Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 7
Líf og leikir barna Líf, leikir og störf íslenskra bama fyrr og nú, heitir nýútkomin bók eftir Símon Jón Jóhannsson og Bryndísi Sverrisdóttur. í þessari nýútkomnu bók hjá Emi og Örlygi er vafpað ljósi á heim íslenskra bama. Þau bjuggu fyrrum við misjafnt atlæti og urðu fíirðu fljótt virkir þátttakendur í harðri lífsbaráttu kynslóðanna. Samt hafa leikir alltaf verið jafn eðlilegir og það að borða og sofa og stutt í glens og gaman þótt leik- föng væru oft fábreytt og stundir stopular. Við lestur og skoðun glæsilegs myndefnis munu þeir sem komnir em á miðjan aldur eða eldri rifja upp hálfgleymd atvik og atburði frá því skeiði ævinnar þegar lífið var einfalt og framtíðin full af fyr- irheitum, en þeir sem yngri em fá innsýn í furðulega og forvitnilega veröld sem virðist nú langt að baki. í bókinni er ljöldi ljósmynda sem safnað hefur verið saman hvaðanæva af landinu af Ivari Gissurarsyni þjóðffæðingi, fyrmm forstöðumanni Ljósmyndasafns- ins. Mannraunir eftir Sighvat Blöndahl Fróði h.f. hefúr gefið út bókina Mannraunir eftir Sighvat Blönda- hl, er hefúr að geyma sannar frá- sagnir af mannraunum sem nokkr- ir Islendingar hafa ratað í. Höfundur bókarinnar hefúr lengi verið félagi í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík og tekið virk- an þátt í björgunarstörfúm, auk þess sem hann hefur um árabil lagt fyrir sig fjallgöngur bæði hér heima og erlendis. Sighvatur segir í bókinni frá eigin reynslu eins og t.d. þegar hann kom fyrstur að flaki lítillar flugvélar á Eiríksjökli og tók þátt í björgun tveggja manna sem í vél- inni vom. Þá segir Sighvatur frá eftirminnilegum fjallgöngum, m.a. á Mount McKinley, hæsta fjall Norður-Ameríku. Þá er i bókinni ffásögn af björgun skipveija af vélbátnum Barðanum og frá ffækilegri björg- un manna af flutningaskipinu Suð- urlandi. Mannraunir er 167 blaðsíður. Úrvalsréttir Gestgjafans Útgáfúfyrirtækið Fróði hf. hef- ur gefið út matreiðslubókina Úr- valsréttir-Gestgjafinn, í ritstjóm írisar Erlingsdóttur. Uppskriftimar em úr tímaritinu Gestgjafanum, sem hefúr nú komið út í 10 ár. Bókin skiptist í fimm kafla: Forréttir og súpur, Aðalréttir, Smáréttir, Tertur og eftirréttir og Gestgjafaréttir. Fjölmargir þekktir einstaklingar hafa lagt til upp- skriftimar. Bókin er 128 bls. og prýdd fjölda mynda. r Ami Bergmann um bókmenntir Heimur í postulíni Bruce Chatwin Utz. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir þýddu. Mál og menning 1990. Þessi lesandi hér verður að játa, að fátt vissi hann um Bmce Chatwin, sem lést í fýrra ekki orð- inn fimmtugur. En þessi stutta skáldsaga, sem kemur nú út í Syrtluflokki Máls og menningar, sannar fljótt að þar fór mjög hæf- ur höfúndur og útsmoginn sem Chatwin var. Utz er postulínssafhari í Prag og sjálfúr afsprengi þeirrar þýsku, tékknesku og gyðinglegu blöndu, sem manni finnst stundum vera sjálf Evrópumenningin. Hann hefúr í ríkum mæli til að bera miðevrópska hæfileika til að komast af: hann lifir af hemám nasista þótt hann sé að nokkra gyðingur, hann lifir af brottrekst- iu Þjóðveija úr Tékkóslóvakíu eins þótt hann sé líka þýskur að- alsmaður og hann snýr á flokks- ræðið kommúníska, sem gerir eignir upptækur, en veit ekki hvemig fara á að með einkasafn postulínsgripa, þótt mikið sé og dýrmætt. Bmce Chatwin fer með alla þessa þræði af öryggi gagnmennt- aðs manns og lætur í ker það sem persóna Utz er renna margt: sitt- hvað úr fáránleika heims Kafka, sitthvað af lævísi góða dátans Sjveiks í umgengni við valdhafa. En síðast en ekki sist er hér fjallað um söfnunarástríðu, um það hve mikið hinn sanni safnari getur kreist út úr nærvem