Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkiaþing Gorbatsjov „aðvarar“ Eystrasaltslýðveldi Hershöföingjar, íhaldssamir kommúnistar og rússneskir þjóðernissinnar hvetja til aðgerða gegn „skilnaðarsinnum“ Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, sagði í gær í ræðu á þjóðfulltrúaþingi að ekki yrði hjá þvi komist að lýsa yfir neyðarástandi og innleiða beina stjórn forseta Sovétríkj- anna á vissum landsvæðum, ef ástand þar yrði slíkt að í því fæ- list „ógnun við ríkið og velferð fólks.“ Var svo að heyra á Gor- batsjov að þeim spjótum væri einkum beint að Eistlandi, Lett- landi og Litháen. Bein forsetastjóm myndi þýða að stjómvöld hlutaðeigandi lýðvelda eða stjómarumdæma yrðu svipt völdum. Gorbatsjov, sem stundum var reiður að sjá meðan á ræðuflutn- ingnum stóð, kvað stjóm sína hafa „þungar áhyggjur“ af ástand- inu í Eystrasaltslýðveldunum þremur og sakaði stjómvöld þeirra um óréttmæta framkomu við þjóðemisminnihluta þar, en af því fólki em Rússar langfjöl- mennastir. Stjómvöld og þing lýðveld- anna hafa leitast við að takmarka borgararéttindi fólks, sem flutt hefur til landanna þriggja frá því að Sovétríkin innlimuðu þau 1940. Er þetta gert til vemdar þjóð- emum landanna, sem innfæddir telja að séu í hættu vegna gífúr- legs innflutnings fólks undan- fama áratugi. í Lettlandi er þann- ig talið að innflytjendur séu nú álíka margir og Lettar sjálfir. Skömmu áður en Gorbatsjov flutti ræðuna, hafði hann fengið í hendur áskomn þess efnis, að hann léti ekki lengur dragast að gera það sem þyrfti til að koma á kyrrð á átakasvæðum. Af öllu væri þó mest áríðandi, stóð í skjalinu, að grípa til aðgerða gegn „skilnaðarsinnum.“ Askomnin er undirrituð af hershöfðingjum, íhaldssömum kommúnistum og þjóðemissinnuðum rússneskum rithöfúndum. Skömmu áður höfðu forsetar Eystrasaltslýðveldanna skorað á sovésku stjómina að viðurkenna sjálfstæðis- og fúllveldisyfirlýs- ingar þeirra og ganga til samn- ingaviðræðna við þau um sam- starf í framtíðinni og brottkvaðn- ingu sovéska hersins þaðan. Nánast ekkert ofbeldi hefúr hingað til verið samfara sjálfstæð- isbaráttu Eystrasaltsþjóðanna, en mikil spenna er í löndum þeirra milli innfæddra annarsvegar og rússneskra innflytjenda og sov- éska hersins hinsvegar. Og síð- ustu daga hafa nokkrar smá- sprengjur spmngið í Riga, höfuð- borg Lettlands. Þarlendir embætt- Gorbatsjov - í klemmu milli „harð- llnumanna" og „skilnaðarsinna.“ ismenn láta í ljós gmnsemdir um að sovétsinnaðir kommúnistar hafi valdið sprengingunum í sam- ráði við sovéska herinn, í þeim til- gangi að koma af stað ókyrrð, sem gæti orðið sovéskum stjóm- völdum átylla til að fyrirskipa neyðarástand í landinu og beina stjóm Sovétríkjaforseta. í áðumefndri ræðu minntist Gorbatsjov einnig á Moldovu, Georgíu og Fjalla-Karabak, sem Armenar og Aserar deila um, sem svæði þar sem kynni að verða gripið til umræddra ráðstafana. Reuter/-dþ. Saddam „hreinsar“ herinn Lýðræðisflokkur íraska Kúrdist- ans, sem er í andstöðu við íraks- stjóm og útlægur, hélt því ffam í gær að Saddam Hussein Iraksforseti hefði nýlega látið drepa