Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 6
Bágborin vörn íraka
veldur undrun
Sumir hernaðarfrœðingar telja að þeir hafi þegar hálftapað stríðinu, aðrir að framhaldþess sé mjög komið undir bar-
áttukjarki landhers þeirra í Kúvœt og Suður- Irak
Vestrænir hernaðarfræð-
ingar eru furðulostnir yfir því
hve lítt og illa írakar hafa varist
loftsókn andstæðinga sinna í
stríðinu, sem hófst laust fyrir
miðnætti í fyrrinótt að íslensk-
um tíma. Síðdegis í gær höfðu
bandamenn aðeins misst tvær
flugvélar frá því að árásirnar
hófust.
Það þykir lítið, miðað við að
mörghundruð flugvéla tóku þátt í
árásunum og það hve öflugar loft-
vamir íraks hafa verið taldar, auk
þess sem þeir hafa - eða höfðu -
allsterkan flugher. Önnur flugvél-
anna sem bandamenn misstu var
bandarísk, hin bresk, og auk þess
vom fjórar franskar flugvélar
laskaðar með skothríð.
Hálfursigur unninn?
Meirihluti þess loftflota, sem
herjar nú á írak og stöðvar þess í
Kúvæt, er bandarískur, en saúdi-
arabíski flugherinn er með af fúll-
um krafti auk flugsveita þeirra
sem Bretar og Frakkar hafa sent á
Persaflóasvæði. Flugher hinnar
útlægu stjómar Kúvæts hefúr og
tekið þátt í árásunum.
„Hafi írakar þegar tapað í
lofti, hafa þeir þegar hálftapað
stríðinu, nema þá að þeir hafl ein-
hver vopn sem við vitum ekki
um,“ segir Saadet Deger, tyrknesk
kona og hemaðarfræðingur við
Alþjóðlegu friðarrannsóknastofn-
unina í Stokkhólmi (SIPRI). Hún
og fleiri hemaðarffæðingar segja
að annaðhvort sé að skipana- og
eftirlitskerfi írakshers sé harla
bágborið eða að bandamönnum
hafi þegar í fyrstu atrennu tekist
að tmfla rækilega fjarskiptakeríi
andstæðinganna.
Með stórfelldum eldflauga-
og sprengjuárásum á stjómstöðv-
ar, eldflaugastöðvar og flugvelli
hafi skipanakerfi íraka síðan ver-
ið lamað og mikið eyðilagt af
flugvélum og loftvamaflaugum
áður en vígtól þessi komust á loft.
Allsráðandi
ílofti?
Sumir bæta því við að ekki
hafi verið ástæða til að búast við
vígalegri frammistöðu af íraska
flughemum; hann hafi ekki staðið
sig sérstaklega vel í stríðinu við
íran 1980-88 og var íranski flug-
herinn þó ekki merkilegur and-
stæðingur.
Lítið hefur verið um loftbar-
daga og bandarískir flugmenn
segja að íraskar flugvélar, sem
komist hafi á loft, hafi sumar
forðast bardaga og flúið í norður-
átt.
Sam Nunn, formaður vamar-
málanefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, segir að banda-
menn séu þegar allsráðandi í lofti
yfir írak og Kúvæt.
Sé það rétt, segja hemaðar-
fræðingar, verður íraska land-
hemum erfitt um vik að greiða at-
lögur að óvinum sínum. Birgða-
flutningalestir bandamanna yrðu
þá til þess að gera ömggar, sem
og flugvélar og herþyrlur sem að-
stoða landhersveitir.
Verið sigurglaðir
íhófi
Andrew Duncan ofúrsti, starf-
andi við hina þekktu hemaðar-
fræðistofhun IISS í Lundúnum,
telur samt sem áður að heppilegt
sé fyrir bandamenn að gæta hófs í
sigurgleði sinni enn um sinn.
íraski Iandherinn í Kúvæt og Suð-
ur-írak, um hálf miljón manna, sé
enn öflugur andstæðingur, miðað
við liðsfjölda, vopnabúnað og
víggirðingar, og sé hann ekki
þrotinn að baráttukjarki geti hann
veitt harða vöm.
Áður en vopnaviðskipti hóf-
ust spáði IISS að stríðið hæfist
með loftsókn bandamanna er
stæði yfir í tvo eða þijá daga, síð-
an færi landher þeirra á kreik og
yrði í lengsta lagi rúma fimm
daga að umkringja íraska herinn í
Kúvæt. Héldi það lið áffam að
veijast umkringt, gæti það dregið
stríðið á langinn í tvær eða þijár
vikur í viðbót. Segir Dúncan of-
ursti að þessi spá sé enn óbreytt.
