Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 15
I DAG KVIKMYNDIR Á mörkum fáránleika... STJÖRNUBÍÓ Á mörkum lífs og dauða (Flat- liners) Leikstjóri: Joel Schumacher Aðalleikarar: Kiefer Suther- land, Julia Roberts, Kevin Ba- con, William Baldwin & Oli- ver Platt Var þetta bíómynd eða var þetta tveggja tíma langt rokk- myndband með engri hljóm- sveit??? Myndin hefur allaveg- ana verið tekin í sama stúdíói og annaðhvert ameriskt rokkmynd- band er tekið. Skuggalegt hverfi, fullt af reyk, yfirgefin kirkja... osfrv. osfiv. Joel Schumacher hefiir áður gert furðanlega myndbandslegar myndir, og nægir að nefna vampírumyndina Lost Boys þar sem Kiefer Sut- herland fór líka með aðalhlut- verkið. En þar sem Lost Boys gerði stöðugt góðlátlegt grín að sjálfri sér, þá tekur Á mörkum lífs og dauða sig svakalega al- varlega. í stuttu máli fjallar Á mörk- um lífs og dauða um fimm gáfaða læknastúdenta sem hafa mun meiri áhuga á dauðanum en lífinu! Suther- land er aðalmað- urinn. Hann fær þá „stórfeng- legu“ hugmynd að láta félaga sína drepa sig og leyfa sér að vera dauðum í tvær mínútur, síðan eiga þau að nota þekkingu sína til að lífga hann aftur við. Þetta gera þau og herma svo öll eftir honum. Þau fara hvert af öðru yfir mörk lífs og dauða og komast náttúrlega að því að dauðinn er ekki ljósið við enda gangsins, heldur annað og miklu svartara. Málið er nefnilega að það er einhver sem skráir niður syndir manns (Guð lifir), þær lifa og biða eftir að maður drepist til að hefna sín (fólk sem maður hefúr stritt osffv.). En ef maður er læknastúdent og getur dáið svolitla stund er hægt að redda öllu saman með því að leita uppi þann sem mað- ur hefúr syndgað gegn og biðjast fyrirgefningar. Þá er leiðin greið til himnaríkis þegar þar að kem- ur. Athyglisvert, ekki satt? Það er meiriparturinn af þessum ungu vinsælu sem fer með aðalhlutverkin I Á mörk- um... Og ekkert af þeim er slæm- ur leikari. Sutherland er t.d. ekki bara líkur pabba sínum í útliti, heldur hefur hann erft eitthvað af hæfileikum hans líka. Bacon hefúr oft gert skemmtilega hluti, seinast í Tremors í Laugarásbíói. Roberts er nýja stjaman, Holly- wood heldur meira að segja að hún geti borið mynd alein, sem þeir segja um fáar konur. Bald- win (bróðir Alecs) og Platt eru nýir og svo sem ágætir. Vanda- málið er bara að þau leika ósköp lítið í þessari mynd. í mesta lagi hlaupa þau um ofsalega sveitt, eða rétta á milli sín allskonar tæki ofsalega alvarleg. Myndin er oft spennandi, ég neita því ekki, en ég held að leikstjórinn hafi ekki verið alveg viss um hvað hún átti að verða þegar hún yrði stór. Hryllings- mynd? - varla, því að það er þeirra eigin fortíð sem ofsækir þau, kölluð fram með læknis- fræðilegum kúnstum. Drama? - ómögulega, handritið býður ekki upp á það. Ég held að hún hefði orðið miklu betri ef hún tæki sig ekki svona svakalega alvarlega. Ég meina, þetta er nú einu sinni bara dauðinn, ha. Sif HÁSKÓLABÍÓ Glæpir og afbrot (Crimes and misdemeanors)**** Woody Allen sannar hér einu sinni enn að hann er einn af at- hyglisverðustu og bestu leikstjór- um vestanhafs og þótt vlðar væri leitað. Þetta er tvlskipt mynd, annarsvegar um lækni sem lætur drepa viðhaldið sitt og þjáist af samviskubiti. Og hinsvegar um mann sem býr til leiöinlegar heimildarmyndir og er ástfanginn af konu sem annar maður fær. Al- len fléttar siðan sögumar tvær saman á meistaralegan hátt. Sif Draugar (Ghost)**' Patrick Swayze leikur draug, Demi Moore leikur lifandi kær- ustu hans og Whoopi Goldberg leikur miðil sem kemur skilaboð- um á milli þeirra. Inn( þessa óvenjulegu rómantlk blandast svo veðmálabrask og peninga- þvottur svo að við erum komin með þá klassísku blöndu: róman- tískan þriller! En leikurinn er ágætur, söguþráðurinn skemmti- legur og tæknibrellumar góðar. Eini gallinn er að Swayze dansar ekkert nema smá vangadans. Sif Ruglukollar (Crazy people)* Ruglukollar er svo sannarlega réttnefni á þessari mynd, þvf að allir sem að henni stóðu hafa ver- ið hálfruglaöir á meðan. Dudley Moore leikur heiðariegan auglýs- ingamann