Þjóðviljinn - 08.02.1991, Side 22

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Side 22
Ágústa Þorkelsdóttir Þorrablót - þátíðarþrá Þorrablót eru orðin kær- kominn árviss viðburður í lífi flestra Islendinga. Félög og kunningjahópar á stærri þéttbýlisstöðum keppast um að halda vegleg blót og vart til svo fámennt samfé- lag í dreifbýli að ekki sé slegið upp blóti. Fólk situr saman til borðs og snæðir íslenskan mat af mikilli ánægju. Stynur og dæsir af vellíðan, meðan súr, reykt- ur, sviðinn og kæstur matur rennur ljúflega niður í maga. A flestum almennum blótum er boðið upp á skemmtidagskrá sem kitlar hláturtaugamar og auðveld- ar meltinguna. Þróttmikill fjöldasöngur er líka ómiss- andi, fátt skapar meiri sam- kennd á samkomum. Með hæfilegum skammti af söngvatni verða þorrablót hin besta skemmtun. Þorrablót eiga sér ekki mjög langa samfellda sögu, víðast rétt hálfrar aldar gömul, en teljast samt afitur- hvarf til fortíðar. En blótin og nútímafyr- irbrigðið ættarmót eiga það sameiginlegt að byggjast á margan hátt upp á hefðum fyrri tíma skemmtana í sveitum. Þar sem maður var manns gaman og atvinnu- skemmtikrafitar þekktust ekki. Heimatilbúið skemmtiefhi og flytjendur sem aðeins stíga á pall við þessi tilefni vekja meiri kát- ínu en innlendir og erlendir spaugarar. Skyldmenni, kunningjar, grannar fallast í faðma og stynja „af hveiju gerum við þetta ekki oftar, að hittast svona“. Yfirlýs- ingar um einmanaleika fyrir framan sjónvarpið og heit- strengingar um að taka upp fyrri siði, heimsóknir og samveru, heyrast í hverju homi. Þorrinn ætti að end- ast allt árið, með gamaldags matog gamaldags vináttu. En þorablótum fylgja gjaman timburmenn. Og þeir timburmenn endast mörgum allt árið. Súr, reyktur, sviðinn, kæstur og umfram allt feitur matur er óhollur (?) og rand á milli húsa á kvöldin til þess eins að kjafta við hina og þessa óttalegur ósiður. Enda trú- lega allir að horfa á imbann. Þátíðarþráin - nostalogí- an - er best geymd í leynd- um hugans. Ef við breyttum samkvæmt þessari þrá, væri í dentíð orðið nútíð - raun- vemleiki og gamanið búið. Söknuður eftir því sem við höldum að hafi verið, frá okkur tekinn og, ef vel tæk- ist til, tilveran ánægjulegri og yfír hveiju væri þá að mæðast í þjóðarsálinni hjá Stefáni og Sigurði? Bændur mundu brosa eymanna á milli, meðan þjóðin úðaði í sig lambaketi. Opinberir starfsmenn endurheimtu virðingu þá sem þeir höfðu áður fyrr. Læknar og kenn- arar sinntu köllun sinni sem græðarar og fræðarar, glað- ir í sinni með von um stöku kartöflupoka og eggjakíló í aukagetu ffá þakklátum skjólstæðingum. Alþingis- menn hittust annað hvert ár, á sumarþingi, og morgun- söngur yrði upptekinn í skólum. Nei, þökkum öllum fomum vættum fyrir að þorrinn er aðeins fjórar vik- ur árlega. Þátíðarþráin - nostalgían má blómstra þann tíma, en svo er best að halda sér við hagvöxt, æði- bunu og stress nútímans. En hittumst heil á næsta þorra- blóti. Ágústa Þorkelsdóttír er bóndiog húsfreyja, Refsstað, Vopnafirði Daði var að stilla upp ( Nýhðfn f gær þegar Jim Smart bar þar aö garöi. Daði með nítjándu