Þjóðviljinn - 18.01.1991, Síða 23

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Síða 23
Miöaldakirkjan [ Skálholti frá 16. öld sem helguö var Pétri postula. Kirkjan sem kennd hefur verið viö Gísla biskup Jóns- son og stóð frá 1567-1673 var 607 fermetrar aö flatarmáli og 5507 rúm- metrar aö sögn Harðar Ágústssonar Islenskt form rím í timbri Hörður Ágústsson hefur sent frá sér annað bindið í ritsafni sínu um Skálholt, og íjallar hún á ffæðilegan hátt um sögu kirkjubygginga í Skál- holti (Staðir og kirkjur I, Skálholt kirkjur, útg. Hið íslenska bók- menntafélag 1990). Með verki þessu hefúr Hörður opnað okkur nýja sýn á íslenska menningar- sögu á miðöldum, heim formríms og byggingarlistar, sem til skamms tíma hefur verið horft ffamhjá af fræðimönnum um is- lenska sögu eins og hann væri ekki til. Saga kirkjubygginga í Skál- holti verður ffemur flestu öðru til þess að sýna okkur samhengið í íslenskri listasögu, og Höiður sýnir fram á það með umfangs- miklum rannsóknum sínum, að slíkt samhengi er til og á sér nærri 1000 ára sögu. Jafnffamt sýnir hann fram á það að þróun kirkju- bygginga varð með öðrum hætti hér á landi en víðast annars staðar. I fyrsta lagi segir saga Harðar okkur það, að fáar þjóðir hafa þurfl að eyða jafn mikilli orku í endurbætur og endurbyggingu kirkna sinna og íslendingar. Því olli veðurfar og skortur á varan- legu byggingarefni. 1 öðru lagi sýnir hann ffam á það hvemig saga kirkjubygginga í Skálholti endurspeglar sögu þjóð- arinnar, allt frá fyrstu öld kristni á Islandi, þegar kirkjur vom litlar og jarðgrafnar, yfir í hinar stór- brotnu miðaldakirkjur eins og Klængskirkju í Skálholti (1153- 1309), Ámakirkju (1310-1527), Ögmundarkirkju (1527-1567) og Gíslakirkja (1567-1673), sem vom hver um sig allt að 50 m. á lengd og 13-14 m á hæð. Kirkjur þessar vom í rauninni ótrúleg mannvirki og einstök í evrópskri byggingarsögu, því þær vom end- urómun hins rómanska bygging- arstíls sem tíðkaðist á steinkirkj- um í Evrópu fram undir 1100. Það einstaka við þessar kirkjur er meðal annars hversu lengi róm- anski byggingarstíllinn hélst hér á landi eftir að gotnesk byggingar- list og jafnvel endurreisn hafði út- rýmt rómanska stílnum á megin- landinu. Enn óvenjulegra er þó að sjá fyrir sér slíkar rómanskar basi- líkur byggðar í tré, og á það sér ekki einu sinni hliðstæðu í Noregi nema að litlu leyti að sögn Harð- ar.Þessar rómönsku trébasilíkur á miðöldum sýna okkur líka veldi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, og breytingin sem verður við fyrstu kirkjubygginguna eflir siðaskipti birtir tekjutap kirkjunn- ar og hrömandi landsgæði með mun viðaminni mannvirkjum og snautlegri. í effirmála bókarinnar segir Hörður: „Dómkirkjur miðalda voru vegleg og merkileg hús, sér- kennilegt framlag Islendinga til heimslistarinnar, enda þótt þær séu nú týndar og tröllum gefnar. Þegar þær voru upp á sitt besta hefúr hverjum gesti, er þar steig fótum inn, þótt þær ekki síður til- komumiklar en okkur er við göng- um á vit steinmustera meginlands- ins ffá svipuðum tíma.