sem er þverstæða I sjálfu sér og ekki vitlaus hug- mynd, en öll úrvinnsla er út I hött og Daryl Hannah er vægast sagt ekki góð. Myndin fær stjörnuna út á auglýsingatextana fyrir Volvo, Jaguar og Sony. Sif Pappírs Pési *** Ari Kristinsson kemur hér með al- veg ágæta barnamynd. Pappfrs Pési er skemmtileg fígúra (Is- lenskur E.T.?) og krakkarnir al- veg einstaklega krakkalegir. Lftil vinkona m(n sagði að myndin væri alveg sérstaklega skemmti- leg af þvl að hún kenndi svo skemmtileg prakkarastrik!! Drifið ykkur með börnin um helgina. Sif Cinema Paradiso (Paradlsarbíóið)**** Það er I rauninni fáránlegt að vera að gefa svona mynd stjörn- ur, þvl hún er langt yfir alla stjömugjöf hafin. Svona mynd er aðeins gerð einu sinni, og þess- vegna má enginn sem hefur hið minnsta gaman af kvikmyndum missa af henni. Sif BÍÓBORGIN Jólafríið (Christmas Vacation) * Griswald fjölskyldan er saman- komin enn á ný og I þetta skiptið til að halda gamaldags fjölskyldu- jól. Það fer náttúrlega allt I hund og kött (bókstaflega). Chevy Chase er þv( miður eiginlega al- veg hættur að geta leikið og handritið er bara plnulltið fyndið fyrir hlé og ekkert eftir hlé. Látið hana bara framhjá ykkurfara! Sif Óvinir - ástarsaga (Enemies a love story)**** Frábær, frábær, frábær. Handrit, leikstjórn, leikur og allt! Það er ekki oft sem svona mynd rekur á fjörur íslenskra blógesta og þess- vegna er um að gera að láta hana ekki fram hjá sér fara og helst að sjá hana I stóra salnum I bló, hún er þannig. Sif Menn fara alls ekki (Men dont leave)*** Jessica Lange sannar einu sinni enn að hún er með betri leikkon- um vestanhafs og þótt víðar væri leitað. Hér leikur hún konu sem missir manninn sinn og flytur með tveimur sonum slnum I stærri borg. Myndin er mjög átak- anleg, en alveg laust við aö vera væmin. Og takið eftir Joan Cus- ack, þessi stúlka hlýtur að fara að fá aðalhlutverk hvað úr hverju. Sif Góðir gæjar (Goodfellas)**' Scorsese og Robert De Niro leiða saman hesta slna enn á ný og útkoman er blóðug. Góðir gæjar er unnin upp úr bókinni Wi- seguy sem er sannsöguleg lýsing af llfinu innan bandarísku mafí- unnar. Og eins og við mátti búast er hún ekki falleg. Þetta er mynd fyrir þá sem hafa gaman af morð- um I nærmynd og skemmta sér vel yfir að heyra ekkert nema blótsyrði I rúma tvo tlma. Leikur- inn er óaðfinnanlegur. Sif REGNBOGINN Sigur andans*** Það skal tekið fram eins og skot að það er enginn sigur andans sjáanlegur I þessari mynd. Hún er kolsvört og átakanleg. Leikur- inn er fantagóður, sérstaklega er Willem Dafoe áhrifamikill I hlut- verki grlsks gyðings I útrýmingar- búðum nasista I seinni heims- styrjöldinni. Sif STJÖRNUBÍÓ Nýneminn (Freshman)** Brando er hér með skopstælingu á frægasta hlutverki slnu, Guð- föðurnum. Og þessi skopstæling er uppistaða myndarinnar. Brando er gæðaleikari og Bro- derick er sætur strákur, en það heldur ekki uppi dampinum I tvo tlma. Þvl miður. Sif LAUGARÁSBÍÓ Henry & June *** Kaufman fjallar hér um ástarsam- band rithöfundanna tveggja Ana- is Nin og Henry Miller og ást þeirra beggja á konu Millers, June.Handritið er ekki eins gott og maður hafði leyft sér að vona, en myndatakan er æði og leikur- inn góður, sérstaklega hjá hinni portúgölsku Mariu Medeiros sem leikur Nin. Það verður gaman að sjá hvort Kaufman tekst að skjóta henni jafn langt upp á stjömuhim- ininn og hinni sænsku Lenu Olin sem lék I Óbærilegum léttleika... ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM 15. desember Brezkt blað birtir grein um áform Þjóðverja um hertöku Islands. Brezka setuliðið brýt- ur samninga á verkamönnum í Kaldaðarnesi. Öryggisútbún- aður á togaranum „ÖTa Garða“ er algerlega óviðunandi. Hann mun og athugunarverður hjá fleiri togurum. Bretar sækja fram í Egvptalandi og Grikkir I Albaníu. Ósigrar (tala undan- famar vikur hafa haft mikil áhrif á almenningsálitiö. laugardagur. 349. dagur árs- ins. 8. vika vetrar hefst. Sólar- upprás I Reykjavlk kl. 11.15- sólariag kl. 15.30. Viðburðir Verkalýðsfélagið Víkingur f Vík I Mýrdal stofnað 1932. Verkföll I Póllandi gegn Go- mulkastjóminni 1970. