Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Afstöðubreyting hjá ANC? Oliver Tambo, forseti Afr- íska þjóðarráðsins (ANC), sagði í gær að tími væri til þess kominn fyrir samtökin að taka til endurskoðunar afstöðu sína A ustur-Þýskaland Markaðskerfi veldur heimiiisleysi Húsnæðisleysi var því sem næst óþekkt í austurþýska rík- inu sem hætti að vera til fyrir lið- lega tveimur mánuðum, þótt margir þar hefðu viljað búa bet- ur en kostur var. En með sam- einingu þess ríkis við Vestur- Þýskaland hefur heimilisleysið, alvarlegt og vaxandi vandamáí víða á Vesturlöndum, haldið inn- reið sína í Austur-Þýskaland. Það er lítið þar ennþá miðað við það sem er víða vestra, en fer vaxandi. Hundruð manna hafast nú um nætur við á göngum, í úr sér gegnum byggingum og á jám- brautarstöðvum í Berlín og helstu borgum austurfylkjanna. Markaðs- kerfið er komið í fullan gang i hús- næðismálum þar eystra, með þeim afleiðingum að húsaleiga, sem og annað verðlag, stórhækkar, en tekj- ur hækka ekki að sama skapi. Húsaleiga er þó enn lægri í vestur- en austurfylkjum og það hefur leitt til þess að margir vestmenn flytja austur og yfirbjóða austmenn á húsnæðisleigumarkaðnum. Hús- næðisstofnanir austurþýska ríkis- ins veita leigjendum ekki lengur vemd, því að þær em að leysast upp. I s.l. mánuði urðu mestu óspektir í Berlín í áratug er lög- regla rak fólk úr niðumíddu hús- næði í austurhluta borgarinnar, þar sem það haíði sest að ólöglega. Fyrr í vikunni mddust allmargir leigjendur inn á fyrsta íbúðaupp- boðið, sem haldið var í Austur- Berlín, og mótmæltu af ótta við að húsnæði þeirra yrði selt ofan af þeim. Stjómvöld í austurfylkjunum nýju em ráðafá gagnvart þessum vanda, sökum þess hve illa þessi fylki em stödd efnahagslega. Reuter/-dþ. Tambo: Endurskoðum samskiptahömlur til viðskiptabannsins gegn Suð- ur-Afríku og annarra aðgerða, sem umheimurinn hefur gripið til í þeim tilgangi að knýja suð- urafrísk stjórnvöld til að af- nema apartheid. Tambo, sem er nýkominn til Suður- Afriku eftir þriggja ára- tuga útlegð, lét þetta í ljós í ræðu á ráðstefnu á vegum ANC í Jó- hannesarborg. Sagði hann að ekki væri lengur einhlítt að „endurtaka aftur og aftur margtuggin víg- orð“, þar eð kringumstæður hefðu breyst bæði innanlands og erlend- is. Hingað til hefur ANC haldið fast við það opinberlega að i engu verði slakað á samskiptabanninu gegn Suður-Afríku fyrr en öll apartheidlög hefðu verið afnum- Tambo - úr sér gengin vlgorð. in. Nelson Mandela, varaforseti ANC, fór fram á það við Evrópu- bandalagið fyrr í mánuðinum að það frestaði að taka til athugunar allar breytingar í því efni þangað til í febr. eða mars. En með þeirri beiðni gaf Mandela raunar í skyn óbeint að hann teldi að innan tíð- ar gæti komið til greina að slaka á umræddum hömlum og heyrst hefúr að innan ANC væm tillögur um það til umræðu. Bretland vili afnema allar hömlur á samskiptum við Suður- Afríku nú þegar og fleiri EB-ríki kváðu vera svipaðs sinnis. Önnur, einkum Ítalía, vilja óbreytt ástand í þeim efhum enn um sinn. Reuter/-dþ. Diirrenmatt látinn Hinn kunni svissneski rithöf- undur Friedrich Diirren- matt lést að heimili sínu