Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 15
öðru hvoru að fangar komist yfir slík efni. En þetta er mjög orðum aukið. Ýmsar leiðir eru færar til að smygla ávana- og fikniefnum inn í fangelsið, en við reynum eft- ir ffemsta megni að koma í veg fyrir slíkt. Því miður er sáralitil með- ferðarstarfsemi héma á staðnum. AA-menn koma hér þó, og fang- ar hafa fengið að sækja AA-fund á Selfossi einu sinni í viku. Einn- ig hefur Þórarinn Tyrfmgsson læknir komið hér og haldið fundi með fongunum. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að við sendum fanga í áfengis- og lyfjameðferð héðan. Það eru dæmi þess að fangar hafí fengið að eyða síðasta hluta af af- plánunartímanum á meðferðar- stofnun. Hér em alltaf nokkrir fangar sem eiga við alvarleg lyfjavanda- mái að stríða. En lyíjagjöf lækna til fanga er þó í algjöru lágmarki og er komin niður í það lágmark sem mögulegt er, segir Gústaf. Gústaf segir að hins vegar sé annað vandamál sem fangelsisyf- irvöld eigi við að glíma og sé mun brýnna að Ieysa, en það em mál- efni geðsjúkra fanga. — Lögum samkvæmt eigum við ekki að vista geðsjúka af- brotamenn, en hér hafa verið þetta í senn tveir til þrir fangar sem þannig hefúr verið ástatt um. Að mínu mati er ekki heppilegt að vista geðsjúka menn innan um heilbrigt fólk þar sem þeir fá ekki neina faglega umönnun. En það er eins og sumum innan heil- brigðiskerfisins fmnist það allt í lagi að ófaglært fólk annist geð- Framandi umhverfi. Rammgerðar og luktar dyr meðfram löngum gangi I fangelsinu á Litla-Hrauni. sjúklinga svo fremi þeir séu af- brotamenn. Það er til vitnis um hve illa þessum málum er komið hér hjá okkur að það hefur verið erfið- leikum bundið að fá geðdeildir til að taka við geðveikum Ibngum í lyfjarannsókn. En þetta stendur vonandi til bóta, segir Gústaf. Námshestar í hópi fanga Nokkur undanfarin ár hefur fongum á Hrauninu verið gefinn kostur á að stunda nám meðan á afplánun stendur, en kennslan fer fram á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. - Flestir fanganna hafa flosn- að upp úr námi og margir þeirra hafa ekki lokið skyldunámi. Margir uppgötva það ekki fyrr en hér, að þeir geta vel lært, og inn á milli leynast afbragðs góðir námsmenn. Héðan hefur einn fangi útskrifast með stúdentspróf, segir Gústaf og það er ekki laust við að það gæti stolts í röddinni. Á síðustu önn hófu 27 fangar nám við skólann og þar af sótti einn tíma á Selfossi. Helmingur nemendanna flosnaði þó upp úr námi, —einkum vegna ílkniefna- neyslu. Flestir hinna sem eflir tórðu náðu prófum með ágætum árangri. Agi og agabrot í fangelsislögum er heimild til handa fangelsisyfirvöldum að beita fanga refsingum fyrir aga- brot. Þessar refsingar geta verið með þeim hætti að fanga sé veitt áminning, sviptur réttindum sem fangar almennt njóta samkvæmt lögum, sviptur vinnulaunum, eða það sem umdeildast er sæti ein- angrun í allt að 30 daga í senn -Það gerir engum gott að taka frá honum alla ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Björn Einarsson. Mynd: Kristinn. um sé sýnt ffam á að þeim sé treyst. Eg hef allavega aldrei kynnst öðru en orðheldni af þeirra hálfu. En til þess að hægt sé að sýna föngum traust verða þeir sjálfir að sýna fram á að þeir séu tilbúnir að gera eitthvað í sínum málum og séu traustsins verðir. Staðreyndin er sú að stærsti hluti fanga á við áfengis- og/eða eitur- lyfjavandamál að stríða. Þeir verða að sýna ffam á það að þeir séu reiðubúnir að horfast í augu við þennan vanda. Það er sem bet- ur fer orðið óalgengt að fangi sé settur í einangrun fyrir agabrot. Fangeisisyfirvöld eru orðin sér þess meðvituð að það er hægt að beita öðrum aðferðum en að snúa lykli í skrá. Staðreyndin er sú að það er lengi hægt að tala menn til með góðu og sýna þeim ffam á hið rétta án þess að beita ströngum aga og refsingum, segir Bjöm Einarsson. -rk Föstudagur 18. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15 Minnstu klefarnir á Litla-Hrauni eru hvorki rúmgóðar né geðslegar vistarverur. I þeim er ekki rými fyrir annað en fleti og hillu á vegg. sem ekki dregst frá afplánunar- tíma. Fyrir þingi liggur ftumvarp frá dómsmálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að fangelsisyfir- völdum verði ekki heimilt að láta fanga sæta refsingu fyrir agabrot nema að undangengnum úrskurði ráðuneytis og að einangrunarvist verði ekki til þess að lengja af- plánunartímann eins og nú er, enda samýmist það ekki ákvæð- um í Mannréttindasáttmála Evr- ópu sem Island er aðili að. — Þegar fangelsislögunum var breytt fyrir nokkrum árum og kveðið var á að heimild væri til að einangrun mætti lengja fangavist allt að því þriðjung dæmds refsi- tíma og allt að því um helming með fengnu samþykki fangelsis- málastofnunar, lagðist ég gegn þessu ákvæði. En er eitthvað um það að fangar séu settir í einangrun fyrir agabrot? - Það er mjög lítið um það. Eg hef reynt að forðast í lengstu lög að beita þessari heimild. Hvemig bregðist þið þá við agabrotum? - Fangar sem lenda í agabrot- um geta átt það á hættu að missa klefann sinn eða verða sviptir ákveðnum réttindum. Nú, svo reynist ofl árangursríkt að tala um fyrir mönnum og leiða þeim það rétta fyrir sjónir, segir Gústaf. - Það eru voða fáir sem koma út sem breyttir menn eftir að hafa setið af sér dóma í fangelsum. Eg held að það hljóti að vera til aðrar leiðir í þessum málum. Eg bind miklar vonir við það frumvarp sem dómsmálaráðherra heftir boðað um að föngum verði gert kleift að afplána dóma eða hluta af dómum með því að vinna að ákveðnum störfúm í þágu samfé- lagsins. Meðan okkur er sniðinn jafn þröngur stakkur og raun ber vitni, með alls ófullnægjandi aðstöðu og yfirfullt fangelsi, er vart von á því að árangur af okkar starfi verði mikill, segir Gústaf Lilli- endahl. Launamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1990 eiga nú að skila launamiðum á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. Skilafrestur rennur út 21. janúar. RSK RlKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSIO / SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.