Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 18.01.1991, Blaðsíða 28
Föstudagur 18. janúar 1991 - 56. árgangur 12. tölublað EYJAR RAFRUN H.F. Smirtinvpni 11 F ... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 Alhliða rafverktakaþjónusta Sími641012 . Grænu fjölskyldumar á Islandi eiga að komast að þvi hvemig það gefst að vera vistarvænn I innkaupum og ella (hversdagslffinu. Norrænt umhverfisár Grænar fjölskyldur óskast Verkefni á vegum nor- ræns umhverfisárs: Fimm íslenskar Qöl- skyldur eiga að lifa grænu hversdagslífi í fjóra mánuði Þetta hefur fengið alveg skin- andi góð viðbrögð. Við erum komnir með átta fjölskyldur sem vilja taka þátt í þessari grænu til- raun og erum mjög ánægðir með það, segir Einar Sæmundsen, garðyrkjustjóri í Kópavogi, í sam- tali við Nýtt Helgarblað. I febrúar hefst verkefni í tengslum við norrænt umhverfis- ár, sem felst í því að um 25 fjöl- skyldur á Norðurlöndum munu leitast við að lifa vistarvænu lífi næstu fjóra mánuðina. Um síð- ustu helgi var auglýst eftir sjálf- boðaliðum til þess að taka þátt í þessari tilraun, en gert er ráð fyrir að fjölskyldur í Kópavogi, á Akranesi, í Neskaupstað, Grinda- vík og á Eyrarbakka taki þátt í verkefninu fyrir íslands hönd. Vinabæir þessara bæja á Norður- löndunum taka einnig þátt í verk- efninu. Verkefnið á að hefjast í byrjun febrúar og standa út maí, og segist Einar Sæmundsen gera ráð fyrir að græna fjölskyldan í Kópavogi verði valin eftir helgi. - Græna fjölskyldan á að leit- ast við að lifa vistarvænu lífi, en það er svo spuming hvað felst í því. Á hinum Norðurlöndunum má gera ráð fyrir að orkuspamað- ur verði mjög í brennidepli, en hér verður áherslan líklega meiri á að draga úr umbúðum, að nota end- urunnar vömr og vörur sem ekki skaða umhverfið. Þá hef ég meðal annars þvottaefni og þess háttar í huga. Einnig verður að huga að notkun einkabíls og möguleikum á því að nota almenningssam- göngur. - Kannski verður þessi tilraun framtíðin fyrir okkur öll, segir Einar við Nýtt Helgarblað. Gera má ráð fyrir að fjöl- skyldumar 25 bregði talsvert út af venjunni meðan tilraunin stendur yfir. Þær eiga að halda dagbók, skrá hvað er erfitt og hvað auðvelt og svo ffamvegis. Að þessu fjög- urra mánaða tímabili loknu verð- ur dagbókum fjölskyldnanna og öðmm gögnum svo safnað saman og verður unnin skýrsla upp úr þeim. Loks er gert ráð fyrir að fjölskyldumar hittist næsta sumar og beri saman bækur sínar. En telur Einar að íslensku fjölskyldunum reynist auðvelt að vera vistarvænar? - Það hefúr alls ekki verið það til þessa, en þetta er að breytast. Maður er aðeins að byija að sjá vistarvænar vömr í stórmörkuð- um og sums staðar em hillur merktar sérstaklega, til dæmis þar sem endumnninn pappír er á boð- stólum. Sala á slíkum pappír hef- ur stóraukist bæði til heimila og fyrirtækja. - Við emm að taka við okkur í þessu og sjálfúr reyni ég alltaf að kaupa vistarvænar vömr þegar ég á kost á því, segir Einar Sæmund- sen. -gg Einar Sæmundsen: Það hefur alls ekki verið auðvelt að vera vistar- vænn á fslandi, en þetta er að breytast. Mynd: Kristinn. O I J GRÆt LETTOSTAR , þrír góðir á léttu nótunum MUNDU EFTIR OSTINUM LÉTTOSTUR rf-í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.