Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.12.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Kiarnorkuúrgangur Hjörleifur krefur Svía svara Hjörleifur Guttormsson með jyrirspurn til sœnsku ríkisstjórnarinnar: Mun stjórnin leyfa flutning á kjarnorkuúrgangi til Dounreay? Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður og þingmaður í Norðurlandaráði hefur sent sænsku ríkisstjórninni fyrir- spurn um flutning kjarnorku- úrgangs til Dounreay í Skot- landi. Hann telur að ekki verði hægt að sætta sig við það ef Sví- ar senda úrgang til Dounreay. Hjörleifúr spyr sænsku stjóm- ina hvort hún muni veita fyrirtæk- inu Studsvik eða öðrum sænskum fyrirtækjum leyfi til að senda Loðna Óbreytt ástand kjamorkuúrgang til endurvinnslu- stöðvarinnar í Dounreay til endur- vinnslu eða geymslu. Hann spyr sem þingmaður í Norðurlanda- ráði, enda hefúr hann heimild til þess sem slíkur, en ekki sem al- þingismaður. Þjóðviljinn sagði frá því í síð- ustu viku að uppi væm áform um að senda kjamorkuúrgang frá Sví- þjóð til Dounreay. Fréttin var höfð eftir samtökunum NENIG (Northem European Nuclear In- formation Group) á Hjaltlands- eyjum og hefur verið staðfest af sænskum yfirvöldum. Sænsk yfir- völd hafa þó ekki fjallað formlega um málið enn sem komið er. Hjörleifúr tók málið upp á Al- þingi í síðustu viku og hefúr nú ákveðið að leita eftir svömm sænsku ríkisstjómarinnar um málið. Um er að ræða úrgang ffá til- raunakjamaofnum í Studsvik. Fram til ársins 1988 var úrgangur ffá þessum stöðvum sendur til Sa- vanna River i Bandaríkjunum, en því fyrirtæki hefúr verið lokað vegna mengunarhættu að því er segir í frétt frá Norðurlandaráði vegna fyrirspumar Hjörleifs. Bandarísk yfirvöld hafa bannað innflutning á kjamorkuúrgangi til landsins. Þetta hefúr valdið Svíum vandræðum. í fféttinni frá NENIG kemur fram að bresk yfirvöld hafi ákveðið að hætta stuðningi við stöðina í Dounreay árið 1997. Það er því mikilvægt fyrir stöðina að gera samninga við kjamorkuver um endurvinnslu og geymslu úr- gangs. Samkvæmt ffétt NENIG hafa þegar verið gerðir samningar við Þjóðverja um þetta, en samn- ingaviðræður standa yfir við fleiri aðila. I bréfi sínu til sænsku rikis- stjómarinnar segist Hjörleifúr telja það uggvænlegt að ef til kæmi yrði úrgangur ffá Svíþjóð fluttur loftleiðis eða á sjó yfir gjöful fiskimið. Ef óhapp yrði gæti geislavirkur úrgangur borist á fiskimiðin við ísland og Færeyj- ar. Hjörleifur minnir sænsku ríkis- stjómina jafnframt á mótmæli norrænu umhverfisráðherranna gegn byggingu stöðvarinnar i Do- unrcay og segist í því ljósi telja það ótækt ef Svíar senda úrgang þangað. -gg Svo virðist sem ástand loðnu- stofnsins sé hvorki betra né verra en vitað var, þegar sjávar- útvegsráðuneytið fór þess á leit við loðnuflotann á dögunum að hætta veiðum og taka sér langt jólafrí. Þetta em helstu niðurstöður í nýloknum loðnuleiðangri rann- sóknaskipsins Ama Friðrikssonar, en skipið kom til hafnar eftir að hafa leitað að Ioðnu fyrir austan, norðan og vestan land. -grh Tölvudiskar tapaðir Um síðustu helgi tapaði mynd- listarkonan Róska lítilli dökkfjólu- blárri rússskinnstösku i löngu bandi i miðbæ Reykjavíkur. í töskunni vom 9 harðir tölvu- disklingar fyrir Macintosh-tölvu með afar mikilvægum upplýsing- um fyrir listakonuna, sem em gagnslausar öðmm. Sumir disk- linganna em merktir „Róska“. Auk þess var i töskunni ávísanahefti með 2-3 óútfylltum ávísunum. Skilvís finnandi gerði listakon- unni mikinn greiða ef hann hefði samband við Rósku í síma 16335. Hin heppilega þrenning Hljómsveitimar Bless, Ham og Infusoria verða með tónleika á Hótel Borg laugardagskvöldið 29. desember. I fréttatilkynningu seg- ir að erfltt sé að fínna jafn heppi- lega þrenningu og þessar þrjár hljómsveitir til að hrista af sér yf- irþyrmandi slepju jólahaldsins. Tónleikamir heQast Ú. 22. Stríðshættan við Persafóla Aðstandendur vikublaðsins Militant verða með opinn fund um stríðshættuna við Persafóla í bóksölu Pathfinder að Klappar- stíg 26, 2. hæð, laugardaginn 22. desember kl. 15.30. Fjallað verð- ur um vígbúnaðinn við Flóann og striðsundirbúninginn þar, hlut Ör- yggisráðs Sþ og mélefni Kóreu. Þar var háð stríð 1950 til 1953 undir fána Sameinuðu þjóðanna. Fmmmælendur verða Gylfi Páll Hersir og Jóhann Bjömsson, en hann sótti Heimsþing æskunnar í Kóreu 1989. Fundinum lýkur áð- Tvífari Ólafs Ragnars býður ráðherranum skattaafslátt: Sl. laugardag lék lausum hala fyrirframan Verðbréfa- markað