Þjóðviljinn - 08.02.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Page 7
Stríðsaðilar - hverjir eru það í raun? svm STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 írak stendur ennþá eitt og gegn því eru tvær fylkingar ríkja - vesturveldin „gömlu“ og nokkur arabaríki fbúar í Hinesville ( Georgiu, Bandarikjunum, lýsa yfir stuöningi við hemað stjórnar sinnar gegn ír- ak - hugsjónin er: heimurinn gegn Saddam. Saddam (hér ( baði ( Tigris með dóttur sinni) - hugsjónin er: „sanntrúaðir" gegn „vantrúuðum". L eiðtogar bandamanna í Persaflóastríði, með Bush Bandaríkjaforseta í broddi fylkingar, hafa það fyrir satt að þeir heyi stríð sitt gegn Saddam Iraksforseta fyrir hönd heims- samfélagsins (world commun- ity) eða hins alþjóðlega samfé- lags. Hér sé ekki fyrst og fremst um að ræða stríð milii ríkja, heldur standi heimurinn, þorri þjóða hans, sameinaður að því að brjóta á bak aftur útþenslu- sinnaðan og óútreiknanlegan einræðisherra, sem brotið hafi alþjóðalög og -reglur og með því í raun sagt sig úr lögum við heiminn, gert sig að útiaga í samfélagi þjóðanna. Saddam íraksforseti reynir hinsvegar að fomíslömskum sið að gera ófriðinn að heilögu stríði araba og múslíma gegn „vantrú- uðum (kristnum)“, Israel/gyðing- um og „spillingaröflum, hræsnur- um og fráföllnum". Þessir siðast- töldu eru að dómi Iraka ráðamenn ríkja þeirra íslamskra, sem eru á móti þeim í stríðinu. Með „ffáföllnum" er líklega sérstak- lega átt við Assad Sýrlandsfor- seta, sem er Alavíti, en algengt mat súnnamúslíma á þeim Irú/þjóðflokki er að hann hafi gengið af íslamstrú. Að almennu islömsku mati er varla nokkur jlæpur verri. „Okkar hugsjón hæst og venja/ er aö heyja réttlát stríð“ Tilgangurinn með þessum skilgreiningum er af hálfu beggja aðila að telja sjálfum sér og öðr- um trú um að þeir heyi réttlátt stríð, enda margprófað að slíkt er gott ráð til að halda uppi móral bæði hinna stríðandi heija og al- mennings heimafyrir, auk þess sem þessháttar getur alltaf haft einhver áhrif á þá sem eru beggja blands í afstöðu til stríðsaðila. Skilgreiningamar endur- spegla einnig viss markmið stríðsaðila. Bandamenn í Persa- flóastríði halda því fram af kappi að mestur hluti heimsins sé með þeim, helst allir nema Saddam og gæðingar hans. Þeir vilja auðvitað helst að það væri þannig. Með því að kynna sjálfan sig sem leiðtoga allra araba/múslíma í heilögu ís- lamsstríði (jihad) vonast Saddam til að geta komið því til leiðar að arabískum og íslömskum vald- höfúm, sem ekki styðja hann eða eru á móti honum, verði steypt af stóli, eða að þeir gangi í lið með honum af ótta við saddamsinnaða þegna sína. Saddam er einnig allur af vilja gerður til að nota þær miljónir ar- aba/múslíma sem á síðustu ára- tugum hafa sest að á Vesturlönd- um sem fimmtu herdeildir. Irakar gera sér vonir um að fólk þetta muni með ýmiskonar andófi, allt ffá friðsamlegum mótmælum „gegn stríðinu" til hryðjuverka, hræða ráðamenn vesturlandaríkja til að forðast hlutdeild í Persaflóa- stríði, draga úr þeirri hlutdeild ef hún er þegar fyrir hendi eða jafn- vel hætta henni alveg. Enn sem komið er eru skil- greiningar stríðsaðila I Persaflóa- stríði á því hveijir séu þar aðilar ekki fúllkomlega i samræmi við veruleikann, frekar en venjulega þegar reynt er að láta hugsjóna- mennsku koma í staðinn fyrir hann. Irak stendur eitt í stríðinu og Kristnihald í Saúdi-Arabíu Fram að Persaflóadeilu var kristnum mönnum þarlendis stranglega bannað að iðka trú sína.og meira að segja að hafa í fórum sínum krossa og biblíur. En fjölþjóðaherinn hefur fengið undanþágu C aúdi-Arabía er að líkind- um íhaldssömust allra ís- lamskra ríkja í trúmálum, en úr því hefur heldur dregið við Persaflóadeilu og - strið, þótt í litlu sé. Þar er stranglega bannað með lögum að iðka nokkra aðra trú en islam. Kristnir menn sem vinna þarlendis við olíuvinnslu og ann- að - og þeir eru fjölmargir - hafa til þessa ekki einu sinni mátt taka með sér inn í landið biblíur, krossa og myndir af