í Nýhöfn Olíumálverk og myndastyttur með blandaðri tækni Einn helsti myndlistarmaður okkar, Daði Guðbjömsson, opn- ar nítjándu einkasýningu sina í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, á laugardaginn kl. 14, olíumálverk og myndastyttur unnar með blandaðri tækni. Daði er fæddur 1954, stund- aði nám við Myndlistaskólann og MHÍ og Rijksakademi van Beeldende Kunsten í Amster- dam. Hann hefur tekið þátt í Qölda samsýninga hérlendis og erlendis. Daði var kennari við MHÍ 1984-90, formaður Félags íslenskra myndlistarmanna 1986-90 og í safnráði Listasafns íslands 1987- 89. Sýningin er opin virka daga frá 10-18 og 14-18 um helgar, til 27. febrúar. Ein af Ijósmyndum Dags frá Litháen. Dagur: Evstrasaltslöndin Ljósmyndasýning frá ferðalagi Dagur Gunnarsson sýnir um þessar mundir á Mokka við Skólavðrðustíg 42 ljós- myndir sem hann tók í ferða- lagi áhugaleikhópsins Fantas- íu um Eystrasaltslöndin í október síðastliðnum. - Dapurleiki umhverfisins æpti á mann, segir Dagur, en mannlífið var glatt, það var önn- ur stemmning en núna. Maður heyrði á fólki að það var von- glatt og bjóst við frelsi. Leik- Fantasíu hópnum Fantasíu var mjög vel tekið og ég frétti á jólakorti að búið væri að sýna í Litháen sjón- varpsþátt sem við komum fram í. Hins vegar er bannað að senda myndbandsspólur úr landi, svo við höfúm ekki séð útkomuna. Ég hef stundað ljósmyndun- ina í mörg ár, en ekki haldið einkasýningu áður. Myndimar eru allar til sölu og sýningin stendur til 20. febrúar. ÓHT Myrkir músík- dagar Reykjavíkur- kvartettinn, Edda Erlendsdóttir og Caput-hópurinn Nú um helgina hefjast Myrkir músíkdagar 1991, en þeir hafa árlega verið tónlist- arveisla í myrkasta skamm- deginu. A laugardaginn kl. 17 hefj- ast tónleikar Reykjavíkurkvart- ettsins i Áskirkju, en þar verða flutt verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- bjömsson og Karólínu Eiríks- dóttur. Edda Erlendsdóttir píanó- leikari heldur svo tónleika í ís- Iensku ópemnni á sunndaginn kl. 17 og leikur tónlist eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Miklos Maros, Franz Liszt, Atla Ingólfsson, Pierre Boulez og Al- ban Berg. Á mánudagskvöld kl. 20 verður Caput-hópurinn í ís- lensku óperunni, þar sem Rolf Gupta stjómar flutningi á verk- um eftir Iannis Xenakis, Jónas Tómasson, Láms H. Grímsson og Kaija Saariaho. Iannis Xenakis er heiðurs- gestur hátíðarinnar. ÓHT Elínrós í Gallerí Borg í gær opnaði Elín- rós Eyjólfsdóttir sýn- ingu á nýjum vatns- lita- og olíumyndum af blómum í Gallerí Borg við Austurvöll. Elínrós er fædd 1941, stundaði nám við Myndlistaskóla Reykja- víkur 1982-85 og við MHÍ, málaradeild 1983- 87. Einnig nam hún við SKidmore College, Saratoga Springs í Bandarikjunum árin 1986, ‘87 og ‘89. Þetta er önnur einkasýning Elínrósar, en hún hefur tekið þátt í samsýning- um hér á landi og er- lendis, m.a. í RogerFine Arts Center Gallery, Salisbury, Pennsylvan- Elinrós við rósimar (gær. Mynd: Kristinn. ia. Sýningin er opin 14-18 um helgar, til 19. virka daga kl. 10-18, en febrúar. ÓHT 22 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.