Þjóðviljinn - 08.02.1991, Side 14

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Side 14
*- Nærliggjandi götur voru allar lokaðar með götuvígjum, og einnig þar voru skreytingar og slagorð máluð og einnig þar log- uðu varðeldar, sem sköpuðu stemmningu þegar tók að kvölda. Þá safnaðist fólk saman á torginu til að syngja eða ræða málin og oma sér við eldinn. Festa í óreiöunni Til þess að komast inn í þing- húsið þurfti að fara í gegnum tvö- falt sandpokavígi þar sem vopn- aðir verðir fylgdust með umferð og omuðu sér við eldinn, og þeg- ar komið var inn í anddyrið mátti sjá sandpokavígi alls staðsr með- fram gluggum og á göngum, svefnsófa og bedda meðfram veggjum og óeinkennisklædda varðmenn sem ýmist sátu að tafli, áttu í samræðum, lásu í bók eða einfaldlega sváfu, þótt um há- bjartan daginn væri. Örlagadag- inn 13. janúar hafði Landsbergis forseti kallað unga menn til vam- ar þinghúsinu, og þá um nóttina sóm þeir þess eið að veija húsið til síðasta manns. Það eru nokkur hundmð ungra manna sem hafa þetta hlutverk og dvelja tvo sólar- hringa samfleytt i þinghúsinu en eiga fri þriðja sólarhringinn. í anddyrissalnum má sjá rifíla upp með veggjum og hjálma, en verðimir ganga yfirleitt ekki vopnaðir þó þeir hafi bæði byssur og gasgrímur til taks. I þinghúsinu er upplýsinga- þjónusta fyrir blaðamenn og fjar- skiptamiðstöð auk þess sem þar em reglulega haldnir blaða- mannafundir, meðal annars með erlendum sendinefndum sem komið hafa til Vilnu. Um þessa helgi vom auk íslensku þing- mannanna sendinefndir ffá þýska sambandsþinginu og norska stór- þinginu í Vilnu. Stöðugt er útvarpað út á torg- ið fyrir utan þinghúsið, bæði þjóðlegri tónlist og pólitískum boðskap og fféttum, og mátti heyra óm af því inni í þinghúsinu. Og þegar leið að kvöldi kom lista- fólk til að skemmta þeim sem dvöldu innan dyra með þjóðlaga- söng, dragspili og flðlu, þar sem einnig var stiginn dans. Það var einhver festa í allri þessari óreiðu, en hún sást ekki á yfírborðinu, heldur bjó hún í ákveðnu fasi þessa fólks sem þama var á þön- um innan um sandpoka, bedda og svefnbekki og bráðabirgðaþráð- lagnir og annan búnað, og víða héngu myndir og plaköt, einkum helgimyndir af Frelsaranum er sýndi okkur opið og logandi hjartað í brjósti sér. Skriðdrekinn og sjónvarpsturninn Við fómm líka að sjónvarps- tuminum, sem er rækilega afgirt- ur þannig^að enginn kemst ná- Iægt. Fyrir framan hann stendur sovéskur skriðdreki og hermaður á vakt. Flestar rúður í neðsta hluta tumsins em brotnar og okkur er sagt að þar innan dyra sé búið að vinna mikið eignatjón, bijóta og bramla. Það var héma sem sovésku hermennimir gengu berserksgang og létu skriðdrekana vaða á það sem fýrir var, hvort sem það vora kyrrstæðir bílar eða lifandi vopn- laust fólk. Fólkið hafði líka safn- ast hér saman til að veija tuminn, en varð ffá að hverfa eftir að um 10 höfðu látið lífið og hátt á ann- að hundrað særst, ýmist kramdir undir skriðdrekabeltunum eða særðir skotsáram. Okkur var sagt að hermenn- imir hefðu virst vitstola og ekki væri vafamál að þeim væra gefin eiturlyf fyrir „aðgerðir11 sem þess- ar. Herinn hefúr nú sett sitt fólk í að reka sjónvarp ffá tuminum, en landsmenn sjónvarpa frá öðram bæ í Litháen. Fólk leggur enn leið lönd, þar sem akramir bylgjast og fúraskógar og beykiskógar þekja sléttlendið að hluta og nakin, kræklótt og marggreinótt eplatrén og peratrén og plómutrén mynda eins og risslínur I landslagið and- spænis freðinni jörðinni. Okkur er sagt að nautgriparækt sé blóm- leg á þessum slóðum og matvæla- iðnaður henni tengdur, bæði mjólkuriðnaður og kjötiðnaður. Hefðbundin byggingarlist þessa svæðis era timburhús, sem minna um sumt á sænsku timbur- húsin í Uppsölum. Miðborgin í Vilnu ber vott um gamla borgar- menningu með fallegum krókótt- um götum, en gömlum húsum er illa við haldið. Nýrri byggingar- list í Litháen svipar að mörgu leyti til þeirrar fátæklegu og rót- lausu nytjastefnu sem víða sést í