Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 13

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 13
Götuvígin í brjóstum okkar Við erum reiðubúin að deyja fyrir frelsið." Fundarmaðurtalar á fundi I Taurage. Ljósm.: ólg. „Fyrir hönd fundarmanna og okkar íbúa Taurage vil ég af heilu hjarta þakka fyrir þann drengskap og það hugrekki sem þið Isiendingar hafið sýnt með stuðningi ykkar við sjálfstæðis- baráttu okkar hér í Litháen. Þessi barátta hefur ekki bara verið friðsöm. Hún hefur kostað okkur blóðfórnir, og á síðustu dögum hafa 14 manns fórnað lífi sínu fyrir freisi þjóð- ar sinnar. Þið hafíð séð götuvígin í Vilnu og ég get staðfest það fyr- ir hönd alira sem hér eru stadd- ir, að þessi götuvígi eru hlaðin í brjóstum okkar allra. Við erum öll reiðubúin að láta Iífíð fyrir frelsið." Eitthvað á þessa leið hljómaði ræða eins fundarmanna á opnum borgarafundi sem íslensku þing- mennimir Ami Gunnarsson, Eyj- ólfur Konráð Jónsson og Jóhann Einvarðsson sátu í bænum Taur- age um 200 km norðvestur af Vilnu síðastliðinn sunnudag ásamt með blaðamanni Nýs Helg- arblaðs. Fundur þessi mun seint líða úr minni þeirra er hann sóttu, og hann var tvímælalaust einn áhrifarikasti atburðurinn í að mörgu leyti sögulegri ferð sendi- nefndar Alþingis til Litháen um síðustu helgi. Við höfðum haldið frá Vilnu um morguninn og átt stuttan fund með bæjarstjóranum i þessum litla bæ, sem telur um 30.000 íbúa, og átt tal við biskup lút- hersku kirkjunnar í Litháen og vomm síðan leiddir í menningar- miðstöð bæjarins án þess að vita i raun hvað biði okkar þar. Þar vomm við skyndilega leiddir inn í fundarsal sem tekur um það bil 600 manns i sæti, þar sem hvert einasta sæti var skipað. Þegar þingmennimir gengu í sal- inn risu fundarmenn úr sætum og fognuðu gestunum með lang- vinnu lófataki. Það var strax ljóst af andlitum fundargesta, að tilefni þessa fiind- ar var þeim alvömmál, og það má fullyrða að sjaldan eða aldrei hafa islenskir þingmenn hlotið aðra eins athygli á stjómmálafundi. Þaðmátti heyra saumnál detta þegar Ámi Gunnarsson hóf mál sitt og eftirvæntingin skein úr hveiju andliti, og þegar hann til- kynnti fundarmönnum að þing- mennimir væm hingað komnir til þess að vinna að fullri og form- legri viðurkenningu á sjálfstæði Litháens risu allir viðstaddir úr sætum og klöppuðu ákaft, og það mátti sjá tár í augum margra. Þetta vom rúnum rist andlit af harðri lífsbaráttu og áratuga nið- urlægingu og fátækt, og það var eins og þetta fólk tryði vart sínum eigin augum og eymm, að heyra slík orð af vömm hinna erlendu gesta. Þingmennimir lýstu hug- myndum sínum um lýðræði og frelsi einstaklingsins og rétt hverrar þjóðar til að ráða sér sjálf, auk þess sem þeir lýstu áhrifun- um sem þeir hefðu orðið fyrir af ferð sinni. Þegar þeir höfðu allir lagt sitt til málanna og skýrt meðal annars fyrir fundargestum, að þótt þcir stæðu fyrir andstæðar fylkingar í íslenskum stjómmálum, þá væm þeir allir einhuga í þessu máli, stóð einn maður upp í miðjum salnum og mælti þau orð sem rak- in vom hér í upphafi. Þetta var lágvaxinn maður en ákveðinn i fasi og svo fastur fyrir og hljómmikill í orðum sínum, að það var eins og þau kæmu ein- hvers staðar djúpt úr þjóðarsál- inni. Þau vom jafnframt svo til- fmningaþmngin að það var eins og salurinn talaði allur einum rómi þessa manns, og fjölmargir fundargesta támðust. Ræðan sagði allt sem þetta fólk hafði að segja. Það þurfti ekki fleiri ræður. Nokkmm skrif- legum fyrirspumum var síðan svarað og í lokin komu fundar- gestir og færðu þingmönnunum blóm og gjafir á meðan aðrir risu úr sætum sínum og kvöddu með dúndrandi lófataki. „Þetta er minnisstæðasti fund- ur sem ég hef nokkum timann set- ið,“ sagði Ami Gunnarsson