í Neu- chatel, Sviss, í gær. Hann varð 69 ára að aldri. Á Dúrrenmatt er litið sem einn af snjöllustu rithöfundum á þýska tungu eftir heimsstyrjöld- ina síðari. Þekktastur varð hann fyrir leikrit sín og má af þeim nefna Romulus der Grosse (Róm- úlus mikli), Der Besuch der alten Dame (Sú gamla kemur í heim- sókn) og Die Physiker (Eðlis- ftæðingamir). Dúrrenmatt skrif- aði einnig ljóð, skáldsögur og rit- gerðir. Sterkrar réttlætiskenndar þykir gæta í verkum hans og hann var óhlífinn í hæðinni gagnrýni á margt, sem hann leit á sem heilag- ar kýr hins á margan hátt ihalds- sama svissneska samfélags. Um fastheldni Svisslendinga við hlut- leysi sitt sagði hann að það minnti sig á „hreina jómfrú, sem vinnur fyrir sér í vændishúsi, en vill þó halda áfram að vera hrein mey.“ En einmitt þessvegna líkaði sér vel að vera Svisslendingur, bætti hann við. Friedrich Dúrrenmatt Fursti látinn í gær lést í Múnchen Johannes fursti von Thum und Taxis, 64 ára að aldri. Hann var s.l. ár á skrá sem annar ríkasti maður Vestur- Þýskalands. Auðgaðist hann á mörgu, þar á meðal bönkum og bjórbmggun. Ættin hefúr verið framarlega í atvinnulífi og þjón- ustu síðan fyrir um fimm öldum, er hún hóf rekstur póstþjónustu. Furstinn var nafnmargur að sið ar- istókrata og hét fúllu nafni Jo- hannes Baptista de Jesus Maria Louis Miguel Friedrich Bonifazi- us Lamoral, fúrsti af Thum und Taxis. Em skímamöfn þessi öll í ættinni. Furstinn lætur eftir sig þijú böm og eiginkonu, Gloriu að nafni, sem er 34 ámm yngri en hann. Mazowiecki hættir Þing Póllands samþykkti í gær að verða við afsagnarbeiðni Tadeusz Mazowiecki, forsætis- ráðherra, og stjómar hans, sem Mazowiecki lagði fram eftir auð- mýkjandi ósigur sinn í fyrri um- ferð forsetakosninganna í s.l. mánuði. Stjóm Mazowieckis tók við völdum í sept. 1989. Varð hann fyrsti forsætisráðherrann í Austur- Evrópuríkjum í fjóra ára- tugi sem ekki var kommúnisti. Radíkalir úr stjórn Danski miðjuflokkurinn Radikale Venstre sagði sig úr stjóm íhaldsmannsins Pouls Schlúter í fyrradag og em þá Ihaldsflokkurinn og Venstre einir eftir í stjóm. Dregur þetta úr möguleikum Schlúters á að mynda nýja stjóm hægri- og miðjuflokka eftir kosn- ingamar á miðvikudaginn en hann er samt ekki enn uppgefinn við það, að eigin sögn, og segist ekki vilja mynda stjóm með jafn- aðarmönnum, aðalsigurvegumm kosninganna. Tvísýnt um viðræður Richard Lugar og John McCa- in, bandarískir öldungadeildarþing- menn fyrir Indiana og Arizona, sögðust í gær telja að Bush forseti væri að hugsa um að afturkalla til- boð sitt til Iraksstjómar um viðræð- ur í Persaflóadeilu, þar eð viðbrögð íraka hefðu ekki verið skynsamleg. Þeir telja þó enn sennilegt að af þessum viðræðum stjóma Banda- ríkjanna og íraks verði. Margir líta á þessar fyrirhuguðu viðræður sem síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir stríð. ísraelar stungnir til bana' Þrír Israelar, þar á meðal rúm- lega tvítug stúlka, vom stungnir til bana í álverksmiðju í Tel Aviv í gær. Lögregla teiur að banamenn þeirra séu arabar frá Gaza, þar á meðal einn sem vinnur í verksmiðj- unni, og séu þeir liðsmenn Hamas, islamskrar