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 14. til 20. desember er I Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fr(dögum). Síöarnefnda apótekið er opið á kvoldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavik Kópavogur Seltjamames Hafnarfjörður « 1 11 66 «4 12 00 « 1 84 55 « 5 11 66 tr 5 11 66 Akurevri « 2 32 22 Slökkviið og sjúkrabílar Reykjavlk « 1 11 00 Kónavoaur tr 1 11 00 Seitjamames « 1 11 00 Hafnarfjörður...................« 5 11 00 Garðabær........................« 5 11 00 Akureyri........................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er ( Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitianabeiðnir, simaráðleggingar og tímapantanir ( « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhringinn, tr 696600. Hafnarfjörður. Dagvakt, Heilsugæsl- an, n 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garöabær: Hellsugæslan Garðafiöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækni tr 51100. Akureyrí: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, tr 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I tt 14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, tt 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartlmar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land- spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar- heimili Reykjavikur v/Eirlksgötu: Al- mennur tfmi kl. 15-16 alla daga, feðra- oa systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspltal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstöðin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitall: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim- sókmr annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefsspftali Hafnar- firði: Alfa daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsiö Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, « 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öörum timum.« 91-28539. Sálfræöistööin: Ráðgjöf (sálfræði- legum efnum, « 91-687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opiö virka daga frákl. 8 tii 17, «r 91-688620. „Opiö hús" fyrir krabbameinssjúk- linga og aöstandendur þeirra i Skóg- arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra í t» 91- 22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: « 91-622280, beint samband við fækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars simsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðiö fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspetlsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráögjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, * 91-626868 og 91- 626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsvelta: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGIÐ 14. desember 1990 Sala Bandarlkjadollar............54,66000 Sterlingspund.............106,36000 Kanadadollar...............47,08000 Dönsk króna..................9,61050 Norsk króna..................9,42170 Sænsk króna..................9,80800 Finnskt mark................15,32600 Franskur franki.............10,87980 Belglskurfranki............. 1,78450 Svissneskur franki.........43,18050 Hollenskt gyllini...........32,78060 Vesturþýskt mark............36,98620 Itölsk Ifra..................0,04903 Austurrfskur sch.............5,25600 Portúgalskur escudo......... 0,41830 Spánskur peseti..............0,58020 Japanskt jen.................0,44141 Irskt pund..................98,42900 KROSSGÁTA Lárétt: 1 köld 4 nöldur 6 súld 7 vlsa 9 upp- spretta 12 ber 14 mæli- tæki 15 spil 16 kufl 19 blæs 20 handsamaði 21 ráps Lóðrótt: 2 skyn 3 hár- lubbi 4 skrafi 5 kjaft 7 fitu 8 verur 10 atlaga 11 látnir 13 óhreinindi 17 gruna 18 sár Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 hólf 4 gerð 6 eta7 kast9deig 12 kaldi 14 ami 15 rót 16 leiti 19 dáti 20 angl 21 iörun Lóðrétt: 2 óða 3 feta 4 gadd 5 rói 7 kvaldi 8 skilti 10 eirinn 11 gætn- ir 13 lúi 17 eið 18 tau Laugardagur 15. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.