Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 26
Fer Á þessum síðustu og verstu tímum eru menn sammála um fjögur meginatriði á sviði um- hverfísmála, sem verða að teljast alvarleg fyrir framtíðina : 1. Súrt regn 2. Osoneyðing 3. Eyðing skóga 4. Gróðurhúsáhrif Margt fleira mætti raunar tína til, en einhver viðbrögð gegn of- angreindum ógnum eru samt mik- ið framfaraspor fyrir mannkynið. Þrjú fyrstu atriðin eru blá- kaldur raunveruleiki og ýmsir al- þjóðasamningar í gangi til úrbóta. Áhrif siaukins magns svokall- aðra gróðurhús-lofttegunda í and- rúmsloftinu eru öllu umdeildari. Þama er fyrst og fremst um að ræða lofttegundimar koldíoxíð (CO9), metan (CH4), ýmis klór- flúoricolefni, t.d. freon og köfnun- arefnisoxíð ( N9O). Uppspretta þessara efna er í réttri röð : bmni kolefnis, rotnun, iðnaður, niturgerlar. Gróðurhúsáhrifín eru i fáum orðum það, þegar orkugeislar sól- ar, sem endurvarpast af jörðu að hluta til, fara ekki beinustu leið út úr lofthjúpi jarðar aftur. Umræddar lofttegundir binda þessa orku að hluta til í efnatengj- um sínum og endurkastast orkan þá aftur til jarðar. Þetta er þvi nokkurs konar einangmnarlag. Yfirborð jarðar ætti því smám saman að verða heitara, ísmassar að bráðna og sjávaryfirborð að hækka. Heitari sjór þenst Iíka út og bindur minna koldíoxið. Ef þetta gengur eftir má búast við töluverðum veðurfarsbreyt- ingum í kjölfarið og gríðarlegri röskun á högum manna í veröld- inni. Það var upp úr 1860 sem menn fóm að velta fyrir sér áhrif- um af starfsemi mannsins á veð- urfarið. Um 1880 var koldíoxíð- magnið í andrúmsloftinu 0,0290 % (290 ppm) og þá reiknaði Sví- inn Svante A. Árrhenius út að tvöfoldun þess magns í framtíð leiddi til hitastigshækkunarinnar 4-6°C á jörðinni að jafnaði. Frá 1957 vom teknar upp reglubundnar mælingar á Mauna Loa fjalii, Hawaii. Hafa þær leitt í ljós mjög reglubundna hækkun, frá 310 ppm 1957 upp í 352 ppm 1989. Undanfarin ár hafa verið gerð ýmis veðurfarslíkön til að reyna að spá einhverju um áhrif hita- hækkunar, allt frá 2°C upp í 8°C. Niðurstöðumar em misjafnar, en valda þó töluverðum áhyggjum. Við hér á íslandi teljum okkur sum hafa fundið fyrir loftslags- breytingu nú síðustu árin og kem- ur hún þannig fram að haustkafl- inn fram að jólum hefur verið mildari en menn áttu áður að venjast, en fyrstu mánuðir nýs árs hafa síðan orðið bæði snjóþungir og kaldir. Sumarið 1990 var víða ó- venjulega heitt og gefur meðfygj- andi kort nokkra mynd af þessu. Að vísu er þetta ekki nein algild spá fyrir ffamtíðina, en virðist I UM loftslag hlýnandi? samt staðfesta margar þeirra hug- renninga, sem uppi hafa verið undanfarið. Of snemmt er að fullyrða að varanlegar breytingar séu á orðnar, en niðurstöður tveggja nýrra rannsókna hníga í þessa átt. Bandarískir og breskir hópar hafa skilað mælingum á meðal- hita jarðar fyrir árið 1990. Bandarísku niðurstöðumar vom 15,5°C, en þær bresku 15,4°C. Báðir hópamir kváðu upp úr með það að 1990 væri heitasta ár ald- arinnar. Niðurstöður frá Goddard geimrannsóknastofnuninni í Bandaríkjunum em líka athyglis- verðar: Síðan 1880 hafa 7 hlýj- ustu árin verið síðastliðin 11 ár. Meðaltal áranna 1980-90 var 0,6°C hærra en áranna 1880-90. Árið 1990 var hins vegar 0,7°C heitara en árin 1880-90. Þetta kann að virðast óvem- legt, en á síðustu ísöld fyrir 12.000 ámm var meðalhitastig á jörðinni aðeins 4-5°C lægra en það er nú. Þá liggur einnig ljóst fyrir að sveiflumar í hitastigi síð- an á síðustu ísöld hafa verið vem- legar og em nú ýmiss konar rann- sóknir í gangi, m.a. á Grænlands- jökli, til að rannsaka þessar breyt- ingar nánar. Niðurstöður þeirra ætti að geta gefíð mikilsverðar vísbendingar fyrir framtíðina. Einnig má geta þess að á bil- inu ffá 13. öld til 17. aldar var hitastig í Evrópu að meðaltali 