Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 8
Filma með fingrafari Jfffm hátíðarnar, nánar tiltekið U á annan í jólum verður frumsýnd nýjasta kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, RYÐ. Ólafur Haukur Símonarson skrifaði handritið að Ryði, en áð- ur hafði hann skrifað leikrit, Bíla- verkstæði Badda, um sömu per- sónur og sömu átök milli þeirra, sem nú birtast á hvíta tjaldinu. Það sætir alltaf tíðindum þeg- ar ný íslensk mynd er frumsýnd og því þótti tilhlýðilegt að senda blaðamann á íúnd Lárusar Ymis og spyrja hann ofúrlítið út í Ryð og tilurð hennar. „Þegar ég var búinn að lesa þetta leikrit hjá Ólafi Hauki sá ég að þama var efniviður sem mér líkaði,“ segir Lárus Ýmir. „En það var aldrei inni í dæminu að kvikmynda leikritið sem slíkt, heldur að gera sjálfstæða kvik- mynd eftir sögu sem íyrst hafði verið sett fram í leikritsformi. Ég held að endirinn hafi orðið sá að Ólafur hafi verið búinn að um- skrifa handritið níu sinnum áður en endanlegt kvikmyndahandrit var komið. Upphaflega var ég að leita að efniviði sem væri tiltölulega lítill að ytra umfangi. Ég vildi reyna að gera mynd sem hægt væri að fjár- magna á íslandi án þess þó að hún þyrfti að vera sprell og grín og var því að leita að bitastæðum efni- viði sem ekki krefðist þrjátíu mis- munandi tökustaða og fjörutíu Ieikara. Leikarar: Bessi Bjarnason, Sigurður Sig- urjönsson, Egill Ólafsson, Christine Carr, Stefán Jönsson, Þórhatiur Sig- urðsson o.JL Handrit: Ólafur Ilaukur Símonarson Leikmynd og búningar: Karl Júliusson. Túniist: Vim , Mertens/EgiH Oiafsson Kvikmyndataka: Göran Nilson Framleiðandi: Sigurjón Sig- hvatsson Leikstjóri: Lárus Ymir Óskarsson Hugmyndin var sú að þurfa hvorki að kasta hendinni til neins né að spara í tækni og mannafla, það er geta haft valinn mann I hveiju rúmi og ná þannig topp- gæðum á öllum vígstöðvum. Það reyndist þó ekki mögu- legt að ná því að fjármagna myndina hérlendis. Við fengum styrk úr Kvik- myndasjóði til undirbúnings og síðan framleiðslustyrk eftir að endanlega var ákveðið að gera þessa mynd. En þótt hún sé mjög ódýr ef miðað er við myndir sem gerðar eru annars staðar i heiminum, þá endaði með því að við þurftum að fá þýska samstarfsaðila til að leggja 20 milljónir í hana. Ljóðabrot heldur við hefðinni Dœgurlög við Ijóð nútímaskálda. Ingvi Þór Kormáksson: Ograndi að takast á við Ijóð í frjálsu formi að er í sjálfu sér ekkert nýtt * að sett séu lög við Ijóð, en það hefur verið frekar sjaldan að slíkt sé gert við nútímaljóð. Al- varleg tónskáld hafa samið tón- list við nútimaljóð, en dcegur- lagasmiðir hafa ekki lagt i það. Ég tel hinsvegar rétt að halda við hefðinni, því hér áðurfýrr tiðk- aðist það mjög mikið að samin vœru dœgurlög við samtímaljóð, einsog margir okkar sigildu ætt- jarðarsöngvar eru til vitnis um, “ sagði Ingvi Þór Kormáksson þegar Þjóðviljinn grennslaðist fyrir um plötuna Ljóðabrot, sem nýlega kom út Ingvi Þór semur öll lögin á plötunni en textamir, eða ljóðin, eru eftir ýmsa höfunda, þar á með- al nokkur þekkt nútímaskáld eins- og Steinunni Sigurðardóttur, Magneu Matthíasdóttur og Guð- rúnu Guðlaugsdóttur. „Yngri dægurlagahöfúndar hafa sett lög við ljóð höfunda einsog t.d. Steins Steinarrs, en ekki við ljóð sinna samtíðar- manna. Það er einna helst þá við ljóð höfunda einsog Þórarins Eld- jáms og Ragnars Inga Aðalsteins- sonar, enda liggja