Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 11
Ámi Bergmann skrifar um bókmenntir Mig langar í land minna drauma Bak við hafíð Úrval úr ljóðum Jónasar Guðlaugssonar. Hrafn Jökulsson gaf út. Flugur og M&M 1990. Jónas Guðlaugsson var í okkar huga maðurinn sem orti Æskuást, sem er prýðissálmur til ástarinnar: hvert sem ég fer fmn ég þig „sem, titrandi óm í auðum kór / og angan úr tómu keri“. Kannski er Jónas skáld eins kvæðis? Má vera og er reyndar alveg nóg, svo óspilunarsöm er náttúran og bókmenntimar að gott má heita ef eitt kvæði lifir. En Jónas Guðlaugsson, sem dó árið 1916 aðeins 28 ára að aldri, hann orti fleira. Og það er ómaksins vert að rifja upp hvað hann gerði: Jónas var einn þeirra sem undirbjuggu það ljóðfrelsi sem þeir nutu góðs af Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson. Jónas reyndist sannspár í kveðjuorðum sínum til þjóðar- innar: Eg veit ég söng með veikum róm sem var of sjaldan skœr, en seinna muntu heyra hljóm, sem hcerri tónum nœr... Það er falleg hógværð i þessu, sem ekki fylgdi Jónasi alltaf, stundum er hann allt að því bemskur í oflæti ungskálds- ins sem lýsir frati á „heimskunn- ar sauðaþing". Jónas orti stund- um ádrepur og Heine er kannski einhversstaðar baksviðs sem fyr- irmynd, en satt best að segja vantar skáldið þá lævísi sem þarf til að írónían rómantíska njóti sín. En fyrst og síðast var Jónas skáld sem reisti sit ljóðhús úr timbri rómantíkur, hvort við Jónas Guðlaugsson heldur köllum hana gamla eða nýja: úr blóminu bláa og rósinni rauðu, úr siglingunni til drauma- landsins og dauðabeygnum sem grípur hina mjögsiglandi. Og allt þetta er saman komið í ágætu kvæði, „Mig langar“ (sem að vísu getur dottið niður í vand- ræðaskap eins og „hér er allt það sem hrærist með bönd“). Þetta er stefnuskrá og hvatning: ég vil bálið sem hitar og brennur, ég vil aflþunga elfu sem rennur, ég vil ástblómið rauða sem angar, ég vil horfa á blómið bjarta „sem í bemskunnar draumi ég sá“ (rétt eins og Heinrich von Ofterding- en í sögu Novalisar), ég vil höggva á mín arfgengu bönd: Ó mig langar i land minna drauma, ó mig langar að árroðans strönd... Þessu kynnumst við í snotru og vel út gefnu kveri, sem Hrafn Jökulsson hefur saman sett og skrifað að greinargóðan og hlý- legan formála. Efinn er þar líka Árni Ibsen Árni Ibsen Vort skarða líf Handafl 1990. Allmörg ljóð í þessu kveri eru ofur fáorð á japanska vísu. Stundum verða þau einum of „al- menn“ í mynd og hugsun („dauðinn skín gegnum lifið, sól- argeisli gegnum vatnsdropa"). En oftar er það þó að þessi spar- semi heppnast dável eins og í þessu ljóði hér sem heitir Vafa- laust: og þegar loks allt var Ijóst var efinn þar lika. 1 þessu ljóðakveri kennir fleiri grasa en íslensk-japanskra. Þar er leikið með orð eins og í kvæðinu Til+liT og er þá óvíst hvort málfræðin og tilfinning- amar nái landi saman. Þar em sagðar hér- um-bil smásögur (Einmana kona miðaldra, Jóla- kort), sem virðast fúll átakalitlar þótt þær séu sannar svo langt sem þær ná. Þar er með ágætum fylgt eftir einni líkingu sem lýsir vel dapurlegu hlutskipti þeirra sem skamma leið eiga ófama: „Gamalt fólk er eins og afskorin blóm.“ Og Ami lbsen færist reyndar allur í aukana þegar hann tekur að sér að vera dular- fúllur og kannski mælskur í til- vistarmálunum. Eins og til dæm- is í löngu kvæði sem heitir „Þú sem hefúr allt á þurru“ og má lík- ast til túlka sem uppreisnarsam- tal við Guð sem er svo skelfilega þögull andspænis ófamaði heimsins: En þú hélst áfram að þegja ogþegja ogflóðið hœkkaði ogskerið minnkaði... Já, það er ýmislegt vel bita- stætt i þessari ljóðabók sem Árni Ibsen sendir frá sér fimmtán ár- um eftir að hans fyrsta bók kom út. 110 kvæði Jóns úr Vör Jón úr Vör hefúr nú dreift í nokkrar bókabúðir ljóðasafninu 100 kvæði sem Helgafell gaf út árið 1967 i samantekt Einars Braga skálds. Þetta er sá hluti upplagins sem skáldinu bar sam- kvæmt samningi við útgefanda. Bókin er löngu horfin af almenn- um markaði svo gamlir og nýir aðdáendur skáldsins taka áreið- anlega þeim fáu eintökum sem eftir em fagnandi hendi. Líklegt er að hún seljist upp fyrir jól. Ný kápa er utanum safnið og öll ein- tökin árituð. Fyrsta bók Jóns, Ég ber að dymm, kom út árið 1937 og sú síðasta Gott er að lifa 1984. Alls em þetta 12 ftumútgáfúr, ævi- verk sem orðið er mikils metið hjá þjóðinni. Ljóð Jóns úr Vör hafa farið víða um lönd þó sjálfúr sé hann hlédrægur. Kvæði hans hafa ver- ið þýdd á margar þjóðtungur m.a. ensku, rússnesku, sænsku, norsku, finnsku, þýsku og dönsku. Víða er um fleiri en eina útgáíú að ræða. í DAG ÞJ0ÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Allsherjaratkvæðagreiðslan 1 Dagsbrún. Verið á verði Dags- brúnarmenn! Dagsbrúnarmenn! Segið já við fyrstu spumingunni, nei við þriðju spurningunni. Prestkosningamar voru ólög- mætar í öllum sóknum. Sigur- björn Einarsson og Jón Auðuns fengu flest atkvæði I Hallgrims- sókn, Jón Thorarensen í Nes- sókn. Það verður að byggja skúr yfir verkamennina við flug- völlinn. Aðbúnaðurinn, sem Bretarnir bjóða upp á, er óþol- andi. Guðmundur Ó. og Harald- ur Guðmundsson banna Jóni Rafnssyni og Sveini Sveinssyni 20. desember fimmtudagur. 