Þjóðviljinn - 20.12.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Side 3
FRETTIR Alþingi Fjárlögin ófrágengin Enn á eftir að hnýta lausa enda varðandi fjárlög og óljóst er með nýframlögð tekjuöflunarfrumvörp Mikið gekk á í Alþingi í gær og voru þingmenn í við- ræðum í flestum skúmaskotum. En seint í gær var enn óljóst hvernig gengið yrði frá fjárlög- um við 3. umræðu og hver yrðu örlög frumvarps til laga um tryggingargjald. Forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson kallaði fyrir sig hvem ráðherrann á fætur öðmm í gærdag en ekkert gekk. Þegar blaðið fór í prentun í gær hafði enn ekki náðst samkomulag innan ríkisstjómarinnar um húsnæðis- málin. Félagsmálaráðherra Jó- hanna Sigurðardóttir vill fá 250 miljónir kr. fyrir 500 nýjar félags- legar íbúðir á næsta ári sem byij- að yrði á með 600 miljón kr. láns- aðstoð lífeyrissjóðanna. Það er íjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson sem stendur gegn þessu. Sagði Jóhanna í gær að sér þætti einkennilegt að settar væra 300 miljónir í hönnunarkostnað Þjóðleildiúss þegar ekki væri hægt að setja 250 miljónir í fé- lagslega kerfið. Einnig er ágreiningur um lok- un húsnæðiskerfisins frá 1986 en það myndi kosta ríkissjóð 460 miljónir á næsta ári. Allt þetta yki enn á hallann sem þá stefndi í 6 miljarða kr. og það þrátt fyrir að í breytingum fjárhags- og við- skiptanefndar effi deildar á láns- íjárlögum fyrir 1991 var lántaka ríkisins aukin um 2,2 miljarða. Þar inní er 1 miljarðs kr. tekjutap ríkisins vegna lægri rauntekna ríkisins. Ólafur Ragnar sagði ekki annað í gær en að hallinn yrði ekki þetta mikill og forsætisr- áherra taldi að hallinn yrði 4 mil- jarðar. En hallinn eftir 2. umræðu fjárlaga var 4,6 miljarðar. Enn er einnig uppi ágreining- ur um frumvarpið um tryggingar- gjald einsog Þjóðviljinn skýrði ffá í gær. Páll Pétursson, formað- ur fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar, en í þeirri nefhd er framvarpið nú statt, sagði í gær að málið væri enn í nefnd og hann vissi ekki hvenær fundur yrði næst haldinn. Á fundi deildarinn- ar seint í gærkvöldi var málið ekki á dagskrá. Fyrirhugað er að taka fjár- lagaframvarpið til 3. umræðu í dag og greiða atkvæði á fostudag. Bolungarvík Árngurslaus leit Leitin að mönnunum tveim- ur sem saknað er af vélbátnum Hauki ÍS frá Bolungarvík bar engan árangur í gær þrátt fyrir mikla leit. Þeir sem saknað er heita Vagn Hrólfsson og Gunnar Svavarsson. Það var í fyrrakvöld sem skip- veijar á Kristjáni ÍS urðu varir við Hauk ÍS þar sem hann hringsólaði mannlaus nokkrar sjómílur norður af Stigahlíð. Báturinn hafði farið í línuróður um morguninn og var á landleið þegar mennina tók út. Töluverður sjógangur var þegar óhappið varð og af ummerkjum að dæma um borð í bátnum, virðist hann hafa fengið á sig fleiri en eitt brot með fyrrgreindum afleiðing- um. Leit verður haldið áfram í dag en ísing hamlaði leit smærri báta í gær í utanverðu Isafjarðardjúpi. -grh í gær var enn óvíst hvort fúndir yrðu á laugardag en til að afgreiða 5 umræður tekjuöflunarfram- varpanna þyrfti því að hafa hraðar hendur. Framvörp um að veita megi fólki í greiðsluerfiðleikum húsbréf og um veitingu ríkisborg- araréttar verða að öllum líkindum að lögum nú fyrir jól. Einnig er líklegt að lánsfjárlög 1990 og 1991 verði afgreidd fyrir jól, sem og framvörp um undantekningar á virðisaukaskatti, tímabundna lækkun tolla af bensíni, niðurfell- ingu stimpilgjalda af skuldabréf- um vegna félagslegra íbúða og framvarp sem leiðréttir tekju- og eignaskatt. -gpm Komum að stökkva yfir sauöarlegg. I gær sýndi hópur krakka úr Mýrarhúsaskóla ýmsa gamla leiki á Eið- istorgi. Tllefni leikjasýningarinnar er útkoma bókarinnar „Bemskan, llf, leikir og störf fslenskra bama.