Thabiet Sultan generallautinant, yfirmann 2. stórdeildar landhersins, og nokkra aðra háttsetta herforingja. Skömmu áður hafði Saddam sett af formann herráðsins og vamarmálaráðherr- ann. Þykir þetta benda til þess að hann sé ekki sannfærður um að her- inn sé honum fúllkomlega hollur. Hoss segir af sér Selim Hoss, forsætisráðherra Líbanons, sagði af sér í gær. Talið er að Elias Hrawi, Líbanonsforseti, muni nú mynda stjóm er í verði m.a. forkólfar „einkaherja" þeirra, er land þetta er frægt og alræmt fýTÍr, í von um að þeir muni þá gerast trúir forsetanum og „vemdurum" hans, Sýrlendingum. Síld f Briissel Franskir fiskimenn, hræddir um afkomuöryggi sitt vegna fyrirætlana Evrópubandalags um að minnka fiskikvóta, andæfðu þeim fyrirætl- unum í gær með því að hella 20 smálestum af síld og sardinum á götuna fyrir framan byggingu ráð- herraráðs EB í Brússel. Brandenbúrgarbiskup Látið Stasiskjöl hvfla ffriði Segir hugarástand galdrafárs í uppsiglingu vegna ásakana í garð stjórnmálamanna um þjónustu við Stasi Gottfried Forck, biskup ev- angelísku (lúthersku) kirkj- unnar í Berlín og Brandenbúrg, iagði í gær til að hætt yrði öllum rannsóknum á meintum sam- böndum stjórnmálamanna við Stasi, öryggisþjónustu austur- þýska ríkisins fyrrverandi. Sagði biskup að umræðan um þau sambönd hefði valdið hjá þjóðinni hugarástandi, sem minnti á galdrafár fyrri tíða. Sem kunnugt er sagði Lothar de Maiziere, síðasti forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, nýlega af sér stöðum í rikisstjóm og flokki kristilegra demókrata vegna ásakana um að hann hefði njósnað fyrir Stasi og þá helst um kirkjufélög mótmælenda. Einir tveir austurþýskir stjómmála- menn höfðu áður sagt af sér út af ásökunum um það sama og í fyrradag tilkynnti 90-bandalagið svokallaða, samband austur- þýskra mannréttindahópa sem hefúr átta þingmenn á nýkjömu sambandsþingi, að einum forustu- manna þess, Klaus Richter að nafni, hefði verið vikið úr starfi hjá því vegna þess að komið hefði í ljós að hann hefði um skeið ver- ið á vegum Stasi. Það hefur sýnt sig að Richter var 1973 þjálfaður af Stasi til njósna erlendis. Hann sleit öll tengsli sín við öryggisþjónustuna 1975 og mun ekki hafa haft sam- bönd við hana síðan. Talsmaður 90- bandalagsins segir það ekki hafa sagt honum upp fyrir þjálfún hans hjá Stasi, heldur vegna þess að hann hafi haldið henni leyndri. „Skjalasafni Stasi ætti að loka og lofa því að hvíla í friði,“ sagði Forck biskup í viðtali sem birtist í blaðinu Berliner Morgenpost í gær. Hann sagði ennffemur að í þessum málum hefðu í raun verið höfð endaskipti á þeirri megin- Það var nú meöan það var - Erich Mielke, æðsti maður Stasi (t.v., nú háaldraður I fangelsi), skálar við Walter Ulbricht, sem lengi var æðsti maður Flokks og ríkis f Austur-Þýskalandi. Nvia Siáland Velferðarútgjöld lækkuð reglu laga að sakbomingur teljist saklaus þar til sök hans hafi verið sönnuð. En sumir em á öðru máli um það. „Við getum ekki byijað upp á nýtt með lygar sem grundvöll," segir BSrbel Bohley, kunn for- ustukona baráttusamtaka þeirra fyrir mannréttindum, sem höfðu