Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 12
Gísli Gunnarsson skrifar um bækur Isfirsk stjórnmálasaga Hannibal Valdimarsson og samtíð hans. Fyrra bindi. Hðfundur: Þór Indriðason. Útgefandi: Líf og saga, 1990. 378 blaðsíður. Þetta er vel skrifuð bók og al- mennt eru vinnubrögðin við ritun hennar góð. Höfundur leitast við að segja rétt og heiðarlega frá og reynt er að láta alla njóta sann- mælis. Einstaklingurinn Hannibal birtist hvorki sem dýrlingur né djöfull á síðum bókarinnar; þar sem helgra manna sögur eru orð- inn hvimleiður vani í íslenskri ævisagnagerð er það ánægjuleg tilbreyting að fá í hendur ævi- sögu, sem greinir bæði frá kostum og göllum þess sem um er fjallað. Að þessu leyti er bókin því mjög trúverðug heimild um Hannibal Valdimarsson og samtíð hans. Rétt er að leggja hér áherslu á orðið samtíð. Bókin fjallar aðeins um stjórnmálamanninn Hanni- bal Valdimarsson. Þeir sem hafa vonast eflir alhliða mynd af manninum Hannibal, t.d. einkalífi hans, verða því fyrir miklum von- brigðum með bókina. En eins og eðlilegt getur talist er vandlega rakinn stór hluti stjómmálasögu tímabilsins fram til ársins 1946, en á því ári lýkur umfjöllun höfundar. Ekki er hjá því komist að þar sé margt endur- tekið, sem áður hefur verið skrif- að í ýmsum bókum. Slíkt getur á köflum orðið hvimleitt fyrir sögu- frótt fólk. Hins vegar er því ekki að neita að innan um em ýmsar sagnfiræðilegar nýjungar; t.d. er skýrt ffá Bolgungarvíkurdeilunni 1932 á betri hátt en ég hef áður séð og deilumar í Alþýðuflokkn- um á fimmta áratugnum hafa ekki áður verið raktar skilmerkilega eftir þvi sem ég best veit. Höfimdur hefur víða aflað sér heimilda. En einmitt þessi stað- reynd felur í sér helsta veikleika bókarinnar frá sjónarhóli sagn- ffæðinga, því að heimilda er yfir- leitt ekki getið; hvorki em í bók- inni tilvísanir né heimildaskrá. í formála er sagt að „allra heimilda sem ffásögnin byggir á verður getið í seinna bindi verksins“. Fyrir bragðið er rit þetta mjög svo ófullburða sagnffæðiverk. Þessi algeri tilvísanaskortur getur einnig mglað lesandann í ríminu. I upphafi kafla á bls. 327 er byijað á árinu 1941; nokkmm línum síðar er minnst á aðalfund Sambands ungra ffamsóknar- manna „19.-20. október“. En á hvaða ári var þessi októbermán- uður? Gátuna má sennilega ráða við lestur efnis síðar i bókini: Allt bendir til að árið hafi verið 1940! Ekki er heldur ljóst síðar í sama kafla (sem fjallar um deilur vegna lýðveldisstofnunar) á bls. 333- 335 hvort tilvitnanir eigi við árin 1941 eða 1942. Á síðustu blaðsíðum bókar- innar er fjallað um vinstri and- stöðuna í Alþýðuflokknum 1943- Hannibal Valdimarsson 1946. Farið er ffam og til baka í tímanum umrædd ár og ofl vitnað í skrif Jóns Blöndals, hagfræð- ings, sem ritaði margt athyglis- HELGARFERÐIR í JANÚAR FEBRUAR OG MARS Skemmtiskrepp um helgi, kostar ekki mikið... ...með Flugleiðum. vert á þessum ámm. Vitnað er í eina grein sem hann skrifaði við upphaf tímabilsins, „árið 1943“ (bls. 376). Einnig er vitnað i skrif Jóns á bls. 374, en hvenær urðu þau til? Mjög athyglisverðar upp- lýsingar um gagnrýni Kjartans Ólafssonar á samflokksmenn sína er að finna í bókinni; þar er sárt að sjá heimildaskortinn. Eina ónákvæmnisvillu í stað- reyndafrásögn fann ég. Á bls. 167 er skýrt frá því að Ásgeir Ásgeirs- son hafi tryggt „framsóknar- mönnum þingsæti Vestur Isa- fjarðarsýslu ffam til 1937 en þá bauð hann sig fiam