Sovétríkjunum, þótt einnig mætti sjá þama athyglisverðar bygging- ar sem við fýrstu sýn virtust bera með sér einhver rótgróin ein- kenni. Menningarþjóð í hlekkjum í Litháen búa um 3,5 miljónir manna, og þjóðin talar tungumál sem er af indóevrópskum stofni og telst elsta grein þess tungu- málaflokks í Evrópu, og er um leið það tungumál álfúnnar sem stendur sanskrit hvað næst. Þessi staðreynd sýnir okkur best að hér er um menningarþjóð að ræða, sem á sér fomar hefðir og menn- ingu, enda rekur þjóðin sjálfstæði sitt allt aflur til miðrar 13. aldar. Auk Litháa er í landinu all- fjölmennur hópur Pólveija sem talar pólsku, innfluttra Rússa, gyðinga, sígauna og fleiri. Þessir þjóðemisminnihlutar mynda um 20% þjóðarinnar. Þegar við ókum um blómleg landbúnaðarhérað Litháen á leið- inni til Taurage höfðu íslensku þingmennimir það á orði að þetta væri land sem líktist Danmörku. En þegar við komum í menning- armiðstöð bæjarins hittum við fyrir þjóð sem hafði fengið aðra reynslu en Danir: „I bijóstum okkar allra era götuvígin hlaðin og við eram öll sem eitt reiðubúin að deyja fyrir ffelsið.“ -ólg. Varömaöur I þinghúsinu f Vilnu. Ljósm.: ólg. Varðeldur viö götuvlgi I nágrenni þinghússins í Vilnu. Islenski fáninn á veggnum. Ljósm.: ólg. sína að þessum stað til þess að virða fyrir sér verksummerki og horfa á skriðdrekann við tuminn um leið og það kveikir kertaljós við litla trélíkneskju af Kristi, sem komið hefúr verið fyrir utan við girðinguna. Sjónvarpstuminn í Vilnu er orðinn tákn fyrir ffelsis- baráttu þjóðarinnar. En hermennimir halda ekki bara sjónvarpstuminum, heldur útvarpshúsinu líka og útgáfúmið- stöð dagblaðanna og pappírslag- emum. Girðing hefúr verið gerð um- hverfis útvarpshúsið og þar sáum við eina fjóra skriðdreka og rauð- an fána blakta við hún yfir inn- ganginum, eins konar sigurfána hins blinda ofbeldis yfir hinu tal- aða orði. I kirkjugarðinum hafa fómar- lömb hinnar skelfilegu nætur í Vilnu fengið hinstu hvílu í graf- stað sem á sínum tíma hafði verið hugsaður fyrir flokksbrodda og nomenklatura í fallegri brekku á áberandi stað í þessum fallega og skógi vaxna garði. Þangað liggur stöðugur straumur fólks og krans- ar og blóm á leiðunum og logandi kertaljós og yfir leiðin hefur verið reistur minnisvarði úr tré með út- skorinni Kristsmynd og nöfnum og fæðingardögum fómarlamb- anna. Niðri í gamla miðbænum hef- ur Iíka verið sett upp ljósmynda- sýning í listasafni bæjarins, sem rekur fyrir okkur atburði þessarar skelfilegu nætur, og þar er margt um manninn, og einnig í lista- verkasölunni og öðram verslun- Frásögn af feröalagi til LITHÁEN um í grenndinni þar sem fólk virðist ákaft leita eftir einhveiju varanlegu í skiptum fyrir verð- lausar rúblur þess gjaldþrota hag- kerfis sem því hefúr verið búið. Gjaldþrota hagkerfi Mánaðarlaun verkamanns í Litháen era 200-300 rúblur á mánuði. Miðað við svartamark- aðsgengið á dollaranum era það 10-15 bandarískir dollarar eða 600-900 kr. íslenskar á mánuði, og sjá allir hvílík fjarstæða þetta er. Ef menn era svo þolinmóðir og lánsamir að geta keypt bíl á opinbera verði eftir að hafa verið a biðlista mánuðum og árum sam- an, þá kostar bíllinn vart undir 4 árslaunum, en sé hann keyptur á „svörtu“ markaðsverði getur verðið verið 20-30 árslaun verka- manns. Til þess að hafa slíkt fé undir höndum þurfa menn að hafa auðgast á þeirri botnlausu spill- ingu sem grafið hefúr um sig í öllu hinu sovéska ffamleiðslu- ferli, þar sem viðurkennt er að all- ir reyni að bjarga sér eftir bestu getu og embættismennimir með sýnilega bestum árangri. Okkur var sagt af viðmælend- um okkar á götunni að þetta væri altalað, en vonlaust væri að gera nokkuð við því fyrr en landið hefði slitið sig úr þeim þrúgandi efnahagsviðjum sem það hefði verið flækt í. Við ókum trúlega um 800 km um sveitir Litháen og Lettlands á þessari ferð okkar, og sáum þá að þetta era blómleg landbúnaðar- 14 StoA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.