Þjóðviljinn - 18.01.1991, Síða 4
Harma að til stríðs hafi komið
Flestir viðmælendur Þjóðviljans harma að til striðs hafi
komið við Persaflóa og margir telja að ekki hafi verið full-
reynt að finna friðsamlega lausn á málinu.
íslenskir ráðamenn hittust á mörgum fundum í gær til
að ræða ástandið. Ríkisstjómin var kölluð saman snemma
í gærmorgun og vom fjórir ráðherra settir í að fylgjast með
ástandinu. Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra er
einn þeirra og sagði hann að þeir hafi kallað á sinn fund
fulltrúa almannavama og hagvamarráðs sem hefúr kannað
birgðir í landinu. Menn fóm yfir birgðastöðuna og er hún
talin nokkuð góð. Um tveggja mánaða birgðir em til af
eldsneyti, en helst em til litlar birgðir af komi til manneld-
is eða mánaðarbirgðir. íslendingar hafa verið beðnir um að
spara eldsneyti um sjö prósent. Utanríkismálanefnd Al-
þingis fjallaði einnig um málið í gær.
Steingrímur
Hermanns-
son
Varð
fyrir miklum
vonbrigðum
Vona að þetta verði
stutt stríð fyrst það á
annað borð hófst
„Mín fyrstu viðbrögð
vom þau að ég varð fyrir
mjög miklum vonbrigðum,"
sagði forsætisráðherra Stein-
grímur Hermannsson. „Eg
hafði reynt að hanga í þeirri
bjartsýni að þama yrðu ekki
átök og þá að Saddam Huss-
ein myndi draga sig til baka á
síðustu stundu og að banda-
menn myndu fallast á að
ræða Palestínumálin og gefa
Saddam þannig einhvem
möguleika á því að draga sig
til baka. Hinsvegar er það
hárrétt að óffiðurinn hófst
fyrir sex mánuðum."
„Ég skil það mætavel að
það er ekki hægt að láta
svona ofbeldismann einsog
Saddaam Hussein leggja
undir sig eitt land og kannski
annað á eftir,“ sagði forsætis-
ráðherra.
„Mín viðbrögð urðu að
öðm leyti þau, að við íslend-
ingar brygðumst nú rétt við
og stæðum saman. Að við
gerðum skynsamlega hluti á
þeim sviðum þar sem við
yrðum fyrir áhrifúm. En þau
verða engin bein, það verða
engin eiturvopn sem hingað
berast eða slík skeyti önnur.
Það sem við verðum að
skoða er allskonar birgða-
staða og áhrif á okkar efna-
hagslíf, og það er verið að
vinna að því núna,“ sagði
Steingrímur í gær.
Viðbrögð ríkisstjómar-
innar em þau að hvetja til
samstöðu og þess að menn
haldi ró sinni. Ríkisstjómin
er í kallstöðu og það var
ákveðið að fjórir ráðherrar
sem fjalla fyrst og fremst um
þessi mál hafi yfimmsjón
með þessu. Það em þrír
ásamt mér, þ.e. dómsmála-
ráðherra, viðskiptaráðherra
og samgönguráðherra. Allt
em þetta svið er varða okkar
öryggi.
Steingrimur upplýsti
snemma í gær að ekki hefði
verið neitt samband haft við
ísland af hálfú Bandaríkja-
stjómar. „Enda undirstrikar
það að við erum ekki aðili að
þessum átökum."
„Ég vona að þetta verði
stutt strið, ég vona að það sé
rétt sem við emm að heyra -
fyrst þetta á annað borð hófst
- þá hafi tekist að ná þessum
markmiðum að eyðileggja
eiturefnastöðvar og hemað-
arstöðvar og að þetta verði
stutt strið. Hinsvegar getur
friðurinn orðið mjög erfiður.
Það vakna líka upp spuming-
ar um hvort til dæmis olíu-
lindir verði sprengdar upp, en
það gæti haft áhrif á olíuverð
um langan tíma. En maður
vonar að þetta fyrsta högg sé
svo mikið að írakar átti sig á
því að þeir geti ekki staðið í
þessu og dragi sig út úr
þessu. En ég veit ekki hvað
maður á að lifa lengi í von-
inni,“ sagði Steingrímur að
lokum.