“ -ólg. I Péturskirkju í Skálholti á 16. öld Ieflirfarandi kafla úr bók Harðar Ágústssonar, Skálholt - kirkjur, sem er fyrsta bindið í ritsafninu Staðir og kirkjur, bregður höfúndur upp lifandi mynd af kirkju Péturs postula í Skálholti eins og hún leit út á 16. öld. Lýsingin bregður jafnframt lifandi mynd af íslenskri mið- aldakirkju, sem var að formi til eins og rómönsk basilíka, sem byggð er í tré. Slíkar kirkjur voru að mati höfúndar "sérkennilegt framlag íslendinga til heims- listarinnar". Eigum við að hugsa okkur, næstum að segja í leyfisleysi, að við séum á leiðinni í Skálholt á Þorláksmessu á sumar á fyrsta fjórðungi 16. aldar. Við komum að sunnan, göngum stéttina yfir Hundapoll og sjáum dómkirkjuna risa yfír fúllsprottinni þekju stað- arhúsanna. Það stimir á svart- brúnan spón veggjanna, en grænn kopar þaksins er líkur hátóni þess gróðurs er umvefúr staðinn. Logn og heiðríkja er yfir landinu. Um skoming austurtraða fetum við okkur upp á ffemsta hlað og það- an ífamhjá biskupsherbergjum, nemum staðar við Staupastein í fjölmenni sem bíður þess að stöp- ullinn verði opnaður. Allir hlusta í andakt á hljómmiklar klukkumar sem kalla til mestu hátíðar sum- arsins og bíða þess að voldugar vængjahurðir opnist. Straumurinn liggur fyrst fyrir í stöpul sem næstum hriktir i við slátt klukkn- anna. Gildir stöplar sem enginn nær utan um, reyni hann það, varða leiðina að sjálfúm kirkju- dyrunum háum og breiðum, mörkuðum stöfúm skomum, en í lauffléttum þeirra má sjá striðið eilífa milli hins illa og góða birt- ast í líki ljóns og dreka. Úr rökkri stöpulsins ber okkur inn í bjartari hákirkjuna, þar sem enn lengri og hærri stöplaröð lykur um okkur á báða vegu með marglitum gler- gluggum í hverju stafgólfi efst. Ljós þeirra sveipar stöpla, syllur, þil og bita, sperrur og súð dul- mögnuðu ljósi, sem vart nær inn í útbrotin. Þar hafa farlama gamal- menni og veikburða konur fyllt sér á bekki meðffam veggjum. Um það bil sem útbrotaþak og há- kirkja mætast að innan em tjöld og reflar þandir á stöplana, saum- aðir helgisögum, en fram undan blasa margprýdd kórskilin en framan við þau er lestrarkórsrið- ið. Dyr skilanna em lokaðar okk- ur því þar inn af fá klerkar, sem em i þann mund að hefja messu- haldið, einir inngöngu. Rétt frammi fyrir skilunum miðjum hefúr altari verið klætt besta bún- ingi, það altari sem alþýðu er ætl- að að kijúpa við, og þiggja hið vígða vín og brauð. Að hámessu lokinni, sem við hlýðum stand- andi drykklanga stund, þokast kirkjugestir inn um nyrðra útbrot og við með inn í Maríustúku. Svipur allra verður því alvarlegri sem innar dregur. Hafi einhver hvískrað ffammi þá heyrist ekki stuna né hósti eftir þetta, ef til vill bænamuldur. Himnadrottningin sjálf blasir við okkur á austurvegg með son sinn ungan í fanginu yfir altari sínu, ljós brennur fyrir, mörg ljós. Yfir henni hvelfist himinn eða húfa máluð og skorin er hvílir á fjórum stöfum ekki síðri. Við hneigjum aðeins höfúð okkar lítillega til hennar nú, því leiðin liggur innar til postula Is- lands, Þorláks helga. Áfram þok- umst við í útbrot kórs með skart- búið skilrúm hákórs á hægri hönd, en dyr til skrúðhússins eru á út-. brotaveggnum til vinstri, beygj- um síðan suður með kórgafli og við sjónum blasir von okkar allra, skrínið forgyllta, sett dýrindis steinum, glóir í húmi kórsins. Aft- ar og upp af háaltarinu stendur það á grindarumbúnaði svo hægt sé að bera það út. Allra augu bein- ast þangað í bæn. Helst viljum við kyssa það og fá að ganga undir það til þess að losa okkur við bæði krankleika og synd. Við sjá- um til hvemig það