bókstafstrúarhreyfingar. Hnífaárásir Palestínumanna á Isra- ela hafa mjög færst í aukana frá því 8. okt., er ísraelsk lögregla skaut til bana 18 araba i óeirðum á Muster- isfelli í Jerúsalem. Uggur við Jazov og Krjútsjkov Talsverðan ugg hafa vakið í Sovétríkjunum harðorð ummæli þeirra Dmítríjs Jazov, vamarmála- ráðherra, og Vladímírs Kijútsjkov, æðsta manns leyniþjónustunnar KGB, síðustu daga. Róttækir stjómmálamenn segjast óttast að þetta boði að herinn og KGB grípi til hörkuaðgerða gegn þjóðemis- og sjálfstæðishreyfingum í hinum ýmsu lýðveldum og forustumenn í Eystrasaltslýðveldunum hafa látið það sama í ljós fyrir sitt leyti. Jazov sagði nýlega m.a. að herinn myndi ekki standa aðgerðalaus og horfa á Sovétríkin leysast upp. EB-hjálp til Sovétríkja Leiðtogar Evrópuoandalags- ríkja samþykktu í meginatriðum á fúndi sínum í Róm í gær að hjálpa Sovétríkjunum um matvæli og lyf til að forða þeim frá neyð sem margir telja þar yfirvofandi. Átti Helmut Kohl, sambandskanslari Þýskalands, mestan hlut að þeirri samþykkt. Kvað hann sovéska harðlínumenn gera allt hvað þeir gætu til að auka vandræði Gorbat- sjovs. OGLEYMANLEG BOK DLÁ AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA Bló augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóöar þar sem raunsannir atburöir og þjóösagnakenndir renna saman i eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar með blóu augun. Frósagnarlist Tryggva er einstök, tungumóliö fjöl- skrúöugt, gaman og alvara haldast óvallt i hendur. eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson varö þjóökunnur þegar bók hans Fóteekt fólk kom út. Nú kemur hann enn ó óvart me& skóldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. ÚTGEFANDI: STOFN DREIFING: VAKA-HELGAFEU Vinningsnúmer í happdrætti Þjóðviljans Dregið var í happdrætti Þjóðviljans þann 7. nóvember síðastliðinn. VINNINGSNÚMERIN: 1.- 2. vinningur Copam 386 SX tölva ásamt Seikosa prentara, frá Aco hf., að verðmæti kr. 210 þús, kom á miða nr. 12167 og nr. 17886. 3.- 4. Ferðavinningur fyrir tvo að eigin vali, frá Ferða- vali, að verðmæti kr. 140 þús, kom á miða nr. 19808 og nr. 26411. 5.- 7. Vídeóupptökuvél, Nordmende, ffá Radíó- búðinni, að verðmæti kr. 70 þús, kom á miða nr. 4892, nr. 22986 og nr. 25875. 8.- 9. Heimilistæki að eigin vali frá Smith & Norland, að verðmæti kr. 70 þús, kom á miða nr. 12601 og nr. 25984. 10.- 11. Vídeótæki, Panason- ic, frá Japis, að verðmæti kr. 60 þús,kom á miða nr. 137 og nr. 8158. 12,- 13. Orbylgju- og grillofn ffá Einari Farestveit hf., að verðmæti kr. 60 þús, kom á miða nr. 5764 og nr. 24474. 14.- 18. Grafíkmynd að eigin vali ffá Gallerí Borg, að verðmæti kr.20 þús, kom á miða nr. 1198, nr. 2442, nr. 3589, nr. 9183 og nr. 25836. 19.- 30. Bókaúttekt ffá Máli og menningu, að verðmæti kr. 10 þús.kom á miða nr. 2001, nr. 3337, nr. 3363, nr. 8119, nr. 12319, nr.13867, nr. 14544, nr. 18279, nr. 26263, nr. 27311, nr. 28925, nr. 29217. Vinningshafar geta vitjað vinninga sinna á skrifstofu Þjóðviljans Síðumúla 37 Reykjavík (s:91-681333) 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1990 F

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.