Fjárfestingarfélags (slands í Kringlunni maður sem líktist fjármálaráðherra og vakti athygli á laga- ákvæðum um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Ólafur Ragnar Grímsson kom þá aðvffandi og bar kennsl á Spaugstofuleikarann Pálma Gestsson. Ráðherra er maðurinn til hægri á myndinni. Mynd: Arnaldur. Jasshljómsveit Konráðs Bé. Jóla- og áramótahátíð Smekkleysu Smekkleysa heldur jóla- og áramótahátíð á Hótel Borg fostudags- kvöldið 28. desember. Jasshljómsveit Konráðs Bé leikur og verður söngvarinn Bogomil Font í framlínunni. Auk hans gælir við hljóðnem- ann Johnny Triumph. Einnig kemur fram leynigestur. Meðal annarra atriða sýnir Hláturfélag Suðurlands nýjan leikþátt eftir Óskar Jónasson sem nefnist Frímínútur. Þá er „Drag-show“ sem nefnist Dragt, Matar- dans. Listafélagið Myndyndi verður með skyggnimyndasýningu og út- skýringar, Mör-leikhúsið flytur tragedíuna Sveitamorð, aðstandendur Gisp! verða með upplestur og sýningu úr nýútkomnu blaði sínu, boðið verður upp á mandólín-spil, HÖH kemur fram en kynnir kvöldsins verður Laddi eða Þórhallur Sigurðsson. Húsið opnað kl. 22. Forsala aðgöngumiða er í Skaparanum Ingólfsstræti 8, Veitingahúsinu 22 Laugavegi 22, N 1 Bar á Klapparstíg og Hótel Borg í Pósthússtræti. ur en blysför samtaka friðarhreyf- inga hefst kl. 18. Að blysför lok- inni er opið hús í bóksölunni. Ljóðatónleikar í Nor- ræna hósinu Ljóðatónleikar Huldu Guð- rúnar Geirsdóttur í Norræna hús- inu verða fimmtudaginn 27. des- ember kl. 20.30 en ekki í kvöld einsog misritaðist í Þjóðviljanum í gær. Er beðist afsökunar á mis- tökunum. Listaverk Jóns Helgasonar biskups Árbæjarsaín og íslandsmynd- ir hafa gefið út listaverkaöskju með myndum Jóns Helgasonar biskups, en Reykjavíkurborg eignaðist myndir Jóns, sem eru á annað hundrað talsins, árið 1945. Þetta heilsteypta myndasafn er upphafið að minjasafni Reykja- víkur og eru myndimar nú meðal mestu dýrgripa Árbæjarsafns og ómetanlegar heimildir um sögu borgarinnar. Askjan, sem nú er Bœkur Frumraun Ómars Ómar Ragnarsson fréttamaður hefúr haslað sér völl sem rithöf- undur með fýrstu skáldsögu sinni, í einu höggi, sem er nýkomin út. í bókarkynningu segir að Ómar fari óheföbundnar leiðir, flétti sam- an raunveruleika og skáldskap. „Aðalsöguhetja bókarinnar er Reykvíkingur af ‘68 kynslóðinni. Á skólaárum var hann miðpunktur í samfélagi og hugsjónabaráttu unga fólksins, en árin hafa liðið án þess hann hafi staðið undir þeim væntingum sem hann sjálfur og aðrir gerðu til hans. Hann ffemur óhappaverk sem leiðir til uppgjörs. Gamall neisti kviknar innra með honum og hann ætlar sér ekki að hverfa af sjónarsviðinu sem nafn- laus og illa þokkaður einstaklingur. Hann kemur auga á tækifæri til að skrá nafn sitt með eftirminnilegum hætti, ekki aðeins í Islandssöguna heldur í mamikynssöguna,“ segir i kynningunni. -Sáf Trúarhátíð Hermann fær verðlaun Kvikmynd Margrétar Rúnar, „Hættu nú þessu voli, Hermann minn“, var nýlega verðlaunuð á al- þjóðlegri trúarhátíð í Friedberg í Þýskalandi. í umsögn um myndina var sagt að hún væri sérstaklega vel fallin fyrir leitandi, þjáða ung- linga, sem námsgagn í kynlífs- fræðslu og kristnum ffæðum fyrir gagnfræðaskólastigið. Margrét Rún segist hafa sent myndina í forvalið til að stríða for- svarsmönnum hátíðarinnar og að hún hafi alls ekki átt von á að myndin yrði sýnd á hátíðinni. Það komi því vel á vondan og að hún verði bara að sætta sig við að vera fyrirmyndarbam í hvívetna. Her- mann verður sýnd sem jólamynd í kvikmyndahúsi í Berlín. -Sáf gefin út í 500 tölusettum eintök- um, er fyrsta askjan af þremur. Guðjón Friðriksson ritar skýring- artexta við hverja mynd og stuttan inngang um ævi og starfsferil Jóns. Með hverri öskju er bók þar sem fjallað er um hveija mynd fyrir sig og ritar Davíð Oddsson borgarstjóri formála að verkinu. Myndimar em litprentaðar í A4 stærð. Hátíðardagskrá á Landspítalanum í dag em liðin 60 ár ffá því fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítalann. Þessa merka af- mælis hefur verið minnst með ýmsu móti að undanfömu og í dag verður stutt hátíðardagskrá fýrir starfsfólk Rikisspítala í anddyri K-byggingar. Davíð Gunnarsson býður gesti velkomna, Séra Bragi Skúlason flytur stutta hugvekju, Matthías Johannessen og Pétur Jónasson verða með upplestur og tónlist og Kvennakór íslensku óp- erunnar syngur jólalög. í anddyr- inu stendur nú yfir listaverkasýn- ing. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.