Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 10
MINNING Steindór Kristinn Steindórsson Skyndilega og fyrirvaralaust er hvassri egg dauðans brugðið á líflaugina. Fyrr en nokkum varði er góður frændi og vinur, Steindór K. Steindórsson, allur. Hann veiktist snögglega að morgni laugardags áttunda desember og lést að kvöldi sama dags. Steindór var fæddur á Teigi á Seltjamamesi áttunda janúar árið 1924, þriðji i röð fjórtán bama þeirra Steindórs Ingimundarsonar og Oddnýjar Hjartardóttur. Skóla- ganga hans varð ekki löng, enda mun hann hafa eirt ilia við slím- setur og iðjuleysi. Athafhasemi og strit erfiðisvinnunnar átti betur við hann. Árið 1947 gekk hann að eiga Fjólu Ágústsdóttur og entist sá hjúskapur allt þar til Fjóla and- aðist sumarið 1981. Böm þeirra em Sólrún, læknaritari á Sauðár- króki og Kári, sjómaður í Vest- mannaeyjum, en bamabömin og aðrir afkomendur nálgast óðum annan tuginn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau víða, en festu hvergi yndi fyrr en þau settust að á Sauðárkróki. Þar byggðu þau hjónin sér hús að Hólmagmnd 7 og Steindór vann sem verkstjóri líkt og áður, en Fjóla hafði ýmis jám í eldinum, starfrækti m.a. fatahreinsun um skeið. Bömin hurfú að heiman eins og lög gera ráð fyrir og settu saman sínar eigin fjölskyldur. Gleði þeirra hjónanna var ósvikin þegar bamabömin fóm að tínast í heiminn. Hjá afa og ömmu áttu þau líka vísan samastað þar sem alltaf var opið hús og nægur tími til að sinna smáfólkinu ekki síður en öðmm. Samskipti fjölskyldn- anna einkenndust öll af einlægum trúnaði og gagnkvæmri virðingu. Þegar tímar liðu og um hægð- ist hjá þeim Steindóri gáfúst þeim fleiri stundir til að sinna hugðar- efnum sínum, einkum ferðalögum um byggðir og öræfi íslands. Lögðu þau þannig áherslu á að rækta sambúð sína og augljóst að það ræktunarstarf bar ríkulegasn ávöxt. Um hríð bjuggu þau í Kópa- vogi, líklega um 1960, og átti ég þá stundum erindi til þeirra. Það var ekki laust við að mér stæði stuggur af þessum stórvaxna, beinabera og harðleita frænda og röddin afar dimm. En þá þekkti ég hann ekki í raun. Fjóla var hins vegar flngerð, blíð og brosmild og þannig man ég hana enn. Eg kynntist þeim Steindóri ekki að ráði fyrr en ég dvaldi fá- einar vikur á Sauðárkróki sumarið 1978. Síðar átti ég oft eftir að njóta gestrisni þeirra. Það var mér ævinlega tilhlökkunarefhi að sækja þau heim, því þar var rausnarlega tekið á móti soltnum óg lúnum ferðalöngum og vís gisting. Varð okkur þá stundum skrafdijúgt, enda einstök unun að hlýða á frænda þegar hann sagði frá af leiftrandi orðkynngi og ein- stakri kímni með skelmisglampa í móbrúnum augum. Kom glöggt í ljós á þessum stundum hve víð- lesinn hann var og margffóður um sögu lands og þjóðar. Mátti einu gilda hvar borið var niður, alls staðar var hann heima og hafði fastmótaðar skoðanir á öllum hlutum. Hann var kominn af óbreyttu alþýðufólki og vann lengstum erf- iðisvinnu sjálfur og mótaði það lífsviðhorf hans. Hann var eld- heitur sósíalisti og vildi að hagur hins vinnandi manns væri meira metinn en gróðadufl fjárafla- manna. En stjónimálaskoðanir sínar reisti hann ekki á kennisetn- ingum eða kreddum, heldur sam- úð með þeim sem hallir fara í lífs- baráttunni og ást á lífinu. Hann var ósmeykur við að segja mein- ingu sína og var þá sama hver átti í hlut. Fæstir munu þó hafa erft það við hann þó hann væri stund- um þungorður því þeir sem þekktu hann vissu áð hann var réttsýnn maður og einlægur. Enda þótt Steindór þekkti vel mátt orðsins og beitti móðurmálinu af meiri fæmi en flestir þeir sem ég hef kynnst þá kaus hann fremur að láta verkin tala. Þeir voru margir sem þágu greiða og lið- sinni af honum án þess að um það væru höfð mörg orð. Steindór þoldi sára raun þegar Fjóla lést sviplega sumarið 1981. Enda þótt hann bæri ekki harma sína á torg var ljóst að hann treg- aði hana mjög og varð raunar aldrei samur síðan. Hann hélt heimili áffarn, enda frábitinn því að eiga undir aðra að sækja, og sinnti erilsömu starfi af enn meira kappi en áður. Síðustu árin vann hann sem verkstjóri við skipaaf- greiðslu og gátu lotumar orðið býsna langar og sjaldan tók hann sér ffí hin síðari ár. Var því líkast að hann reyndi að bægja ffá sér tómleika og hryggð með því að vinna sleitulaust. Hann var því sannarlega vel að hvíldinni kom- inn. Steindór var stór í sniðum í mörgum skilningi. Hann var heill í orðum sínum og gerðum. Að slíkum mönnum er sjónarsviptir og þeirra er gott að minnast. Að endingu vil ég votta böm- um Steindórs og öðrum í nánasta skylduliði hans einlæga samúð mína. Ársæll Friðriksson / r , SIMANUME R 'W&ZÍí.. NYTT SIMAKERFI MEÐ BEINUM INNVALSNÚMERUM BÆTIR ENN ÞJÓNUSTU OKKAR. Nú verður enn fljótlegra en áður að ná í okkur og með beinu innvali getur þú hringt beint í þann sem þú þarft að tala við, án viðkomu á skiptiborói. Hér til hliðar eru nokkur hinna beinu innvalsnúmera sem líklegast er að þú þurfír á að halda og ef þú hringir beint í þau nærð þú milliliðalaust í þann sem þú þarft að tala við. Beinu innvalsnúmerin eru reyndar miklu fleiri. Þau eru kynnt á sérstökum seðli sem liggur frammi í afgreiðslu okkar á Suðurlandsbraut 34. Eftir sem áður er starfsmaður á skiptiborði til þjónustu reiðubúinn og um skiptiborðið má sem fyrr ná sambandi við allar deildir Rafmagnsveitunnar. Við vonum að þetta nýja símakerfí verði til þess að bæta enn þjónustu okkar og samskipti við viðskiptavini. Beint innval frá kl. 8^ til 16^; Upplýsingar um rafmagnsreikninga 60 46 10 Innheimta og lokanir 60 46 20 til kl. 1800 Flutningar 60 46 30 Gjaldskrá 60 46 77 Heimtaugar, afgreiðsla 60 46 86 Rafmagnseftirlit 60 46 80 Mælastöð 60 48 50 Eftir klukkan 16:15 Verkstjórar 60 48 26 Verktakaeftirlit 60 47 47 Bilanavakt allan sólarhringinn: 68 62 30 $ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR íéttín. jí&i tcfcJ SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.