“ I bókinni er m.a. sagt frá löngu gleymdum leikjum íslenskra barna einsog að reisa horgemling, hark, yfir, fallin spýtan, getruleikur o.fl. Höfundur bókarinnar er Slmon Jón Jóhannsson. Örn og Öriygur gefa út. Hvalevri Til háðungar og skammar Hlíf: Fiskvinnslufólki gengur erflðlega að fá aðra atvinnu Síðasti vinnsludagur í Hval- eyri hf. í Hafnarfirði var fyrir skömmu, og að undan- förnu hefur verið unnið við að rífa niður fiskvinnslutæki þess. Um 60-70 manns unnu hjá fyr- irtækinu og detta þeir síðustu af launaskrá í lok janúar, en erfið- lega hefur gengið fyrir marga þeirra að fá aðra atvinnu. Sigurður T. Sigurðsson for- maður Verkamannafélagsins Hlíf- ar segir að salan á togaranum Víði HF til Samheija hf. á Akureyri með rúmlega tvö þúsund tonna kvóta, og stöðvun fiskvinnslu í Hvaleyri, sé bæjaryfirvöldum til háðungar og skammar. Sérstaklega í ljósi þess sem fullyrt var við sölu Bæjarútgerðar Hafnaríjarðar til Hvaleyrar- manna, 12. júní 1985, að ekki væri verið að selja eitt eða neitt úr bænum. Til að koma í veg fyrir það segir eftirfarandi í 6. greinn kaupsamningsins: „Kaupandi lýs- ir því yfir að hann mun nota hina seldu eign til starfrækslu útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði og er honum kunnugt um að slíkt er forsenda fyrir sölu þessari af hálfu seljenda." Formaður Hlífar segir að fimm árum síðar sé allt horfið og sú spuming sé ansi áleitin hvort 6. greinin hafi verið verið sett inn í kaupsamninginn af heilum hug eða einungis til að blekkja bæjarbúa. -grh Borgarráð Tillaga um stæði og stöðumæla Tillögu Kristínar Á. Ólafs- dóttir borgarfulltrúa Nýs vettvangs um niðurfellingu stöðumælagjalda og leyfí til aksturs bifreiða um Austur- stræti síðustu dagana fyrir jól var hafnað í borgarráði. Tillögu Kristínar var ætlað að auðvelda fólki ferðir og erindi í miðbæ Reykjavíkur síðustu dag- ana fyrir jól, eða frá 17. -22. des- ember. í greinargerð með tillög- unni segir m.a. að með gjaldtöku fyrir bifreiðastæði er fólki gert erfitt fyrir að sinna erindum nema í stuttan tíma eða með nokkram tilkostnaði. Er þannig viðskiptum beint frá miðbænum og í þá versl- unarkjama þar sem viðskiptavin- um er boðið ókeypis bílastæði. í tillögu Kristínar var enn- fremur gert ráð fyrir að bílastæði og bílhýsi borgarinnar yrðu aug- lýst sértaklega, en nýting þeirra hefur verið heldur dræm. BE Evrópustefnunefnd Gagnrýnir sjónvarpið Evrópustefnunefnd Alþingis gagnrýnir Ríkissjónvarpið fyrir að þættir þess um EB séu einlitir. Ingimar Ingimarsson: Órökstudd gagnrýni er ómarktæk Á blaðamannafundi um nýút- komna safhbók sjö hefta um ísland og Evrópu sem Evrópustefnunefhd Alþingis gefur út, gagnrýndu nefnd- armenn Rikissjónvarpið fyrir þátta- röð þess ísland i Evrópu og töldu þættina ýta undir það sjónarmið að Island ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Nefndin hefur starfað í tæp tvö ár og fjallað um ákvarðanatöku inn- an EB um innri markað og líklega þróun í Evrópu og áhrif á íslenskt efnahagslíf. Á þessum tveimur ár- um hafá verið gefin út sjö hefti sem nú koma út í einni bók, áhuga- mönnnum og öðrum til glöggvunar á viðfangseftiinu. í síðasta heftinu kemur fram að