Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 20. desember 1990 — 241. tölublað 55. árgangur Siglufjörður Heimamenn kaupa Þormóð Eigendur Drafnar hf. og Egilssíldar hf á Siglufirði hafa keypt 57% af hlut ríkisins i Þormóði ramma hf Vaka: Sporin hræða. Tveirþingmenn kjördœmisins mótfallnir sölu ríkissjóðs j" gær undirritaði fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs samning um sölu um 57% hlutafjár í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Ríkið heldur eftir um 40% hlutafjár í fyrirtækinu og mun þar með eignast um 20% hlutafjár I nýju fyrirtæki sem kveðið er á um í samningnum. Kaupendur hlutafjár ríkisins eru eigendur Drafnar hf. og Egilssíldar hf. á Siglufirði. Sjónarmið fjánnálaráðuneyt- isins með þessari sölu er að styrkja atvinnulíf á Siglufirði, auka hagræðingu og samvinnu í sjávarútvegi, drága úr óþörfum ríkisrekstri í atvinnulífinu og tryggja að rétt verð fáist fyrir eignir ríkisins og að fjárfestingar þess skili eðlilegum arði. Skiptar skoðanir eru meðal heimamanna á Siglufirði til þess- arar sölu og heíúr Verkalýðsfé- lagið Vaka meðal annars mót- mælt henni. Hafþór Rósmunds- son, formaður Vöku, sagði að ástæðan fyrir mótmælum félags- ins væri fyrst og fremst sú að heimamenn hefðu slæma reynslu af sölu ríkisfyrirtækja til einkaað- ila og þeir hræddust sporin. í því sambandi vísaði Hafþór til sölu rikissjóðs á Sigló hf. á sínum tíma sem endaði með gjaldþroti verk- smiðjunnar, auk þess sem síldar- vinnslulína þess var seld til Hafn- ar í Homafirði. Þá voru ennfremur skiptar skoðanir meðal þingmanna í Norðurlandskjördæmi vestra um sölu ríkisins. Bæði Páll Pétursson og Pálmi Jónsson voru henni mótfallnir en aðrir ekki. Forsvarsmaður kaupenda, Róbert Guðfmnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði að starfsmannahald fyrir- tækisins yrði óbreytt og að það yrði rekið áfram af sama þrótti og áður. Starfsmannafjöldinn er hátt á þriðja hundrað manns með sjó- mönnum á skipum þess. Fjármálaráðherra sagði að það væri algjörlega skothelt í samningnum að heimamenn þyrftu ekki að óttast að kvóti skipanna yrði seldur í burtu, enda Lái drengnum hver sem vill þótt hann skæli eftir að hafa horft á eftir nokkrum strætisvögnum keyra framhjá biðskýlinu án þess að stoppa í kuldan- um. Mynd: Jim Smart. Myndin er sviðsett. SVR Fáheyrð framkoma Tveir sjö ára drengir urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í samskiptum sínum við Strætisvagna Reykjavíkur í vikunni. Annar þeirra varð fyr- ir því að vagndyrum var lokað á hann eftir að búið var að hleypa inn í vagninn nokkrum fullorðnum við Sæviðarsund, og hinn var ekki virtur viðlits af nokkrum Hagar-Sund vögnum þar sem hann stóð einn í bið- skýli við Laugarnesveg í hríðar- kófi. Þórhallur Halldórsson, eftir- litsmaður SVR, sagði að sér fynd- ist það alveg fáránlegt af vagn- stjóra að loka hurðinni á drenginn Evstrasaltsríkin Alþingi ítrekar stuðning sinn Utanríkisnefnd Aiþingis sendi í gær frá sér þingsályktunar- tillögu þar sem Alþingi ítrekar stuðning sinn við sjálfstæðisbar- áttu Litháens og minnir á að ís- lensk stjórnvöid hafi viðurkennt sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens óslitið frá 1922. I tillögunni sem var rædd og samþykkt í