gengur, því nú er því lyft af skrautskrýddum klerkum sem bera hinn helga dóm hægt og virðulega suður um og út. Fyrir því ganga aðrir með uppi- haldsstikum og reykelsiskerum, svo sætur ilmurinn og flöktandi ljósið sveipar skrinið enn meiri dýrð. Þegar út er komið má heita að troðist sé um til að fá snert um- búnað dýrlingsins eða undir hann gengið. Við hinkrum þó við inni í kirkju og litumst frekar um, reyn- um að finna rauf á skilrúmi há- kórs svo við sjáum inn í helgasta rými kirkjunnar. Innst er háaltarið lagt dúkum og klæðum forláta vel gerðum, á því stendur silfurbúin kúpa Þorláks ásamt ljósastikum, krossum og fagurbúnum messu- bókum er liggja á ekki síðri kodd- um. Upp yfir því rís altarisbrík mikil máluð og gyllt. Ef til vill eru þær fleiri því við sjáum ekki of vel til. Húfa mikil og vel búin hvelfist yfir altarið og hlíflr því við ryki og óhreinindum. Á gólfi hákórsins sem er af timbri má líta lektara og söngforma setta út- saumuðum dúkum, en á þeim hvíla söng- og lesbækur opnar með fogru letri og lýsingum. Nokkru firamar grillir í skorin sæti dómklerkanna upp við skilrúms- vegginn sem við stöndum við. Önnur röð er á móti. Fremst má sjá hefðarstóla biskups og annarra háklerka og snúa þau við altari. Yfir þeim höfum við frétt af fögr- um bílætum. I ríflega mannhæð hanga þungir ljósahjálmar í keðj- um, festir í ræfrið, og bera flökt- andi birtu um hákór. Allur er kór- inn pentaður marglitum rósa- bekkjum og myndum, en tjöld og reflar enn fegurri hanga á innan- verðum stöplum. Nú er fólkið komið út fyrir stundu svo okkur gefst færi á að svipast betur um. Við fetum í fótspor þess í suðurút- broti og komum í suðurstúku. Á vinstri hönd og á austurvegg er altari nafndýrlings kirkjunnar Pét- urs postula girt einni húfunni enn með skrift hans undir. Fleiri ölt- uru eru þar líkt og í norðurstúku, en mesta athygli okkar vekja graf- ir biskupa undir suðurvegg stúk- unnar, legsteinum þaktar, en þó öðru fremur steinþió Páls bisk- ups. Á þeim sama vegg eru dyr til studiums, þar sem bækur eru skrifaðar og lesnar og dýrmæti annað af eðalmálmum geymt. Þaðan liggur leiðin enn um syðra útbrot í ffamkirkju, sem lögð er samfelldum hellum, eins og stúk- ur, útbrot kórs og stöpull. Einnig þar njótum við daufrar birtu ljósa- hjálma. Þegar við erum komin fram í stöpul afhir heyrum við kliðinn af hátíðargestunum, sem nú eiga skamman spöl ófarinn í kringum dómkirkjuna. Við skjót- umst inn í útbrot svo við verðum ekki fyrir mannþrönginni þegar hún þokast inn með helgiskrinið í fararbroddi. í útbrotinu eru ýmis- konar harki, yfirhafnir, vopn og húfúr. Út erum við komin að nýju og göngum upp Norðurtraðir framhjá reiðingahúsi þar sem þeir, er á hestum komu, geyma reiðvera sinna. Hátíðinni fer senn að ljúka og fólk er farið að tínast heim á leið. Höfðingjum er þó boðið til veislu í Stórustofú og gista sennilega um nóttina eða lengur. Brytinn er hins vegar vís til að víkja sýrulögg að þeim sem þyrstir eru af alþýðustétt, kannski einhveiju öðru. Þegar við lítum til baka af stöðlinum og virðum fyrir okkur þessa miklu smíð, tákn sjálfs guðdómsins, formsterkt og fullt upp með fagra list honum til dýrðar, já, þá grunar okkur ekki að það eigi eftir að fúðra upp á skrammri stundu nokkrum árum síðar. Föstudagur 18. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.