utanflokka og gekk til liðs við Alþýðuflokkinn skömmu siðar“. En eins og ffam kemur í bókinni síðar, á bls. 203 og 258, bauð Ásgeir sig ffam ut- anflokka 1934 en fyrir Alþýðu- flokkinn 1937. Stundum er höfundur ekki nógu gagnrýninn á heimildir sín- ar, t.d. gerir hann (á bls. 262) eng- ar athugasemdir við röksemdir kommúnista gegn beitingu þing- ræðishugtaksins í væntanlegri stefnuskrá sameiningarflokksins en kommúnistar töldu neitunar- vald konungs á samþykktum al- þingis vera hluta þingræðisins! Margt fleira smálegt má finna að bókinni en hér verður numið staðar. Megingallar bókarinnar eru sem sagt tvenns konar að mati mínu: Skortur á tilvitnunum og endurtekningar á þekktum sögu- legum atburðum. Endurtekning- amar eru sérdeilis miklar í fyrsta hluta bókarinnar, um atburðarás- ina á íslandi og á ísafirði áður en Hannibal kom ffam á sjónarsvið- ið. Fyrir bragðið fannst mér bókin engin sérstök skemmtilesning, allra síst ffaman af. En kostimir era hins vegar ótvíræðir og hafa þegar verið tí- undaðir. Það er vissulega góður fengur að fá þessa bók. Dæmi um það þegar höfúndi tekst vel til má finna á bls. 376 þar sem hann vitnar í þessi orð Jóns Blöndals ffá árinu 1943: „Enginn vafi er á því, að utan Alþýðuflokksins bíður nú fjöldi manna, sem er pólitískt heimilis- laus, en vill ekkert annað en rót- tæka umbótastefhu á grundvelli lýðræðislegs sósíalisma. Þessir menn hafa aðeins beðið eftir því að Alþýðuflokkurinn tæki foryst- una“. Hefúr þessum „pólitísku heimilisleysingjum“ nokkuð fækkað hér á landi undanfarin fjöratíu og átta ár? Gísli Gunnarsson Verðlagið er vinsælasta lagið í Glasgow. Verslanir með fjölbreytt vöruúrval. Veitingastaðir og skemmtilegar uppákomur á hverju götuhorni. Glasgow er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, spara og versla þar sem verðið kemur á óvart. LAUGARDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS HOSPITALITYINN TVEIR í HERR. KR. 27.680 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla lelð Lækjargötu 2, Hótel Esju oq ...... Allar nánari uppíýsingar færðu á söluskrifstofum Flugíeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum Söluskrifstofur Flugleiða: Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. rifstofum FÍugíeið AT ,ÞÝBI JB ANL> AL AGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Þorrablót ABK verður haldið laugardaginn 9. febrúar ( Þinghóli, Hamraborg 11. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 19.45. Veislustjóri: Elsa Þorkelsdóttir. Ávarp: Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Ýmis skemmtiatriði. Hinn sivinsæli þorramatur á boðstólum. Hljómsveitin Trfó ‘88 leikur fýrir dansi. Miðaverð 2500 krónur, fordrykkur innifalinn. Miðapantanir hjá Lovísu f síma 41279 eða 41746. Miðar seldir miðvikudaginn 6. febrúar í Þinghóli milli kl. 18.00 og 22.00. Alþýöubandalagsmenn f Reykjanesi sérstaklega boðnir velkomnir. Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagið I Reykjavlk Árshátíð ABR Árshátfð ABR verður haldin laugardaginn 23. febrúar f Risinu, Hverfisgötu 105. Nánar auglýst slðar. Stjórnin Alþýðubandalagið I Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur verður f Þinghóli mánudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillögur varðandi gerð fjárhagsáætlunar. 2. Fundagerðir nefnda (Á dagskrá næsta fundar bæjarstjómar). 3. Önnur mál. Stjóm bæjarmálaráðs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.