þeir best við þar sem kveðskapur þeirra er hefð- bundinn, en rokk og dægurlög eru mjög hefðbundin í formi. Mér finnst hinsvegar ögrandi að takast á við ljóð í frjálsu formi, einsog ég geri á þessari plötu. Þótt formið sé frjálst þá er þó alltaf einhver hrynjandi i ljóðunum, galdurinn er að fmna þessa hrynjandi. Sum ljóð virka þannig á mann við fyrstu sýn, að næstum ómögu- legt sé að gera hefðbundið lag við þau þar sem allt smelli saman. Ég hef mjög gaman af þessari glímu, kannski leita ég í smiðju nútíma- skáldanna þessvegna." Að Ljóðabroti standa auk Ing- va Þórs, Stefán S. Stefánsson, sem sá um allar útsetningar og lék á saxófóna og þverflautu, og söngv- aramir Sif Ragnhildardóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir og Bjami Ara- Þetta er einsog hver önnur dæg- urtónlist sem aliir eiga að geta haft gaman af, segir Ingvi Þór Kormáksson. Mynd: Jim Smart. son. „Þessi hópur hefur starfað saman frá því að ákveðið var að gera þessa plötu. Hvort framhald verður á þessu samstarfi og ný plata lítur dagsins ljós fer eftir því hvemig þessi gengur,“ sagði Ingvi Þór. Ingvi Þór hefúr áður sent frá sér tvær plötur, og einsog á Ljóða- broti vom á þeim plötum lög við ljóð þekktra skálda. Á seinni plöt- unni var þó helmingur laganna við texta sem samdir vom við lögin. Á Ljóðabroti em einnig þrír textar samdir eftirá. Auk þeirra ljóða- og textahöf- unda sem áður hafa verið taldir eiga Sveinbjöm Þorkelsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Pétur Eggerz, Ingvi Þór, Ami Grétar Finnsson og Benny Andersen ljóð og texta á plötunni. Ljóð Benny Andersen er þýtt af Ingva Þór. Benny Andersen hefúr sett lög við mörg ljóða sinna og em þar Svantes visor sennilega þekktast- ar. „Ég var aðeins feiminn við að semja lag við ljóð eftir Benny, en ég ýtti því frá mér og skrifaði hon- um bréf þar sem ég spurði hann hvort hann hefði eitthvað á móti því. Hann svaraði bréfinu og sagði mér að halda mínu striki. Hann upplýsti mig líka um það að það hafði aldrei hvarflað að sér að semja lag við þetta Ijóð. Eftir að ég hafði samið lagið þýddi ég ljóðið í samvinnu við Dagrúnu Ársælsdóttur.“ Undirleik önnuðust úrvals hljóðfæraleikarar. Auk Stefáns vom það Þórir Baldursson á píanó og hljómborð, Bjöm Thoroddsen á gítar, Bjami Sveinbjömsson á bassa, Halldór G. Hauksson á trommur, Maarten van der Valk á slagverk, Magnús Einarsson á mandólín og Eyþór Gunnarsson á hljómborð. Bakraddir sá þau Edda Borg og Jóhann Helgason um. A plötunni em upplýsingar um skáldin á íslensku og ensku og enskur úrdráttur úr ljóðunum, en Ingvi Þór segist hafa haft í huga að koma plötunni á framfæri er- lendis, án þess að það væri mark- miðið í sjálfu sér. Ingvi Þór vill að það komi skýrt fram að þetta sé ekki vísna- plata, heldur sé plötunni ætlað að ná til breiðari hóps en ljóðaunn- enda einna. „Þetta er einsog hver önnur dægurtónlist sem allir eiga að geta haft gaman af.“ Að lokum var Ingvi Þór spurður hvaða lag af plötunni honum þætti vænst um. „Ég er nokkuð ánægður með plötuna í heild og get ekki sagt að mér þyki vænna um eitt lag ftarn- ar öðm. Það er þá einna helst lag- ið við ljóð Bennys Andersen. Þar gekk allt upp.