354. dagur ársins. Sólarupprás ( Reykjavík kl. 11.21-sólarlag kl. 15.30. Viðburðir Eldgos (Eyjafjallajökli hefst 1821. Timaritið Samstaða, gefið út af Vietnamnefndinni á (slandi hefurgöngu sina 1972. 10 manns farast (snjóflóði ( Nes- kaupstaö 1974. Eldgos ( Leir- hnjúki 1975. að gæta réttar sfns. Þeir sem ætla aö gera rétt óttast aldrei eftirlit. Hversvegna óttast þeir Guömundur og Haraldur eftirlit? APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 14. til 20. desember er í Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frldögum). Siöarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavik ® 1 11 66 tt 4 12 00 Seltjamames » 1 84 55 tr 5 11 66 Garðabær. Akurevri « 5 11 66 tr 2 32 22 Sökkvffið og sjúkiabðar Reykjavík t» 1 11 00 Kónavoaur « 1 11 00 Seltjamames Hafnarfjörður. tt 1 11 00 tr 5 11 00 tt 5 11 00 Akureyri « 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavik, Seltjam- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tfmapantanir I tr 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt- alans er opin allan sólarhringinn, « 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl- an, tr 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, tr 656066, upplýsingar um vaktlækni n 51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Læknamiöstööinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, tr 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, n 11966. SJÚKRAHUS Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land- spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra- timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar- heimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Al- mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, umnelgarkl. 14 til 19:30. Heilsu- vemdarstööin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim- DAGBÓK sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spítali Hafnar- firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavfk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauöa kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, tr 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er ( upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbla og homma á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum timum. tr 91-28539. Sálfræðistööin: Ráögjöf I sálfræöi- legum efnum,tr 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga frákl. 8 til 17, n 91-688620. „Opiö hús” fyrír krabbameinssjúk- linga og aðstandendur þeirra i Skóg- arhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i tr 91- 22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: tr 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar- fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars slmsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91- 21205, húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum, Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, tr 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: tr 91-21500, simsvari. Vinnuhopur um sifjaspellsmál: tr 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, *r 91-626868 og 91- 626878 ailan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: tr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt f ir 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, tr 652936. GENGIÐ 19. desember 1990 Saia Bandarfkjadollar............54,63000 Steriingspund...............106,20200 Kanadadollar.................47,37200 Dönsk króna...................9,59120 Norsk króna...................9,43600 Sænsk króna...................9,81640 Finnskt mark.................15,28530 Franskur franki..............10,87640 Belglskurfranki.............. 1,79360 Svissneskur franki...........43,27800 Hollenskt gyllini............32,88810 Vesturþýskt mark.............37,10680 Itölsklira....................0,04905 Austurrlskur sch..............5,27060 Portúgalskur escudo.......... 0,41790 Spánskur peseti...............0,57880 Japanskt jen..................0,40919 (rskt pund...................98,55400 KROSSGÁTA Lárétt: 1 héla 4 öngull 6 tré 7 kerra 9 kven- mannsnafn 12 friðsöm 14 reglur 15 brún 16 bor 19 dvelur 20 hljóöa 21 deila Lóörétt: 2 sefa 3 tungl 4 litli 5 glöð 7 hlýr 8 hlýðir 10 rimma 11 am- ar 13 brigð 17 fugl 18 vesöl Lausn á siöustu krossgátu Lárétt: 1 stál 4 gogg 6 úir 7 spök9ösla 12 raust 14 roð 15 ótt 16 urður 19 magi 20 nafn 21 aflar Lóörétt: 2 táp 3 lúka 4 grös 5 gíl 7 skráma 8 örðuga 10 stórar 11 aft- ann 13 urð 17 rif 18 una Fimmtudagur 20. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.