Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Qupperneq 8
UÝTT ÞlÓÐVILIINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karlsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgrelðsla: *r 68 13 33 Auglýsingadeild: » 68 13 10 - 68 13 31 Sfmfax:68 1935 Verö: 150 krónur f tausasölu Setnlng og umbrot: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddí hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Friðarvopn - stríðsvopn i dag er annar dagur stríðs við Persaflóa. Þegar þetta er ritað, tæpum sólarhring eftir að stríðið hófst, virðist flugher bandamanna hafa tekist að vinna mikil spjöll á vígvél íraks, al- menningur á Vesturlöndum bíður líkt og milli vonar og ótta. Sé myndin sem við höfum feng- ið af átökum á fyrsta sólarhring stríðsins rétt, vekur undrun að íraksher skuli ekki hafa tekið hraustlegar á móti. Skyndilega er komin upp spurningin: er hægt að Ijúka þessum ósköp- um fljótt og með litlu mannfalli, geta þjóðirnar aftur andað léttar? Við höfum verið að fylgjast með afar merki- legu ferli þennan sólarhring. Tæknivæddustu herir heimsins beita öllu afli sínu til að ráða niðurlögum hers sem búinn er vopnum sem framleidd eru af sömu þjóðum og gera út hina fyrrnefndu. Hvernig sem litið er á máliö blasa við mót- setningar sem vekja til umhugsunar. Við við- urkennum aldrei rétt eins ríkis til að leggja undir sig annað með hervaldi, en það er best að horfast í augu við þá staðreynd að við lát- um okkur yfirleitt fátt um finnast ef atburðirnir eru nógu langt í burtu og afleiðingarnar koma ekki við pyngju okkar. Nú eru atburðirnir ekki langt í burtu, lesið á mælikvarða nútíma samgangna og fjarskipta- tækni, og það sem meira er: ástandið í mið- austurlöndum kemur við pyngjuna hjá okkur, því þar er að finna mikinn hluta þeirrar olíu sem Vesturlandabúar nota. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðla og áhrifamanna í heim- inum við þróun mála undanfarnar vikur. Hér á landi hefur ótrúlega lítið farið fyrir kynningu á sjónarmiðum þeirra sem hafa haldið því fram að ná mætti sama árangri í glímunni við íraks- forseta með öðrum aðferðum en styrjöld. Héðan af verður spurningunni um það hvort þeir höfðu rétt fyrir sér aldrei svarað, friðar- vopnunum var ekki beitt til hins ýtrasta, en það þjónar auðvitað engum tilgangi að sjá eft- ir því mikla tækifæri sem hér fór forgörðum. Tækifæri til að sýna að heimurinn hafi raun- verulega breyst. Við höfum fylgst með því hvernig þjóðum Austur-Evrópu hefur tekist að umskapa þjóð- félögin að mestu leyti á friðsamlegan hátt, frið- arvopnin sem felast í samtökum miljónanna hafa talað. Við erum þessa dagana að horfa upp á að beiting hervalds í Eystrasaltslöndun- um leysir engan vanda fyrir valdamenn í Sov- étríkjunum. Enda þótt þeim kunni að takast í bili að bæla niður sjálfstæðiskröfur Eystra- saltslandanna mun hernám landanna að lík- indum verða Sovétríkjunum sá akkilesarhæll sem tætir þau í sundur að lokum. Krafan um friðsamlegar lausnir á deilumál- um þjóða hefur verið ákaflega sterk undanfar- in ár, búið er að gera samninga um mannrétt- indi og frið sem eiga sér enga hliðstæðu í sög- unni, stigin hafa verið ýmis skref sem gátu gefið fyrirheit um betri tíma. Þegar svo stutt er liðið frá því að átökin við Persaflóa hófust er engin leið að sjá fyrir af- leiðingarnar. Enn er þróun mála í Eystrasalts- ríkjunum heldur ekki komin svo langt að hægt sé að gera sér grein fyrir langtímaáhrifum þess sem þar gerist. Sagan kennir okkur að friðarvopnin duga ekki við allar aðstæður, því miður. Þau dugðu íslendingum vel í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Engir kunnu betur að beita þeim en Ind- verjar undir forystu Gandhis gegn Bretum, en þau hefðu því miður dugað skammt gegn Ad- olf Hitler. Við verðum að vona að beiting stríðsvopn- anna nú sé aðeins stund milli stríða og friðar- vopnin verði fljótlega áfram gjaldgeng í sam- félagi þjóðanna. hágé. 8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.