Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Forval í Reykjavík Svo sem fram hefur komið í Ijölmiðlum að undan- förnu hafa staðið yfir tilraunir til að sameina Alþýðu- bandalagsfélögin í Reykjavík um forval eða prófkjör vegna komandi alþingiskosninga. Þessar tilraunir hafa enn ekki tekist og hefur verið deilt um það annars vegar hvort halda ætti prófkjör opið öðrum en flokksmönnum eða forval félagsmanna Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Þetta eru ýtrustu viðhorfin og kjarni málsins, ágrein- ingur um framkvæmdaatriði skiptir minna máli. Á almennum fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík s.l. mánudag var samþykkt að forval skuli fara fram 19. janúar næstkomandi. Jafnframt samþykkti fundurinn þær reglur sem gilda eiga við framkvæmd forvalsins og einnig um það hvernig með skuli fara að forvalinu loknu. í samþykkt ABR er það nýmæli að rétturinn til að greiða atkvæði í forvalinu er ekki bundinn við félags- menn ABR, og endanleg afgreiðsla listans á að fara fram á sameiginlegum fundi Alþýðubandalagsmanna, sem þýðir að allirflokksmenn, hvort sem þeir eru í ABR, Æskulýðsfylkingu AB eða Birtingu hafa sama rétt til að kjósa í forvalinu og taka þátt í lokaafgreiðslu á fram- boðslistanum. Jafnframt er þessum aðilum tryggður réttur til að taka þátt í störfum kjörnefndar, bæði við undirbúning og fram- kvæmd forvalsins sem og við röðun á listann að forvali loknu. Það er auðvitað sjálfsagt og ætti ekki að þurfa mikill- ar umræðu við að öllum flokksfélögum sé tryggður rétt- ur til að taka svo mikilvæga ákvörðun. Á hinn bóginn hafa deilur um skipulagsmál Alþýðubandalagsins í höf- uðborginni ekki verið leiddar til lykta, sem veldur því að taka þarf á þessu sérstaklega. Félög Alþýðubandalags- manna í Reykjavík eru þrjú. Réttur til aðildar að þeim er nokkuð flókinn, hægt er að vera í Æskulýðsfylkingunni eða Birtingu án þess að vera flokksbundinn í Alþýðu- bandalaginu, og hver maður getur verið í öllum þremur félögunum ef því er að skipta. Félögin hafa ekki getað komið sér saman um að finna samstarfi sínu skipulagð- an farveg. Þetta er auðvitað miður en þarf alls ekki að koma í veg fyrir að flokksmenn geti komið sér saman um framboðslista, sem byggir stefnu sína á þeim ákvörðun- um sem flokkurinn í heild tekur um áhersluatriði í kosn- ingunum. Forystumenn Birtingar hafa sagt að þeir telji sam- þykkt ABR ófullnægjandi, þátttöku Birtingar í forvalinu hafi verið hafnað. Þessa afstöðu ber að harma. Þegar tveir eða fleiri semja, kemst aldrei á samning- ur ef allir samningsaðilar halda svo fast við sitt að þeir geti ekki hugsað sér að gefa eftir í neinu. í þessu máli eru ýtrustu viðhorfin þekkt, og getið hér að framan. Á umræddum fundi var felld tillaga um að binda þátttöku- rétt í forvalinu við félagsmenn ABR, en þriðjungur fund- armanna greiddi henni atkvæði. Sé allrar sanngirni gætt verður ekki betur séð en samþykkt fundarins sé alvarleg tilraun meirihlutans til að halda Alþýðubandalagsmönn- um í Reykjavík saman í einni fylkingu, enda þótt þeir séu í þremur félögum, og fjarri því sammála um alla hluti. Guðrún Helgadóttir alþingismaður benti á það í sam- tali við Þjóðviljann í gær að meira máli skipti hvort hér væri vinstri eða hægri stjórn en að deila um „smáa letr- ið“ eins og hún orðaði það svo hnyttilega. Þetta er hár- rétt. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum að innbyrðis átök, sem einatt birtast kjósendum sem deilur um auka- atriði, leiða ekki til annars en vantrúar kjósenda á stjórn- málasamtökum. Öllum er Ijóst að innan allra stjórnmálaflokkanna eru deildar meiningar um menn og málefni. Kjósendur vita að það er óhjákvæmilegur fylgifiskur stjórnmálastarfs, en þeir ætlast til þess að liðsmenn og oddvitar flokkanna leysi þau mál á heimavelli, uni niðurstöðum í ágreinings- málum og takist á við raunveruleg pólitísk viðfangsefni, sem skipta máli fyrir þjóðina. hágé. Til Jerúsalem og heim Það gerist ekki oft að Islend- ingur skrifi bók um atburði og ástand í öðrum heimshlutum á líð- andi stund. En þetta hefur séra Rögnvaldur Finnbogason nú gert í bók sem hann nefnir „Jerúsalem - borg hinna talandi steina“ og Fjölvi gefur út. Þetta er frásögn af heimsókn séra Rögnvaldar til Landsins helga og fylgir með þýð- ing á ísraelskri smásögu og yfirlit um sögu Palestínumálsins eftir Elías Davíðsson. Fangavörður og fangi Séra Rögnvaldur segir í for- mála að hér sé ekki um fræðrit að ræða, heldur „aðeins frásögn af því sem séð var í sjónhendingu fárra daga“. En hvort sem er: af nógu er að taka. Þetta er ekki ffæðirit, heldur ádeilurit á með- ferð þeirra sem ferðinni ráða í Israel á Palestínumönnum, sú af- staða litar alla frásögnina sterk- lega, sem vonlegt er. Þeirri hugs- un bókarinnar verður reyndar ekki í móti mælt, að hemámið og allur sá vopnaði yfirgangur sem honum fylgir er glæpur - bæði gegn þeim mannréttindum sem Palestínu- menn eiga tilkall til og gegn ísra- elsku fólki einnig. Því rétt segir ísraelsk þingkona og friðarsinni, Shulamit Aloni, við séra Rögn- vald: „Meðan við kúgum aðra og höldum þeim í áþján emm við ekki fijáls, því að fanginn og fangavörður hans em hlekkjaðir saman.