Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 23

Þjóðviljinn - 08.02.1991, Síða 23
Verðir laganna komnir á sporið: Úr þáttaröð Davids Lynchs Tvídröngum. Trylltir tónar frá Tvídröngum Bandaríski leikstjór- inn David Lynch átti mikilli velgengni að fagna á síðasta ári. Fyrst voru það Tvídranga-þættirnir (Twin Peaks), sem slógu í gegn en síðan kvikmynd- in „Tryllt ást“ (Wild at heart). Tónlistin í þessum verkum hefur einnig vak- ið mikla athygli og nú skulum við beina vasa- ljósinu að henni. David Lynch hefiir sjálfur yfirumsjón með tón- listinni, en aðal hjálpar- hella hans er hið gamal- reynda tónskáld Angelo Badalamenti. Hann hafði í mörg ár samið tónlist fyrir ýmsa sjónvarpsþætti, aug- lýsingar og einstaka kvik- myndir, en eftir að sam- starf hans við Lynch hófst hafa hlaðist á hann kvik- myndaverkefni. Samvinna þeirra hófst árið 1986 þeg- ar Lynch vann að myndinni „Blue velvet“. Framleið- andinn Fred Caruso mælti með Badalamenti til að semja titillag fyrir mynd- ina. Á þessum tíma vann Badalamenti að kántri- söngleik og var þar var ung söngkona, Julee Cruise, við æfingar. Lynch mætti á æf- ingu og heillaðist strax af hinni sérstöku rödd Cruise og hún var fengin til að syngja titillag Blue velvet, hið angurværa „Mysteries of Love“. Samstarfið hefur hald- ist síðan. Lynch á allar grunnhugmyndir en Ba- dalamenti kemur þeim til skila. Þeir dvelja saman i hljóðveri, Badalamenti við flygilinn, og spinna tónlist- ina. Þegar t.d. Lynch biður um dimma skrýtna stemmningu, hamast Ba- dalamenti á flyglinum, seg- ulbandið í gangi, og ekki er hætt fyrr en tekist hefur að ná fram nákvæmlega því sem Lynch vildi. Á síðasta ári komu fjórir titlar út úr þessu skrítna samstarfi; sólóplata Julee Cruise, „Floating in the night“, myndbandið „Industrial symphony No 1“, og tón- listin úr Tvídrangaþáttun- um og úr Trylltri ást. Á „Floating in the night“ syngur Julee Cruise tíu lög. Platan hefiir verið í vinnslu síðan Wamer Brot- hers fyrirtækið heyrði og hreifst af „Mysteries of lo- ve“, en það lag er að finna á plötunni. Hinn englalegi söngstíll Cmise er fullkom- inn í að túlka texta Lynch sem fjalla flestir um svif ýmiskonar um óravíddir ástarinnar og gætu allt eins verið eftir ástfangna ferm- ingartelpu með óráði. Tón- listin er ljúf og flýtur áfram í óræðu gufumistri en kem- ur þó sífellt á óvart með kynlegum smáatriðum. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var af mörgum talin með bestu plötum siðasta árs. Myndbandið „Industri- al symphony No. 1“ er um klukkutíma löng upptaka frá samnefndum gemingi sem David Lynch setti upp í New York 1988. Julie Cmise syngur nokkur lög af sólóplötunni, oftast hengd upp á þráð nokkrum metrurn yfir sviðinu. Þar fara ffam dularfullir hlutir, dvergur sagar í tijástofh, naktir líkamar skríða út og inn um bílhræ og risastórt geimhreindýr birtist með látum, svo fátt eitt sé nefht. Á Tvídrangaplötunni em þijú lög af sólóplötu Cmise og svo ýmsar stemmur úr þáttunum. Þeir sem fylgjast sem spenntast- ir með þáttunum ættu endi- lega að fá sér plötuna og rifa upp