nefndarmenn, sem koma úr öllum flokkum, era sam- mála um að aðild að EB sé ekki á dagskrá. Einnig að ekki komi til greina að leyfa aðgang að íslensk- um fiskimiðum í skiptum fyrir að- gang að markaði í EB-löndunum. Síðan gerir hver þingmaður grein fyrir áliti sínu. I fyrri heftunum er farið yfir ýmsa skipan og þróun mála og tekið á samvinnu EFTA og EB. Af níu nefndarmönnum vora fjórir á fundinum og gagnrýndu þeir allir Sjónvarpið fyrir þáttaröð þess og sagði Páll Pétursson, Frfl., að Ríkissjónvarpið hefði gert átta áróð- ursþætti fyrir inngöngu okkar i EB. Hjörleifur Guttormsson, Abl., sagði að sumir sem hefðu komið á fund nefndarinnar hefðu verið furðu lostnir yfir efhistökunum í þáttun- um og ætti það sérstaklega við um sjávarútvegsmál. Kristín Einars- dóttir, Kvl., taldi nafngift þáttanna villandi og að þeir væra einlitir þar sem ekki væri leitað álits innnlendra aðila. Formaður nefndarinnar, Eyj- ólfur Konráð Jónsson, Sjfl., tók undir þessa gagnrýni. Ingimar Ingimarsson sem gerði þættina vísar þessari gagnrýni á bug. Hann sagði í samtali við Þjóð- viljann að gagnrýni sem ekki væri rökstudd væri marklaus og því gæti hann í raun ekki svarað henni. Hann sagði að í þáttunum væri lögð áhersla á að fram færi umræða um hvort við ættum að ganga í EB eða ekki. Hann taldi að menn væra ef til vill ekki vanir því að talað væri við aðila eriendis og teldu því hallað á. Ingimar benti á að sjöundi þátturinn væri helgaður íslenskum hagsmuna- aðilum og að síðan yrði þáttaröðinni fylgt eftir með umræðuþætti í sjón- varpssal. Bók Evrópustefnunefhdar, Island og Evrópa, fæst í helstu bókaverslunum og kostar 2150 krónur. -gpm Nytiaflskar u Betri skilyrði til uppeldis Hafró: Kann að rœtast nokkuð úr um þorskárganginn frá 1990 þrátt fyrir litla seiðagengd í sumar ppeldisskilyrði flestra helstu nytjafíska hafa batnað mikið frá því sem verið hefur nokkur undanfarin ár og því kann að rætast nokkuð úr um þorskárganginn frá 1990 þrátt fyrir litla seiðagengd í surnar. Þetta eru helstu niðurstöður úr nýafstöðnum loðnu- og sjórann- sóknaleiðangri Bjama Sæmunds- sonar á miðunum umhverfis land- ið. Samkvæmt þeim er ástandið í hlýja sjónum á norðurmiðum í haust því hugsanlega hagstætt fyrir þorsk en óhagstætt í þeim kalda fyrir loðnu. Sú var reyndin 1981-1983 og er aflur nú 1989- 1990 þegar loðnustofninn mælist með minnsta móti. Horfur í þessum efhum era ef til vill betri fyrir næstu tvö ár en svo getur aftur horfið til verri veg- ar í sjónum samkvæmt mælingum á ástandi sjávar í hafinu suður og norður af landinu. Hlýsjórinn fyrir Suður- og Vesturlandi var í meðallagi heitur og saltur og gætti hans einnig miðdýpis á landgrunninu austur með öllu Norðurlandi að Langa- nesi. Þetta er breyting til batnaðar frá fyrri hluta ársins þegar enginn hlýsjór fannst á norðurmiðum, en i ágúst varð hans vart í nokkram mæli eftir þriggja ára hlé, 1987- 1990. Ástand sjávar á norðurmiðum í haust er hliðstætt því sem það var á árinu 1983. Þá var enginn hlýsjór á norðurmiðum fyrri hluta árs, en hann skilaði sér svo á mið- in seinni hluta ársins 1983 og hélt velli til 1987, samhliða góðum þorskárgöngum 1983 og 1984. Þar sem pólsjávar gætti ekki í Austur-íslandsstraumi í haust er því ekki að vænta hafíss úr þeirri átt. í kalda sjónum djúpt norður af landinu sýna rannsóknir enn,eins og í fyrra, ríkjandi svalsjó án til- tölulega hlýs millilags. -grh Fimmtudagur 20. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.