Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 9
NÝJAR BÆKUR Út er komin hjá forlagi höf- undanna ljóðabókin: Ljóð myndir pappírsfuglar, eftir Hlyn Halls- son. Hlynur er fæddur á Akureyri árið 1968. Hann lauk stúdents- prófi ffá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1988 en stundar nú nám í fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ljóð mynd- ir pappírsfúglar er fyrsta ljóðabók höfúndar. Hún inniheldur 37 ljóð ásamt jafnmörgum myndum sem Hlynur hefúr gert við ljóðin. Öll eru þau samin á síðustu tveimur árum. Áður hefúr hann birt ljóð og sögur í blöðum og tímaritum, en auk þess var hann einn að- standenda bókarinnar Rifbein úr síðum sem kom út fyrir ári og innihélt ljóð og smásögur átta ungra akureyrskra höfúnda. Ljóð myndir pappírsfúglar er gefin út í 200 eintökum. Þar af eru 100 tölusett og árituð. Bókin er fáanleg hjá höfúndi í Hlaðvarpan- um og nokkrum bókabúðum í Reykjavík og á Akureyri. Yrkjur bókmennta- fræðings Út er komin ljóðabókin Skólaljóð eftir Áma Siguijóns- son. Hún hefúr að geyma fræða- kvæði, glettur, söngljóð, hugsanir, flím og stemmningar; þar em einnig makkarónskir kviðlingar og 2 paromia; áberandi em eins- konar nytjakvæði sem virðast ætl- uð til að veita lesendum styrk í margvíslegum raunum; þá verður skáldinu og ástin að yrkisefhi. Ljóðin urðu til á námsárum höf- undar í ýmsum evrópskum borg- um og mun nafn bókarinnar af þvi dregið. Skáldið fæddist árið 1955 í Reykjavík og lagði stund á bók- menntaffæði. Þetta er hans fyrsta ljóðabók. Sjálfúr ber höfundur hitann og þungann af útgáfú hennar, auk þess sem hann hann- asði kápu. G. Ben. prentstofa hf. prentaði. Bókin er 45 blaðsíður. Unglingabók eftir Rúnar Armann Arthúrsson IÐUNN hefúr gefið út bókina Rugl í ríminu eftir Rúnar Ármann Arthúrsson. Hér er á ferðinni þriðja unglingabók höfundar, en hinar fyrri era Algjörir byijendur og Er andi í glasinu? í kynningu segirm.a.: Rugl í ríminu er margslungin saga sem hrifúr lesandann á vit ótrúlegra atburða og ævintýra. Hér segir frá Hildi og stráknum með dularfúllu fortíðina, en þau hefðu aldrei kynnst ef Hildur hefði gert eins og henni var ráð- lagt. Þá hefðu þau líka misst af miklu. Krakkamir fengu svo sannarlega að upplifa tímana tvenna og sumt var harla erfitt að útskýra fyrir öðrum, eins og inn- brot vopnaða mannsins og óvænta ffammistöðu Lolla í spuminga- keppni sjónvarpsins. Það gat að minnsta kosti enginn sagt að þau væra ekki reynslunni ríkari eftir tvísýnan eltingarleik. Unglingabók eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur Fyrir jólin 1989 kom út hjá Emi og Örlygi unglingabókin Dagbók - í hreinskilni sagt, eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur. Bókin vakti strax talsverða athygli. Nú er komið út ffamhald þessarar bókar og nefnist Dagbók - í fúll- um trúnaði. Hér fylgjumst við áfram með Kötu, aðalpersónu sögunnar í gleði og sorg. Nú er hún að verða 17 ára og ánægð með lifið þegar stjúpi hennar stingur aftur upp kollinum og verður henni erfiður sem fyrri daginn. Margt skemmti- legt gerist þó í lífi Kötu. Hún er ástfangin - og það er ósköp gam- an, en líka stundum erfitt, og hún þarf að takast á við ný viðfangs- efni. Pabbinn nýfúndni kemur við sögu, svo er Spánarferð og enn meiri ást, en líka undirferli og vonbrigði. Ástirí evrópskri ólgu Vaka-Helgafell hefúr gefið út nýja skáldsögu eflir Einar Heim- isson. Sagan heitir Villikettir í Búdapest og segir frá tveim ung- um manneskjum ffá ólíkum stöð- um á sérstökum tímum vorið 1989. Einar Heimisson er ungur rit- höfúndur