gripa sinna og út úr sem fúllkomnastri þekkingu á þeim: postulin verður í slíkri sögu meira en postulín (eins og Ilmurinn hjá Patrick Susskind). Eða svo hlýtur lesanda að finnast þegar hann er látinn skoða mann- kynssöguna í postulíni, sem og goðsagnir og gott ef ekki trúar- brögð („Listaverkasöfnun er skurðgoðadýrkun," segir Utz á einum stað.) Chatwin fer og mjög vel með það þema að söfúunarár- áttan er þverstæðufúll blanda úr frelsi og óffelsi: safn Utz bindur hann við sig, ræður gerðum hans, allt er sveigt undir þarfir og vel- ferð safnsins meðan Utz lifir. Um leið er safnarinn sá kóngur í sínu ríki, að hann verður eins og óháð- ur nauði tímans og skepnuskapn- um í valdhöfúnum. Bmce Chatwin kemur með mörg nöturleg skot á alræðið í Tékkóslóvakíu, án þess að falla í gryfju einföldunar sem gerir vestrið fagurt en austrið skelfi- legt. Þar er og að finna merkileg- an spádóm um Tékkóslóvakíu sem rættist mjög skömmu eftir að bókin var skrifuð: )rAð endingu er líklegast að kerfi kúgunarinnar falli um sig sjálft, ekki í stríði eða byltingu, heldur við vindstroku eða hvisl fallandi laufblaða.“ Þýðingin er ekki nógu ftjáls, en þó er margt geðslegt við hana. Kæruleysið og glaðværðin Arnmundur Backman Böndin bresta Sagan af Helga frænda Fróði 1990. Ammundur Backman hefur hér stofnað til alþýðlegrar skemmtisögu sem er blönduð trega eflir veröld sem var og kem- ur ekki aftur. Veröld íslenskrar sveitar, stórfjölskyldu, sérvisku og kannski skáldlegrar óhagsýni. Sem sögumaður fann á Gassa- stöðum þar sem bjuggu þau amma hans og þijú systkini henn- ar, og þá hann Helgi frændi, sem skiptir meira máli en aðrir. A Gassastöðum sem yfir hvílir „þessi mikli friður og tímalausa líðandi, yndislegt kæmleysi, takt- föst vinnusemi og glaðværð“. Um leið er þetta saga af stór- fjölskyldu sem er að hrynja í öðr- um „gassa“ - í streitu og rótleysi og gleymsku, eða eins og boðað er á öðrum stað: „Nútíminn virð- ist vera að þróast í þá átt að menn em það sem þeir kaupa eða eiga. Enginn hefúr áhuga á þvi lengur hver hann er eða hverra manna“. Það er svo í anda þessarar megin- línu að sjálft ættarmótið góða verður til að herða á upplausninni ef nokkuð er. Sögumaður fer sjálfúr úr landi með móður sinni fráskilinni og þegar hann kemur aftur em Gassastaðir í eyði, Helgi Arnmundur Backman. frændi kominn í bæinn, og það er eftir öðrum æðibunugangi nýrra kynslóða að sögumaðurinn gefúr sér ekki tíma til að heimsækja þennan kæra vin sinn nema einu sinni áður en hann deyr. Nú er að segja frá göllum sög- unnar. í fýrsta lagi em meginlín- umar í boðskap hennar (svo ágæt- ar sem þær em um margt) fúll naktar í framsetningunni. Færi betur á því að þær fengju að sitja eins og sjálfsagður hlutur í sögu- mynstrinu sjálfu. í öðm lagi fellur Ammundur Bakcman alltof oft í þá gryfju að lýsa því yfir að nú séu menn að skemmta sér og hlæja - án þess að það sé tryggt að lesandinn sé með í þeirri skemmt- un (sem hann er stundum og stundum ekki). I þriðja lagi: margir em nefndir til sögu þessar- ar stórfjölskyldu, en of margir hafa þar engu hlutverki að gegna sem heitið getur. Sagan er „nátt- úrleg“ í þeim skilningi að frá- sögnin er oft eins og menn tala um fjölskyldu sína í reynd: og þar var komið með krakkana hennar Binu og Jónu og svo hlógum við öll að uppátækjum ömmu... En lesandinn vill strangara val og hann vill að uppákomur og gam- anmál séu frekar sýndar (ekki síst með viðeigandi tilsvömm) en endursagðar. Besti þáttur bókarinnar er svo sá sem lýsir ungum dreng í vin- skap við sérstæðar persónur Gassastaða, bæði ömmu og svo Helga frænda. Þann uppfinninga- mann og harmóníkuspilara sem er fúllur af „innra