Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 5
Margrét Eggertsdóttir skrifar um bókmenntir: Smásögur Jakobínu Vegurinn upp á fjallið. Höfundur: Jakobína Sig- urðardóttir. Mál og menning, 1990. Nýjar smásögur eftir Jakob- ínu Sigurðardóttur vekja vissu- lega eftirvæntingu því að hún er fyrir löngu komin á bekk með bestu rithöfundum okkar. Fyrstu sögumar sem ég las ollu mér nokkmm vonbrigðum, en svo komu aðrar mjög góðar og þegar allt kemur til alls, vegur hér þyngra það sem vel er gert. Smásögumar í þessu safhi em átta talsins. Flestar gerast í sveit, tvær á sjúkrastofnunum en sú fyrsta gerist á dögum Krists og lýsir krossfestingu hans. Fiún nefnist „Undir sverðsegg“ og er sögð frá sjónarhóli Maríu guðs- móður þegar spádómurinn rætist: „og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni“ (Lúk. 2,35). Þessi saga er að mínu mati ákaflega mögnuð framan af; það er í henni sársauki, eftirvænting og spenna, en í stað þess að ná hápunkti í lokin, fellur hún af einhverjum ástæðum, ekki af því að niðurstaðan sé efhislega röng heldur liggur það hreinlega í stílnum. Það dettur einhvem veg- inn botninn úr sögunni og verður spennufall þegar Jóhannes byijar að predika yfir móður sinni: „Móðin mín, segir hann enn. - Ffann mun ekki deyja... Og við munum ekki deyja, heldur lifa alla okkar böðla“ (14-15). Hug- myndin að baki sögunnar er í sjálfu sér góð, þ.e. að kölluninni til að lifa eins og Kristur og bera boðskap hans til „hinna fáfróðu, snauðu, kúguðu og lítilsmegandi“ fylgi ávallt píslarvætti, eða það að „týna lífi sinu“, en útfærslan tekst að mínu mati því miður ekki nógu vel. Önnur sagan, „Hvísl í grasi gróinnar slóðar -“ fannst mér ekki heldur takast nógu vel. Þar er tal- að í fýrstu persónu fleirtölu fyrir munn genginna kynslóða: „Öld eftir öld gengum við í slóð feðra okkar og mæðra, mjóan sígenginn stíg. Grasið skýldi honum, en greri ekki yfir hann, grjótið leyndi honum, en tók hann ekki af‘ (19). Þessi tilvitnun ber með sér að þetta er vel skrifúð saga, það er fallegt mál á henni. En ég held það sé vonlaust að skrifa smásögu sem á að fjalla um margar kyn- slóðir í einu. Höfúndur reynir að þrengja efnið með því að fjalla um eina fjölskyldu sem á að vera dæmigerð: „Hann Jobbi á Steig i Veiðileysufirði var einn af okkur“ (20). Síðan fær Jobbi orðið og hinir í fjölskyldunni hver af öðr- um. En allt verður þetta einhvem veginn of almenns eðlis til þess að það nái að hitta í mark. í sögu- lok kemur fram að byggðin er lögst í eyði: „Það kom skip að landi. Það kom skip að landi um siðir. - - Það flutti þá burtu sem voru eftir af okkur, langt, langt í burtu. Og síðan reika svipir okkar einir um þessa slóð, þennan stíg“ (28). Sú saga sem smásagnasafn þetta fær nafn sitt af, „Vegurinn Stefán Bergmann skrifar um náttúrufræðirit Heimur fjörunnar íslenskar fjörur Agnar Ingólfsson Bjallan, 1990. 96 bls. Það fylgir því eftirvænting að fá í hendur rit fýrir almenning úm íslenskar fjömr eftir Agnar Ing- ólfsson prófessor og vistfræðing, sem manna mest hefúr rannsakað fjörur og fjölbreytilegt líf þeirra hér á landi og víðar. Markmið hans er að styðja almenning til fjöruskoðunar og umhugsunar um lífverumar í fjöranni. Aðferð höfundar er að leggja áherslu á lífveramar í sínu nátt- úralega umhverfi, vekja athygli á og skýra á aðgengilegan hátt út- breiðslu þeirra og lifnaðarhætti, s.s. fæðuöflun, hreyfingu, sam- keppni og önnur tengsl þeirra í milli. Höfúndur takmarkar sig við algengari tegundir fjöradýra og fjörugróðurs og vinnur þannig svigrúm til að segja meira ffá hverri og einni. Þetta val tekst ágætlega og höfundur tapar ekki sýn af fjölbreytninni í fjöranni við að fara þessa leið, þannig fá t.d. strandplöntur á effi mörkum