Kristi. Algert bann hefúr legið þar við því að gyðingar fengju yfirhöfúð að koma til landsins, en því banni mun að vísu ekki hafa verið mjög stranglega ffamfylgt. En síðan í ágústbyijun s.l. ár hefúr brugðið svo við að hálfrar miljónar manna vestrænn her, að mestu kristinn, hefúr safnast sam- an innan landamæra konungsríkis þessa, þar sem var upphafsland is- lams og þar sem eru tvær helgustu borgir múslíma, Mekka og Med- ína. Annað eins hefúr aldrei áður skeð þar í landi. Vegna vopnabræðralagsins gegn Saddam Iraksforseta hafa fúrstamir af Saúdætt fúndið sig knúða til að slaka lítið eitt á trúar- reglunum. Nú halda klerkar krist- inna manna og gyðinga í fjöl- þjóðahemum guðsþjónustur í her- búðum hans, með fúllu leyfl sáudiarabiskra yfirvalda. Guðs- þjónustumar em vel sóttar. Sagt er að margir imgir hermenn, sem hingað til hafi ekki verið áhuga- samir um trúmál, leiti nú á náðir trúarinnar, haldnir ugg og kvíða með hugann við heljarslóðarorr- ustu þá mikla, er almennt er nú búist við þar á eyðisandinum er landher bandamanna leggur til at- lögu. Saúdi-Arabar segja ekki heldur neitt við því að klerkar út- býti biblíum meðal hermannanna. Þessar eftirgjafir em þó með því skilyrði að guðsþjónustur séu haldnar þar sem engin hætta sé á að saúdiarabískur almenningur komi nærri. Það skilyrði veldur kristnihaldi bandamannahersins ekki erfiðleikum, því að mestur hluti hans er fjarri þarlendum mannabyggðum. Nokkmm tíðindum þótti sæta í s.l. viku er faðir Vincent Inhilt- erra, kaþólskur herprestur ffá New Jersey, blessaði matsal í flughersbækistöð. Er salurinn þó ekki einungis ætlaður kristnum flugliðum, heldur og íslömskum, þ.e.a.s. saúdiarabískum og kú- vætskum. Faðir Inhilterra gætti þess við þetta tækifæri að nefna guð þann, sem gyðingar, krismir menn og múslímar teljast trúa á sameigin- lega, bæði Guð og Allah og lauk máli sínu svo: „Megi guð allra blessa okkur alla.“ Hann kvaðst ætla að saúdiar- abisk yfirvöld væm ekkert ofúr- viðkvæm fyrir því að menn iðk- uðu önnur trúarbrögð en fslam í landi þeirra, að því tilskildu að þeir hinir sömu reyndu ekki að snúa múslímum til sinnar trúar. Yfir helmingur bandarískra hermanna á Persaflóasvæði er mótmælendatrúar að sögn hag- skýrsluliðs hersins, yfir þriðji hver maður í þeim her er kaþólsk- ur og fimm af hundraði hermanna þessara em skráðir utan trúfélaga. Þar í liði em líka gyðingar, músl- ímar og búddasinnar, en þeir em fáir í samanburði við hina. SAMAN SPÖRUM BEIUSÍIM arabaríki þau (Jórdanía, Jemen, Súdan, Líbýa) sem hafa samúð með því hafa ekki árætt að reyna að veita þvi teljandi stuðning í verki. Gegn írak standa fyrst og ffemst tvær samfylkingar ríkja. Annarsvegar em það vestur- veldin, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, sem með þessu hafa endumýjað vopnabræðralag sitt úr heimsstyrjöldunum. í hinni fylkingunni em óvinir Iraks með- al arabaríkja, Saúdi-Arabía, Eg- yptaland og Sýrland. (Arabaríki þau, sem hallast að Vesturlöndum í alþjóðamálum, hafa lengi verið kölluð „hófsöm“, hin „róttæk“ eða „harðlínusinnuð“. Assad Sýr- landsforseti var lengi skilgreindur sem einn helsti forkólfúr „rót- tækra“, en þar sem hann er á móti Saddam í stríðinu er hann líklega allt í einu orðinn ,,hófsamur“.) Margir stansa beggja blands Af hálfú flestra annarra ríkja hefúr andstaðan við Irak yfirleitt ekki verið mjög hörð eða afdrátt- arlaus. Langflest þeirra taka að vísu undir kröfúna um að írak sleppi Kúvæt. En lið það, sem sum þeirra hafa lagt til í fjölþjóða- herinn á Persaflóasvæði, er fyrst og ffemst til málamynda, flest þriðjaheimsríki virðast hafa næsta takmarkaðan áhuga á baráttunni gegn írak, í Indlandi fer andstaða við hemað bandamanna vaxandi og með auknum áhrifúm ihalds- manna í Sovétríkjunum bólar á því sama þar. Evrópubandalagið er síður en svo í einum anda í málinu og efnahagsveldin Þýska- land og Japan hafa verið treg til að styðja hemað bandamanna með fjárffamlögum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.