Mátti ekki
dragast
lengur
Búið var að leita
allra leiða til að ná
fram friðsamlegri
lausn
„Stríðið skall ekki á í
nótt, heldur 2. ágúst s.l. og
bandamenn hafa leitað allra
leiða til að ná ffam frið-
samlegri lausn, það hefúr
ekki tekist,“ sagði Þor-
steinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins að-
spurður um viðbrögð við
því að stríð hefði hafist við
Persaflóa aðfaramótt
fimmtudags.
„Þessar aðgerðir í nótt
vom þess vegna óhjá-
kvæmilegar og gátu ekki
dregist lengur, og ég vona
að þær beri góðan árangur.
Ég tel að þetta hafi verið
nauðsynlegt og óumflýjan-
legt því Saddam Hussein
hefur sýnt af sér slíka
ósvífni og ósveigjanleika
eftir valdaránið á Kúvæt að
undan þessu varð ekki vik-
ist. Og að mínu mati mátti
það ekki dragast lengur,
það var búið að gera allt
sem að hægt var til þess að
fá íraka til að fara úr Kúvæt
með ffiðsamlegum hætti,"
sagði Þorsteinn.
„Það var útiiokað fyrir
Sameinuðu þjóðimar og al-
þjóðaherinn að sætta sig
við að Kúvæt væri hemum-
ið og lagt niður sem sjálf-
stætt ríki einsog til stóð af
hálfu íraks. Ég held að það
hafi ekki farið fram hjá
nokkmm einasta manni að
svör Husseins hafa alltaf
verið á eina lund, þau hafa
alltaf falið í sér nýjar ögr-
anir og nýjar hótanir,“
sagði Þorsteinn spurður
hvort ekki hefði mátt reyna
lengur og betur að finna
friðsamlega lausn.
„Að mínu mati hafa
verið teknar réttar ákvarð-
anir, en auðvitað harma all-
ir að til þessa hafi komið,
en það er ósveigjanleiki
Husseins sem veldur því að
til þessara ráða þarf að
gripa, og nú hljóta menn
einungis að vona að al-
þjóðaherinn nái markmið-
um sínum sem allra fyrst,“
sagði Þorsteinn.
„Það hefur alltaf legið
fyrir að á þessu svæði em
mörg vandamál óleyst -
það er eitt mál, hitt að þjóð-
ir heims geta ekki þolað of-
beldi sem þama átti sér stað
í Kúvæt er annað,“ sagði
Þorsteinn að lokum.
Enginn
önnur
úrræöi fær
Þurfum að gœta
öryggis og hags-
muna Islands við
nýjar og breyttar að-
stæður
„Okkar fyrstu viðbrögð
við þessum skelfiiega hild-
arleik em náttúrlega þau að
huga að því hvað það er
sem við getum gert til að
gæta öryggis og hagsmuna
Islands við þessar nýju og
breyttu aðstæður,“ sagði
Jón Sigurðssson, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, en
hann er starfandi utanríkis-
ráðherra.
„Þessvegna var það að
ríkisstjómin kom saman til
fundar klukkan níu í morg-
un (fimmtudag) og ræddi
þar hvað væri skynsamleg-
ast að gera. Ég legg nú á,
það sérstaka áherslu, að að
okkur steðjar engin bein
hætta á þessari stundu, en
við þurftim hinsvegar að
hafa forsjálni um birgðir og
aðdrætti á mikilvægum
rekstrarvömm og hráefn-
um. Þessvegna hefur ríkis-
stjómin, eða fjórir ráðherr-
ar innan hennar, kallað til
fundar með embættis-
mönnum sem em ábyrgir
fyrir almannavömum og
samgöngum, olíubirgðum
og fleiru af þessu tagi sem
meðal annars hefúr þegar
verið fjallað um á vett-
vangi hagvamarráðs,"
sagði Jón.
„Að sjálfsögðu er hin
pólitíska hlið málsins líka
ákaflega mikilvæg og hún
er fyrst og ffemst byggð á
því sjónarmiði að við eig-
um samstöðu með lýðræð-
isþjóðum um það að styðja
lýðræðislega stjómarhætti
hvarvetna, að freista þess
að leysa allar deilur með
friðsamlegum hætti á
grundvelli meginhugsunar
stofnskrár Sameinuðu
þjóðanna," sagði við-
skiptaráðherra.