ýmsa unaðshrolli. Sérstaklega er þemað um hina myrtu Lauru Palmer eftirminnilegt, en þar tekst tónlistinni að magna upp kitlandi gæsahúð og gefa í skyn að ekki sé allt sem sýnist og að undir yfirborð- inu kraumi óljós illska. Tónlistin úr Trylltri ást hefur selt vel hér á landi upp á síðkastið. Þar er Juliee Cmise víðsfjarri en Lynch og Badalamenti magna upp ýmiskonar skrítnar stemmningar. Einnig er að finna á plöt- unni tvö gömul Elvis-lög sem leikarinn Nicolas Cage syngur með tilþrifum, nokkra sígilda slagara, tvö lög ffá popparanum Chris Isaak og mjög kröftugt speed-metal lag ffá hljóm- sveitinni Powermad. Sú hljómsveit kemur ffá Minneapolis og Iagið, „Slaugterhouse“ kom fyrst út á breiðskífu þeirra „Ábs- olute power“ árið 1989. Tvíeykið Lynch og Badala- menti em nú að vinna að söngleik og kæmi ekki á óvart að þar yrðu famar al- gjörlega ótroðnar slóðir. -GUNNI Engar hömlur! Óvæntur glaðningur rekur á dansgólf áhugamanna nú um fótfimi nú um helgina þegar Manchester- sveitin 808 STATE treð- ur upp í Lídó í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin kom til landsins á mánudag og vann að myndbandi ásamt kvikmynda- gerðarmanninum Óskari Jónassyni sem m.a. hefur gert flest myndbönd Sykurmol- anna. Myndbandið er fyrir lagið „Oops“, gefið verður út á smáskífu í byrjun aprfl, og er tekið ofan og neðan jarðar í nágrenni Reykjavíkur. Það er sjálf Björk Guð- mundsdóttir sem fer með aðalhlutverkið í Iaginu og í myndbandinu, en samstarf Bjarkar og 808 STATE hófst þegar hún hringdi í þá á síðasta ári og bað þá um að vina með sér að nokkrum hugmyndum sem hún hafði í huga. Lögin urðu tvö, „Qmart“ og áðurnefnt „Oops“ og eru bæði á annarri breiðskífu 808 STATE sem kemur út í byrj- un mars. 808 STATE er í dag ein vinsælasta dans- hljómsveit Bretlands og hefur margoff komið lögum sinum á topp 20 breska smáskífiilist- ans. Meðlimimir era fjórir, höfuðpaurinn Martin Price sem veitir hljómsveitinni tónlist- arlega andagift, tölvusnillingur hljómsveitar- inanr Graham Massey sem forritar og tekur upp, og plötusnúðamir Darren og Andy. Tón- list 808 STATE flokkast undir harða Hause- tónlist og hefiir haft stefhumótandi áhrif á danstónlist nýhafins áratugar. í stuttu spjalli við Björk sagðist hún líta á sig sem „session" meðlim í lögunum tveim, þó hún hafi samið bæði texta og laglínu. Hún skilgreindi tónlistina sem Búrúndí trommu- slátt Manchesters, og sagði að 808 STATE væri ein af fáum danshljómsveitum í Bretlandi í dag sem hefði einhvem karakter. „Flestar danshljómsveitir Bretlands eru að elta á sér skottið, hafa engar nýjar hugmyndir, en 808 STATE era að fara eitthvað,“ sagði Björk og bætti við: „Tónlist 808 STATE er danstónlist og fólk má ekki taka hana fyrir annað. Fólk á ekki að setjast niður með heymartól og stúdera lögin. Þetta er líkamatónlist." Til leiðbeining- ar fyrir tónleikagesti hafði Björk þetta að segja: „Þegar fólk kemur á tónleikana verður það að dansa. Fólk á helst að mæta í æfingar- göllum og sleppa sér lausu. Engar hömlur!" Björk kemur fram með 808 STATE og HELGARVAGG Fólkið sem lætur