“ Samúð og andúð Þetta er reyndar hugsun sem mætti vinna betur úr. Samúð og andúð séra Rögnvaldar em svo sterk að hann hefur sterka til- hneigingu til einíoldunar. Til dæmis vill bókarhöfúndur gagn- rýnislaust koma til skila á íslandi boðskap Sjeik Sjamals, trúarleið- toga múslíma í Jerúsalem. En sá náungi er nú ekki upplýstari en svo, að hann segir um Israela sam- tímans: „Mennimir sem beita fólk þessu óréttlæti, standa fyrir þess- um manndrápum, það em menn- imir sem reyndu að drepa Jesúm Krist.“ Hér er farið með þá trúar- játningu margra alda sem gerir m.a. kristna kirkju samseka í gyð- ingafjandskap einmitt, sem hefúr borið þann illa ávöxt í Þýskalandi, Rússlandi og víðar, að gyðingar leituðu skjóls undan ósköpum í Palestínu. Annað dæmi. Rögnvaldur dá- ist mjög að Palestínumönnum í raunum þeirra og baráttu og er það vel. Hann telur að hræðilegt hemaðarástand í landinu hafi „laðað fram alla bestu kosti og eigindir meðal Palestínumanna" enda þekki þeir ekki vandamál vestrænna borga eins og eitur- lyfjaneyslu, sjálfsmorð og geð- sýki, heldur fyrst og síðast sam- heldni, sjálfsvirðingu og vináttu. Það er rétt að stríð og hörmungar leiða það besta ffam hjá sumum einstaklingum - en það versta hjá öðrum (og skiptir þá ekki öllu máli hver málstaðurinn er). Það er því miður nær sanni sem Shulam- it Aloni segir: fangavörður og fangi em hlekkjaðir saman og það er fordjarfandi sambúð. Kristnir menn í Landinu helga, sem Rögn- valdur talar við, þeir átta sig betur á þessu. Einn þeirra segir á þá leið að „meðal gyðinga em ofstækis- menn, meðal múslíma em ofstæk- ismenn, meðal kristinna manna em ofstækismenn. Þessir menn mega ekki ákveða hvað em lög í landinu.“ Fleiri kristnir menn tala á þessum nótum. Reyndar er bók séra Rögnvaldar þörf áminning um kristna söfnuðí í landinu, sem em eins og milli steins og sleggju og vilja oft gleymast. Bókin rekur dæmi þess að stjómvöld ísraelsk geri þeim erfitt fyrir, og svo marg- ir hafa flúið land vegna ástandsins að kristin áhrif em þverrandi. (N.B. þótt ekki komi þessu máli við: í tímariti kaþólskra, Merki krossins, vom nú síðast rakin dæmi um það hve mjög kristnum mönnum fækkar í Austurlöndum nær. Og þó hvergi eins og í Tyrk- landi þar sem stjómin (sessunaut- ur okkar í Nató) bannar byggingu nýrra kirkna og hefúr meinað bæði rétttrúuðum og armensku kirkjunni að reka prestaskóla.) Hverjir mega heitaþjóð? Fremst í bókinni fer sögulegt yfirlit um sögu síonismans. Um þá túlkun mætti margt segja, en hún stefnir einkum í þá átt að sókn gyðinga til landsins helga sé að vísu skiljanleg í ljósi gyðinga- fjandskapar og gyðingamorða í Évrópu, en samt fyrst og ffemst fáránleg og öðmm þræði glæp- samleg. Hér þyrfti úr mörgum þráðum að greiða ef vel ætti að vera. Eitt skal þó skoðað, en það er sú túlkun sr. Rögnvaldar að gyðingar séu ekki þjóð, heldur trúfélag. Þama er komið að annarri af tveim kórvillum. Hin fyrri er sú afstaða margra ísraelskra forystu- manna (t.d. Goldu Meir) að Pal- estínumenn séu ekki þjóð heldur barasta Arabar sem geti eins verið annarsstaðar. Hin síðari er sú að gyðingar séu ekki þjóð, enda séu þeir af mörgum uppruna og tali mörg tungumál. Hvomgt er rétt. Allar skilgreiningar á því hveijir mega þjóð heita hopa.fyrir þeirri einföldu staðreynd, að það fólk er þjóð sem á það sterka sameigin- lega reynslu, að það telur sig vera þjóð. Gyðingar Þýskalands og Sovétríkja Stalíns og Brézhnevs (sem sr. Rögnvaldur þekkir meira en af afspum) þeir hafa svo sann- arlega ekki verið spurðir að því hvort þeir væm í „trúfélagi", til- vistarvandi þeirra sem gyðinga hefur náð langt út fyrir synagóg- una. Sömuleiðis má segja, að jafn- vel þótt Palestínumenn heföu lítt greint sig ffá öðmm Aröbum áður fyrr, þá hefur tilkoma ísraelsríkis, útlegðin, réttindabaráttan, gert þá að þjóð sem hefúr miklu sterkari sjálfsvitund en flestar aðrar. Þjóð- artilvera ræðst ekki af „kynþætti" og ekki alltaf heldur af sameigin- legu tungumáli: þjóð ræðst af hlutskipti i tilvemnni, ekki síst sameiginlegum erfiðleikum. ÁB. ÞJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aörir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Ellas Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Híldur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrífstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvfk. Simi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.