sameinuðu þingi í gær- kvöldi er áréttuð ályktun Alþingis um að sjálfsákvörðunarrétturþjóða með lýðræðislega kjörið þing sé grundvöllur frjálsra samskipta þjóða í milli og stuðli að heims- friði. Ennfremur telur Alþingi að meðan Eystrasaltsríkin hafi ekki fengið fulla viðurkenningu á sjálf- stæði sínu vanti enn mikið á að settar hafi verið niður deilur í Evr- ópu. Loks er lýst yfir stuðningi við hugmyndir íslenskra stjómvalda um Reykjavik sem fundarstað til viðræðna milli stjómar Sovétríkj- anna og Eystrasaltsríkjanna. Tillaga þessi kemur seint fram en þingmenn telja hana gott vega- nesti fyrir utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson sem verður á utanríkisráðherrafundi Norður- landanna í dag. Með tillögunni er hvorttveggja verið að styðja Eystrasaltsríkin í sjálfstæðisbaráttu sinni og þrýsta á önnur Norðurlönd um að gera slíkt hið sama. -gpm ætti rikið áffarn hlut í fyrirtækinu. Kaupverð hins selda hluta rík- issjóðs er rúmar 87 miljónir króna og er söluverð hlutabréfanna mið- að við að heildarverð þeirra í Þor- móði ramma sé um 150 miljónir króna. Greiddar verða 15 miljónir króna við útborgun innan eins árs, en verðtryggð skuldabréf að and- virði rúmra 72 miljóna króna með 4,3% vöxtum em gefm út til tólf ára. Skuldabréfm em tryggð með handveði rikissjóðs í hinum ógreiddu hlutabréfum og auk þess persónuábyrgðum og sjálfsskuld- arábyrgð Jökla hf., dótturfyrir- tækis SH. Þá verða fyrirtækin Dröfh hf. og Egilssíld hf. sameinuð Þor- móði ramma hf. Boðið verður út nýtt hlutafé sem mun auka eigið fé hins sameinaða félags um 50 miljónir króna og verður því eigið heildarfé þess um 300 miljónir króna. Siglflrðingar munu eiga forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé. Ennfremur hafa eigendur fyrir- tækjanna þriggja sammælst um að neyta ekki forkaupsréttar síns við útboð á hinu nýja hlutafé og tryggja þannig að Siglfirðingar sem sýnt hafa áhuga eigi þess kost að gerast hluthafar. Einnig skuldbindur ríkissjóð- ur sig til að selja ekki sinn hlut næstu þijú árin. Kaupendur skuldbinda sig til að viðhalda öfl- ugum rekstri í hinu sameinaða fyrirtæki og að sá aflakvóti er fylgir skipum félagsins verði nýttur í þágu útgerðar og vinnslu í bænum í sama mæli og verið hef- ur. Hluthafafúndur í Þormóði ramma hefúr verið boðaður þann þriðja í jólum, en núverandi stjómarformaður fyrirtækisins er Óttar Proppé. -grh við Sæviðarsund og hann gæti ekki ímyndað sér að svona lagað gæti gerst. Varðandi það sem gerðist á Laugamesveginum sagði Þórhall- ur að vel kynni að vera að ein- hveijir Hagar-Sund vagnar hefðu átt þar leið framhjá sem ekið hefði verið af verkstæðismönnum, en eins og kunnugt er þá er viðgerða- verkstæði SVR við Kirkjusand. í því tilviki hafi viðkomandi vagn- ar ekki verið í áætlun. Hann sagði að seinna tilvikið væri í raun jafn ótrúlegt og hið fyrra frá sínum bæjardymm séð. Þórhallur Halldórsson sagði að í stærri kvörtunarmálum, eins og þessi dæmi óneitanlega væm, hefðu foreldrar alla jafna sam- band við sig, en svo hefði ekki verið. -grh I dag kl. 11 kemur Bjúgnakrækir í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Magnús Sigurösson, 6 ára, teiknaði þennan Sveinka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.