„En þar sem öll sund
em lokuð og engin önnur
úrræði fær til þess að
bregðast við harðstjóm og
árásartilhneigingu einræð-
isherra einsog Saddams
Husseins þá verða vopnin
að skera úr um,“ sagði Jón.
Höfum farið
mörg skref
afturábak
Afall að farið hefur
verið út í styrjaldar-
átök og ekki reynt til
þrautar að finna
friðsamlega lausn
„Ég er harmi slegin yfir
því að þetta skuli hafa þurft
að fara svona. Kannski átti
þetta ekki að koma mér á
óvart, en það kom mér samt
á óvart að það skyldi ekki
hafa verið reynt til þrautar
að finna friðsamlega lausn
á þessum deilumálum,
vegna þess að ég er eigin-
lega alveg viss um það að
hún var til,“ sagði Kristín
Einarsdóttir Kvennalista.
„Ef að það hefði verið
fallist á það að fjalla um
þessi mál í víðu samhengi
með því að halda alþjóða-
ráðstefhu þar sem allt væri
lagt undir - sem er reyndar
í samræmi við samþykktir
Sameinuðu þjóðanna - þá
hefðu þesi átök ekki þurfl
að koma til. Einnig þarf
hvort eð er að taka á þess-
um málum öllum.“
„Auðvitað hlýtur það
að vera áfall þegar farið er
út í styrjaldarátök þar sem
hundruð þúsunda manna,
kvenna, karla og bama,
fellur í stað þess að reyna
frekar að leysa þetta mál á
friðsamlegan hátt,“ sagði
Kristín.
„Það er áfall að það
virðist vera mat svo margra
að það sé sjálfsagt að leysa
deiluna með ofbeldi. En
það gildir ekki bara þama,
það var ofbeldi að hálfú
Husseins þegar hann réðst
inní Kúvæt, það er ofbeldi
af hálfú hinna líka. Það er
beitt ofbeldi allsstaðar. Að
leysa deilumál með ofbeldi
virðist vera lausn, en ég lít
allsekki á það sem lausn,“
sagði hún.
„Maður hefur verið að
vona það síðustu ár að þetta
væri að breytast. Það hefur
verið mikil þýða í sam-
skiptum í heiminum, það
hefur átt sér stað afvopnun
- að því er maður hélt.
Núna hafa verið farin
mörg, mörg skref aftur-
ábak. Mér finnst einna
óhugnanlegast hvað mörg-
um þykir það sjálfsagt að
beita vopnavaldi og of-
beldi.“
Ég fyllist óhugnaði
þegar ég horfi uppá menn -
karla, en þeir koma mest
fram í þessu - sem að bein-
línis em ánægðir með þetta
og telja það vera mjög rétt
og að svona eigi að fara
að,“ sagði Kristín að lok-
um.
Finnst aðfferöin
afskaplega
ógeðfelld
Það væri skásta nið-
urstaðan efþað væri
hægt að stöðva þessi
átök í skyndi
„Maður skelfist náttúr-
lega þessa atburði, og ég
varð fyrir vonbrigðum að
það skyldi þurfa á endanum
að grípa til vopnaviðskipta.
Ég hélt fram á síðustu
stundu, kannski einsog
margir aðrir, að það myndi
nást samkomulag með ein-
hverjum hætti,“ sagði Júlí-
us Sólnes umhverfisráð-
herra.
„Hinsvegar hijótum við
íslendingar að fylgja öðr-
um þjóðum Sameinuðu
þjóðanna og standa á bak-
við ályktanir þess. Náttúr-
lega er rödd okkar óskap-
lega veik í þessu sambandi
þó að við höfúm reynt að
hafa uppi mótmæli gegn
því að fara þessa leið,
þ.e.a.s. leið vopnavaldsins.
En ef til vill er okkar rödd
svo veik i þessu að skipti
ekki máli hvaða skoðun við
höfum á því. Þetta er alveg
úr okkar höndum. Þrátt fyr-
ir það hljótum við að standa
á bak við ályktun Samein-
uðu þjóðanna og vera í
þessum hópi þjóða sem
hafa fordæmt innrás Iraka í
Kúvæt,“ sagði Júlíus.