eftir fundinn, og hinir þingmennimir Frásögn af feröalagi til LITHÁEN tóku í sama streng. Þeir vom sýnilega allir djúpt snortnir og fúrðu lostnir í senn. Viðtökur fundargesta höíðu sagt þeim meira en öll orð forset- ans, forsætisráðherrans og ann- arra ráðamanna í Litháen, sem þeir höfðu setið fundi með síð- ustu daga. Hvemig gat það gerst, að samfélag þjóðanna skyldi láta þá kúgun og niðurlægingu viðgang- ast, sem þetta fólk hafði mátt þola í hálfa öld án þess að það ætti sér vart nokkum málsvara? Hvemig má það vera að þeir sem nú standa blóðugir upp fyrir axlir i hemaði suður i Irak i nafni frelsis og lýðræðis skuli athuga- semdalítið láta það viðgangast að rúllað sé yfir þessa gömlu evr- ópsku menningarþjóð með of- beldi og óstjóm sem lýsir gjald- þroti sínu best nú í skriðdrekun- um sem við sáum fyrir framan út- varpshúsið, sjónvarpstuminn, út- gáfumiðstöð dagblaðanna og pappírslagerinn? Hvergi annars staðar en þar sáum við rauða fána blakta í Vilnu, og er nú lítið lagst fyrir það gamla ffelsistákn. Valdaránstilraun setuliðsins Þegar sovéski herinn lét til skarar skríða í Vilnu þann 13. janúar síðastliðinn var það greini- lega ætlunin að steypa lýðræðis- lega kjörinni ríkisstjóm og þingi þjóðarinnar. Hermennimir á skriðdrekunum stefndu að þing- húsinu líka, þar sem forsetinn Vy- tautas Landsbergis var innan dyra, en urðu ffá að hverfa því það stóðu tugþúsundir manna vörð um húsið. Það er furðuleg reynsla að koma í þinghúsið í Vilnu í dag. Á leiðinni þurftum við að aka í gegnum tvö rammgerð götuvígi sem gerð em af stórum steyptum bryggjukeijum og strendingum úr strengjasteypu. Það sama blasir við þegar komið er að þinghúsinu sjálfu, það er allt meira og minna umlukið slíkum steinblokkum, jámnetum, gaddavírsflækjum og sandpokavígjum. Varðeldar loga víðsvegar í kringum húsið, þar sem fólkið sem staðið hefur vörð um húsið dag og nótt síðustu vik- umar, heldur á sér hita í 13 gráða ffosti. Víggirðingin í kringum þing- húsið hefiir öll verið skreytt með hvers konar yfirlýsingum, teikn- ingum og slagorðum, þar sem fólk hefur fengið útrás fyrir hug- myndaflug sitt og heift i garð stjómvalda í Moskvu. Þar bland- ast saman níðmyndir af Gorbat- sjov og yfirvöldunum og helgi- myndir sem bera vott um þann trúarlega arf sem sjálfstæðis- hreyfing Litháen styðst við, en yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar játar rómversk kaþólska trú. Á viggirðingunni umhverfis þing- húsið er líka fjöldi bamateikn- inga, sem lýsa margar á áhrifarík- an hátt hvemig bömin upplifðu skelfingamóttina 13. janúar síð- astliðinn. Níöstólpi og altari Á torginu hefiir sovétvaldinu einnig verið reistur níðstólpi úr nokkmm sverum tijábolum sem þar hallast hver að öðmm. Á hann hafa fyrrverandi flokksfélagar og aðrir neglt heiðursmerki sín og önnur þau hefðartákn, sem sovét- valdið hefur verið iðið við að skreyta þegna sína með. Orður með borða, heiðursmerki með hamri og sigð og vangamyndir af Lenín, barmmerki og djásn þess menningarsnauða yfirvalds, sem ekki kann að mæta orðum öðm vísi en með skriðdrekum. Þama vora líka sovésk vega- bréf í hrönnum negld upp á fjög- urra tommu nagla og skírteini of- físera og annarra yfirmanna í hemum og viðurkenningarskjöl og fánar, og þótt níðstöng þessi væri orðin yfirhlaðin af slo-auti vom menn enn að bera þangað upphefðartákn sín og negla í staurinn, enda vom hamarinn og naglamir til taks hveijum sem vildi. Nokkur lítil öltum höfðu einnig verið reist á torginu og við víggirðinguna framan við þing- húsið, þar sem helgimyndimar vom upplýstar af kertaljósum og á einum stað á víggirðingunni mátti sjá íslenska fánann málaðan með orðunum „Þakka þér ís- land“. Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.