fjöru og fjörasvertan efst í fjörunni verðuga umfjöllun. Höfúndur forðast einhæfiii og formfestu greiningarbóka og vísindarita, en nýtir atriði úr fræðunum sem lík- leg era til að gefa áhugaverða og fýllri mynd af lífinu í fjöranni. Áhersluatriði bókarinnar era: Fjaran á mörkum lands og sjávar, fjöragerðir, fjöradýr, fjörugróður, fjöranytjar, vemdun og gildi fjörannar og leið- beiningar um fjöraskoð- un. Mest er fjallað um fjöradýr og fjöragróður, en minna um fugla og seli. Skotið er inn göml- um frásögnum um fjöru- nytjar, þáttum úr þjóð- sögum og úr Egilssögu, þar sem segir frá því er Egill át sölið. Þessi inn- skot kallar höfundur krydd bókarinnar. Efni af þessu tagi er mikilvægt og kallar fram fjölbreytt- ari hughrif um íjörana, tengir hana við sögu og mannlíf og höfðar áreið- anlega til margra. Ekki er víst að heppilegasta leið- in sé að taka upp orðrétta kafla og getur endursögn átt rétt á sér m.a. til að skapa meiri fjölbreytni. Höfundur hefúr sjálfúr tekið allar myndir bókarinnar sem era yfir 80 talsins, þar af 22 heilsíðu- myndir. Mestum tíðindum sæta nærmyndir af lífveranum í eigin umhverfi. Myndatextar era oftast markvissir og skýra vel áherslur myndefnisins. í nokkram tilvik- um virðist ekki til bóta að hafa myndimar stórar. Bókin er ekki handbók um hvaðeina í fjöranni en mun reyn- ast lesanda vel til að skilja betur það sem fýrir augun ber og hvatn- ing til að skoða betur. Hún er fengur fýrir skóla og auðveldar þeim að bæta nýjum víddum í umfjöllun sína um fjörar og gera hana fýllri. í bókinni er sérstaklega fjallað um vemdun fjörunnar og gildi og um fjöraskoðun. Lýst er m.a. áhrifúm skólps á lifrikið og áhrif- um uppfýllinga vegna vegagerðar yfir víkur og firði og er sá þáttur einkar mikilvægur en fáum kunn- ur. Ráð og hugmyndir um fjöru- skoðun munu m.a. reynast kenn- urum ágætur banki til að leita í. Umfjöllun um þessa þætti hefði þurft að vera nokkuð íjölbreyttari að mínu mati, t.d. um áhrif oliu á lífríkið og um fjöraskoðunar- og fjöravöktunarverkefni sem byggja á samstarfi almennings, áhugamanna, skóla, sveitarfélaga og stundum fleiri aðila og era merkileg nýjung á þessu sviði. Ágætt efnisyfirlit er í bókinni og skrá yfir lífVerar. Sérstök at- riðaskrá hefði aukið notagildi bókarinnar. Frágangur er vandaður og bókin fallega út gefin. upp á fjallið" er ein besta sagan í bókinni. Hún er sögð frá sjónar- hóli móður eins og raunar margar sögur í þessari bók. Jakobínu tekst hér einstaklega vel að lýsa ást móðurinnar á syninum sem hefúr bragðist og bregst enn. Því er einnig lýst á sannfærandi hátt hvemig tilfinningar og orð fara ekki saman: „Hún ætti að segja eitthvað annað, eitthvað sem gæfi í skyn það sem berst um í bijósti hennar, en finnur ekki orð - - „ (31). Samtölin í þessari sögu era vel skrifúð og öll smáatriði vel unnin. En hún fjallar ekki aðeins um samband móður og sonar heldur einnig um samband lands og þjóðar, um afstöðuna til þess að leggja landið undir erlend hemaðarmannvirki, að „óhreinka“ fjallið með radarstöð bandariska hersins. „Skrifað stendur" er ólík öðr- um sögum í bókinni að því leyti að hún er eingöngu i samtals- formi. Það er samtal unglings- stráks og langafa hans sem þar fer fram, langafinn liggur á sjúkra- húsi eða elliheimili, orðinn örvasa gamalmenni. Samtal þeirra fjallar aðallega um viðtalsbók sem kom- in er út og á að vera um gamla manninn eða vera viðtal við hann. Sagan er eins konar ádeila á þá bókmenntagrein og lýsir um leið bilinu sem er milli kynslóðanna og kemur ekki síst fram í ólíku orðfæri þeirra sem þama talast við. Höfundi tekst að mínu mati mun betur að ná orðfæri gamla mannsins en stráksins sem kom mér fremur spánskt fýrir sjónir. Sagan er auk þess frekar