1- 2°C lægra en það er nú. Ofl er nú vitnað til þessa tímabils sem “litlu ísaldarinnar” og þótti þá ofl vera fremur mögur tíð. Þótt við getum nú með réttu talað um hitabylgjur síðustu 11 ára, er ekki enn hægt að fúllyrða að kenningin um gróðurhús-á- hrifin sé rétt. Gallinn er sá að bíð- um við nógu lengi eftir óyggjandi sönnunum kann að verða of seint að taka í taumana. Þingmenn umhverfisverndar Alþýðubandalagið var fyrsti flokkurinn hérlendis sem tók við sér í umræðunni um umhverfis- mál, enda engin furða, því bar- áttan gegn auðssöfnun á fárra hendur og ójöfnuði milli fólks, á- samt öruggu vinnuumhverfi hefur alltaf verið megin viðfangsefni hans. í ráðherratíð Magnúsar Kjart- anssonar voru fyrstu markvissu skrefin stigin í lagasetningu um bætt umhverfi. Þessi áhugi hélst enn um nokkurra ára skeið, en þrátt fyrir skelegga baráttu nokk- urra aðila, m.a. Hjörleifs Gutt- ormssonar, sofnuðu menn á verð- inum. Það er Iíka táknrænt að umfjöllun um umhverfismál hef- ur farið síminnkandi innan fiokksins og í síðustu ritum, þ.á m. „Akureyrarsamþykktinni“, er umfjöllun um þennan málafiokk nánast sleppt. Eitthvað hefur nú síast inn í flokksforystuna af grænum áróðri að undanfomu. Það var a.m.k. á- nægjulegt að frétta af fundi á Sel- fossi 14. janúar sl., þar sem for- maðurinn lýsti þeirri skoðun sinni að flokkurinn ætti að gera að for- gangskröfú í næstu stjómarmynd- unarviðræðum að fá umhverfis- ráðuneytið í sinn hlut. Eg var satt að segja farinn að ímynda mér að sókn eftir iðnaðar- ráðuneytinu væri meira í takt við pólitík Alþýðubandalagsins í stóriðjumálunum nú undanfarið. Það er hins vegar alveg rétt, að unnin hefur verið þýðingar- mikil gmnnvinna innan flokksins í skipulagi umhverfismála hér á íslandi. Hefði Borgaraflokkurinn átt aðgang að þessari vinnu og fólkinu sem hana vann, þyrflum við nú ekki að horfa á það endem- is klúður sem þrotabú Sólness byggingameistara mun skila af sér við iok kjörtímabilsins. Ef velunnarar umhverfismála innan flokksins vilja ljá þeim málum lið í komandi forvali, hvet ég þá til að gera veg þeirra fram- bjóðenda sem mestan, sem leggja áherslu á þennan mikilvæga málaflokk á næsta kjörtímabili. Það er líka í takt við óskir forystu- mannanna. Við íslendingar emm hluti af hnettinum og háð lífkerfi hans. Við stöndum frammi fyrir stómm ákvörðunum, sem varða sjálf- stæði þjóðarinnar. Til þess þurf- um við að læra að meta umhverf- ið sem mikilvæga auðlind, fjöregg okkar sem þarf að fara gætilega með. Með sjálfstæði í hugsun og framsýni getum við nýtt auðlindir landsins okkur sjálfum, aíkom- endum okkar svo og fjölda ann- arra þjóða til gæfu. Því hrein, ó- spillt náttúra, hreinar orku- lindir og gjöful fiskimið auðæfi framtíðarinnar. Við megum ekki láta glepjast af hagvaxtarhyggjunni og fullyrð- ingum um að Island verði að vol- æðislandi um næstu aldamót, verði ekki byggt risaálver! Aukinn hagvöxtur kallar auð- vitað á meiri neyslu og meiri græðgi, álver kallar yfir okkur aukna mengun, áhættuíjárfesting- ar, orkusölu á sérkjörum sem við íslendingar myndum aldrei fá að njóta til jafns við útlendinga, bull- andi atvinnu á suðvesturhominu í stuttan tíma með þenslu, verð- bólgu og byggðaröskun í kjölfar- ið. , I menningu Islendinga sem og annarra þjóða hefúr ávallt verið lögð áhersla á fomar dyggðir. Sóun og græðgi, fylgifiskar hag- vaxtarhyggjunnar, hafa aldrei talist til dyggða, heldur þvert á móti stuðlað að stríði og óeiningu. Þetta ber að hugleiða nú á óvissu- tímum, þegar mannkynið á erfið- ara með að fóta sig en oft áður. Framfarir eru afstætt hugtak. Ég vona að Alþýðubandalagsfólk beri enn þá hugsjón í brjósti að hagnast ekki á kostnað annarra, i þessu tilfelli komandi kynslóða. EinarValur Ingimundarson 26.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.