sem vakti athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Götuvísu gyðingsins. Einar leggur stund á sagnffæðinám í Þýskalandi, en jafnffamt námi og ritstörfúm hef- ur hann lagt stimd á þáttagerð fyr- ir útvarp og sjónvarp. í bók Einars segir ffá ungri ís- lenskri konu sem ætlar að leggja stund á söngnám í stórri borg í Evrópu, en leiðir hennar verða aðrar en til stóð í upphafi. Her- borg er efni í góða söngkonu, en hún villist af leið sinni að markinu um stund. Þegar hún kynnist Mi- hálý opnast fyrir henni nýr ástríðufúllur heimur, blandinn sorg og trega. Ástin, listin og lífið fá nýja merkingu í huga Herborgar, en jafnffamt vakna spumingamar: Hver er hann? Hver er hún? FLÓAMARKAÐUR ÞJÓÐVILJANS Ýmislegt Sodastream tæki. Uppl. I síma 10339. Jólaspil Átt þú Trivial Pursuit eöa önnur skemmtileg jólaspil. Þú færö Smith corona 7000 rafmagnsritvél I stað- inn. Uppl. ( slma 678214. Gefins - til sölu Til sölu tvö góð rúm, annað ein og hálf breidd, hitt einstaklingsrúm, einnig vinnuborð. Einnig vinnuborð og ýmislegt fleira smádót. Barnastóll sem þarfnast smá lagfæringa og ýmislegt fleira fæst gefins. Uppl. i síma 17087. Silkislæður Mála silkislæöur eftir pöntun. Uppl. I síma 10983. Jólatrésskemmtanir Stúfur og Skyrgámur vilja gjarna skemmta börnum ykkar á jólatrés- skemmtunum. Sanngjarnir og góðir. Pantanir I símum 19567, Ásta eða 82804, Sigurður. Klósett Gamalt klósett fæst fyrir lítið. Uppl. I síma 33586 í dag og næstu daga. Húsnædi fbúö óskast Ung hjón á heimleiö óska eftir 3ja herb. Ibúð í miðbænum eða vestur- bænum frá 1. jan eða 1. feb. Reglu- semi og skilvísi heitið. Simi 25659 á kvöldin. Myndlistarfólk Eitt vinnupláss á 5 manna verkstæði á besta staö í bænum á Laugavegi, laust frá 1. jan. Uppl. ( símum 14626 og 25659 á kvöldin. Húsnæði óskast Reglusöm, barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu 3 herbergja íbúð (eða stærri, einbýli eöa raðhús), erum á götunni siðan 15. desember. Sími 657493. Til leigu Falleg, rúmgóð 2 herb. fbúð til leigu frá 010191 til 010991. Leigist aðeins reglusömu pari. Leiga kr. 35 þús. á mánuði. Gardlnur fylgja. Sími 666842 e. kl. 17. íbúð 3-4 herb. Við erum hjón með eitt barn og vant- ar 3-4 herb. íbúð í Vesturbænum frá áramótum. Helst f nágrenni Granda- skóla. Skilvfsum greiðslum og reglu- semi heitið. Sfmi 624624 á kvöldin. Hrísey-íbúð Til leigu eða sölu 4-5 herb. íbúð á góðum staö í Hrísey. Ibúöin er laus nú þegar. Sími 91-30834. Herbergi-íbúð Leigjum út íbúð eða stök herbergi fyrir ferðafólk f Kaupmannahöfn. Sfmi 9045-31-555593. fbúð til leigu Til leigu tvö herbergi og eldhús á góðum stað f bænum. Reglusemi áskilin. Uppl. í sfma 17398 milli kl. 18.00 og 20.00. Til leigu Herbergi við Sund til leigu fyrir reglu- saman einstakling. Uppl. í síma 33586 f dag og næstu daga. Meðleigjandi Óskum eftir meðleigjanda. Búum í gömlu húsi f Þingholtunum. Leiga kr. 15.000 á mánuði. Sími 626527 Hjónarúm gefins Gamalt hjónarúm úr mahónf með tveimur náttborðum fæst gefms. Símar 675550, Guðrún e. kl. 19 eða 74429, Gíslie. kl. 19. Hilluveggur úr mahóní með tveim skápum. Lengd um 3 m. Fæst fyrir mjög lítiö. Uppl. í síma 35269 eftirkl. 17.00. Eldhúsborð Óskum eftir 6-8 manna borðstofu- borði eða svokölluðu amerísku eld- húsborði, helst frá tímabilinu '55- '60, með stálköntum og stálfótum Sími18716 Til sölu vegna flutnings Borðstofuborð úr massffri eik, stækkanlegt 112-14 manna, vandað sófaborð, Píra bókahillur - 8 uppi- stöður og 42 hillur, raðsófasett - 4 stólar+horn, kaffivél, 30 manna ónotuð, stólar og stök borð. Uppl. f síma 657493. Sófasett Til sölu sófasett á 10-15 þús. Uppl. í síma 39567 á kvöldin. Sófasett - barnarúm - kojur Óskum eftir sófasetti og barnarúmi eða kojum ódýrt eða gefins. Sími 624624 á kvöldin. Hansahiliur fást gefins. Uppl. f síma 45363. Píanóstóll Óska eftir notuðum píanóstól. Uppl. í sima 642311 eftirkl. 