“ -Sáf Sigurjón með annað augað opið ■rStrax í upphafi ákvað ég að reyna að fá verulega hæfan mann í framkvæmda- og peningastjóm, enda er ég vanur því frá Svlþjóð að hafa mjög sterka deild sem sér um þau mál, auk þess sem ég sjálfur er ekki náttúraður fyrir viðskipti. Ég hafði kynnst Siguijóni Sighvatssyni úti í Los Angejes og þeir Olafur Haukur vom líka kunningjar þannig að við Olafúr ákváðum að hafa sam- band við Sigur- jón. Þá kom í ljós að hann hafði verið með annað augað op- ið í átt til Islands í nokkum tíma og langað til að taka þátt í kvik- myndagerð á Is- landi. Hann tók málaleitan okkar mjög vel svo við ákváðum að slá okkur saman um þessa mynd, og reynsla Sigur- jóns sem alþjóð- legs kvikmynda- framleiðanda hefur nýst okkur mjög vel og má segja að hann hafi verið ljós- móðir að öllum erlendum samningum sem við höfum gert, eins og til dæmis við Þjóðveijana.“ Að sjá persónurnar en gleyma leikuiunum Aðspurður segir Lárus að ef eigi að skilgreina Ryð á einhvem hátt þá megi kannski segja að hún sé drama eða spennumynd. „Hún læðist varlega af stað, en svo magnast ógnin og spennan og svo endar auðvitað allt með ósköpum." Tveir frægustu grínleikarar landsins, þeir Bessi Bjamason og Sigurður Siguijónsson fara með stór hlutverk í myndinni. Skyldi Láms ekkert vera smeykur við að áhorfendur komi að sjá myndina með því hugarfari að hún sé grin- mynd fyrir bragðið? 8.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Christine Can og Stefán Jónsson I hlutverkum systkinanna ( Ryöi. Húsbréf Fyrsti útdráttur húsbréfa Samkvæmt reglugerð nr. 521/1989 kemur ákveðinn fjöldi húsbréfa í hverjum flokki til innlausnar á þriggja mánaða fresti. Hvaða bréf þetta eru hverju sinni skal ákvarðast af útdrætti. Fyrsti útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1989 hefur nú farið fram, vegna þeirra bréfa sem koma til innlausnar 15. febrúar 1991. Frá og með 15. febrúar 1991 verða því eftirfarandi húsbréf í 1. flokki 1989 greidd út: Lárus Ýmir: . . . Kristinn) „Auðvitað liggur í þessu viss hætta, en það var með alla leikar- ana eins og annað fólk sem ráðið var til að vinna að myndinni að ég gerði mitt besta til að finna besta kostinn sem völ var á i hvert skipsrúm. Og mér finnst að það hafi tekist. Ég klippti myndina úti í Þýskalandi með fólki sem ekkert vissi um leikarana og var ekki með neinar væntingar, eða fyrir- fram mótaðar skoðanir. Þetta fólk var iðulega með upphrópanir um hvað leikaramir væm trúverðug- ir, maður gleymdi að þetta væm leikarar og sá bara þessar persón- ur sögðu þau. Þetta gæti hugsan- lega verið eitthvað erfiðara fyrir íslendinga sem þekkja þessi and- lit svo vel.“ Ákveðin einkenni eða blær Aðspurður um hvort Ryð sé dæmigerð mynd fyrir kvikmyndir sem hann vill gera, eða hvemig myndir hann dreymi um að gera, verður Láms dálítið hugsandi á svip pg alvarlegur, en segir svo: „í rauninni langar mig til að gera alls konar myndir; það væri gaman að gera kómedíu, og ég gæti líka alveg hugsað mér • að gera hryllingsmynd. Það sem sker úr um hvort ég vil gera kvik- mynd eftir ákveðnu efni er hrein- lega hvort það fellur mér' i geð, - hvort ég kveiki á hugmyndinni. Hvað það er sem gerir það að verkum að ég verð skotinn i ein- hveiju efni fer ekki eftir neinum ytri staðli. Þegar ég er byrjaður að vinna að ákveðnu efni þá vinn ég allt mjög náið með hand- ritshöfundi, þannig að ósjálffátt sveig- ist sá efhiviður sem liggur til gmndvallar nær mér og mínum tilfinningum gagnvart honum. Svo þegar byrjað er að kvikmynda hef ég mín ákveðnu ein- kenni, eins kon- ar rithönd eða