lang- dregin en það undirstrikar þó samskiptaörðugleikana og sam- bandsleysið sem veldur alls kyns misskilningi milli þeirra. I sögunni „Beðið eftir morði — sönn saga“ er önnur frásagnarað- ferð notuð: eintalið. Það er eldri kona sem býr ein úti á landi sem talar. Hér nær höfúndur alveg réttum tón, skapar mjög trúverð- uga persónu og afhjúpar muninn milli grás hversdagsleikans og þess viðburðaríka lifs sem konan þráir að lifa, m.a. í gegnum sjón- varpið. Og sagan er býsna fýndin. „Opnaðu munninn" er fremur stutt saga eins og sú sem síðast var nefnd, en mun alvarlegri og átakanlegri. Það er ekki mikill söguþráður í henni en e.t.v. mætti kalla þetta hugleiðingu um vald- ið, um sjálfsákvörðunarrétt og virðingu manneskjunnar. Kjami sögunnar ér dvöl gamallar konu á elliheimili. Hún er lömuð og al- gjörlega ófær um að sjá um sig sjálf og er beinlínis neydd til að neyta fæðu sinnar. Það er farið með hana eins og óþekkan krakka. Sögukona sem verður vitni að þessu, lítur í eigin barm og minnist þess hvemig hún sjálf hefur staðið i sömu sporam þegar hún var að troða mat ofan í krakk- ana sína. Þessi saga lætur ekki mikið yfir sér en er vel skrifúð og eftirminnileg. Valdníðsla er efni hennar og það á ekki síður við um söguna ,JHann mælti svo fýrir sem er mjög óvenjuleg að því leyti að hún fjallar um lamb og er að nokkra leyti sögð frá sjónar- hóli þess. Þó er það einkum vit- und konunnar á bænum sem er ríkjandi í sögunni, konu sem á tvær dætur og liggur á sæng að sínu þriðja bami. Hér er fjallað um valdabaráttu kynjanna, bar- áttu milli miskunnsemi og hörku. Sumt af því sem lýst er frá sjónar- hóli lambsins er óneitanlega svo- lítið ankannalegt, t.d. þetta: „Þau (þ.e. lambið og kálfúrinn) vora sannfærð um að grasið á túninu yxi eingöngu fýrir þau. Ekki átu Mennimir gras, ekki Konan eða Mannsbömin“ (101). Hins vegar kemst sársauki „móðurinnar“ svo vel til skila, þessi sterka og næst- um óbærilega tilfinning til af- kvæmisins - þótt það sé fóstur- bam og lamb! - að sagan hlýtur að snerta mann. Þessi sterka kennd tekst á við þögult og ósveigjanlegt vald „Mannsins“ og algjört skilningsleysi. Síðasta sagan í bókinni fjallar um þijár systur. Hún er sögð frá sjónarhomi systurinnar sem býr í Reykjavik og fer af hálfgerðri rælni að heimsækja systur sína sem býr úti á landi. Þar er fýrir þriðja systirin sem reynist vera veik á geðsmunum. Sagan fjallar um verðmætamat, um það hlut- skipti sem menn velja sér í lífinu og hún fjallar ekki síst um afstöð- una til náungans. Draslinu og sóðaskapnum á sveitabænum er lýst á mjög sannfærandi hátt frá sjónarhóli fínu konunnar úr Reykjavík, en um leið og athygli hennar beinist stöðugt að því sem er á yfirborðinu ógeðfellt á heim- ili systur hennar, opnast augu les- andans fyrir því sem er ógeðfellt og óheilt i lífi hennar sjálfrar - undir yfirborðinu. Þótt finna megi að ýmsu og sögumar séu misgóðar, er þetta í heild gott smásagnasafn. Flestar era sögumar vel skrifaðar og efni þeirra og boðskapur þannig að þær snerta við manni og vekja til umhugsunar. Sigmund Freud UNDIROKI siðmenningar A EITT UMDEILDASTA OG MEST LESNA RIT FREUDS Sigmund Freud samdi bókina Undir oki siðmenningarinnar fyrir rúmum 60 árum. Megin viðfangsefni hennar er frelsið, staða mannsins í heiminum sem einstaklings og samfélagsþegns. Samfélagið leggur skyldur á herðar mannsins sem skerða það frelsi sem hann þráir svo mjög. Undir oki siðmenningarinnar, er eitt mest lesna og umdeildasta rit Freuds og á fullt erindi ennþá til hverrar hugsandi manneskju. Sigurjón Björnsson þýddi bókina og ritar inngang. Hið íslenzka bókmenntafélag Síðumúla 21, sími 679060 Fimmtudagur 20. desember ÞJÓÐVILJiNN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.