16.30. Sófasett Þriggja, tveggja og eins sæta, brúnt plusssófasett til sölu. Uppl. í síma 676380. Heimiiis* og rafftæki Gemini-skemmtari Stór Gemini-skemmtari með stól til sölu. Selst ódýrt. Sfmi 92-12883 Bakarofn Til sölu lítill bakarofn með tveimur hellum. Sími 12382 eftir kl.18. Hvar er fjólubláa hjólið mitt? Fjólubláu nýju Peugeot kvenhjóli var stolið frá Ránargötu 8 fyrir nokkrum kvöldum. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um hvar hjólið er niöur kom- iö eða búa yfir einhverjum upplýs- ingum sem að gagni koma við að hafa upp á hjólinu eru vinsamlegast beðnir að hringja í Fjólu í sima 625244 á vinnutíma. Dýrahald Hey til sölu Vélbundið, súgþurrkað, gott hey til sölu. Uppl. í sfma 98-63342 og 98- 63386. Kettiingar Fallegir kettlingar óska eftir góðu heimili. Sími 71232. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Fyrir börn Barnastóll Óska eftir barna-matarstól (td.Hó- kus-Pókus) til að hafa hjá ömmu og afa. Sími 93/56622 og 91/78346. Baðgrind Ungbarnabaðgrind til að setja yfir baðkar til sölu. Selst ódýrt. Simi 657137. Barnakerra Silver-Cross barnakerra með regn- skýli til sölu. Notuð af einu barni. Selst á hálfvirði. Uppl. í sfma 16485. Barnabílstóll Maxicosy barnabflstóll til sölu fyrir allt að 10 kílóa barn. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 35054. Bílar og varahlutir Bfll óskast Óska eftir að kaupa notaðan Skoda- bíl, 3-4 ára gamlan. Má vera í lélegu ástandi og þarfnast viðgerðar. Sími 44465. Skodi til sölu Til sölu Skodi árgerð 83, f góðu ástandi, ekinn 43 þúsund km. Stað- greiösluverð 40 þúsund kr. Uppl. f síma 675590 eftir kl. 18.00 Jeppadekk Fjögur finnsk NOKIA jeppadekk, óslitin, á nýjum Suzukifelgum, jafn- vægisstillt, til sölu með miklum af- slætti. Henta einnig undir Lada Sport. Uppl. f síma 42094 Trabant '86 station Nú er hver að verða síðastur að tryggja sér eintak af þessum fyrrver- andi þýsku gæðavögnum. Grfptu símann og hringdu í 624624 (á kvöldin) og vittu hvort þú lendir f lukkupottinum. Nagladekk Fjögur 13x155 tommu nagladekk til sölu. Uppl. f sfma 676380. bjónusta Vélritun-ritvinnsla-þýðingar Tek að mér vélritun og ritvinnslu. Einnig þýðingar úr frönsku, ensku og dönsku. Uppl. í síma 20237. Atvinna Atvinna Stuðningsaöili óskast fyrir fatlaða stúlku virka daga frá kl. 11.30 til 16.30. Uppl. í síma 79978. Málningarvinna Tek að mér almenna málningarvinnu í nýsmíði eða endurmálun. Sand- sparsla einnig. Uppl. hjá Arnari mál- ara f síma 628578. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið og Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús Alþýðubandalagið og Alþýöubandalagið f Reykjavfk verða með op- ið hús f nýju flokksmiðstöðinni Laugavegi 3 laugardaginn 22. des- ember næstkomandi kl. 17. Fylgismenn Alþýðubandalagsins og aðrir velunnarar eru boönir velkomnir til að skoða hin nýju húsakynni og þiggja veitingar. Alþýðubandalagið - stjórn A.B.R. JÓLA HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS Dregið 18. des. Vinningsnúmer eru: 11478, 700, 1597, 1973, 3302, 3638, 3931, 5661,8258, 8859, 11003, 4691, 11422, 4520, 7323. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra. Símsvarinn er 38181.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.