Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 16
ÆNSNAPRIKB ú 1 .. . ■'■■■■» Bráðum kemur bolludagur A mánudaginn kemur hann. Dag- urinn, þegar við flengjum hvert annað með bolluvendi og troðum okkur út af rjómabollum. Vitið þið af hverju við látum svona? Þessi undarlegi siður á sér langa sögu. I gamla daga, þegar íslending- ar voru katólskir eins og nálægar þjóðir, þá var það til siðs að fasta í fjörutíu daga fyrir páska. Á föstunni máttu menn ekki borða kjöt, en lifðu á fiski og brauði og öðrum hvítum mat. Þess vegna var haldin mikil átveisla áður en fastan byrjaði til að byrgja kroppinn upp af forða, og fólk tróð sig út af kjöti og feitmeti, sem það mátti síðan ekki smakka fýrr en á páskum. Og þeir sem vildu játa syndir sínar og minnast pínu Krists börðu sjálfa sig og aðra með hrísvendi. Þegar katólskur siður var lagður niður hætti fólkið að taka föstuna og hirtingarnar alvarlega. Samt langaði það til að halda áfram að skemmta sér og hafa kjötkveðjuhátíð, þó að hún væri búin að missa merkinguna. Þannig vildi það til að gamli hrís- vöndurinn breyttist smátt og smátt í skrautlegan og meinlausan bollu- vönd. Og alvörulausir danskir bakar- ar kenndu okkur að borða rjómaboll- ur, bara af því að þær eru svo rosa- lega góðar. Islensk börn í útlöndum Eins og þið vitið eiga ekki allir ís- lendingar heima á (slandi. Það er fullt af íslendingum sem eiga heima í út- löndum. Mörg þúsund. Þar á meðal nokkur þúsund börn. Flest þessara íslensku barna eiga heima í Svíþjóð. Þar eru þau á sænskum dagheimil- um, ganga í sænska skóla og leika sér við sænska krakka alla daga. En þegar þau koma heim til sín seinni hluta dags og pabbi þeirra og mamma koma heim úr vinnunni eða skólanum, þá reynir fjölskyldan að tala saman á íslensku. Að minnsta kosti við matarborðið. En svo er kom- ið sjónvarp og þá þagnar nú oft sam- talið alveg eins þar og hér heima. Sagan fyrir svefninn er þó oftast lesin á íslensku á meðan foreldrarnir lesa fyrir börnin. Þegar þau eru sjálf orðin læs, lesa þau auðvitað það sama og félagarnir. íslensk börn í útlöndum þurfa því að leggja töluvert á sig til þess að gleyma ekki móðurmálinu. Þau fá til þess ofurlitla aðstoð í sænskum skól- um, sem bjóða þeim upp á einn eða tvo tíma í viku í íslensku. Mörg börn standa sig líka mjög vel. Til dæmis getum við á Hænsnaprikinu nefnt hana Sif Hrafnsdóttur í Lundi. Hún sendi okkur litla bók sem hún hefur samið um köttinn Snjólf og hana Gunnjónu. Sif er 8 ára. Hún er fædd á (slandi en flutti til Svíþjóðar þegar hún var 5 ára. Hænsnaprikið ætlar að birta sög- una hennar Sifjar í fjórum hlutum og þakkar henni kærlega fyrir fallega bók. Símasambandið Eyja, þetta er Óli Helgi. Finnst þér ekki veðrið búið að vera rosalega vont? - Jú. Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég var hálf hrædd. - Ég var ekkert hræddur, af því versta veðrið var á sunnudegi. - Ert þú ekki hræddur á sunnu- dögum? - Nei, af því þá eru pabbi og mamma bæði heima. - En var ekki pabbi þinn í því að negla niður þakplötur? - Jú. Hann fékk eina næstum því í hausinn. Hún straukst við kinnina á honum. En það þurfti ekkert að sauma hann. Mamma setti bara plástur á hann. - Ja, það þarf engar smáhetjur til að fara upp á þak í 12 vindstigum. Þú mátt vera stoltur af honum pabba þínum. - Nú er hann uppi í sveit að gera við tjárhús. - Blessaðar skepnurnar. Skildu þær ekki hafa orðið skelkaðar, þegar húsin bara tættust í sundur utan af þeim? Þetta var sko sannkölluð LOFTárás. Þegar loftið réðst á (s- land. - LOFTárás? Eins og í stríðinu? - Já. Og það ætti að vera mönn- unum nóg að eiga í stríði við náttúr- una. Hvað hétu þessar færeysku tröllkonur sem þú sagðir mér frá um daginn? - Gumpa og Gnísa. - Og var það ekki einhver sem stal af þeim veðrastakknum? - Jú. Kraddarinn. - Já. Þær hafa bara orðið svona reiðar. Þess vegna kom þetta ofsa- rok. Náttúran svarar alltaf fýrir sig. Og hún hefur tröllin í sinni þjónustu. - Já, en Eyja, þetta var bara leik- rit. Þetta var ekkert í alvöru. - Heldurðu að maður verði ekki að taka leikrit í alvöru? Ekki síst leik- rit sem sýnir manni fram á það, að það hlýst ekkert gott af því að reyna að gabba náttúruna. - Er hægt að gabba hana? - Ég efast um það. Þótt hún þyk- ist oft vera bljúg og góð og gera eins og maðurinn vill, þá kemur alltaf að þvf að hún minnir á mátt sinn. Náttúr- an er ótrúlega seig kerling. Hún vill láta bera virðingu fyrir sér. Og hún vill láta koma kurteislega fram við sig. Og af því að þú kenndir mér svo skemmtilega færeyska galdravísu síðast, þá skal ég kenna þér veður- vísu núna. Nú er úti norðanvindur. Nú er hvítur Esjutindur. Ef ég ætti úti kindur myndi ég láta þær allar inn, elsku besti vinurinn. ur A 'á 1 'tf . Srjolfu.v~ var ' ^cT alta Wlú 5 Upp u 3Vd IllIA, H(LYYf\ lq/i0j=> a y"ímávQÁii Wjó-p ocj Ujjóp ocj no.'^'i in^E-mní. -Svo foV ,hcmr\ ,'mA mesr YYÍ&SÍVlíK ' W1U.K1V1 Wí'AK7V FRAMHALDSSAGA &unnj6na vúns- rak A°lf ur husA. J 5njólfur v'ará'. <a)y S korri Keinn vvo docjf. Qq M £ n/, SnjóIfuir 1< j gqUcH • Hflnn ofía leifruu i{ \/ar. H UYIA °j \y q,'b<> \Uayyi W\SSl \r ö e(<Xi af Hvepu Grt^ynjo}n0í VÖYZ 16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991 Framhald í næsta Helgarblaði

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.