þig svitna um helgina: Björk og 808 State. Mynd: Jim Smart. frumflytur lögin tvö. Auk fjórmcnninganna kom plötusnúðurinn Tony Ross til landsins og Gunnar L. Hjálmarsson mun stjóma tónaflóðinu fyrir og eftir hljóm- leikana bæði kvöldin. Hann er vinsælasti plötusnúður í Bretlandi um þessar mundir og hefur þeytt skífiim á vinsælustu skemmtistöð- um Bretlands og Ibiza. I lokin er rétt að minn- ast á að sérstakt laserljósakerfi verður sett upp í Lidó fyrir kvöldið, en kerfið er sérforritað fyrir 808 STATE og alltaf notað á hljómleik- um þeirra í Bretlandi. - Gunni Föstudagur 8. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 23 Vaggtíðindi ■Trommarinn fingrafimi, Birgir Baldursson, er hættur f Bless og genginn í Sálina hans Jóns míns. Sálin er að vinna að nýju efni og óráðið er um útgáfu. Auk þess að vera í Sálinni er Birgir aðstoðarmað- ur í dauða- poppsveitinni Reptilicus og fastur meðlimur f Mannakorni, ásamt þeim Magnúsi Eiríks, Pálma Gunnars og Hammond-hetjunni Karli Sighvats, sem nýverið gekk í sveitina. Sami hópur myndar einnig Blús-kompaníið sem nú er í hljóðveri að hljóðrita blús-skífu. Áætlað er að gefa plötuna út með vorinu... ■Television hét eftirminnileg rokksveit sem starfaði í New York og gaf út tvær breiðskífur. Þegar leiðir skildi 1979 sneri aðalmaðurinn, Tom Veriain, sér að sólóverkefnum og gaf út þrjár sólóskífur á sfðasta ára- tug. Nú virðist sem Veriain sé orðinn leiður á sólóbaukinu, því Television hafa komið fram af og til upp á síð- kastið og góðar líkur eru á varanlegri endurreisn... ■.Svissneski sérvitringurinn, Di- eter Meier sem leiðir danspopp- hljómsveitina Yello hefur stofnað eigið hljómplötufyrirtæki f Bretlandi, Solid Pleasure. Fyrsta afurð fyrir- tækisins er ný Yello-plata í vor... ■Þungarokkssveitin Bootlegs gaf út sína aðra breiðskífu seint á síðasta ári og seldist hún vel. Nú eru mannabreytingar í gangi; gítarieikar- inn G. Hannes Hannesson og söngvarinn Júníor eru mættir, en nýr gítarieikari Gunnar Bjarni er genginn í sveitina. Gítarieikarinn Nonni hefur tekið sér stöðu við hljóðnemann aft- ur. Hljómsveitin stefnir á mikið tón- leikahald á næstunni. G. Hannes er hins vegar að íhuga gítarleikara- stöðutilboð frá hinni efnilegu dauða- rokksveit Infusoria, sem áður hét Sororicide, en áform Júníors eru á huldu... ■Ómar Arnarsson í plötubúðinni Þruman á Laugavegi hefur gefið út snældu með pönkhljómsveitinni Sogblettum. Um er að ræða fimm lög sem voru á fyrstu plötu þeirra og á fyrstu Snari safnspólunni, en báðir þessir titlar hafa verið ófáanlegir um árabil. Snældan verður aðeins fáan- leg í Þrumunni. Næstu útgáfuform eru óákveðin, en hugmyndir eru uppi um að gefa út hljómleikaefni með rokkhljómsveitinni Dýrið geng- ur laust... ■Tónlistarlíf úti á landsbyggð- inni er oftast ekki mikið f sviðsljós- inu, en nú berast fréttir um öfiugt rokklíf á Húsavik. Rotþró, ein helsta hljómsveitin þaðan, er væntanleg til Reykjavíkur í næstu viku og mun leika á Kjallara keisarans, fimmtud. 14., og á Tveim vinum sunnud. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.