röfli" kommón- ismans og á það til að plaffa úr haglabyssu á eignmann ástkonu sinnar handan við á. I þessum samskiptum og þessari mannlýs- ingu er það efni sem lesandinn Ekki skortir okkur hugvitiö Uppfinningabókin Örn og Örlygur 1990. í þessari bók er rakinn margur fróðleikur um tækni og vísindi frá steinöld og allt til geimaldar. Gagnorður fróðleikur fer saman við drjúgan myndakost. Aðferðin er á þessa leið: við skoðum kafla sem nefnist Boðskipti svo dæmi sé nefnt. Þar segir fýrst frá upp- hafi ritlistar, svo frá leturgerðum fomþjóða, myndletri, þróun starf- rófs, blindrastafrófi, síðan frá rit- gögnum (papýms- pergament- pappír- sjálfblekungur- kúlu- penni- blýantur- strokleður). Með svipuðum hætti er stiklað á stóm í sögu prentlistar, bókaútgáfú, blaðaútgáfú (hvert var fýrsta dag- blaðið?), þá er komið að pósti og íjarskiptum: ritsíma, útvarpi osfrv. Hér er margur fróðleikur sam- an kominn. Sá er helstur galli á gjöf Njarðar að lesanda finnst fúlllítið sagt um einstaka „upp- finningu“. Til dæmis er í þeim kafla sem nú var nefndur minnst á að hraðritun hafi þekkst lengi og nú í seinni tíð verið iðkuð „eftir hugmyndum Sheltons, Pittmans, Gabelsbergers, Duployes og Greggs“. En ekki baun um það, hvaða hugmyndir þetta vora. Eða þá að það er eins og gert ráð fýrir almennri vitneskju um sumt, en annað ekki. Þegar t.d. er talað um spil og leiki er ítarlegar sagt frá mekkanói og hvað það er en skák- inni göfúgu, og undir íþróttum verður kaflinn um seglbrettasport ítarlegri en klausan um sjálfa Ól- ympíuleikana. Allt um það, hér er margur gleðskapur fýrir þá sem ganga með fjölfræðabakteríuna. Hér er t.d. kafli um fúrðulegar uppfinn- ingar eins og „aðvömnarkerfi fýr- ir kviksett fólk“. Þama er líka ís- lenskur kafli ansi dijúgur, þar sem bæði segir frá því hvemig ýmis undur veraldar komu til Islands og svo frá íslenskum uppfinning- um, Markúsameti, loðnukreistara og fleiri merkisgripum. Fimmtudagur 20. desember 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7 fær mestan áhuga á og dugir best til að fá hann á sveif með þeirri söguskoðun, að það sé í raun eft- irsjá eftir „veröld sem var“, hve rugluð sem hún var og náttúrlega „ópraktísk“. Ljóðabók eftir Sigurlaug Elíasson IÐUNN hefúr gefið nýja bók eftir Sigurlaug Elíasson. Hún heitir Jaspís og er fjórða ljóðabók höf- undarins. í kynningu útgefanda á bókinni segir: Hversdagslífið þarf ekki að vera stórbrotið og hrikafengið til þess að vera skáldlegt. Það sýnir Sigurlaugur Elíasson lesendum sínum með hlýlegum og mennsk- um hætti í þessari fallegu ljóðabók þar sem fjallað er í heildstæðum ljóðaflokki um mann og náttúm við fjörð fýrir austan eitt sumar. Hann nálgast viðfangsefni sitt af nærfæmi og kímni og þá þarf hvorki mælgi né stóryrði til að bregða upp skýrum myndum. Ljóðabros Guðrúnar V. Gísladóttur Guðrún V. Gísladóttir sendir nú fyrir þessi jól frá sér ljóðabók- ina „Þín hlýju bros“. Er þetta önn- ur ljóðabók Guðrúnar, en sú fyrri, „Ég syng þér ljóð“, kom út á veg- um höfúndar árið 1985 og er nú ófáanleg. „Þín hlýju bros“ sem hefúr að geyma fjöibreytt safn ljóða frá síðustu fimm árum skipt- ist í sex kafla, m.a. rímuð ljóð, órímuð, ferskeytlur, trúarljóð og fleira. Guðrún V. Gísladóttir er skag- firskrar ættar, en hefúr verið búsett í höfúðborginni frá tvítugsaldri, og hafa ljóð eftir hana m.a. verið lesin í útvarp, birst í dagblöðum og tímaritum og verið sungin inn á hljómplötur. „Þín hlýju bros“ er gefin út af höfúndi sem einnig annast dreif- ingu og geta þeir sem kynnu að hafa áhuga leitað upplýsinga í síma 36188. Bókinni verður dreift í fá- einar bókaverslanir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.