fingrafar sem ég set á það sem ég geri; hvemig ég bý um efnivið- inn í kvik- myndaforminu. Þetta er það sama og gerist í öðrum listgrein- um. Flestir þekkja að þeir geta fyrirhafnar- laust sagt til um eftir hvem eitt- hvert málverk er, ljóð eða tón- verk. Yfirleitt held ég að listafólk reyni ekki að búa sér til stíl, hann verður bara til við vinnuna. Meðan á tökunum á Ryði stóð skoðuðum við dagstökumar jafn- óðum og samstarfsfólk mitt talaði um að það væri deginum ljósara hver hefði leikstýrt hér. Ég veit ekki hvort rétt er að tala um stíl, en ég held að það sé einhver með- vitaður blær á því sem ég geri, þó svo að ég geti ekki skijgreint í hveiju hann er fólginn. Ég reyni ekki að vera með einhver ákveðin stílbrögð, - ég geri bara eins og mér finnst koma best út, og nýti mitt persónulega skyn fyrir tíma og rúmi og fólki. ing. og svo endar auðvitað allt með ósköpum. (Mynd: Húsbréf 1989/1 - A 500.000 kr.bréf 1 89110203 89110930 89111270 89111736 89112351 89112915 89113151 89110270 89110935 89111291 89111754 89112461 89112924 89113239 89110458 89110949 89111312 89111770 89112504 89112932 89113386 89110530 89110970 89111339 89111812 89112551 89112936 89113429 89110531 89111068 89111376 89111949 89112561 89112961 89113435 89110576 89111074 89111444 89112217 89112711 89113009 89113578 89110580 89111148 89111450 89112243 89112774 89113011 89110722 89111209 89111471 89112260 89112787 89113012 89110833 89111229 89111584 89112327 89112820 89113097 89110850 89111231 89111605 89112335 89112826 89113116 Húsbréf 1989/1 - B 50.000 kr.bréf 89140110 89140759 89141298 89142029 89142568 89143284 89143794 89140231 89140767 89141319 89142283 89142736 89143306 89143824 89140235 89140818 89141344 89142301 89142742 89143354 89143895 89140285 89141008 89141360 89142328 89142764 89143363 89143939 89140429 89141029 89141422 89142365 89142854 89143399 89143989 89140486 89141077 89141469 89142410 89142914 89143421 89143996 89140570 89141082 89141564 89142426 89142915 89143434 89140641 89141110 89141804 89142487 89143044 89143496 89140648 89141182 89141810 89142489 89143151 89143588 89140670 89141203 89141976 89142515 89143171 89143631 89140705 89141278 89142011 89142550 89143178 89143743 Húsbréf 1989/1 -C 5.000 kr.bréf 89170002 89170513 89171086 89171481 89171981 89173005 89173775 89170046 89170519 89171162 89171483 89172009 89173074 89173806 89170068 89170550 89171204 89171530 89172028 89173126 89173928 89170084 89170579 89171244 89171563 89172214 89173356 89173930 89170139 89170580 89171295 89171619 89172232 89173392 89174074 89170198 89170633 89171322 89171689 89172279 89173394 89174096 89170215 89170645 89171361 89171777 89172465 89173438 89174121 89170248 89170671 89171404 89171824 89172665 89173452 89174129 89170272 89170697 89171440 89171839 89172675 89173569 89174140 89170323 89170795 89171451 89171885 89172757 89173578 89174189 89170403 89170903 89171464 89171956 89172902 89173738 Tilkynning þessi verður send öllum bönkum, sparisjóðum, verðbréfasjóðum og fasteignasölum, auk þess sem hún mun liggja frammi hjá Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri og Húsnæðisstofnun ríkisins. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS O HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24-108 REYKJAVÍK • SÍMI91-696900 Laugardagur 15. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.