„Við hljótum með öll-
um ráðum að stuðla að því
að Kúvæt endurheimti sitt
frelsi, þó að ég vilji ítreka
það að mér finnst þessi að-
ferð afskaplega ógeðfelld
og lýsi miklum vonbrigð-
um með að þessi leið skuli
ef til vill að lokum hafa
verið sú eina sem var fær.“
„Maður vonar að Sadd-
am Hussein eða öfl í írak
leiti nú leiða til friðar eða
gefi til kynna að þau séu
reiðubúin til samninga og
að það megi þá stöðva
stríðsreksturinn og forðast
ffekari ógæíú á þessum
slóðum.“
„Það væri, úr því sem
komið er, þó skásta niður-
staðan ef það væri hægt að
stöðva þessi átök í skyndi
og setjast að samninga-
borðinu. Ef ekki þá óttast
maður það að þetta geti haft
mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir alla heimsbyggðina.
Ef til dæmis olíulindir
verða eyðilagðar í þessum
átökum þá hefur það aug-
ljóslega gífúrlegar efna-
hagslegar afleiðingar,“
sagði Júlíus.
Of fIjótt
gripið
til vopna
Nauðsynlegt að
halda áfram við-
leitni til að finna
friðsamlega lausn á
málinu
„Okkur hlýtur að vera
hryggð í huga vegna þeirra
styrjaldar sem hófst í nótt.
Það hafa miljónir manna um
heim allan bundið vonir við
að ffiðsamleg lausn fmndist
og það er sorglegt að svo
fljótt skyldi , gripið til
vopna,“ sagði Olafur Ragn-
ar Grímsson fjármálaráð-
herra.
„Afstaða okkar einsog
ffam kemur í afstöðu þing-
flokks Alþýðubandalagsins,
er að leggja áherslu á það að
leitað sé ffiðsamlegra og
pólitískra lausna á þessari
deilu. Við höfum fagnað því
ffumkvæði sem Norður-
landaþjóðimar hafa sýnt á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og studdum reyndar þá
tillögu sem Frakkar fluttu í
öryggisráðinu á elleftu
stundu. Það er nauðsynlegt
að halda áffam allri þeirri
viðleitni að finna ffiðsam-
lega lausn á deilunni. Þannig
að styijaldarátökunum ljúki
sem fyrst. Það er líka mikil-
vægt að árétta að ísland er
ekki aðili að þessu striði þótt
ýmis riki innan Atlantshafs-
bandalagsins hafi myndað
bandalag með ýmsum ar-
abaþjóðum. ísland er þess
vegna ekki í stríði, þótt hér
sé bandarísk herstöð. Það er
grundvallaratriði sem mikil-
vægt er að varðveita. Þessi
afstaða hefúr líka komið
skýrt ffam hjá forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra,"
sagði Ólafúr.
„Á þessum óvissutímum
er líka nauðsynlegt og dýr-
mætt að Ieitast við að varð-
veita samstöðu þjóðarinnar.
Við vitum ekki hvað þessar
hörmungar standa lengi, né
hvað þær kunna að hafa í för
með sér fyrir. okkur eða
heimsbyggðina alla. Á slík-
um tímum á að víkja minni-
háttar deilumálum til hliðar
og forðast pólitíkt skak og
sýna í verki afdráttarlausan
vilja hjá þjóðinni allri,“
sagði fjármálaráðherra.
„Mín viðbrögð í nótt
(aðfaramótt fimmtudags)
vom fyrst og ffemst von-
brigði, ég var á fúndi til
miðnættis og vissi ekki að
stríðið var hafið fyrr en ég
gekk af fúndinum. Heima
sat ég með dætrum mínum
fram eftir nóttu og fylgdist
með atburðum á hinni ágætu
bandarísku sjómvarpsstöð
CNN og ræddi við þær um
atburðina og það sem í
vændum væri. Það var djúp
mannleg reynsla að þurfa að
greiða úr þeirra svömm og
finna ótta þeirra og vina
þeirra í skólanum sem í
fyrsta sinn em að upplifa
heim sem hugsanlega er á
heljarþröm allsheijarstyrj-
aldar," sagði Ólafur að lok-
um.
-gpm
.- NÝTLÖÍirpARBLAÐ FÖ5t^gurj1!j^Aar 1991
í'l