfæri við þing- heim og jafnvel þjóðina. Nú þurfa menn að vita að í hinu marg- umrædda en misheppnaða áliti var því slegið föstu að ekki hlytist af verðbólga þótt bráðabirgðalögin yrðu felld, vegna þess að Vinnuveitendasambandið myndi standa gegn kröfum verkalýðshreyfingar- innar um að launamunurinn yrði ekki auk- inn meðan þjóðarsáttin stæði. „Það er bara svo fast í manni sem Seðlabankamanni að það eigi ekki að láta undan óraunhæfum kröfum og gengið og peningamálin eigi að standa þar á móti.“ Það var og. Sem seðlabankamanni finnst forstöðumanninum að Vinnuveit- endasambandið eigi að standa sig í stykk- inu og segja verkalýðssamtökunum að halda sig á mottunni. Hvað skyldi forstöðu- manninum finnast, sem seðlabankamanni, þegar samtök launafólks fara að sækja upp- skem af þjóðarsáttinni handa þeim sem mest þurfa hennar með? Og má hér segja amen eftir efninu. hágé. Um það sem seðla bankamanni finnst Idag er ekki nema rúm vika til jóla og liðlega hálfur mánuður til áramóta, stysti dagur ársins í augsýn. Það er ein- hvernveginn eins og allt þetta gefí manni tilefni tii að láta gamminn geisa án veru- Iegrar ábyrgðar. Lukkan yfír því að brátt taki sólin að hækka á himinhvolf- inu sest að í sálinni, atgangur út af bráðabirgðalögum er frá, ríkisstjórnin situr eitthvað fram eftir vetri, véfréttar- spádómur á þessum vettvangi um það að kosningum verði flýtt verður þó látinn standa áfram, en hafa munum við það sem sannara reynist þegar þar að kem- ur. Því er nú ætlunin að rýna dálitla stund í aðra átt en gert hefur verið að undanförnu, fara nokkrum orðum um skringilega uppákomu í virðulegustu efnahags- og peningastofnunum þjóðar- innar. Sennilega er vafasamt að hafa málefni stofnana á borð við Seðlabanka í flimtingum, enda er það ekki meiningin, í mesta lagi öðrum þræði. Jón Baldvin hafði rangt fyrir sér Jón Baldvin Hannibalsson lét á sínum tíma hafa eftir sér að réttast væri að reka Jóhannes Nordal seðlabankastjóra. Þessi orð féllu áður en Jón var kominn í aðstöðu til að láta drauminn um Jóhannesarlausan Seðlabanka rætast og i ákafa baráttunnar fyrir athygli. Seinna skaut sami Jón því að þjóðinni að í banka þessum fengjust menn helst við þá heillandi iðju að naga blýanta. Margir aðrir hafa fundið hjá sér hvöt til að tala illa um hina virðulegu stoíhun og starfsmenn hennar. En eins og sæmir kletti í hafi peninganna lætur bankinn eða yfir- menn hans lítt eða ekki haggast á hveiju sem gengur. Litt eða ekki, já það er vist best að fara varlega í fullyrðingum um jámbentan stöð- ugleika Seðlabankans, því nú hefur það gerst, sem varla munu nokkur dæmi um, að yfirmenn bankans hafa beðist afsökunar á athöfnum undirmanna sinna. Þetta em hin merkustu tíðindi og traustur vitnisburður um að Jón Baldvin hafði rangt fyrir sér í tvennum skilningi: Jóhannes Nordal er röggsamur maður og ástæðulaust að reka hann og starfsmenn bankans sinna ýmsu öðm en að naga blýanta. Írafáríbanka Tilefni þess að bankastjómin baðst af- sökunar er það að starfsmenn Hagffæði- deildar dunduðu við það (áreiðanlega lengi dags) að reikna út hugsanleg áhrif af því að bráðabirgðalögin ffægu yrðu felld á Al- þingi. Var greinilegt af útkomunni að miklu var kostað til af vitsmunum og þekkingu og útkoman eftir því. Sérffæðingamir komust að því að fall bráðabirgðalaganna myndi lítil áhrif hafa á verðbólguþróun næstu mánaða. Þessum tíðindum tóku menn skiljan- lega misvel og urðu fljótt deildar meining- ar með mönnum um hvort hér væri rétt at- hugað. En þegar til átti að taka kom í ljós að álit hagfræðideildarinnar var ekki skoð- un bankans, heldur prívatálit umræddrar deildar, og varð ekki öðmvísi skilið en mennimir hafi látið það frá sér sámauðug- ir, en seðlabankamönnum er víst skylt að láta Alþingi Islendinga í té umsagnir um hin og þessi mál hvað sem tautar. Leið nú nokkuð ffam á daginn, einn stjómarandstöðuþingmaður búinn að leggja álitsgerðina fram í þinginu og fjöl- miðlar komnir í málið. Þá rennur upp fyrir hægri höndinni, stjóm Seðlabankans, að vinstri höndin, hagfræðideild sama banka, var í verkum sem hægri höndin vildi bæði vita um og hafa afskipti af. Leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins heldur því raunar fram að stjómin hafi verið beitt ritskoðun af að- ilum vinnumarkaðarins: „Hvað er hér að gerast? Telja forystumenn ASÍ og VSÍ, að þeir geti stundað ritskoðun í þessu landi, ef það hentar hagsmunum þeirra?“, spyr hann 9. desember. Maður getur vel séð fyrir sér írafárið í bankanum þegar allt er komið í óefni. Hringt er í Jóhannes utan úr bæ, hver veit nema forsætisráðherra hafi hringt, kannski aðilar vinnumarkaðarins. Hann er auðvitað spurður hvað sé á seyði, hvort hagfræði- deildin tali í umboði bankastjómarinnar. Þá finnst manni einhvemveginn að Jóhann- es hafi komið af fjöllum en lofað að athuga málið og tekið upp innanhússsímann. Beöist afsökunar Maður er nefhdur Bjami Bragi Jónsson og mun vera yfirmaður umræddrar deildar. Hann hefur líklega verið kallaður á teppið og eftir nokkur vel valin orðaskipti sendir bankastjómin frá sér þessa fféttatilkynn- ingu: „Vegna umræðna, sem orðið hafa um álit hagfræðideildar Seðlabankans um verðbólguáhrif afnáms bráðabirgðalaga, sem nú era fyrir Alþingi, vill bankastjóm Seðlabankans taka fram eftirfarandi: 1. Álit þetta er samið af hagffæðideild bankans og sent efnahagsráðunaut forsæt- isráðherra. Álitsgerðin var ekki send i nafn bankastjómarinnar, enda ekki ætlast til þess að hún færi lengra. Því miður bárast upplýsingar um þetta efni út úr bankanum og var það gert án íyrirfram vitundar bankastjóra. 2. Af þessu tilefhi vill bankastjóm Seðlabankans sérstaklega afsaka ógætilegt orðalag í þessu áliti hagffæðideildar, sem túlka má sem ásakanir á hendur Þjóðhags- stofnun og aðilum vinnumarkaðarins. 3. Þótt vissulega sé hægt að hafa mis- munandi skoðanir á ffamvindu verðlags- mála, ef bráðabirgðalögin era felld, telur Laugardagur 15. deseember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.