Ýmsir forustumenn banda-
manna, þeirra á meðal Tom King,
vamarmálaráðherra Bretlands,
ráðleggja og sínum mönnum að
stilla bjartsýni sinni í hóf. „írak er
enn mjög voldugt,“ sagði King í
gær. Irak hefur að visu fengið yfir
sig hátæknilegustu og að sumra
mati hnitmiðuðustu lofitsókn sög-
unnar til þessa, en mörgum finnst
eigi að síður vissara að hafa í
huga að til þessa hefur yfirleitt
ekki reynst einhlítt að reyna að
vinna stríð með lofthemaði.
Iraskir landhermenn - enn óreynt hve lengi þeir duga.
Kirkjusamtök harma stríð
Skorað á Bush og Saddam að gera vopnahlé
Heimskirkjuráðið harmaði í
gær þá ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar að fara í stríð við
írak og hvatti til að bardögum
yrði hætt án tafar. „Þetta er
dapurleg stund í sögunni,“ segir
í samþykkt ráðsins, sem yfir
300 kirkjufélög utan kaþólsku
kirkjunnar eiga aðild að og hef-
ur aðsetur í Genf. Er bent á að
stríðið geti haft ófyrirsjáanleg-
ar afleiðingar og valdið meiri
þjáningum en hægt sé að gera
sér í hugarlund.
Emilio Castro, aðalritari ráðs-
ins, segir það einnig hafa harmað
að íraksstjóm skyldi ekki verða
við áskomnum hvaðanæva úr
heimi um að kveðja her sinn frá
Kúvæt.
Lútherska heimssambandið,
sem í em 105 kirkjufélög, skoraði
í gær á þá Bush Bandaríkjaforseta
og Saddam íraksforseta báða að
gera þegar í stað vopnahlé og
hefja samningaumleitanir undir
umsjón Sameinuðu þjóðanna.
Einnig leggur
sambandið að
Javier Pérez de
Dagur
Þorleifsson
Cuellar, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, að hann láti
ekki af tilraunum sínum til að ná
samkomulagi í Persaflóadeilu og í
öðmm deilumálum Austurlanda
nær.
Jóhannes Páll páfi annar
ávarpaði kardínála í Páfagarði í
gær og lýsti yfir sorg sinni út af
nýbyrjuðu stríði við Persaflóa.
Sagði páfi að stríð gætu aldrei
leyst deilur milli ríkja.
I fvrsta sinn
Yfir Kyrrahaf með loftballón
Richard Branson, breskur
auðmaður sem berst mikið
á, og Per Lindstrand, sænskur
félagi hans og liðsmaður í flug-
her lands síns, hafa flogið yfir
Kyrrahaf í loftbelg, fylltum
heitu lofti, og orðið til þess
fyrstir manna.
Þeir félagar tilkynntu snemma
í gær að þeir væm komnir innyfir
land skammt frá Sitka í Alaska.
Lögðu þeir upp frá Miyakonojo,
syðst í Japan, og svifú með ball-
óninum um 6.300 mílna leið á
tæpum tveimur sólarhringum.
Belgurinn var hinn glæsileg-
asti ásýndum, silfurlitur, og fór
hann yfir 240 km á klukkuslund.
Hefur aldrei áður verið flogið svo
langt með loftbelg. Fyrra metið
áttu þeir Branson og Lindstrand
sjálfir og settu það er þeir flugu
yfir Atlantshaf 1987.
Þeir félagar vom á leiðinni í
vatnsþéttu hylki sem hékk neðan
á belgnum, sem er nógu stór til að
í honum kæmust fyrir sex þotur af
gerðinni Boeing 747.+
Óttast ofsóknir
Nokkur hundmð Frakka í Má-
ritaníu leituðu í gær hælis í sendi-
ráði lands slns í Nouakchott, höf-
uðborg Máritaniu, af ótta við að
ofsóknir á hendur þeim væm yfir-
vofandi. Höfðu þarlendir embætt-
ismenn sagt að þeir gætu ekki
tryggt öryggi Frakkanna.
Máritanía er eitt þeirra araba-
ríkja sem em á bandi Iraks í
Persaflóadeilu. Hefur talsvert ver-
ið um fúndi og göngur þar undan-
farið til stuðnings Saddam Huss-
ein. Kröfugöngur til stuðnings
honum vom og í gær í Jemen og
Súdan, ríkjum sem einnig hafa
verið á hans bandi í deilunni.
6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991