Þjóðviljinn - 16.02.1991, Side 16
.augardagur 16. febrúar 1991 33. tölublað 56. árgangur
RAFRUN H.R
Smiðjuvefi 11 E
Alhliða
rafverktakaþjónusta
Sími 641012
mSPURNINGINm
Óttastu afleiðingar þess að is-
lendingar taki upp stjórnmála-
sambanu við Litháen?
Þórdís Arnljótsdóttir leikkona:
Samhengið skiptir máli; sömu
menn og berjast fyrir sjálfstæði
Litháens ganga harðast fram í
þvi að við göngum í EB. En það
er ekki ástæða til að óttast afleið-
ingar framgöngu íslands í þessu
máli.
Foreldrafélög leikskóla
Réttur allra barna verði tryggður
Fulltrúar 12 foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík vilja að réttur allra barna til leikskóla verði
tryggður. Vilja að leikskólinn heyri einungis undir menntamálaráðuneyti
Fulltrúar 12 foreldrafélaga
leikskóla í Reykjavík hafa
sent frá sér ályktun þar sem lýst
er yfir furðu á því að réttur
allra barna til leikskóla skuli
ekki tryggður í leikskólafrum-
varpinu. Jafnframt er lýst yfir
stuðningi við að leikskólinn
heyri einungis undir mennta-
málaráðuneytið.
Svokölluð forskólanefnd
samdi á sínum tíma drög að frum-
varpi um leikskóla og í drögunum
var skýrt tekið fram að öllum
bömum á leikskólaaldri væri
tryggður réttur á leikskóla. í með-
förum ríkisstjómarinnar vom svo
gerðar breytingar á fmmvarpinu
þannig að réttur bamsins er ekki
tryggður.
1 bréfi sem foreldrafélögin
sendu öllum þingmönnum á að-
ventu segir að þær breytingar séu
gerðar til þess að fella fmmvarpið
að fmmvarpi félagsmálaráðherra
um félagsþjónustu sveitarfélaga.
I bréfinu til þingmanna segir
orðrétt: „Breytingunum mótmæl-
um við harðlega. Svo og mótmæl-
um við harðlega hugmyndafræði,
markmiðum og skipan frum-
varpsins um félagsþjónustu sveit-
arfélaga á dagvistarmálum bama
þar, með því að dagvistarmál
verði flutt til félagsmálaráðuneyt-
isins. Að sögn Odds Sigurgeirs-
sonar jarðfræðings, sem er fulltrúi
hópsins sem sendi frá sér ályktun-
ina, hafa engin viðbrögð orðið á
bréfið ffá þingmönnum, enda er
lýst yfir undrun í ályktuninni á
því að alþingismenn, aðrir en fé-
lagsmálaráðherra og mennta-
málaráðherra, hafi ekki látið þetta
mikilsverða málefhi bama og for-
eldra til sín taka og em þeir hvatt-
ir til að taka opinbera afstöðu til
málefnisins.
„Við munum fara á fund for-
manna þingflokkanna og fara
fram á að þeir geri grein fyrir af-
stöðu sinna þingflokka til máls-
ins. Við viljum vita um afstöðu
stjómmálamannanna til þessa
máls fyrir kosningar," sagði Odd-
ur og bætti því við að þetta væri
alls ekki pólitískt mál. Að álykt-
uninni standa 43 fulltrúar for-
eldrafélaga eftirtalinna leikskóla:
Amarborgar, Álftaborgar, Gull-
borgar, Jöklaborgar, Hálsaborgar,
Hálsakots, Klettaborgar, Kvista-
borgar, Langholts, Lækjaborgar,
Valhallar og Aspar. -Sáf
Óskar Mar
framkvæmdastjóri:
Ég tel ekki ástæðu til að óttast
þær. Sovétmenn gera varla
meira úr þessu, þeir mega ekki
missa þá aðstöðu sem þeir hafa
hérna.
Koby Ohawon
ferðamaður:
Ástandið hefur farið versnandi í
Sovétríkjunum og ef svo heldur
fram sem horfir verður það aftur
eins og á Stalínstímanum. Sjálf-
stæðisbaráttu Litháens ber að
styðja.
Mengun í borgum, fljótum og jafnvel á ræktuðu landi er gífurleg í Kína. Liggur nú við hörmu-
legu umhverfisslysi vegna alvarlegra mengunarvandamála verði ekkert að gert.
Kolavinnsla í sveitahéraöi í Kina. Kol eru einn helsti mengunarvaldurinn i landinu. Skortur á fjármagni og
þekkingu stendur úrbótum fyrir þrifum.
Margar hafnir eru mjög
mengaðar af olíu og skít.
Verksmiðjur dæla eiturefnum í
vötn og ár með hræðilegum af-
leiðingum. Kol eru aðalorku-
gjafinn og einnig helsti meng-
urnarvaldurinn í landinu.
Vandinn sem stjórnvöld eiga
við að glíma er sá að ekki er til
þekking og ijármagn til að
bæta mengunarvarnir verk-
smiðja. Umhverfisráðuneytið
hefur þó látið gera lista yfir 140
helstu mengunarvalda í stór-
iðnaði, sem verði að lagfæra eða
eyða algjörlega fyrir árið 1995.
Verði ekki orðið við tilskipun
ráðuneytisins mega stjórnend-
ur verksmiðja eiga von á háum
sektum og jafnvel fangelsun.
Áætlaður kostnaður við að
hreinsa upp helstu ár og vötn er
gífurlegur og er ekki séð fyrir
endann á þeim vanda.
I Sjanghæ, sem er verulega
menguð borg, er verið að vinna að
byggingu vatnshreinsistöðvar,
sem mun vinna eiturefni frá iðn-
aði þannig að hægt verði að veita
þeim í ánna Yangtze. Fleiri slíkar
stöðvar verða byggðar í framtíð-
inni.
Ráðstafanir af þessu tæi eru
samt sem áður ekki nægjanlegar.
Hreinsibúnaður á verksmiðjum er
yfirleitt úreltur og ófúllnægjandi.
Það sem stendur Kínverjum fyrir
þrifum, eins og fleiri „yngri“ iðn-
aðarþjóðum, er skortur á fjár-
magni. Sama er upp á tengingn-
um í fleiri Asíulöndum, í Afríku
og S-Ameriku. Ibúar Mexíkó-
borgar eru að kafha úr mengun og
þar sést ekki lengur til himins. Þá
hafa fréttir borist síðastliðna mán-
uði af alvarlegri mengun í A- Evr-
ópu og Sovétríkjunum. Meðan
eingöngu „gömlu“ iðnríkin í
vestri hafa efhi á að gerast „græn“
verður ekki séð fyrir endann á
eyðingu og mengun jarðarinnar.
Byggt á South, febrúar 1991.
Umhverfismál
Kolamengun í Kfna
Friðrik Einarsson
markaðsfulltrúi:
Það er fáránlegt að samþykkja
sjálfstæði Litháens eingöngu.
Hvað með öll hin Sovétlýðveldin
sem krefjast sjálfstæðis? Island
á að vera samstiga öðrum þjóð-
um í þessu máli.
AUGLÝSINGASIMAR
ÞJÓÐVILJANS
eru
681310 og 681331