fíumkvæði um að reisa mótmæla- öldu þá, er kollvarpaði veldi kommúnista í Austur-Þýskalandi. Hún vill að sambandsþingið láti rannsaka feril allra starfsmanna Stasi, einnig vesturþýskra. Svip- aðs sinnis er Peter-Michael Diest- el, síðasti innanrikisráðherra Austur- Þýskalands. í blaðaviðtali nýlega sagði hann að það væri vesturþýskum stjómmála- og embættismönnum mikil skömm hve veikir þeir hafi verið fyrir ffeistingum ffá Stasi. Reuter/-dþ. Stjórn þjóðarflokksins á Nýja Sjálandi, sem fyrir sköinmu kom til valda, til- kynnti í gær að hún hefði ákveðið að skera niður ríkisút- gjöld til velferðarmála um tíu af hundraði. Þýðir það m.a. að at- vinnuleysisbætur, sjúkrabætur og barnabætur verða lækkaðar. Fjármálamenn og atvinnurek- endur fagna þessum ráðstöfúnum en nýsjálenska alþýðusambandið segir þær sýna illan hug stjómar- innar í garð verkamanna. Jim Bol- ger, forsætisráðherra, segir ráð- stafanimar nauðsynlegar til viðr- éttingar efnahag landsins en for- ustumenn alþýðusambandsins og Verkamannaflokksins telja líklegt að þær geri að verkum að efna- hagsástandið versni. Nýja Sjáland hefur um langt skeið haft eitt full- komnasta velferðarkerfi heims. Um þriðjungur ríkisútgjalda þar Jim Bolger fagnar kosningasigri hægrisinnaðs flokks slns - andstæð- ingar hans telja að stjórn hans hafi sett af stað herferö gegn velferðar- kerfinu. fer til velferðarmála. Landið á um þessar mundir í efnahagsörðugleikum sem fara vaxandi, einna helst vegna þess hve hátt olíuverð er orðið af völd- um Persaflóadeilu, jafnframt því sem verð á landbúnaðarvörum, sem em helsti útflutningur Nýja Sjálands, hefúr lækkað. Ekki síð- ur illa líst verkalýðssamtökum og Verkamannaflokki á að stjómin hyggst afnema lög um að verka- mönnum sé skylt að vera í verka- lýðsfélagi. Lýðræðisflokkur lögleiddur Lýðræðisflokkurinn albanski, sem stofnaður var fyrir viku, hef- ur fengið leyfi stjómvalda til að starfa og er hann fyrsti stjómar- andstöðuflokkurinn, sem lög- leiddur hefur verið þarlendis frá því að kommúnistar tóku þar völd í lok heimsstyijaldarinnar síðari. Stúdentar mótmæla „hreinsunum“ Margir tugir stúdenta tóku í gær á vald sitt Humboldtháskóla í austurborg Berlínar í mótmæla- skyni vegna „hreinsana“ sem þeir saka stjómvöld um að hafa hafið gegn vinstrisinnuðum mennta- mönnum í landshlutum þeim sem áður vom austurþýska ríkið. Yfir- völd Berlínar fara fyrir sitt leyti ekki leynt með að ásetningur þeirra sé að útrýma „forhertum hugmyndafræðilegum öflum" úr skólakerfi austurfylkjanna. Stúd- entar í Berlín og víðar segja þenn- an leik nýrra ráðamanna til þess gerðan að þagga niður í vinstri- menntamönnum almennt. Eiturlyfjahákarl gefstupp Fabio Ochoa, einn af þremur helstu forkólfum Medellínhrings- ins, eins voldugasta eiturlyfja- hrings í heimi, gaf sig á vald kól- ombískum yfirvöldum í fyrradag. Hrósar Kólombíustjóm uppgjöf Ochoa, sem farið hefúr huldu höfði lengi, sem miklum sigri í baráttunni við kókaínhringana þarlendis og segist gera sér vonir um að þetta sé upphafið að upp- lausn þeirra. 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.